Sterkur valkostur fyrir Framsókn

Eygló Harðardóttir hefur á nokkrum vikum komið sterk til leiks á Alþingi og í forystusveit Framsóknarflokksins á landsvísu - stimplað sig inn sem traust foringjaefni. Ég tel að það yrði sterkur leikur hjá framsóknarmönnum í Suðrinu að velja hana sem eftirmann Guðna Ágústssonar, ekki aðeins í þingsætið hans heldur í leiðtogastólinn í kjördæminu. Mér finnst reyndar blasa við að nýjir tímar verða hjá Framsókn í þessum kosningum. Mikið af nýjum nöfnum eru í umræðunni og sum komin þegar í pottinn.

Þegar liggur fyrir að allir forystumenn Halldórstímans í Framsóknarflokknum eru farin af sviðinu eða ætla að hætta nema Siv Friðleifsdóttir og mögulega Valgerður Sverrisdóttir. Miklar kjaftasögur eru þó um að hún muni draga sig í hlé og hleypa ungu mönnunum að, annað hvort Birkir Jón eða Höskuldur muni leiða listann í norðrinu og væntanlega kosið á milli þeirra enda hljóta þeir báðir að hafa metnað í leiðtogastólinn ef ég þekki þá báða rétt.

Framsókn mun undir forystu nýs formanns koma fram með nýja ásýnd í nær öllum kjördæmum, gott ef ekki öllum. Hann hefur náð flugi í könnunum en væntanlega mun tilhögun leiðtogasætanna og skipan listanna ráða miklu um hversu miklu flugi þessi gamli flokkur nær upp úr rústunum.

mbl.is Eygló býður sig fram í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara minni á að nú hefur Framsókn gerst ESB-flokkur, sem vill aðildarviðræður
við ESB og sjávarútvegsstefnu þess. Get illa hugsað sannan Vestmannaeying styðja slíkan stjórnmálamann sem þá för vill halda!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.2.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband