Er lífið með lottóvinningi eintóm himnasæla?

Sterkar taugar þarf til að þola heppnina eins og óheppnina. Væntanlega breytir það lífi hvers einstaklings mjög að auðgast á einni nóttu, eins og t.d. lottómilljónamæringar. Sumir ná að höndla pressuna sem því fylgir en öðrum verður á og misstíga sig jafnvel svo mikið að þeir sólunda peningunum á skömmum tíma.

Hef heyrt sögur af báðum tilfellum og það mjög svæsna sögu um hið síðarnefnda þar sem stór lottóvinningur fór úr höndunum á vinningshafa á skömmum tíma. Auðvitað er ánægjulegt að fólk sé heppið og fái tækifæri til auðfengins gróða með því að spila upp á heppnina.

Vona að þeir sem hafa unnið væna fúlgu fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum. Þó það sé ýktur veruleiki eru sumir sem blindast af slíkum auðæfum.

Enda hlýtur að þurfa sterka undirstöðu til að lifa með svo stórum vinningi, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.

mbl.is Vann 35 milljónir í Lottói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Góð heilsa er besti lottóvinningurinn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.9.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Snowman

Það er rétt að ekki geta allir höndlað svo stórar breytingar í fjármálum.  En á þessum síðustu og verstu tímum, mun ég vona að vinningshafanum takist að halda heimilinu og jafnvel geta stutt við sína nánustu.  Það virðast langflestir þurfa á hjálp að halda á Íslandi í dag.

Til hamingju vinningshafi.  Njóttu vel !!!

Snowman, 19.9.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Ef ég væri þessi aðili myndi ég leggja þetta inn á bók og lifa á vöxtunum.

Benjamín Plaggenborg, 19.9.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

35 millur telst ekki mikið í dag..

fyrir meðal fjölskylduna þýðir það að hægt er að borga upp íbúðarlánin og bílalánin og þá eru peningarnir búnir..

en það er ákveðinn kostur að verða skuldlaus á þessum tíma, þá eru minni áhyggjur í sambandi við atvinnumissir oþh. þegar engir reikningar safnast upp.

Daníel Sigurðsson, 20.9.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband