Veikt umboð Steingríms J. til verka

Vinstristjórnin lifir eftir atburði síðustu 24 klukkustunda... en hún er veik í sessi. Steingrímur J. fær umboð frá þingflokknum til að vinna í Icesave... en veikt er það og hver þingmaður sem hefur verið í andstöðunni við málið frá því í júní virðist hafa fulla fyrirvara við samþykkt sína til Steingríms. Þetta er mjög brothætt staða og alls óvíst hversu traust umboðið er til að gera eitthvað í Icesave.

Eðlilegt er að spyrja hvað gerist þegar málið fer á næsta ákvörðunarpól.. mun þá hver þingmaður sem kom með fyrirvara við sína afstöðu taka hana og beita henni inni í þinginu? Þessi ríkisstjórn hefur ekki augljósan þingmeirihluta í þessu lykilmáli og vandséð hvernig allir haldi andlitinu þegar á reynir.

Að lokum er fundurinn svo kórónaður með því að velja einn umdeildasta stjórnmálamann vinstri grænna í ríkisstjórnina, til að taka við af Ögmundi. Ekki er ég viss um að hún hafi marga hveitibrauðsdaga í nýju verkefni.


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband