25.1.2009 | 14:55
Stjórnin á bláþræði - skilyrðin fyrir samstarfi
Síðustu vikuna hef ég skynjað mikla þreytu með þetta samstarf, ekki síður innan Sjálfstæðisflokksins. Í þeim samtölum sem ég hef átt hef ég fundið fyrir því hversu erfitt sé fyrir flokkana að ná saman um breytingar og nýja framtíðarsýn. Mikilvægt er að öðlast slíkt framhald eigi þetta að geta gengið. En svo verður að ráðast hvort einhver áhugi sé eftir fyrir samstarfi, það verður þó að vera naglfast til hundrað daga hið minnsta og ná samstöðu um einhverjar breytingar.
Ég er sammála Geir um að það verður að passa vel upp á næstu hundrað daga. Því er þjóðstjórn sennilega besti kosturinn í stöðunni, ná samstöðu allra flokka og binda enda á pólitískan glundroða með markvissum áherslum og samstöðu allra flokka. Davíð Oddsson lagði þetta til þegar í haust, við dræmar undirtektir. Menn áttu að hlusta betur á þetta þá.
![]() |
Geir: Má ekki missa dampinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 12:59
Björgvin bjargar ferlinum - átök við Dag um forystu?
Mér finnst merkilegt hvað Ingibjörg Sólrún kemur af fjöllum varðandi afsögn Björgvins G. Finnst það ósannfærandi. Finnst líklegt að þetta sé eitt plott Samfylkingarinnar við að endurbyggja sig. Björgvin hefur kannski tekið atburðarásina í sínar hendur til að ná frumkvæði og væntanlega hefur honum tekist það að stóru leyti. Efinn er þó um hvort hann eigi afturkvæmt í flokksforystu og nái að eiga nýtt upphaf.
Landsfundur Samfylkingarinnar í mars verður eflaust mjög öflugt þing. Sótt verður að varaformanninum og enn óljóst hvort Ingibjörg Sólrún situr áfram. Björgvin er eini þingmaðurinn sem er líklegur til forystuverka og væntanlega vill Björgvin reyna að halda í þá von að taka slaginn við Dag B. Eggertsson, valinn krónprins Ingibjargar, um flokksforystuna eða ella varaformennskuna.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2009 | 11:05
Björgvin segir af sér - yfirstjórn FME fer frá

Það er mjög jákvætt skref að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi sagt af sér embætti og yfirstjórn og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hafi vikið. Ég hef talað fyrir því í nokkra mánuði að fjármála- og viðskiptaráðherra verði að fara frá og það verði að endurmynda ríkisstjórnina til verka. Mér sýnist það vera í augsýn að algjör uppstokkun verði hjá lykilstofnunum og slíkt er upphafið á ferlinu.
Mikilvægt er að stjórnmálamenn axli ábyrgð á erfiðri stöðu þjóðarinnar. Slíkt er forsenda fyrir nýju upphafi og því að þjóðin öðlist aftur trú á uppbyggingunni. Þeir stjórnmálamenn geta í kjölfarið leitast eftir að endurnýja umboð sitt eða hætta alveg. Þegar er ljóst að Björgvin ætlar að sækjast eftir endurnýju umboði á öðrum forsendum. Slíkt er hans valkostur og fróðlegt að sjá hvernig það gengur.
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 01:10
Er þetta ekki aðeins of langt gengið?
![]() |
Mótmælum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 00:33
Samfylkingin í upplausn - gjá milli landshluta

Ég er ekki hissa á því að gjá sé á milli Samfylkingarfólks í afstöðu til ríkisstjórnarinnar og verkefna næstu hundrað dagana, fram að alþingiskosningum. Meiri ábyrgð virðist í tali landsbyggðarfólks í Samfylkingunni en þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst margir sem hafa talað og verið mest áberandi innan Samfylkingarinnar síðustu dagana ekki vilja taka ábyrgð á stjórn landsins og hlaupa frá verki á erfiðum tíma, þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir og sýna trausta forystu á umbrotatímum.
Augljóst er að upplausn er innan Samfylkingarinnar á mörgum sviðum. Ingibjörg Sólrún er límið sem heldur flokknum saman. Fjarvera hennar hefur veikt flokkinn. Greinilegt er að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, er mjög veikur í sessi og hefur ekki umboð og traust formannsins til að vera staðgengill hennar. Hún valdi hann ekki til ríkisstjórnarsetu fyrir tveim árum í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og í aðdraganda síðustu kosninga þurfti Ágúst að fara í slag við samherja um sætið sem hann vildi.
Ég hef verið að reyna að velta fyrir mér hver Samfylkingin sé í raun. Mjög ólíkir hópar eru innan flokksins og hafa þær fylkingar komið æ betur í ljós að undanförnu. Mér finnst sérstaklega merkilegt hvað flokkurinn er brothættur án Ingibjargar Sólrúnar. Fjarvera hennar hefur afhjúpað veikleika flokksins algjörlega og um leið sýnt hversu mikilvæg hún er flokknum sem forystumaður. Landsfundur flokksins, sem verður væntanlega í mars, verður örugglega merkilegt að því leyti hvað verði um varaformanninn.
Raddir sem ég hef heyrt eru á þá leið að skipt verði um varaformann. Óvissan um pólitíska framtíð Ingibjargar Sólrúnar er enn nokkur en hún heldur opnu að fara í þingkosningarnar í vor ólíkt Geir H. Haarde sem ætlar ekki að taka þátt í stjórnmálum eftir kosningarnar og hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að hann verði í mesta lagi á pólitíska sviðinu fram á vorið. Slík yfirlýsing vekur athygli miðað við veikindi Ingibjargar Sólrúnar en sýnir líka hversu mikilvæg hún er í flokksstarfinu. Hún telji sig ekki geta farið.
Samfylkingin þarf að sýna á næstu dögum hvort flokkurinn ræður við ástandið í þjóðmálum og getur fundið innri frið í komandi átökum, ekki aðeins við aðra flokka heldur innbyrðis. Alls óvíst er að flokkurinn haldi saman um megináherslur og forystuna, sem virðist ekki vera samstíga heldur tala í ólíkar áttir.
![]() |
Meiri biðlund á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 17:56
Friðsamleg mótmæli
Umboðið er alltaf þjóðarinnar. 9. maí verður væntanlega sá laugardagur sem verður lykildagurinn í því ferli að allir hafi sína skoðun og tjái hana. Í aðdraganda þess þarf þó að fara úr skotgröfunum og tala til fólks í lausnum og vera einbeittir í málefnalegum slag. Við kjósendur eigum ekki annað skilið. Upphrópanir koma okkur ekki spönn í þessu ástandi.
![]() |
Áfram mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 17:17
Virðingarvert hjá Herði að biðja Geir loks afsökunar
Ég fagna því að Hörður Torfason hafi beðið Geir H. Haarde, forsætisráðherra, loksins afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum um veikindi hans. Þetta var mjög óheppilega orðað hjá Herði og ég tel að öllum hafi blöskrað hvernig hann tjáði sig, hvort sem þeir séu stuðningsmenn Geirs eður ei í pólitísku starfi. Slíkt er algjört aukaatriði, enda eigum við ekki að tala svona um þá greinst hafa með illkynja mein og þurfa að horfast í augu við baráttu, enda er krabbameinsgreining alltaf barátta fyrir þá sem greinast og fjölskyldu viðkomandi.
![]() |
Baðst afsökunar á ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 13:33
Ósvífni hjá Herði Torfa - ómerkileg vörn
Ég er alveg undrandi á því að Hörður Torfason hafi ekki beðið afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum sínum um Geir Haarde í gær. Þau voru mjög ósvífin og eiginlega finnst mér vörnin hans mjög veikburða. Hann greinilega er á miklum flótta frá málinu og getur ekki sýnt af sér neinar mannlegar tilfinningar og bakkað með ummælin eða viðurkennt hversu röng þau voru.
Hörður núllaði sig út með þeim sem talsmaður mótmæla og einhverrar fjöldahreyfingar. Einmitt þess vegna taldi ég að hann myndi beygja af leið og viðurkenna alvarleg mistök sín. Mjög dapurlegt að hann hafi ekki skynsemi að leiðarljósi og klári málið með sóma. Eftir þetta er hann því miður algjörlega ómarktækur í hlutverki sínu.
![]() |
Greinilega snúið út úr ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 20:36
Ætlar Hörður Torfa ekki að biðja Geir afsökunar?
Ég bar vonir og væntingar til þess að Hörður myndi biðjast afsökunar og draga ummæli sín til baka fyrir kvöldið. Enn hefur það ekki gerst. Ætlar hann virkilega að verða metinn slíkt fífl að standa við þessi nauðaómerkilegu ummæli sín?
![]() |
Sextándi mótmælafundurinn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 16:57
Ingibjörg Sólrún staðfestir kjördaginn 9. maí
![]() |
Ingibjörg Sólrún komin heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 15:10
Ósmekkleg ummæli Harðar Torfasonar um Geir
Hörður Torfason á að vit á því að skammast sín vegna ósmekklegra ummæla sinna um Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og veikindi hans. Mér finnst það hrein lágkúra að talað sé um alvarleg veikindi hans, illkynja mein í vélinda, sem eitthvað trix eða fjölmiðlaútspil. Hann á að hafa vit á því að biðja Geir afsökunar.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 14:08
Samstaða um maíkosningar - formannsslagur
Ég get ekki betur séð en samstaða muni nást um kosningar þann 9. maí. Allir ættu að geta sætt sig við það og byrjað á kosningabaráttunni sem fyrst. Ekki er lengur hægt að tala um að menn axli ekki ábyrgð - þegar kosningum er flýtt um tvö ár er ljóst að orðið hefur verið við kröfum þeirra sem voru óánægðir með stöðuna. Mér finnst það út í hött að mynduð verði önnur stjórn fram að þeim tíma. Kosningum hefur verið flýtt um tvö ár og tryggt að landsmenn muni taka afstöðu til flokkanna mjög fljótlega.
Tíðindin úr Valhöll eru mjög dapurleg og ég finn að hugur allra landsmanna er hjá Geir og fjölskyldu hans. Burtséð frá átökum hefur Geir verið einn vinsælasti og traustasti stjórnmálamaður landsins og nýtur virðingar vegna þekkingar sinnar og reynslu. Mikilvægt er að hann fái sitt svigrúm og landsmenn fari að beina sjónum sínum að kosningunum.
Alveg óþarfi er að mótmæla úr þessu, allavega hljómar kosningakrafan og uppgjörin sem fjarstæða nú. Reiðin og gremjan getur nú beinst í málefnalegar rökræður um næstu skref og kosningabaráttuna. Landsmenn fá nú valdið í sínar hendur og geta farið að einhenda sér í pólitíska baráttu um næstu skref, tala í lausnum.
Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er mikilvægt að allir sem hafa áhuga á formannsembættinu fari fram og við fáum heiðarlega baráttu um flokksforystuna á landsfundi. Mér finnst, eins og ég sagði fyrir stundu, rétt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins standi utan átakanna sem verið hafa og ég mun styðja þann sem getur boðað breytingar.
![]() |
Árni: Mikið áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 12:46
Geir hættir vegna krabbameins - kosningar í maí

Ég er mjög sleginn að heyra af því að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi greinst með illkynja krabbamein í vélinda og hafi því ákveðið að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég vil færa Geir góðar batakveðjur og vonast eftir því að hann sigrist á meini sínu. Mikilvægt er að hann taki sér frí frá störfum og leggi alla sína orku í að ná heilsu að nýju. Ekkert er mikilvægara á þessari stundu, rétt eins og ég vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni ná sér, eins og góðar fregnir í morgun gefa tilefni til.
Augljóst er að nýjir tímar eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins. Ný forysta verður kjörin á landsfundi í marslok, en fyrri fundi hefur nú verið frestað. Þar er mikilvægt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verði einhver sem stendur utan meginátaka undanfarna daga og tryggt verði að flokkurinn endurnýji sig í aðdraganda vorkosninga, sem augljóst er nú að verða haldnar laugardaginn 9. maí nk.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fullt tækifæri til að endurnýja sig og treysta böndin á landsfundi í marslok. Nú þegar Geir H. Haarde, traustur forystumaður um langt skeið, yfirgefur sviðið og einbeitir sér að því að ná heilsu er mikilvægt að við flokksmenn stöndum saman um enduruppbygginguna og veljum formann sem getur endurreist flokkinn til verka og tekið trausta forystu varðandi þingkosningarnar.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 12:31
Stórtíðinda að vænta úr Valhöll
![]() |
Miðstjórnarfundur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 01:30
Friðsöm mótmæli - lærdómur skemmdarverkanna
Svo er líka gott að mótmælendur hafi áttað sig á því að áfengi og mótmæli eiga enga samleið. Ég hef heyrt margar sögur af því hvernig síðasta nótt var og fannst nóg um. Skrílslætin fóru yfir strikið síðustu nótt og ekki hægt að líta öðruvísi á en reynt hafi verið að drepa suma lögreglumenn með því að kasta í þá þungum steinhnullungum. Slíkt grjótkast er ekkert gamanmál, heldur hreinlega manndrápstilraun. Þeir mótmælendur sem snerust til varnar lögreglunni eiga hrós skilið fyrir sitt verk.
En allir hafa rétt á sínum skoðunum - setja verður þó mörk á milli skoðana og ofbeldis.
![]() |
Mótmælt í góðri sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 19:02
Ingibjörg Sólrún fárveik - vill áfram sömu stjórn
Mér fannst eiginlega erfitt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu í viðtali á Stöð 2 fyrir stundu. Hún er augljóslega mikið veik og er ekki í standi til að taka erfiðar ákvarðanir um stjórnmál. Hugur hennar á að vera um að ná heilsu og komast aftur á fætur. Mér finnst það mjög dapurlegt að hún fái ekki frið til að ná áttum í veikindum sínum og þurfi að setja önnur mál ofar á dagskrá.
Vandi Samfylkingarinnar er þó sá að enginn staðgengill, trúverðugur altént, er til staðar og því þarf Ingibjörg Sólrún af sjúkrabeði fárveik að gegna skyldum sínum enn. Mér finnst þetta sorglegt og finnst leitt að hún fái ekkert svigrúm fyrir sjálfa sig, þegar þess er þörf.
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 17:35
Telja dómstólar flengingar farsæla uppeldisaðferð?
Mér finnst reyndar mjög sérstakt að þessi maður er haldinn bdsm-órum. Fær fólk útrás fyrir það eðli sitt með því að flengja börn sambýlisfólks þess? Mér finnst þetta mjög sjúkt.
![]() |
Mátti flengja drengi kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 16:04
Ríkisstjórnin komin á endastöð - næstu skref
Hún mun væntanlega ryðja sviðið í Samfylkingunni fyrir sitt pólitíska eftirlæti, Dag B. Eggertsson, og senda þau skilaboð að sitjandi forysta verði öll að fara, ráðherrarnir meðtaldir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega þann leik að geta slitið samstarfinu og rekið ráðherra Samfylkingarinnar úr ríkisstjórninni, pólitískur leikur sem Þorsteinn Pálsson hefði getað gert við stjórnarslit árið 1988 en gerði ekki er á hólminn kom.
Slíkt er vissulega umdeilt en yrði merkileg endalok á þessu tveggja ára samstarfi sem var eldfimt og erfitt frá fyrsta degi, þó lengi vel héldist það saman á valdagleði Samfylkingarmanna. Í öllu falli er eitt ljóst; það verða kosningar í maí. Kemur engum að óvörum úr þessu, það hefur verið augljóst síðustu dagana að það væri í kortunum.
![]() |
Mikilla tíðinda að vænta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:40
Eru mótmælendur endanlega að verða ruglaðir?
Ég held að mótmælin hafi runnið út í sandinn og orðið ótrúverðug í nótt. Árásin á lögregluna og nú þessi yfirlýsing um að ráðast að heimilum lögreglumanna er óverjandi og lágkúruleg. Ég held að mótmælendur séu á góðri leið með að eyðileggja baráttuna og þeir sem ganga lengst eyðileggja friðsöm mótmæli þeirra sem hafa frekar haldið sér til hlés og verið rólegir í sinni tjáningu.
Það að ráðast að lögreglunni með þvagi og saur, eins og fram hefur komið, er óverjandi og aðeins til þess fallið að landsmenn leggist gegn mótmælunum. Takmörk eru fyrir öllu. Þeir mótmælendur sem ganga fram með þeim hætti og var í nótt eru ekkert nema skríll og eiga að fá það heiti yfir sig og sinn tjáningarmáta.
![]() |
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:03
Sjálfseyðingarhvöt á Stöð 2 - Sigmundur rekinn
Held að þetta sé besta dæmið um að hörð pólitík er sett þar til hliðar en tekin upp dúlluleg umfjöllun á örlagatímum. Greinilegt er að fréttastofan logar af óeiningu og þar er algjört stjórnleysi. Held að flestum hafi blöskrað þegar Íslandi í dag var breytt úr alvöru þjóðmálaþætti í séð og heyrt glamúrmennsku með yfirborðskenndri umfjöllun sem er ekki í takt við almenning.
Á þeim degi þegar mótmælin hófust við þinghúsið var sérstakt að sjá Ísland í dag sem virkaði eins og þátturinn væri í glerkúlu fjarri fólkinu og í engu samhengi við aðra umfjöllun. Þegar Sölvi Tryggvason var rekinn mátti sjá nýjar áherslur og brottrekstur Sigmundar Ernis staðfestir það.
Fréttastofa Stöðvar 2 er ónýt sem marktækur fréttamiðill, hafi einhverntímann verið eitthvað að marka hana, og virðist vera varnarveggur fyrir auðjöfra, eiganda sinn, frekar en frjáls og óháð.
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |