Heath Ledger vinnur óskarinn fyrir Dark Knight

Heath Ledger sem Jókerinn í The Dark Knight
Heath Ledger varđ fyrir stundu annar leikarinn í sögu Óskarsverđlaunanna til ađ hljóta Óskarinn eftir andlát sitt fyrir túlkun sína sem Jókerinn í The Dark Knight. Sir Peter Finch fékk óskarinn fyrir túlkun sína í Network áriđ 1977, tveimur mánuđum eftir andlát sitt. Ledger lést eins og kunnugt er í New York í janúar á síđasta ári, ţegar hann var ađ ná hápunkti síns ferils og átti svo margt enn eftir.

Ledger var leiftrandi og yndislega illkvittinn sem Jókerinn - lagđi allt í ţessa túlkun og fćrđi okkur enn dýpri og kuldalegri karakter en Jack Nicholson gerđi í fyrstu Batman-kvikmyndinni fyrir tveim áratugum. Ţetta er ađ mínu mati ein besta leikframmistađa áratugarins og ég er sannfćrđur um ađ hún hefđi veriđ verđlaunuđ ţó hann hefđi ekki dáiđ, hún er svo traust.

Í raun tel ég ađ hún verđi ekki síđur eftirminnileg í sögubókum framtíđarinnar en leiksigrar James Dean á sjötta áratugnum í East of Eden, Giant og Rebel Without a Cause, ógleymanlegum meistaraverkum sem halda minningu hans á lofti um eilífđ. Dean dó ungur en afrek hans voru verđskuldađir leiklistarsigrar sem eru í minnum hafđir.

Ţrátt fyrir allt lofiđ hlaut Dean ţó aldrei óskarinn, ţó hann vćri tilnefndur tvisvar eftir andlát sitt. Ekki hefur veriđ hefđ fyrir ţví í Hollywood ađ leikarar fái óskarinn eftir andlát sitt, t.d. vann Spencer Tracy ekki fyrir stórleik sinn í Guess Who´s Coming to Dinner svo annađ dćmi sé nefnt.

Ég fagna ţví ađ Hollywood hafi heiđrađ minningu ţessa hćfileikaríka og frábćra leikara međ óskarsstyttu, ekki ađeins til minningar um ógleymanlega leiktúlkun merks leikara heldur sem minnisvarđa um hvađ hefđi getađ orđiđ.

Umfjöllun SFS um Heath Ledger í janúar 2008

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband