Upplausn og Icesave - hvað varð um Steingrím J?

Sífellt fleiri velta nú fyrir sér hvað hafi orðið um þann Steingrím J. Sigfússon sem var í stjórnarandstöðu árum saman og reif þá kjaft fullur vandlætingar þegar honum þótti tilefni til... ekki er það sami maður og situr á valdastóli í fjármálaráðuneytinu og lætur Samfylkinguna beygja sig í hverju málinu á eftir öðru. Nýjasta útspil Steingríms eru lítt duldar hótanir um að hér verði heimsendir takist ríkisstjórninni ekki að tryggja fyrirvörum Alþingis um Icesave stuðning erlendis.

Það yrðu aðallega endalok fyrir ríkisstjórnina - henni yrði ekki sætt lengur ef henni tekst ekki að festa í sessi afstöðu Alþingis með traustum vinnubrögðum í samskiptum við Breta og Hollendinga. Þá er fullreynt með samstarf þessara flokka og þeir mistekist í mesta lykilmáli Íslendinga áratugum saman. Auðvitað eiga íslenskir ráðamenn að tala við þessi stjórnvöld beint og reyna að landa málinu með beinni aðkomu en ekki sitja heima og bíða þess sem verða vill. Þetta er aumingjaskapur.

Vinstristjórnin hefur nú setið við völd í heila sjö mánuði. Hún hefur enn ekkert gert til bjargar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Hvað varð um skjaldborgina um heimili landsins sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talaði svo digurbarkalega um við upphaf stjórnarsamstarfsins í febrúar? Aðeins hefur verið lengt í hengingaról fjölmargra en ekkert markvisst verið gert. Enda tala gárungarnir um að Jóhanna hafi verið að tala um gjaldborg heimilanna.

Brátt stendur vinstristjórnin frammi fyrir því að taka af skarið um hvort hún tekur stöðu með heimilunum í landinu eður ei. Hún hefur enn ekki gert það eftir sjö mánuði og ekki líklegt að það gerist ef marka má undirlægju Samfylkingarinnar í fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ er aðeins boðið upp á hótanir til þeirra sem eru að sligast.

mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er Steingrímur komin i leitum ????/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband