Jóhanna hótar vinstri grænum stjórnarslitum

Mér fannst það frekar dapurt fyrir þingræðið að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hóta þingmönnum vinstri grænna stjórnarslitum með orðum sínum á Alþingi í dag. Hún gerði ekkert annað en staðfesta ummæli Ásmundar Einars Daðasonar, alþingismanns, á föstudag um hvað gerðist ef hann yrði ekki þægur í umræðunni, annað hvort léti sem minnst í sér heyra eða styddi tillögu um Evrópusambandsaðild.

Þessi stjórnmál hótana, með því að hóta þingmönnum í þingsalnum að þeir eigi nú að vera þægir og ganga í takt, eru víst starfshættirnir sem tilheyra vinstristjórninni. Samfylkingin hótar vinstri grænum alveg miskunnarlaust, fyrst undir rauðri kratarós en nú í sjálfum þingsalnum með orðavali forsætisráðherrans. Þeir hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum sem kusu þessa flokka til að fá breytingar.

En við hverju var annars að búast af formönnum stjórnarflokkanna sem hafa verið á þingi í um eða yfir þrjá áratugi? Þetta er kerfispar sem er bæði gamaldags og úrelt að öllu leyti. Undarlegast af öllu er að sjá Steingrím kúgaðan á stjórnarheimilinu. Aumingja þeir sem treystu þeirri gungu og druslu fyrir þjóðarhag.

mbl.is Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband