Siðleysi á kjörtíma í sjónvarpi

Hafi Hreiðar Már Sigurðsson ætlað sér að fara í Kastljósið til að styrkja stöðu sína og þeirra sem stýrðu Kaupþingi fram að hruninu mistókst það algjörlega. Hann hefði með því að sýna iðrun, beðið þjóðina afsökunar og virkað einlægur í því getað styrkt stöðu sína. Í staðinn sáum við innsýn í siðleysi í bankakerfinu í sukkuðu andrúmslofti fyrir hrun á kjörtíma í íslensku sjónvarpi.

Hreiðar Már er eitt af andlitum þessa siðleysis, sem kom best fram í lánabók Kaupþings. Lítil stemmning er í samfélaginu fyrir hálfbökuðum afsökunarbeiðnum sem eru hvorki einlægar né traustar... heldur leikrænt flopp þeirra sem eru að reyna að kaupa sér frið í samfélagi sem er allt að því á vonarvöl eftir spilavítisleikina dýrkeyptu í bankakerfinu.

Orðaleikfimin með eignatengsl var einn af hápunktum viðtalsins. Allir sem hafa snefilsvit vita hver tengslin voru milli aðila í lánabókinni. Ekki er við því að búast að þessir menn fái frið í íslensku samfélagi ef þeir ætla að halda áfram að tala til þjóðarinnar eins og hún sé jafn vitlaus og fyrir hrun - reikni ekki saman tvo og tvo.

mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann sagði að Kaupþing gengi vel hér í Svíþjóð  ha er hann ekki ok ,

sænka FME varð að fara inn í banka og tók hann af þeim síðan þurfti sænka

ríkið leggja marga miljarðar sænkar krónur í bankann og nú er ríkið búið að

selja hann, svo segir hann að hann þurfi ekki að biðja almenning afsökunar

á þessu hruni efnahagskerfisins á Íslandi

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband