31.12.2008 | 23:53
Áramótakveðja

Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2008 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða. Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Þeim sem ég hef kynnst á árinu vil ég þakka fyrir notaleg kynni.
Kærar þakkir fyrir allt hið góða. Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!
nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.
Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Valdimar Briem
Bloggar | Breytt 3.1.2009 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2008 | 16:24
Ofbeldi og skemmdarverk á Austurvelli
Ekki er hægt að túlka aðförina að Kryddsíld Stöðvar 2 öðruvísi en sem árás að lýðræðislegri umræðu í fjölmiðlum landsins. Engum er það til sóma að hafa beitt líkamlegu ofbeldi gagnvart starfsmönnum Stöðvar 2. Enn furðulegra er að sjá einhverja reyna að verja slíkt með vandræðalegum hætti, allt í nafni laugardagsmótmælanna á Austurvelli. Ef þessi skrílslæti eru framlenging á þeim mótmælum sem verið hafa á Austurvelli og Akureyri síðustu vikur er ekki nema von að spurt sé hvert stefni.
Skemmdarverkin á þættinum og eigum stöðvarinnar er fyrir neðan allt og þeim sem voru þarna til skammar. Þetta fór yfir öll mörk. Þegar farið er að snúa útsendingu fjölmiðla upp í skemmdir og ofbeldi er skotið yfir markið og ég held að þeir sem þarna voru hafi ekki grætt mikið á þessari lágkúrulegu framkomu.
Mér finnst sjálfsagt að fólk hafi skoðanir og tjái þær, geti líka mótmælt vilji það koma einhverju á framfæri. En þessi árás að sjónvarpsþætti var engum til sóma.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2008 | 15:00
Kryddsíld Stöðvar 2 eyðilögð vegna skrílsláta
Mér finnst það mjög dapurlegt að skrílslætin á Austurvelli hafi orðið til þess að eyðileggja hina árlegu Kryddsíld Stöðvar 2. Þessi þáttur hefur verið vettvangur árlegs uppgjörs í þjóðmálum á Íslandi og vakið mikla athygli. Ég sá áðan á skjátexta að Stöð 2 hefur blásið þáttinn af þar sem tæki hafa verið skemmd fyrir stöðinni og komið í veg fyrir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gæti komið í þáttinn.
Þessi skrílslæti eiga fátt skylt við málefnaleg mótmæli og ég skil eiginlega ekki tilganginn. Hvers vegna má Stöð 2 ekki halda sinn árlega áramótaþátt í friði og því mega forystumenn stjórnmálanna ekki hittast og fara yfir árið með þessum hætti? Hver er tilgangurinn?
![]() |
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 13:56
Bloggdóni tekinn úr umferð - ábyrgð á orðum
Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur í bloggsamfélaginu hér á blog.is. Með þeim er tryggt að ábyrgð fylgir orðum. Ekki er hægt að skrifa bloggfærslur í gegnum mbl.is eða forsíðuna á blog.is nema þar fylgi með nafn og vitað sé hver skrifar. Þetta er auðvitað eðlilegt og ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Orðum verða alltaf að fylgja ábyrgð.
31.12.2008 | 10:34
Harkaleg framkoma - táknrænn gjörningur í Tali
Mér finnst þessi framkoma þó mun frekar táknræn en merkileg. Þarna sést eigendavaldið í hnotskurn. Þeim sem fylgja því ekki er kastað út á kaldan klakann.
![]() |
Sagt upp og samningi rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2008 | 21:22
Kynslóðaskipti með formannskjöri í Framsókn
Sögulegt fylgisafhroð Framsóknarflokksins í þingkosningunum fyrir tæpum tveimur árum var áfellisdómur yfir forystunni á Halldórstímanum. Nú er greinilegt að grasrótin í flokknum er að velta henni til hliðar og kallar eftir nýju fólki til forystu. Þetta hefur gerst á undraskömmum tíma, í raun eftir átakafundinn í miðstjórninni fyrir rúmum mánuði og þeir sem sátu þann fund sem forystumenn flokksins frá miðjum tíunda áratugnum hafa síðan vikið til hliðar og opnað fyrir uppstokkun.
Sumir tala um að formannskandidatarnir séu óreyndir og skorti þungavigt. Halldór Ásgrímsson var rétt rúmlega þrítugur þegar hann var orðinn varaformaður Framsóknarflokksins og tók að byggja sína stöðu til forystu innan flokksins. Hann varð ráðherra 36 ára gamall og enn tiltölulega nýr sem varaformaður og þá í raun krónprins. Miðað við það er ekkert óeðlilegt að ungir menn vilji forystusess. Þeir verða þá að byggja upp vigt sína og vinna sig upp í hlutverkið.
Þessi landsfundur og formannskosningin er í raun örlagapunktur í langri sögu Framsóknarflokksins. Annað hvort verður þar horft til framtíðar og sagt skilið við forna valdatíð eða hann heldur áfram að hníga og á sér enga framtíð. Þetta er því spurning um endalok eða nýju tímana. Því er ekki óeðlilegt að þeir sem gefið hafa kost á sér séu allir ungir og lausir við byrðar fortíðar.
Skilaboðin þar eru sennilega skýr, þau að klippt sé á Halldórstímann fyrir fullt og allt.
![]() |
Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2008 | 17:16
Enginn vill verða sérlegur saksóknari
Þegar skipaður var sérstakur saksóknari í Baugsmálinu var ráðist mjög harkalega að þeim sem skipaður var og hann varð mjög umdeildur, allt að því vegið að persónu hans, æru og heiðri. Sá sem tekur þetta verkefni að sér þarf að hafa mjög sterk bein og bakland sem skiptir einhverju máli. Greinilegt er að enginn leggur í verkefnið á þessari stundu. Margt er að í samfélaginu og barnalegt að telja að einn maður geti svælt út við þessar aðstæður.
Þetta er hinn napri sannleikur málsins. Kannski spilar eignarhald fjölmiðlanna eitthvað inn í þetta? Niðurstaðan er einföld. Við verðum að fá erlenda aðila í þetta verkefni. Einhverja sem verða hafnir yfir allan vafa og geta tekið til hér massíft án þess að verða dregnir í svaðið á heimavelli.
![]() |
Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2008 | 13:27
Álitshnekkir fyrirliðans Gerrard
Miðað við ákæruna og aðra dóma er ólíklegt Gerrard missi af mörgum leikjum vegna þessarar framkomu, en verði hinsvegar helst að horfast í augu við skaddað mannorð. Kannski er það eitt og sér mikil refsing fyrir mann sem talinn hefur verið strangheiðarlegur.
![]() |
Gerrard gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2008 | 00:20
Heiður að veði - stund sannleikans í bönkunum
Mikilvægt er að fá hið sanna fram í málinu, bæði til að hreinsa þá af grun sem eru sakaðir um alvarleg brot eða þá að fá það óyggjandi í ljós að orðrómurinn sé sannur. Leitin að sannleikanum er mjög mikilvæg hjá öllum bönkunum. Kortleggja allt sem gerðist og gera það opinbert. Engin þjóðarsátt verður við úrvinnsluna úr rústunum nema að byggð sé traust undirstaða og reynt að eyða allri tortryggni og efasemdum. Nóg er af þeim núna. Traustið er ekkert. Ég skil það líka mjög vel.
Stjórnvöld hafa ekki staðið sig nægilega vel í að eyða efasemdum og tortryggni en hafa enn tíma til stefnu áður en þau verða að fara í kosningar og gera öll mál síðustu mánaða upp í eitt skipti fyrir öll.
![]() |
Engar ólögmætar færslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 15:28
Fótboltastjarna fellur af stallinum
En kannski er boltatilveran og sportið ekki fullkomið. Menn eru mannlegir þar eins og annars staðar þó reynt sé að draga upp mynd af því að hraustir menn þar séu hálfgoð.
![]() |
Steven Gerrard handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2008 | 09:28
Varnargrein án auðmýktar
Varnargrein Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Mogganum í dag er ekki mjög auðmjúk og einlæg - fjarri því í sannleika sagt. Þetta er vélrænn spuni í áttina að því að taka fólk með sér enn einn hring í blekkingunni sem var utan um útrásina og alla lykilþætti hnignunar Íslands sem við horfumst í augu við núna. Greinin er ekki síður varnargrein fyrir Baug, sem á mjög í vök að verjast og alls óvíst um hvað verði um fyrirtækið á næsta ári. Ég held samt að flestir hafi heyrt þessa varnarrullu áður og hafi satt best að segja fengið alveg nóg.
Fréttavefurinn AMX birtir góða grein um Baug um helgina. Þar er farið yfir stöðu fyrirtækisins og örlagaárið 2008 fyrir það og eigendurna. Ekki eru nema átta mánuðir liðnir síðan þeir skáluðu við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Hann hafði þá veitt fyrirtæki sem er ekki í útflutningsbransa hin margfrægu útflutningsverðlaun forsetaembættisins fyrir forystuhlutverk sitt og árangur í íslensku útrásinni, eins og það var víst orðað.
Eins og flestir vita situr dóttir forsetans, Guðrún Tinna, í stjórn Haga með feðgunum. Tengingin hefur svosem lengi verið augljós. Þetta er grein sem allir áhugamenn um bissness ættu að lesa. Kannski er líka rétt að mæla með grein Jóns Ásgeirs. Þessi grein er skólabókardæmi um afneitun og vélræna úttekt á miklum vanda, án þess að sá sem hana skrifar horfist í augu við að hann beri stóra ábyrgð á vandanum.
![]() |
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 16:40
Lélegt hjá Mogganum
Hef reyndar spurt mig að því síðustu dagana hvort ég eigi að hætta að kaupa Moggann. Ég er reyndar að mestu hættur að lesa dagblöð og hef að gömlum vana keypt Moggann af og til frá árinu 1994. En kannski líður það undir lok eins og sumt annað.
![]() |
Morgunblaðið kemur næst út á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 14:10
Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni

Fannst mjög skemmtilegt að sjá klippuna á YouTube þar sem fjögurra ára snáði syngur Hey Jude af innlifun og áhuga. Og fólk fylgist með honum syngja þennan fjögurra áratuga tónlistarsmell sem Paul McCartney gerði ódauðlegan. Bítlalögin eru auðvitað einstök. Fannst það samt með því dapurlegra þegar að yfirráð yfir þessum tónlistarfjársjóði fór til söngvarans Micheals Jacksons og ég held að fleirum Bítlaaðdáendum en mér sárni það. Held þó að yfirráðum hans yfir lögunum ljúki brátt. Vona það allavega.
En snilldin minnkar ekki við það hver á þessi lög, enda eru þau hluti af sögunni og bera vitni mikilli snilld þeirra sem skipuðu hljómsveitina. Eitt er víst; Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni. Þessi fjögurra ára snáði frá Kóreu er gott dæmi um það.
![]() |
Heimsfrægð á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 00:43
Fær fólk útrás við að sprengja útrásarvíkinga?
Margir landsmenn hafa ekki haft efni á að taka þátt í útrásinni. Nú geta þeir þó fengið útrás á gamlársdag og sprengt upp útrásarvíkinga. Finnst þetta ansi fyndið og ágætis húmor. Ég man þá tíð að hægt var að kaupa flugelda fyrir eitthvað um tveim áratugum þar sem myndir af stjórnmálamönnum, að mig minnir í skopmyndateikningu Sigmunds Jóhannssonar, voru til sölu.
Mikið sport var að sprengja upp Ólaf Ragnar Grímsson og skal engan undra, enda þá skattmann og fjármálaráðherra. Fróðlegt að sjá hvort útrásarvíkingarnir slái í gegn í þessum bransi og landsmenn fái útrás á hatrinu í þeirra garð með þessu.
![]() |
Bankamenn sprengdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 19:28
Mikilvægt að koma upp um alla bankaspillingu
Tíðindin um millifærslurnar frá Kaupþingi inn á erlenda bankareikninga koma sannarlega ekki að óvörum. Grunar að þau verði allnokkur málin þar sem við sjáum undarlegar millifærslur í aðdraganda bankahrunsins eða einhver óeðlileg vinnubrögð. Fyrst núna hefur maður loksins á tilfinningunni að rannsóknin í bönkunum sé alvöru en ekki spuni í áttina að því að blinda almenning algjörlega. Góðs viti það.
Mér finnst atburðarásin síðustu vikurnar því miður helst minna á að fela eigi slóð manna og reyna að láta sönnunargögn brenna inni. Heldur óþægilega leit það þannig út. Mörg spurningamerki eru í málinu og mikilvægt að almenningur finni að það er vakandi auga með atburðarásinni og ráðamenn muni leita sannleikans en ekki vera eins og flækjufótur fyrir rannsókninni.
Óvarlegt er að spá hversu margir lendi illa út úr slóð sannleikans í aðdraganda bankahrunsins. En það er fyrst og fremst mikilvægt að staðið verði við það að allt fari upp á borðið og við fáum alvöru úttekt og yfirferð á þessari sögu en ekki hvítþvott og sýndarmennskuúttekt á mikilvægum staðreyndum í skugga falls bankanna.
![]() |
Rannsaka millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 01:13
Íslenska ríkið vaknar af löngum Baugsblundi
Loksins berast fréttir af því að íslensk stjórnvöld hafi í hyggju að leita sér ráðlegginga varðandi umsvif Baugs í Bretlandi. Hvers vegna eru stjórnvöld hér fyrst nú að vakna af Baugsblundinum? Þetta hefði átt að gerast fyrir þónokkuð löngu síðan. Enda er ekki óvarlegt að ætla að sá sem eigi skuldir þessa verslunarrisa eigi fyrirtækið. Varla þarf bráðgáfað fólk í bissnesskreðsum til að átta sig á því.
En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? Af hverju var ekki búið að taka þessa vinnu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru jú eigur þjóðarinnar sem um er spilað. Vonandi er komið að sannleiksleik varðandi Baug. Hvers vegna gat það gerst að Baugur fékk þessa peningadóbíu lánaða frá Landsbankanum. Hver var ástæðan. Hverjir bera ábyrgð á þeim gjörningi. Allt á borðið takk. Hætta þessum feluleik!
![]() |
Leita ráðgjafar vegna Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 19:45
Óheppilega orðað hjá Geir
Mér finnst ummæli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu vægast sagt mjög óheppileg. Gjaldtakan er mikið áfall fyrir fjölda fólks eftir þau ár þegar allt lék í lyndi í samfélaginu og kemur illa við margar fjölskyldur. Þetta eru ekki góð skilaboð til fólks sem á mjög erfitt og horfist í augu jafnvel við mjög erfitt ár.
Á þessum tímum eiga forystumenn þjóðarinnar að tala frekar kraft og kjark í þjóðina frekar en gefa í skyn að auknar gjaldtökur fyrir skuldsetta þjóð komi sér vel eða hún geti tekið öllu sem að höndum ber.
![]() |
Standa undir gjaldtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 12:53
Skuggahliðar jólanna
Öll vonumst við eftir því að aðrir njóti hátíðarinnar líka með frið og ró í hjarta. En svo einföld er veröldin ekki að við hlustum og horfum á fréttir um hátíðirnar, sumar mjög sorglegar og aðrar mjög hversdagslegar af hörmungum eða óhugnanlegum atburðum. Ekki eru allir sem geta notið jólanna eða fundið frið í sálu sér þessa daga.
Fréttin af morðinu á Kanaríeyjum og sprengingunni í Úkraínu eru þær fréttir sem efst eru á baugi á fréttamiðlum á meðan hátíð ljóss og friðar gengur í garð og við njótum sælunnar í lífinu, alls hins góða. Ekki eru allir með frið í sínu hjarta og geta horft sælir fram á veginn.
Jólin eru eftir allt saman eins og hverjir aðrir dagar þegar hlustað er á fréttirnar. En við getum vonandi glaðst og hugsað að þetta séu dagar sem séu einstakir, þó ekki sé nema í hugarskoti okkar.
![]() |
Kona barin til bana á Kanaríeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 01:46
Hátíðleg jólastund - Eartha og Santa Baby
Í dag kvaddi söngkonan og leikkonan Eartha Kitt. Hún hafði frábæra rödd og var einn af þeim skemmtikröftum sem gátu heillað alla fram í andlátið. Þurfti ekkert að hafa fyrir stjörnuljómanum og hafði allt sem stjarna þarf til að ná langt. Heillandi stórstjarna.
Jólalagið hennar, Santa Baby, er væntanlega hennar frægasta verk og hefur alltaf verið ómissandi í jólalagasafninu ár hvert. Viðeigandi að hlusta á þetta frábæra lag með hinni rámu rödd bandarísks skemmtanalífs.
![]() |
Eartha Kitt látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 16:19
Jólakveðja

Ég færi lesendum vefsins, og vinum nær og fjær, innilegar óskir mínar um gleðilega og kærleiksríka jólahátíð. Hafið það öll sem best yfir hátíðirnar.
jólakveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)