8.9.2009 | 17:50
Svartur kafli í sögu þjóðarinnar
Sérstaklega var sláandi að hlusta á lýsingar af því sem gerðist á drengjaheimilinu í Breiðavík fyrir áratugum í Kastljósþætti á sínum tíma; sorglegt og nísti í hjartastað. Það hversu lengi þögnin stóð um afbrotin í Breiðuvík og fleiri stöðum er vitnisburður um það að það verður að tala um kynferðislegt ofbeldi hreint út og því miður hefur komið í ljós að þeim sem var treyst fyrir velferð brothættra barna í vanda brugðust stórlega.
Það að lýsingar á kynferðisofbeldinu og líkamlegum barsmíðum sem börn þurftu að þola komist fyrst í umræðuna fyrir alvöru nú er að mínu mati stóralvarlegt mál. Hversvegna var þetta mál í þagnarhjúpi öll þessi ár? Hvar var eftirlitið á þessum tíma eiginlega og hvar voru þeir sem báru ábyrgð á málaflokknum? Með skýrslunni er mörgum spurningum svarað, en eðli afbrotanna hvílir enn sem mara og gerir mjög lengi.
![]() |
Jóhanna biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2009 | 01:34
Ölvunarakstur í umferðinni
Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með alvarlegum atvikum - í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag.
Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi.
Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.
![]() |
Ölvaður ferðamaður á ofsahraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 18:40
Svansí í pólitíkina
Helst hefði ég viljað fá Svansí í framboð fyrir síðustu alþingiskosningar... ofarlega á framboðslista Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi. Ég vona að þetta gefi fyrirheit um að hún fari í framboð í næstu þingkosningum. Okkur vantar traust og gott fólk á borð við hana í pólitíkina.
![]() |
Svanhildur til Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 12:22
Landsbankanafnið er orðið ónýtt vörumerki
Sá banki á sér enga framtíð, þó tilkynnt hafi verið að hann sé farinn af listanum. Orðsporið er ónýtt og verður að byggja nýja undirstöðu. Þetta eru sorgleg endalok fyrir vörumerki sem þótti traustast í íslensku bankakerfi fyrir nokkrum misserum.
Þó ansi mörg íslensk vörumerki séu búin að vera eftir íslensku útrásina á alþjóðavettvangi er, tel ég, sárast að Landsbankanafnið renni í sandinn - vörumerki sem stóð alla tíð fyrir trausta og stönduga bankastarfsemi fram að útrás.
![]() |
Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 00:23
Björgvin G. tekur slaginn gegn nafnlausu níði
Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, verða alltaf miklu traustari í sinni tjáningu.
Fjarri er að ég sé stuðningsmaður Björgvins né heldur hafi verið sáttur við öll verk hans á ráðherrastóli. En skrif hans um nafnlaus skrif eru góð - mikilvægt að þau séu hugleidd vel.
![]() |
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 16:10
Stiglitz ver krónuna - blendin ánægja með IMF
Eftir allar árásirnar og niðurrifsstarfsemina gegn gjaldmiðlinum var innlegg hans mjög athyglisvert og vekur spurningar um hversu margir hafa dregið krónuna niður bara með orðavali sínu. Fleiri hlusta af athygli á Stiglitz nú en áður.... forðum var fámennt á fyrirlestra hans hér og lítið um þá fjallað.
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og prófessor, hefur bent á að þegar hann kom á blómatíma útrásarinnar hafi verið fámennt á fyrirlestra þegar Hagfræðistofnun fékk hann til landsins. Nú er hlustað á hann... og það eðlilegt.
![]() |
Segir AGS standa sig betur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 01:25
Upplausn og Icesave - hvað varð um Steingrím J?
Það yrðu aðallega endalok fyrir ríkisstjórnina - henni yrði ekki sætt lengur ef henni tekst ekki að festa í sessi afstöðu Alþingis með traustum vinnubrögðum í samskiptum við Breta og Hollendinga. Þá er fullreynt með samstarf þessara flokka og þeir mistekist í mesta lykilmáli Íslendinga áratugum saman. Auðvitað eiga íslenskir ráðamenn að tala við þessi stjórnvöld beint og reyna að landa málinu með beinni aðkomu en ekki sitja heima og bíða þess sem verða vill. Þetta er aumingjaskapur.
Vinstristjórnin hefur nú setið við völd í heila sjö mánuði. Hún hefur enn ekkert gert til bjargar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Hvað varð um skjaldborgina um heimili landsins sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talaði svo digurbarkalega um við upphaf stjórnarsamstarfsins í febrúar? Aðeins hefur verið lengt í hengingaról fjölmargra en ekkert markvisst verið gert. Enda tala gárungarnir um að Jóhanna hafi verið að tala um gjaldborg heimilanna.
Brátt stendur vinstristjórnin frammi fyrir því að taka af skarið um hvort hún tekur stöðu með heimilunum í landinu eður ei. Hún hefur enn ekki gert það eftir sjö mánuði og ekki líklegt að það gerist ef marka má undirlægju Samfylkingarinnar í fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ er aðeins boðið upp á hótanir til þeirra sem eru að sligast.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 00:45
Norsk heppni - klúður hjá íslenska liðinu
En heppnin var ekki í liði með Íslendingum að þessu sinni, frekar en oft áður hjá karlalandsliðinu. Vonandi gengur betur næst. En strákarnir mega sannarlega eiga það að þetta var besti leikur þeirra lengi. Þeir eiga hrós skilið fyrir það.
![]() |
Norðmenn sluppu fyrir horn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2009 | 19:48
Dramatískt uppgjör á miklu umbrotaári
Ekki er laust við að það sé algjör gæsahúð að sjá trailerinn að myndinni Guð blessi Ísland - ekki óeðlilegt enda er myndin dramatískt uppgjör á miklu umbrotaári í sögu Íslands.... árinu þegar bankarnir féllu og pólitískur stöðugleiki varð að engu í kjölfarið. Táknrænt er að frumsýna myndina 6. október nk. þegar ár er liðið frá eftirminnilegu ávarpi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Mér skilst að á sama tíma hefjist heimildaþáttaröð um sama umfjöllunarefni í Ríkissjónvarpinu.
Trailerinn er þess eðlis að allir munu vilja sjá þessa mynd... heyra í lykilpersónum hruns hins íslenska viðskiptalífs og pólitísku byltingunni sem fylgdi í kjölfarið... með litlum sýnilegum breytingum ári síðar, enda er enn deilt um hvað eigi að gera til hjálpar heimilunum og fyrirtækjunum í þessu landi. Við erum enn í svolítið undarlegri stöðu og alls óvíst hversu þungt áfallið verður. Sumir tala um að botni verði ekki náð fyrr en eftir einhver ár. Sjokkið sé ekki orðið algjört í þessu hruni.
Okkur öllum vantar heiðarlegt og hreinskiptið uppgjör á þessu mikla hruni, bæði með því að fræða okkur um allar staðreyndir og allt fari upp á borðið í því uppgjöri. Mikið vantar enn upp á það... enn fáum við bita hér og bita þar í hinni ógeðfelldu heildarmynd hrunsins. Enn er beðið uppgjörsskilum frá þeim nefndum og aðilum sem taka málið fyrir. Gott fyrsta skref er að fá heiðarlegt uppgjör í heimildarmyndaformi á því hvað gerðist fyrir og eftir hrun... gera upp hrunið.
Þessi mynd lofar góðu í því að gera upp anno 2008... örlagaárið mikla, og allt sem bæði fylgdi í kjölfarið og gerðist fyrir hrunið, enda augljóst að ekki er hægt að horfa til framtíðar fyrr en fortíðin hefur verið gerð upp.
![]() |
Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 01:59
Ráðist að velferðarkerfinu - tvöfaldur Ögmundur
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og formaður BSRB, er ekki öfundsverður í tvöföldu hlutverki sínu. Hann sem formaður stéttarsambands opinberra starfsmanna þarf nú sem heilbrigðisráðherra væntanlega að taka ákvarðanir sem leiða til uppsagna í opinbera geiranum og lækka laun opinberra starfsmanna, þegar heyrist af 3-10% launalækkunum hjá Stjórnarráðinu sem er augljóslega fyrsta skrefið - fróðlegt verður að sjá þegar enginn verður með hærri laun en Jóhanna.
Í næsta mánuði verður þing BSRB. Þar mætir sennilega ráðherrann blóðugur upp fyrir axlir eftir uppsagnir og niðurskurð í verkalýðsjakkafötunum sínum og flytur grafalvarlegur ræðu sína sem formaður BSRB. Þvílíkur farsi... verður hann með rauða rós í annarri hendi en niðurskurðarhnífinn í hinni? Er þetta ekki svipað og formaður LÍÚ væri sjávarútvegsráðherra?
![]() |
Starfsfólk óttast uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 20:22
Hvað varð um Svandísi Svavarsdóttur?
Ætli ein helsta ástæða þess sé að faðir hennar, Svavar Gestsson, var aðalmaður vinstri grænna í hinum afleita Icesave-samningi og skilaði svo afleitum árangri sem raun ber vitni? Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann að vera sýnilegur þegar hann tengist svo mikið þeim sem stýrði hinni afleitu samningagerð. Varla hefur þátttaka hans verið góð pólitískt fyrir Svandísi.
Hún hefur enda varla lagt orð að mörkum í stjórnmálaumræðunni síðan hún var ráðherra og varla veitt viðtal... sama má reyndar segja um Katrínu Jakobsdóttur. Þær láta Steingrím rogast með byrðina væntanlega til að fá ekki kusk á sig. En þeir eru væntanlega vonsviknir sem kusu Svandísi inn á þing til að leika eitthvað lykilhlutverk.
![]() |
Óskar eftir frekari upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 14:31
Björgólfsfeðgar stefna fréttastofu Stöðvar 2
Þessi fréttaflutningur er þess eðlis að heimildir hljóta að hafa verið traustar og því greinilegt að Stöð 2 hefur treyst þeim algjörlega. Fróðlegt verður að sjá hvort þeim takist að drepa þennan orðróm og fá uppreisn æru eftir erfiða tíð að undanförnu.
Væntanlega er þetta frekar persónuleg barátta frekar en viðskiptaleg, enda varla hægt að deila um það að veldi feðganna er nær algjörlega hrunin hér heima.
![]() |
Stefna fréttastjóra og fréttamanni Stöðvar 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 01:02
Fegurð eða ljótleiki
Vissulega vekur athygli að í bandarísku tímariti sé valin fyrirsæta sem er engin horrengla og hefur þrýstnar línur - nýr tónn í því fyrirsætusamfélagi þar sem konur eru litnar hornauga ef þær eru ekki í stöðluðu formi horrenglunnar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.
![]() |
Þrýstnar línur vekja fögnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2009 | 18:27
Viðræður um Icesave opinberar eða í kyrrþey?
Góðs viti er að ráðherrar sendi bréf eða tali beint við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um Icesave í stað þess að láta embættismenn um það. Ekki var það gáfulegt þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær að embættismenn myndu ræða við Breta og Hollendinga um fyrirvara Alþingis vegna Icesave-samninganna í kyrrþey!
Steingrímur vissi reyndar ekki í gær hvort hann eða forsætisráðherrann myndu taka málið beint upp í samtölum við stjórnmálamenn þar. Þvílík sorgarsaga... auðvitað eiga ráðherrar að taka málið beint upp við starfsbræður sína í stað þess að muldra bara hérna heima eða láta embættismenn um verkið.
Þessi bréfasending er gott skref... en betur má ef duga skal. Varla getur þessi stjórn setið áfram nái hún ekki að vinna fyrirvörum Alþingis stuðning í samtölum við viðsamjendur. Vilji Alþingis í Icesave-málinu er skýr og augljóst hvert verkefnið er.
![]() |
Bréf til Hollands og Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 15:10
Fégráðugur barnsfaðir nýtir sér frægð Söru Palin
Ég efast stórlega um að Sarah Palin sé fullkomin - hver er það annars? Er nokkuð okkar fullkomið? Ekki virðist frægð hennar dvína þó hún hafi látið af ríkisstjórastarfi í Alaska. Frjálslyndir líta greinilega á Söru sem ógn pólitískt... altént er síður minna talað um hana og verk hennar þó hún sé ekki lengur í pólitískt kjörnu embætti. Greinilegt er að demókratar líta á hana sem skaðlegan andstæðing í aðdraganda þingkosninga og forsetakosninga 2012.
Vissulega beinast sjónir flestra þó að 2012. Þrátt fyrir miklar vangaveltur eru þeir ekki svo margir sem eiga alvöru séns á útnefningu repúblikana þá; Mitt Romney, Mike Huckabee, Tim Pawlenty og Sarah. Sé ekki að aðrir blandi sér í það nema þá eitthvað mjög mikið muni gerast. Flest bendir til að Sarah Palin standi þar vel að vígi og muni leika lykilhlutverk í að byggja upp Repúblikanaflokkinn.
![]() |
Palin á fátt sameiginlegt með ímyndinni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 02:23
Árni Helgason kjörinn formaður Heimdallar
Ég vil óska Árna Helgasyni til hamingju með sigurinn í formannskjörinu í Heimdalli, en úrslitin urðu ljós nú eftir miðnættið eftir langan aðalfund... þegar líflegri kosningabaráttu lauk í félaginu. Vissulega er það styrkleikamerki fyrir Heimdall að þar sé kosið milli frambjóðenda og þar sé mikill áhugi á að fara í stjórn. Hið allra besta mál.
Þeirra sem hlutu kjör bíður nú það verkefni að efla Sjálfstæðisflokkinn meðal ungra kjósenda og byggja hann upp til framtíðar. Ungliðahreyfingin er mikilvæg fyrir flokkinn sérstaklega nú þegar hann er í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi og hefur fengið mikinn skell í alþingiskosningum. Þar er framtíðin í flokksstarfinu.
Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að eflast þurfa allir ungliðar að standa sig í uppbyggingunni og hugsa um hag flokksins ofar öðru - hafa öflugt flokksstarf og gera flokkinn að traustum valkosti fyrir ungt fólk.
2.9.2009 | 19:19
Hamingjuóskir til Jóhannesar
Ég vil óska Jóhannesi Kristjánssyni, eftirhermu, til hamingju með nýja hjartað og vona að hann nái fullri heilsu sem allra fyrst. Jóhannes er besta eftirherman í sögu Íslands... hefur slegið eftirminnilega í gegn með túlkun sinni á Guðna Ágústssyni, Ólafi Ragnari, Steingrími Hermannssyni, Alfreð Þorsteinssyni og Halldóri Blöndal... svo nokkrir séu nefndir.
Þessi sena úr skaupinu 1988 er alltaf jafn góð.
![]() |
Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 12:04
Klappstýra útrásarinnar staðfestir Icesave-lögin
Sameiningartákn útrásarvíkinganna, klappstýran á Bessastöðum, hefur nú staðfest Icesave-lögin, eins og við mátti búast. Ég átti ekki von á neinu öðru, annað hefði verið stílbrot af þeim manni sem er guðfaðir vinstristjórnarinnar sem er við völd. Hann myndi aldrei gera neitt til að taka þessa ríkisstjórn úr sambandi, allra síst með því að synja lagafrumvarpi.
Með þessu staðfestir reyndar forsetinn að afstaða hans í fjölmiðlamálinu var sýndarmennska, hann synjaði þeim lögum ekki vegna þess að gjá væri milli þings og þjóðar, heldur vegna tengsla hans við tiltekna menn í viðskiptalífinu. Enda var hann eftir það tíður farþegi í einkaflugvélum þeirra sem áttu hagsmuna að gæta.
Og ekki færi hann að fórna forsetastólnum fyrir synjun á lögunum nú með því að vitna í sömu rök og 2004. Þetta er algjörlega innihaldslaust - var aldrei annað en pólitísk flétta. En með þessari ákvörðun fer þessi forseti endanlega í sökubækurnar sem klappstýra útrásarvíkinganna.
En honum er auðvitað sama, enda fer hann ekki aftur í forsetakjör. En hvernig er það, fellur ekki þessi forseti núna sjálfur ofan í gjána margfrægu sem hann vitnaði til?
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2009 | 00:34
Ólafur Ragnar mun ekki stöðva Icesave
Ólafur Ragnar er svo tryggur Samfylkingunni, eins og sást af aumri framgöngu hans við stjórnarslitin í janúar, að hann mun ekki taka þessa vinstristjórn úr öndunarvélinni. Forðum daga sagði þó þessi forseti að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar um fjölmiðlamálið. Hvað ætli hann segi til að reyna að friða þjóðina þegar hann hleypir þessum díl í gegn?
Þessi forseti er sá lélegasti í lýðveldissögunni, verður minnst fyrir dekur sitt við auðmenn og hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna og skjalldúkka þeirra. Hann mun ekki setja þetta mál í uppnám. Örlög þessa máls réðust í þinginu. Nú er boltinn hjá Bretum og Hollendingum - munu þeir taka þessu gagntilboði eða halda áfram að búllíast á Íslendingum?
![]() |
Meirihluti á móti ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 12:16
Nær Eimskip að verða hundrað ára?
Eitt af því allra ömurlegasta í sukkaðri hringrás viðskiptalífsins var hvernig rótgróin traust fyrirtæki voru sogin inn að merg uns nær ekkert var eftir nema nafnið eitt. Gott dæmi um þetta er Eimskip sem hefur riðað til falls síðustu mánuði eftir ævintýralega atburðarás í útrásarvitleysunni, skýjaborginni miklu sem var algjörlega innistæðulaust.
Eimskip var forðum daga fornt veldi í íslenskri viðskiptasögu - Björgólfsfeðgar "keyptu" fyrirtækið fyrir sex árum í ævintýralegum viðskiptum. Allir vita hvað hefur gerst síðan. Sú saga er vel þekkt og óþarfi að rekja það. En flestir vita þó að viðskiptahættir í Eimskipum og fleiri traustum fyrirtækjum hafa gert að verkum að reynt er að stofna nýjar kennitölur til að halda áfram.
Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir tæpum áratug að árið 2009 yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum.
Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014? Mun kennitöluflakkið kannski halda óskabarninu ungu og fersku til ársins 2014?
![]() |
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |