Finni hótað - ólga í samfélaginu verði afskrifað

Vissulega er ömurlegt að Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Kaupþings, og eiginkonu hans hafi verið hótað en það er skiljanlegt að reiði sé hjá landsmönnum vegna fréttaflutnings um mögulegar afskriftir á skuldum Björgólfsfeðga eða þeim möguleika að það verði gert í öðrum tilfellum.

Neiti bankinn ekki svona vinnubrögðum er varla hægt að vorkenna þeim sem ráða þar för og halda þessa slóð. Það er bara alveg einfalt mál.

Nú reynir á pólitíska forystu landsins að stöðva allt tal um afskriftadíla auðmanna strax.

mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugt yfirklór hjá Össuri

Heldur aumt þykir mér yfirklór Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þegar hann segist ekki hafa fengið greiningu bresku lögmannsstofunnar á Icesave, sem þó var stílað á hann. Þetta álit er samið fyrir hann, nafn hans er á pappírunum og augljóst að það var fengið sem innlegg í málið.

Össur verður að skýra af hverju hann birti ekki þessi gögn, þar sem talað er mjög afgerandi fyrir hagsmunum Íslands, eða bað lögfræðistofuna að vinna frekar að málinu. Ekki er viðunandi að ráðherrann eyði málinu með svona aumu yfirklóri án þess að gera betur grein fyrir sinni hlið.

Er það virkilega svo að augljósa skýringin á hvarfi skýrslunnar sé kannski rétt? Henni hafi einfaldlega verið stungið undir stól? Af hverju annars ætti ekki að birta hana og nota hana sem vopn í deilunni? Eðlilegt að hugleiða það.

Ill eru örlög einnar þjóðar þegar ekki er hægt að treysta utanríkisráðherra hennar fyrir samskiptum við aðrar þjóðir og vinna með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Sá sem lætur svona skýrslu hverfa er ekki traustsins verður.

mbl.is „Mér er sagt það sé til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningarík kveðjustund í borg englanna



Ég var að horfa á tilfinningaríka og hugljúfa minningarathöfn um poppkónginn Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles á CNN. Tónlistin lék þar lykilhlutverk eins og við má búast þegar að einn fremsti söngvari síðustu áratuga, sannkölluð goðsögn í tónlistarbransanum, er kvaddur hinsta sinni. Túlkun Usher á lagi sínu, Gone To Soon, var hiklaust tónlistaraugnablik minningarathafnarinnar. Yndislegt og hugljúft.



Auk þess lét kveðja Parísar, dóttur Jacksons, til föður síns engan ósnortinn. Innilegar og fallegar tilfinningar, sem snertu taug í brjósti þeirra sem horfðu á.

mbl.is Mikið um dýrðir á minningarathöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar

Með hverjum deginum sem líður verða óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu augljósari. Hverra hagsmuna vinna íslensk stjórnvöld sem stinga undir stól lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem segir að við þurfum ekki að borga Icesave-skuldirnar? Af hverju birti Össur Skarphéðinsson ekki þetta álit og hvers vegna er verið að semja um hagsmuni annarra en Íslendinga? Augljóst er að hagsmunír Íslendinga víkja fyrir hag annarra, aðeins til þess að Samfylkingin geti haldið í veikan og blautan draum um aðild að Evrópusambandinu.

Var þessu lögfræðiáliti vísvitandi stungið undir stól, því lögfræðistofunnar er jú getið í greinargerðinni, til að henta vissum aðilum? Engin orð henta stöðu þessara mála en óheilindi og blekkingar. Ekki er nein ástæða til að treysta vinstristjórninni fyrir þessu máli og eðlilegast að hafna samningnum, skuldabréfinu risastóra, sem samninganefnd með afdönkuðum stjórnmálamanni í forsvari og illa áttuð og örvæntingafull ríkisstjórn skrifaði upp á.

Ein stór spurning stendur eftir í flóði óheilinda og blekkinga vinstristjórnarinnar; hverrra hagsmuna unnu þeir sem eru að vinna í þessu Icesave-máli? Varla Íslands.... eru þeir að reyna að tryggja draum Samfylkingarinnar um ESB? Þetta minnir á trúaða fólkið sem trúir á ferðina til Mekka... þeim er alveg sama hverju þeir verða að fórna og hvað þeir verða að borga bara fyrir það eitt að komast þangað... allt annað víkur.

mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleg barátta - gamall skotgrafahernaður

Mjög sérstakt hefur verið að fylgjast með umræðunni eftir Moggaviðtalið við Davíð Oddsson. Margir gagnrýna Davíð Oddsson á gömlum forsendum en vilja mun síður tala um helsta atriðið í viðtalinu; sjálft Icesave-málið. Gamalt og rótgróið hatur blindar sem fyrr dómgreind margra þegar kemur að þessu viðtali. Business as usual kannski, en hvað með það sumir vilja frekar fara í gamla áróðursgírinn í stað þess að tala heiðarlega um viðtalið.

Mér finnst það góða við þetta viðtal og afgerandi boðskapinn gegn Icesave-samkomulaginu að þar kemur maður sem við getum treyst á að sé fremst í víglínunni, tali kjark og kraft í þjóðina og tekur um leið slaginn við þá sem vilja fórna öllu fyrir auðveldu leiðina út úr vandanum; að binda landsmenn í skuldafangelsi og gangast undir skilyrði annarra. Stóri boðskapur viðtalsins við Davíð er einmitt að við eigum að berjast meðan stætt er.

Mér finnst alveg óþarfi að leyfa hælbítum að eiga síðasta orðið og horfa á Samfylkinguna semja allt frá okkur fyrir opnar dyr til Brussel. Mun heiðarlegra er að taka slaginn og berjast... frekar en gleypa sannfæringu sína og lífsskoðanir eins og Steingrímur Jóhann gerir. Hann hlýtur að hafa vonda samvisku sá maður.

En kannski eru stóru tíðindin einmitt þau að hann rogast um með byrði sem sligar hann fljótlega. Hverjum finnst Steingrímur tala af sannfæringu og skoðanaljóma þessa dagana?

mbl.is Fréttaskýring: „Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvistarkreppa Steingríms - óvönduð skrif á vísi

Steingrímur J. Sigfússon er í mikilli pólitískri tilvistarkreppu - hann er búinn að selja pólitíska sálu sína fyrir völdin og hefur tekið fleiri hringi á mettíma en tölu er á komið. Skelfileg örlög fyrir þann mann sem auglýsti sig lengi vel sem hugsjónamann og baráttujaxl fyrir skoðunum sínum. Þær seldi hann fyrir slikk og tók sér sæti í hringekju Samfylkingarinnar þar sem virðist vera að líða yfir hann. Vond örlög.

En hvað er að gerast á vísi, er eðlilegt að spyrja. Í skjóli hverra skrifar Friðrik Indriðason makalausar og ómerkilegar greinar sem sumir kalla fréttaskýringar? Ætti hann ekki bara að opna bloggsíðu og dæla skítnum þar út í eigin nafni um Davíð Oddsson í stað þess að vera undir skjóli 365-veldisins.... nema þá að honum sé dælt út með góðvild og stuðningi þeirra?


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarlegt Icesave-uppgjör Davíðs Oddssonar

Davíð Oddsson tókst heldur betur að stuða með viðtalinu við Agnesi Bragadóttur - sannkölluð pólitísk bomba. Hann gerir þar upp við Icesave-málið traust og flott, er fyrst og fremst að standa vörð um heiður þjóðarinnar, sem sumir misvitrir stjórnmálamenn hafa valið að semja í hendur andstæðinga okkar, þjóðar sem barðist hatrammlega við okkur í þorskastríðum en tapaði alltaf. Ill örlög það.

Davíð Oddsson hefur alltaf talað í fyrirsögnum, á auðvelt með að láta skoðanir sínar í ljósi með áberandi hætti og án þess að vera pópúlisti; hann hefur alltaf staðið og fallið með skoðunum sínum - hatur vinstrimanna á honum hefur lengi þvælst fyrir þeim. Vandséð er hvað hafi breyst í Seðlabankanum síðan Davíð fór.... og reyndar hefur nýráðinn bankastjóri verið einn af arkitektum þeirrar stefnu sem Davíð vann eftir.

Í þessu viðtali sannast hið fornkveðna; Davíð hefur þá náðargáfu að hafa mikla nærveru, sem slíkur getur hann fangað athygli fólks víða að sama hvað hann er að tala um. Þar ræður miklu sterkur húmor hans og frásagnargáfa. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir vinstrimenn að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi.

Fýlan í Steingrími J. í kvöld gefur til kynna að hann á fá svör við því sem Davíð segir, enda var hann sjálfur á móti samkomulagi um Icesave allt þangað til hann varð kerfiskall í fjármálaráðuneytinu og best buddy Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Aumingja kallinn að vera kominn í þessa hringekju Samfylkingarinnar og vera svo illa áttaður að hann hefur ekkert að segja.

Ég er ánægður með það að Davíð talar hreint út og þorir að segja hlutina á íslensku, en fara ekki í hringekju þeirra sem vilja selja hagsmuni Íslands og heiður fyrir dyrnar til Brussel... en það er einmitt það sem er að gerast nú á vakt Samfylkingarinnar.


mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Davíð - mestu afglöp Íslendinga frá 1262

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur rétt fyrir sér í því að Icesave-samningarnir eru mestu afglöp Íslendinga frá árinu 1262. Hann gerir rétt með því að gagnrýna Geir H. Haarde, Steingrím J. Sigfússon, Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sofandagang eða bjálfalegar yfirlýsingar og skrifa undir að setja Ísland í skuldafangelsi áratugum saman - dæma okkur sem aumingja kynslóðum saman.

Skelfileg framtíðarsýn og það er að mestu að kenna vondum ákvörðunum síðustu tvö árin - afglöpum stjórnmálamanna rétt fyrir hrun. Davíð gerir rétt í því að gera upp við þá sem hafa ráðið för og ennfremur þora að gagnrýna samninginn og tala á móti honum, enda eru þau með réttu mestu afglöp sem stjórnmálamenn hér hafa gert öldum saman.

Annars er augljóst með hverjum deginum sem líður að stjórnmálamenn sem þjóðin treysti fyrir fjöreggi sínu og mikilvægustu auðlindum hefur samið allt af sér til að opna leið til Brussel.... þetta eru auvirðilegir aumingjar.

mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt samstarf löggæslusveitanna

Mér finnst það sniðugt hjá lögreglunni að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar í umferðareftirlit. Þetta samstarf löggæslusveitanna tveggja er að mínu mati mikilvægt, enda full þörf á að virkja öflugt umferðareftirlit og taka það traustum tökum, sérstaklega á heitum sumardögum þegar hraðinn er oft einum of mikill.

Þetta er góðs viti, enda tel ég að flestir vilji í raun hafa umferðina góða og tryggja að farið sé eftir hraðamörkum.

mbl.is Hraðamælingar úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarah Palin goes to Washington

Ákvörðun Söru Palin um að hætta sem ríkisstjóri í Alaska og sækjast ekki eftir endurkjöri ætti ekki að koma að óvörum. Hún ætlar greinilega að sækja sér stærra hlutverk innan Repúblikanaflokksins, sækja sér hlutverk í Washington... skrifa bókina umtöluðu og ferðast um lykilríkin í væntanlegum forsetakosningunum árið 2012 án þess að vera bundin í verkefnum í ríki mjög fjarri valdahringiðunni. Þessi ákvörðun er í raun ákvörðun um forsetaframboð, en svo verður að ráðast hvort hún sækist eftir sæti í öldunga- eða fulltrúadeildinni 2010 eða hugsar bara um 2012.

Ein stærsta spurningin í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2008 var hvort Sarah Palin myndi gefa kost á sér sem forsetaefni repúblikana í kosningunum 2012. Hún var nær algjörlega óþekkt þegar John McCain valdi hana sem varaforsetaefni sitt og hlaut eldskírn sína pólitískt í átökunum þá 70 daga sem hún var við hlið hans. Áður en efnahagslægðin skall á voru raunhæfar líkur á að Palin yrði varaforseti en þær vonir gufuðu upp í skugga efnahagskreppunnar þegar McCain hafði í raun tapað forsetakosningunum og náði ekki stuðningi óháðra.

En Palin fékk ókeypis auglýsingu og kynningu í þessum forsetakosningum og er orðin heimsþekkt. Ræða hennar á flokksþinginu í St. Paul stimplaði hana inn sem einn af framtíðarleiðtogum Repúblikanaflokksins hvort heldur er í starfinu á landsvísu eða sem leiðtogaefni í valdakerfinu í Washington. Hún naut þess klárlega að mörgu leyti að vera algjörlega utan við valdakerfið í Washington sem er rúið trausti en tapaði að sumu leyti líka fyrir reynsluleysi sitt í utanríkismálum. Samt hafði hún álíka litla þekkingu á því og Obama og Clinton þegar þeir fóru í forsetaframboð.

Eitt kom áþreifanlega í ljós í kosningabaráttunni. Sarah Palin sameinaði repúblikana til að vinna fyrir flokkinn, hún tryggði þátttöku þeirra sem þoldu ekki John McCain og fundu ekki farveg til þátttöku í kosningabaráttunni eftir að hann sigraði Mitt Romney. En hún varð mjög umdeild og sumir líktu henni við George W. Bush, sem var ríkisstjóri áður en hann fór í forsetaframboð. Hún færði McCain það sem honum vantaði áþreifanlega fyrir flokksþing repúblikana; fólksfjölda á framboðsfundum og áþreifanlega ánægju flokksmanna með að leggja flokknum lið á erfiðu kosningaári.

Örlög kosningaslagsins réðust meðal óháðu kjósendanna sem völdu breytingar í stað reynslunnar. Barack Obama sigraði þrátt fyrir að hafa ekki verið lengi á sviðinu og með litla ferilskrá í utanríkis- og varnarmálum. Hann ávann sér styrk og stuðning innan flokksins með einlægni og baráttugleði. Kannski verður Sarah Palin framtíðarstjarna fyrir repúblikana. Það verður vissulega undir henni sjálfri komið. Hún hefur persónulega styrkleika sem geta nýst repúblikunum nú þegar John McCain er úr myndinni.

Kannski verður ræða Söru Palin í St. Paul álíka sterkt leiðarljós fyrir innsta kjarnann í Repúblikanaflokknum og ræðan hans Barack Obama var fyrir demókrata á flokksþinginu í Boston. Tíminn einn mun leiða í ljós hver framtíð repúblikana verði á þessum þáttaskilum sem hafa fylgt svíðandi tapi og miklu persónulegu áfalli fjölda forystumanna.

Sarah Palin tekur mjög djarfa ákvörðun um að hætta á þessum tímapunkti en skiljanleg sé mið tekið af því að vilja tryggja ríkisstjóraembættið hjá repúblikunum með því að Parnell taki við og svo að tryggja að hún komist nær miðpunkti stjórnmálabaráttunnar og geti farið í alvöru baráttu án þess að vera bundin öðrum verkefnum fjarri Washington.

mbl.is Palin hættir sem ríkisstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldur er afstætt hugtak

Mér fannst eitthvað svo innilega sætt og notalegt við fréttina um 105 ára gömlu konuna á Ísafirði sem labbar um bæinn með hjólastól til að styðjast við og setjast í hann þegar hún yrði þreytt - notaði hann svo til að bregða á leik og keyra sextugum syni sínum. Hugguleg frétt af sannri hvunndagshetju, kjarnakonu að vestan.

Auðvitað er það löngu vitað mál að aldur er afstætt hugtak... aðallega er aldur tala sem þvælist í hausnum á okkur og kannski öðrum. Við erum bæði eins ung og gömul og við viljum vera. Þetta snýst allt um hugarfarið, fyrst og fremst. 

mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanasöngur Michael Jackson á stormasömum ferli



Svolítið súrrealískt að horfa á klippuna af æfingu Michael Jackson, svanasöng hans á stormasömum ferli, í Staples Centre, tveimur dögum áður en hann lést. Mér finnst hann nú í betra líkamlegu formi á þessari æfingu en hann hafði verið eftir dómsmálið umdeilda, en vissulega er hann samt aðeins skugginn af þeirri stórstjörnu sem gerði Thriller á níunda áratugnum, vinsælustu plötu allra tíma og sló í gegn. Krufningaskýrslur gefa til kynna að hann hefði aldrei getað klárað endurkomutúrinn, en hann hafði samt greinilega lagt allt undir til að komast aftur á sviðið í gömlu dansporin.

Ég var spurður að því eftir að ég skrifaði um Michael Jackson eftir andlát hans hvort ég hefði verið aðdáandi hans eða metið tónlist hans mikið og eða manninn á bakvið stjörnuna. Ég tel að þeir séu fáir sem ekki hafi dáðst að lögum Jacksons eða sviðsframmistöðu hans, dansinum og taktinum. Hann var einfaldlega í sérflokki og það er ekki hægt annað en virða framlag hans til tónlistarbransans. Hann var ein af helstu goðsögnum tónlistarbransans, hiklaust konungur poppsins.

Einkalíf Jacksons var hinsvegar sorgarsaga, hálfgerð tragedía þegar hann breytist í hryggðarmynd, bæði andlega sem líkamlega. Ég held að þeir séu samt fáir sem hafi ekki notið tónlistar hans með einum eða öðrum hætti, hvað svo sem brestum hans í einkalífinu viðkemur. Síðasta sviðsframmistaðan hans, undirbúningurinn fyrir lokatónleikaferðina sem aldrei var, staðfestir þó hiklaust að hann var einn mesti skemmtikraftur síðustu áratuga. Hann hafði þetta algjörlega.

Ég efast ekki um að minningin um þá stjörnu og verk hans mun lifa lengur en tragedían um manninn Michael Jackson, sem átti sér í raun aldrei líf utan sviðsglampans.

mbl.is Jackson grét við líkamsskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málningu slett hjá auðmönnum

Ekki fer á milli mála að útrásarvíkingarnir hafa breyst úr hálfguðum í hötuðustu menn samfélagsins á skömmum tíma. Ekki þarf að undrast reiði landsmanna. Mér finnst það samt einum of að sletta málningu á hús auðmannanna. Þeir eiga eftir að fá sína refsingu, sú hin mesta er reyndar sú að þeir eru í raun ærulausir hér heima á Íslandi. Þeir munu ekki geta látið sjá sig hér á meðan þrifin er upp óreiðan eftir þá.

Reiðin er mikil. Einhvern veginn verður hún að fá útrás. Þetta er ein leiðin, sú dapurlegasta að mínu mati. Miklu betra er að ráðast að þessum mönnum eða gagnrýna þá með skrifum og mætti málefnalegra skoðanaskipta heldur en með skemmdarverkum. Þeir hafa sjálfir unnið mikil skemmdarverk á samfélaginu og hafa misst bæði æruna og veldi sitt vegna eigin græðgi fyrst og fremst.

mbl.is Málningu skvett á hús auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarar undan hinu gamaldags vinstrapari

Könnun Gallups gefur til kynna að mjög fjari nú undan Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, vinstraparinu gamalreynda sem hefur verið á þingi í um eða yfir þrjá áratugi. Þau hafa að sjálfsögðu ekki komið með neinar breytingar í íslenskum stjórnmálum, andlit hinna gömlu og liðnu tíma, fólkið sem heldur áfram formannaveldinu í þinginu sem þau gagnrýndu áður og stýra Alþingi sem afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins.

Fjölmargir sem kusu þau hafa verið illa sviknir og eflaust ekki séð fyrir endann á fylgishruni vinstriflokkanna. Þeir eiga eftir að taka væna dýfu á næstu mánuðum þegar gríman fellur endanlega, hafi hún svosem ekki tekið næga niðursveiflu fyrir. Þetta var allt svo fyrirsjáanlegt en samt sem áður gerist þetta hrun þeirra hraðar en ég átti von á. En svona verða víst örlögin fyrir þeim.

Steingrímur J. hefur sérstaklega látið á sjá að undanförnu... er aðeins skugginn af stjórnarandstöðuleiðtoganum sem hafði uppi stór orð en stundar nú aðallega það að borða þau í öll mál. Stóra spurningin nú er hvort þau þrauki af kjörtímabilið eða hrökklist frá bráðlega. Þessi stjórn felur feigðina í sér rétt eins og hin lánlausa stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem aldrei var neitt.

Framtíðin er þeirra sem eru nýjir á sviðinu. Endurnýjun íslenskra stjórnmála er ekki lokið. Hún er aðeins rétt að byrja. Nú munum við hinsvegar fara að sjá hana gerast á vinstrivængnum þegar VG og Samfylking fara í hendur nýrra formanna.

mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl Malden látinn



Karl Malden er látinn, tæplega tíræður að aldri. Malden var einn af síðustu öldnu höfðingjum gullaldartímabils kvikmyndabransans í Hollywood og verður ávallt minnst fyrir forystu sína í kvikmyndaakademíunni og trausta og mannlega túlkun í stórmyndum Elia Kazan; A Streetcar Named Desire og On the Waterfront.

Senan í Sporvagninum Girnd þar sem Vivien Leigh og Malden tala um dauða eiginmanns hennar er algjörlega ógleymanleg og ein sú besta í myndinni. Vivien Leigh átti mikinn stórleik í hlutverki Blanche, sem mér finnst miklu meira leiklistarafrek en túlkun hennar á Scarlett, þó frábær sé.

Malden á mjög lágstemmda en trausta túlkun í hlutverki Mitch, mágs Blanche. Bæði fengu óskarsverðlaunin auk Kim Hunter, en stóra stjarna myndarinnar, Marlon Brando tapaði fyrir Humphrey Bogart í Afríkudrottningunni. 



Í On the Waterfront átti Malden trausta frammistöðu í hlutverki prestsins. Þar átti Brando túlkun ferilsins í hlutverki boxarans og uppreisnarmannsins. Yndisleg og svo innilega sterk mynd. Þessi tvö atriði eru alltaf jafn traust.

mbl.is Karl Malden látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkaleg vinnubrögð hjá Evrópusambandinu

Eftir að hafa lesið um hversu harkalega Bretar og Hollendingar sóttu að Íslendingum í skjóli Evrópusambandsins og með góðvild þeirra, á ráðherrafundinum sem Árni M. Mathiesen sat, er vandséð hvað er jákvætt og gott við aðild að ESB. Ég held reyndar að Icesave-samkomulagið sé augljóst merki um að Samfylkingin hafi verið til í að semja Íslendinga í skuldafangelsi til að þjóna duttlungum Evrópuvaldsins í Brussel.

Þetta eru afarkostir og mjög umdeildur samningur á forsendum Íslendinga. Greinilega er verið að reyna að hafa alla góða og passa upp á að dyrnar til Brussel séu nú örugglega opnar. Þetta er ekta eftirgangsemi við það vald sem Samfylkingin dáir hvað mest. Þarna er verið að hugsa um hag einhverra aðra en Íslendinga fyrst og fremst.

mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar völtuðu yfir Svavar og samninganefndina

Ekki þarf sérfræðing til að sjá hversu Bretar áttu auðvelt með að taka Svavar Gestsson og samninganefndina um Icesave í gegn og drottna yfir niðurstöðunni og þeim áherslum sem skrifað var upp á. Samningurinn er einhliða sigur Breta og vandséð hvaða áherslur Ísland hafi beinlínis náð í gegn. Þetta er skelfilegur samningur, sem vonandi verður tekinn upp og samið aftur um atriðin, eða honum þá hreinlega hafnað í þinginu ella. Þjóðin mun aldrei sætta sig við þessa afarkosti.

Enn betur sést hversu afleitt það var að setja afdankaðan stjórnmálamann yfir samninganefndina. Ekki verður séð hvers vegna Svavar Gestsson var settur í verkefnið nema sem verðlaun fyrir að vera pólitískur lærifaðir formanns VG og fjármálaráðherrans eða sem pólitísk dúsa.... erfitt að segja. Ekki hef ég heyrt sannfærandi vörn fyrir veru hans í þessari samninganefnd og ekki hefur vörn hans fyrir samninginn verið mjög sannfærandi.

Enn undarlegra er að pólitískur aðstoðarmaður Þuríðar Backman með aðsetur hér á Akureyri og kosningastjóri vinstri grænna fyrr og nú sé starfsmaður nefndarinnar. Eru svona pólitískar dúsuveitingar eðlilegar í samninganefnd sem skiptir miklu máli?

mbl.is Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband