Hvítþvegið einræðislýðræði í Túrkmenistan

Saparamurat Niyazov Nokkrir dagar eru nú liðnir frá útför einræðisherrans Saparamurat Niyazov, forseta Túrkmenistans, sem neyddi þjóðina til að kalla sig Túrkmenabashi (föður allra Túrkmena) en hann var forseti til lífstíðar þar og þar hafði verið fullt einræði frá endalokum Sovétríkjanna. Nú á að velja nýjan forseta í þessu einræðisríki. 11. febrúar nk. á að kjósa nýjan forseta. Í ljósi þess að þetta er einræðisríki kemur varla að óvörum að æðstaráð kommúnistaflokksins fyrirskipi hverjir megi gefa kost á sér og hvernig kjörið eigi að fara fram.

Æðstaráðið valdi sex frambjóðendur, sem allir koma auðvitað úr sama flokknum og eru því fylgisveinar Túrkmenabashi um að ræða. Fyrirskipað er um að allt kjörið verði haldið undir styrkri stjórn stjórnvalda. Samkvæmt þeim mega þeir frambjóðendurnir nú hitta kjósendur og kynna stefnumál sín i fjölmiðlum, en það var ekkert áður sem heimilaði í lögum landsins eðlilega kosningabaráttu með kynningu á frambjóðendum með almennum hætti og það var auðvitað ekki, enda hefur ekki farið fram forsetakjör í landinu í tæpa tvo áratugi þar sem forsetinn var sjálfskipaður einræðisherra.

Niyazov ríkti í Túrkmenistan frá árinu 1985, á meðan það tilheyrði enn gömlu Sovétríkjunum. Persónudýrkun hans í nafni kommúnismans varð svo yfirþyrmandi að hann var ekki aðeins dýrkaður sem Guð væri þar og nefndur faðir allra landsmanna heldur var landið allt veggfóðrað af myndum af honum og hann var dýrkaður sem trúarleg fígúra væri.

Segja má að persónuleg dýrkun á einum dauðlegum manni hafi sjaldan verið meiri en einmitt í Túrkmenistan valdatíðar Túrkmenabasha. Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við völdunum í svona kúguðu einræðisríki kommúnisma við þessar aðstæður sem nú eru.

mbl.is Ný kosningalög sett í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erru ekki kominn út fyrir línuna Stefán þessi maður var "góður" einræðisherra sem USA gat vel sætt sig við, hann var í flokki með fv. Sýrlandsforseta og konungi Saudi-Arabíu. Það er ljótt að svíkja flokkinn sinn.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 13:00

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fannst þér Turkmenabashi "góður" einræðisherra? Ég get ekki séð á skrifum mínum að mér hafi fundist það. Ég hef aldrei verið talsmaður einræðis. Það er alltaf rotið samfélag þar sem fólk fær ekki að greiða atkvæði eftir skoðunum sínum og að geta talað sinni eigin röddu án þess að vera kúgað af stjórnvöldum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.12.2006 kl. 13:12

3 identicon

 

Þakka svarið Stefán, en ég er að benda á "flokkslínuna" hún er sú að hann var góður einræðisherra eins og mjög margir. MBL sagði oft frá honum og alltaf í gamansömum tón eins og það væri að segja frá Oddi á Skaganum og þvlk. Sumir hafa sláturleyfi og sumir ekki. Þú manst kanske eftir deilunum um sláturleyfi sauðfjár þegar Steingrímur J. var lanbúnaðarráðherra.

Þannig hafði Pinosét sláturleyfi vesturlanda og hægri manna en var fordæmdur af vinstri mönnum afturámóti hafði Kastró sláturleyfi vinstrimanna en er fordæmdur af hægrimönnum, það er alls ekki sama hvernig menn eru drepnir.

Að lokum er ég viss um að Stefán fordæmir í hjarta sínu þá báða eða er það ekki?

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 16:07

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér fannst skrif mín um einræðisherra mjög afgerandi. Það breytir litlu hvaðan einræðisherrar koma og úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru jafnir í að traðka á þegnum sínum. Þessi skrif ritaði ég um Pinochet þegar að hann dó fyrir nokkrum vikum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.12.2006 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband