Bruðl hjá vinstristjórninni - sjónarspil á Akureyri

Mér finnst það algjört bruðl hjá vinstristjórninni á þessum erfiðu tímum að eyða fleiri hundruð þúsund krónum í einn ríkisstjórnarfund hér á Akureyri. Þetta er algjör sýndarmennska og gefur ekki gott fordæmi, þegar ljóst er að þarf að spara og taka til hendinni. En þessi stjórn veit svosem ekki hvað sparnaður er, enda var fyrsta sparnaðarráðið þeirra að fjölga ráðherrum um tvo til að geta komið sem flestum flokkshestum fyrir.

Á þessum tímum er alveg óþarfi að fara út í fjárútlát af þessu tagi; ráðherrarnir eru jú tólf, enginn þeirra býr á Akureyri, koma þarf þeim öllum fyrir á dýru gistiplássi á Hótel KEA og væntanlega eru dagpeningar. Ég gef mér það að ráðherrarnir gisti á KEA. Veit ekki betur en þeir fari þangað þegar þeir þurfa að stoppa hér.

Svo þarf að ferja liðið í hollum hingað. Árni Páll vældi á facebook yfir því að þurfa að fara of snemma í morgun til Akureyrar. Af öryggisástæðum þarf að ferja þá fjora í hverri vél. Hverjir ætli hafi komið í gærkvöldi og fengið að gista á KEA?

Ég er Akureyringur og hefði einhvern tíma fagnað því að horft væri til landsbyggðarinnar. Heppilegra hefði verið að velja annan tíma. Eins og staðan er telst þetta bara bruðl og sýndarmennska. 

 
mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er allt í góðu, ríkisstjórnin er jú að fara að hækka skatta ... þeir ættu að eiga fyrir þessu með því...

Mér líst ekkert á þessa skattahækkun ... hvað þá að horfa á bruðlið í kringum þessi stjónrmál ... á meðan þjóðin þarf að taka á sig bankahrunið...

ThoR-E, 12.5.2009 kl. 12:30

2 identicon

Sammála. Þetta er eins og snuð uppí landsbyggðina .Flokkur forsætisráðherra hefur sem aðal stefnumál að ganga í náðarfaðm ESB en ég held að það sé ekki sérstakt gleðiefni fyrir dreyfbýlið. Kannski tekst krötunum loksins að koma landbúnaðinum endanlega fyrir kattarnef og er þá ekki til einskis barist. En það er alltaf möguleiki að einhverjir flokksgæðingar fái vinnu við að naga blýanta og lesa eitthvað af hinum 111 metra háa reglugerðastafla í Brussel.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

ertu ekki að grínast stebbi. ég hélt að þú gætir hugsað út fyrir flokkskassann og fagnað þessum fundi hér á akureyri? hver segir að þau þurfi öll að gista hér. það er flogið kvölds og morgna fram og til baka. kristján þór flýgur fram og til baka oft í viku á kostnað skattgreiðenda og þetta er bara brot að þeim kostnaði sem fer í hann.

þetta er ekki sýndarmennska heldur mikilvæg yfirlýsing um að allt eigi ekki alltaf að gerast í henni reykjavík. bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.5.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Mæl þú manna heilastur. Algjör della og ríkisstjórninni til skammar; Steingrímur lýsti því yfir að hugmyndin væri hanns og kemur það ekki á óvart.

Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi þetta er ótrúlega barnalegt hjá þér. Mér finnst frábært mál að halda fyrsta ríkisstjórnarfund þessarar ríkisstjórnar á landsbyggðinni. Það kostar nú ekki mikið að fljúga og þó nokkrir þurfa að gista. Þetta er táknrænt hjá nýrri ríkisstjórn sem mér finnst vera til eftirbreytni.

Svo ertu að tala um að Árni Páll hafi verið að væla á Facebook um að fara fara of snemma, Árni Páll sagði: "Árni Páll Árnason gerir klárt fyrir flug til Akureyrar í rauðabítið þar sem ríkisstjórnin heldur sinn fyrsta fund - fæ jafnframt tækifæri til að heimsækja starfsstöðvar stofnana ráðuneytisins á Akureyri, Jafnréttisstofu og að kynnast verkefnum á sviði starfsendurhæfingar og málefna fatlaðra"

Er eitthvað væl í þessu.

Stebbi, það er sama hvað þessi ríkisstjórn hefur og mun gera, hún verður þér aldrei þóknanleg.

Árni Páll Árnason

gerir klárt fyrir flug til Akureyrar í rauðabítið þar sem ríkisstjórnin heldur sinn fyrsta fund - fæ jafnframt tækifæri til að heimsækja starfsstöðvar stofnana ráðuneytisins á Akureyri, Jafnréttisstofu og að kynnast verkefnum á sviði starfsendurhæfingar og málefna fatlaðra

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.5.2009 kl. 15:08

6 identicon

Rifjum þetta aðeins upp, hvaða ríkisstjórn fjölgaði ráðherrum í tólf? Hvaða ríkisstjórn hefur gefið það út að ráðherrum verði brátt fækkað í níu með sameiningu ráðuneyta?

Svör: Þriðja ríkisstjórn Davíðs O. 1999 fjölgaði ráðherrum í tólf. Vinstristjórnin nú mun fækka þeim niður í níu og hafa þeir þá ekki verið færri síðan 1989. Þetta eru staðreyndir málsins. 

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Oddur Ólafsson

Vonbrigði að sjá þessi einkenni 101-syndromsins hjá þér Stebbi.

Þetta verður ríkisstjórn landsins alls, gott hjá þeim að sýna fólki fram á það.  Ekki veitti af.

Oddur Ólafsson, 12.5.2009 kl. 18:33

8 identicon

Enn pirra í þér? Ráðherrar, og reyndar þingmenn komu víða við í dag. Taktu skrefið út fyrir rammann... þú gerir það oft og er þá góður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:37

9 identicon

Bruðl hjá ríkisstjórninni þó það hafi kostað 400þúsun að halda fundinn norður á Akureyri. Gott og vel. 

Ég sé að þú ert ánægður með Evróvísjón og að stelpan hafi komist í einhver úrslit.

En hvað kostaði kjóllinn marga farseðla milli Reykjavíkur og Akureyrar?

Spáðu í það og ég efast ekki um að þú færð svar við því. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband