Aumingjaskapur Steingríms J - botnlaus mistök

Botnlaus mistök á pólitískri vakt vinstri grænna í Icesave-samninganefndinni koma æ betur í ljós. Einhver verður að taka þann skell á sig, tel ég. Þetta eru ófyrirgefanleg pólitísk afglöp. Nú loks er kallað eftir skoðun Lee Bucheit, bandarísks sérfræðings í þjóðarskuldum.

Ef það er rétt að aðstoð hans hafi verið afþökkuð í samningaferlinu er það til algjörrar skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Ekki var hátt risið á Steingrími J. Sigfússyni áðan þegar hann sagði að þetta kæmi of seint fram... er maðurinn í lagi eða?

Hvað varð um Steingrím J. Sigfússon? Manninn sem reif kjaft fyrir kosningar og áður en hann hlaut lyklavöld í fjármálaráðuneytinu? Er ekki kominn tími á þennan misheppnaða Dr. Jekyll og Mr. Hyde íslenskra stjórnmála?

mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefán... nú þykir mér þú vera að verða sóðapenni..farinn að uppnefna fólk. Þessari leið var hafnað í upphafi af hálfu Breta og Hollendinga og var því aldrei fær ... það hefur legið ljóst fyrir frá upphafi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 07:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hverjum datt hug að láta gamlan alþýðubandalagsman fara fyrir samninganefndinni ? jú Steingrímur J. Sigfússon - þetta er útkoman - hún er ekki beint glæsileg - hún er marttröð -

Óðinn Þórisson, 13.8.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... ég veit að þú ert ekki það vitlaus að halda að það hafi ráðið úrslitum i þessu máli að þarna var gamall alþýðubandalagsmaður.... þetta er eins og þröngsýnustu kynþáttafordómar.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.8.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband