Er hægt að eiga nýtt upphaf með fortíðarfólkinu?

Ég er ekki undrandi á því að kröfuhafarnir vilji setja af forstjóra Exista. Ef þeir njóta ekki trausts eru engar forsendur fyrir því að hafa stjórnendur sem hafa spilað djarft og eru táknmyndir gömlu og spilltu tímanna í bissness. Heiðarlegt að reyna að byrja upp á nýtt sé þess einhver kostur. Eigi fyrirtækin annars að eiga einhverja framtíð undir sömu merkjum aftur.

Mikilvægt er að taka til og reyna að byrja upp á nýtt, sé þess einhver kostur. Andlit liðinna tíma eru ekki hluti af nýrri framtíðarsýn. Slíkt sjá allir.


mbl.is Vilja reka forstjóra Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Tek undir það, sérstaklega í ljósi þess að Exista er bara eignarhaldsfélag.

En það má að vissu leyti segja það sama um bankana.  Að megninu til eru þar sömu stjórnendur og voru s.l. ár og ég held að það sé afar óheppilegt.  Það hefði þurft miklu meiri uppstokkun.  Það þarf að breyta starfsháttum bankanna all mikið frá því sem var og ég held að þessir stjórnendur séu varla hæfir til þess auk þess sem þeir eru rúnir trausti.

Það er yfirleitt ekki nóg að skipta um fyrirliða hjá liði sem spilar illa. 

Guðmundur Pétursson, 26.5.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

ThoR-E, 26.5.2009 kl. 16:47

3 identicon

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig stendur á þvi að þeir sem stýrðu bönkunum hérna i þrot virðast ekki bera neina ábyrgð. Tökum Landsbankann sem dæmi: Fyrir utan bankastjórn og tvo yfirmenn bankans þá Sigurjón og Halldór þá virðast allir yfirmenn bankans hafa haldið áfram störfum, þetta eru menn sem tóku m.a ákvörðun um að lána þingmönnum og stjórnendum lífeyrissjóðana ótrygg lán t.d fyrirtækjum Lúðvíks Bergssveinssonar.
Nú eru skilanefndir bankann æstir í að losna við stjórnendur Exista og það kannski skiljanlega en ættu þeir ekki að byrja á því að taka til hjá sér?

Getur einhver svarað því afhverju þessir menn útibústjórar fyrirtækjasviðs landsbankans halda sínum störfum þrátt fyrir að hafa tekið þátt í því að setja bankann á hausinn og þjóðina með?

Sverrir E (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband