Stiglitz ver krónuna - blendin ánægja með IMF

Viðtalið við nóbelsverðlaunahafann Joseph Stiglitz var mjög áhugavert svo sannarlega... gott upphaf á vetrinum hjá Agli Helgasyni í Silfrinu. Verð að viðurkenna að ég átti ekki von á svo jákvæðri umfjöllun um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hjá honum - auk þess var mjög merkilegt að heyra hann verja íslenska krónuna og bakka hana upp - taldi að evran myndi ekki henta okkur Íslendingum og að krónan væri að hjálpa okkur nokkuð við að takast á við kreppuna. Merkilegur punktur.

Eftir allar árásirnar og niðurrifsstarfsemina gegn gjaldmiðlinum var innlegg hans mjög athyglisvert og vekur spurningar um hversu margir hafa dregið krónuna niður bara með orðavali sínu. Fleiri hlusta af athygli á Stiglitz nú en áður.... forðum var fámennt á fyrirlestra hans hér og lítið um þá fjallað.

Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og prófessor, hefur bent á að þegar hann kom á blómatíma útrásarinnar hafi verið fámennt á fyrirlestra þegar Hagfræðistofnun fékk hann til landsins. Nú er hlustað á hann... og það eðlilegt.

mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband