14.7.2009 | 17:23
Sjúkrabílar og forgangsakstur
Mildi var að ekki var sjúklingur í sjúkrabílnum sem ekið var í hliðina á. Þetta vekur spurningar um hvort ökumenn víki ekki fyrir sjúkrabílum í forgangsakstri. Lágmarkskrafa til ökumanna er að þeir virði að sjúkrabílar hafi algjöran forgang á veginum og hliðri til fyrir þeim. Ég hef séð nokkur dæmi þess í umferðinni að þetta hafi ekki gerst. Sumir flýta sér mikið í umferðinni og hugleiða ekki hversu mikilvægt er að hliðrað sé til fyrir sjúkrabílum í umferðarhnút eða ös.
![]() |
Var í forgangsakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2009 | 23:52
Davíð snýr aftur í miðju átaka á örlagatímum
Undrast það ekki, enda augljóst að hann ætlar sér hlutverk í þjóðmálum, hvort sem það verður með virkri þátttöku í fremstu víglínu eða með því að vera álitsgjafi og tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum. Enda eðlilegt að Davíð Oddsson tjái skoðanir sínar. Full þörf á því ef marka má viðbrögðin.
Auðvitað benti Davíð á hið augljósa að ríkisábyrgð hvíldi ekki á bönkunum eftir einkavæðingu þeirra. Hví var farið fram á ríkisábyrgð hafi hún verið til staðar? Svo er undarlegt að þurfi að rífast um réttarríkið og hví mál eigi að reka fyrir íslenskum dómstólum.
Davíð er þannig maður að hann kallar fram miklar tilfinningar og skoðanir meðal þjóðar sinnar. Þetta viðtal er rétt eins og Morgunblaðsviðtalið traust tjáning manns sem var í miðri örlagaríkri atburðarás í sögu þjóðarinnar.
Hann er þó fyrst og fremst að taka slaginn gegn auvirðilegum samningi stjórnvalda, sem hafa meðal annars verið flokkuð sem landráð og svik við þjóðina. Fjöldi fólks finnur sinn traustasta málsvara í Davíð.
Með þennan boðskap í farteskinu og afgerandi tjáningu gegn þessum samningi er eðlilegt að fólk taki afstöðu og virði fyrst og fremst að hann tali þjóðina upp til baráttu gegn illum örlögum.
![]() |
Engin ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 21:44
Aum eftiráskýring Steingríms - slappt haldreipi
Mér fannst það meira en eilítið kostulegt að hlusta á Steingrím J. Sigfússon segja á Skjá einum í kvöld að EES-samningurinn hafi verið undir í samningaviðræðum um Icesave. Hví sagði hann þetta ekki fyrr? Er þetta ein af þessum aumu eftiráskýringum stjórnarflokkanna til að réttlæta þetta risastóra skuldabréf sem þeir eru með til meðferðar í þinginu eða bara slappt haldreipi í máli sem erfitt er að réttlæta fyrir fólkinu í landinu?
Reyndar er eðlilegt að velta fyrir sér hverslags aumingjaskapur felst í þessum lélegu vörnum fyrir þennan afleita Icesave-samning. Augljóst er að stjórnvöld voru kúguð til samkomulags og svo blasir við að Samfylkingin taldi eðlilegt að semja um hvað sem er fyrir veika von um blautan draum um Evrópusambandsaðild. Forgangsröðunin er meira en lítið brengluð hjá þeim sem eru á vaktinni.
![]() |
EES-samningurinn var í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 18:47
Davíð talar hreint út um Icesave
Líst vel á það hjá Sölva og Þorbirni að fá marga gesti og fara heiðarlega yfir þetta mál. Þetta verður eflaust beitt og góð yfirsýn yfir mesta átakamál samtímans, mál sem hefur kallað fram gjá milli þings og þjóðar.
![]() |
Davíð í Málefninu í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 18:43
Jóhanna hótar vinstri grænum stjórnarslitum
Þessi stjórnmál hótana, með því að hóta þingmönnum í þingsalnum að þeir eigi nú að vera þægir og ganga í takt, eru víst starfshættirnir sem tilheyra vinstristjórninni. Samfylkingin hótar vinstri grænum alveg miskunnarlaust, fyrst undir rauðri kratarós en nú í sjálfum þingsalnum með orðavali forsætisráðherrans. Þeir hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum sem kusu þessa flokka til að fá breytingar.
En við hverju var annars að búast af formönnum stjórnarflokkanna sem hafa verið á þingi í um eða yfir þrjá áratugi? Þetta er kerfispar sem er bæði gamaldags og úrelt að öllu leyti. Undarlegast af öllu er að sjá Steingrím kúgaðan á stjórnarheimilinu. Aumingja þeir sem treystu þeirri gungu og druslu fyrir þjóðarhag.
![]() |
Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 15:03
Yndisleg landsmótshelgi á Akureyri
Leitt að heyra af þessum eftirmálum maraþonhlaupsins. Þetta er ekki skemmtileg lokafrétt vel heppnaðs móts og ekki til sóma.
![]() |
Deilt um úrslit í maraþoni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 11:41
Afglöp íslenskra stjórnvalda
Vond eru örlög einnar þjóðar sem telur sig njóta virðingar en hefur verið barin til hlýðni, er tekin og flengd öðrum til viðvörunar fyrir Evrópubáknið í Brussel. Eitt er að láta aðra fara svona með sig en þegar stjórnvöld láta spila með sig og fífla sig er eðlilegt að spyrja hvort pólitískri forystu sé treystandi fyrir forystu lykilmála.
![]() |
Starfsmenn AGS mótmæltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2009 | 09:02
Táknrænn bruni á Þingvöllum
Já, þetta er táknrænt í meira lagi. Symbólískt að sjá bruna á helgasta stað þjóðarinnar á þessum tímum í sögu þjóðarinnar, þegar við stjórnvölinn er fólk sem er meira umhugað um að leika sér með þeim beittu Íslendinga harðræði.
![]() |
Hótel Valhöll jafnað við jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 17:46
Hótel Valhöll brennur
Í hvert sinn sem ég fór til Þingvalla leit ég við í Hótel Valhöll og hef alltaf metið húsið mikils. Þetta eru leiðinleg endalok á hótelstarfinu á svæðinu en vonandi ekki endalok á veitingarekstri á þessum stað.
![]() |
Valhöll brennur til grunna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2009 | 17:42
Virðingarverð afstaða - sannfæring og samviska
![]() |
Ásmundur farinn í heyskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2009 | 14:13
Sannfæring þingmanns víkur fyrir formannaræðinu
Þetta er traust yfirlýsing og honum til fyrirmyndar. Hann kastar gegnblautri tuskunni beint framan í formann flokksins og fjármálaráðherrann, sem virðist vera að örmagnast, orðinn áttavilltur og pólitískt aumur, væntanlega að fjara pólitískt út í boði Samfylkingarinnar. Ásmundur, sem er nýliði á þingi, gerir þetta flott og þetta er honum til mikils sóma.
![]() |
Hefði þýtt stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 19:17
Tilfinningarík söngvastund
Minningarathöfnin um Michael Jackson var tilfinningarík - ég tel að umgjörðin hafi mýkt skaddaða ímynd söngvarans og opnað nýja sýn á manneskjuna bakvið hinn umdeilda söngvara. Er ekki í vafa um að dóttir hans hafi þar haft mest áhrif á og svo flutti Brooke Shields mjög hugljúfa ræðu.
Lögin við athöfnina kölluðu fram tilfinningar ekki aðeins í salnum heldur um allan heim, enda var þar staða Jacksons í tónlistarsögu síðustu áratuga og í samtímanum, eftir hans dag, endanlega staðfest. Áhrif hans eru óumdeild.
![]() |
Kistan sló Carey út af laginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 19:08
Lágmarkskrafa að ríkisstjórnin biðjist afsökunar
Ekki er hægt að bjóða neinn afslátt á því trausti eða sætta sig við vinnubrögðin. Afsökunarbeiðni skiptir máli, þó erfitt sé að líta framhjá þessum vinnubrögðum stjórnvalda sem ekki er hægt að treysta.
![]() |
Fór fram á afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 22:36
Finni hótað - ólga í samfélaginu verði afskrifað
Neiti bankinn ekki svona vinnubrögðum er varla hægt að vorkenna þeim sem ráða þar för og halda þessa slóð. Það er bara alveg einfalt mál.
Nú reynir á pólitíska forystu landsins að stöðva allt tal um afskriftadíla auðmanna strax.
![]() |
Bankastjóra Kaupþings hótað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 10:47
Ótrúverðugt yfirklór hjá Össuri
Össur verður að skýra af hverju hann birti ekki þessi gögn, þar sem talað er mjög afgerandi fyrir hagsmunum Íslands, eða bað lögfræðistofuna að vinna frekar að málinu. Ekki er viðunandi að ráðherrann eyði málinu með svona aumu yfirklóri án þess að gera betur grein fyrir sinni hlið.
Er það virkilega svo að augljósa skýringin á hvarfi skýrslunnar sé kannski rétt? Henni hafi einfaldlega verið stungið undir stól? Af hverju annars ætti ekki að birta hana og nota hana sem vopn í deilunni? Eðlilegt að hugleiða það.
Ill eru örlög einnar þjóðar þegar ekki er hægt að treysta utanríkisráðherra hennar fyrir samskiptum við aðrar þjóðir og vinna með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Sá sem lætur svona skýrslu hverfa er ekki traustsins verður.
![]() |
„Mér er sagt það sé til“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2009 | 20:18
Tilfinningarík kveðjustund í borg englanna
Ég var að horfa á tilfinningaríka og hugljúfa minningarathöfn um poppkónginn Michael Jackson í Staples Center í Los Angeles á CNN. Tónlistin lék þar lykilhlutverk eins og við má búast þegar að einn fremsti söngvari síðustu áratuga, sannkölluð goðsögn í tónlistarbransanum, er kvaddur hinsta sinni. Túlkun Usher á lagi sínu, Gone To Soon, var hiklaust tónlistaraugnablik minningarathafnarinnar. Yndislegt og hugljúft.
Auk þess lét kveðja Parísar, dóttur Jacksons, til föður síns engan ósnortinn. Innilegar og fallegar tilfinningar, sem snertu taug í brjósti þeirra sem horfðu á.
![]() |
Mikið um dýrðir á minningarathöfninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 13:15
Óheilindi og blekkingar vinstristjórnarinnar
Var þessu lögfræðiáliti vísvitandi stungið undir stól, því lögfræðistofunnar er jú getið í greinargerðinni, til að henta vissum aðilum? Engin orð henta stöðu þessara mála en óheilindi og blekkingar. Ekki er nein ástæða til að treysta vinstristjórninni fyrir þessu máli og eðlilegast að hafna samningnum, skuldabréfinu risastóra, sem samninganefnd með afdönkuðum stjórnmálamanni í forsvari og illa áttuð og örvæntingafull ríkisstjórn skrifaði upp á.
Ein stór spurning stendur eftir í flóði óheilinda og blekkinga vinstristjórnarinnar; hverrra hagsmuna unnu þeir sem eru að vinna í þessu Icesave-máli? Varla Íslands.... eru þeir að reyna að tryggja draum Samfylkingarinnar um ESB? Þetta minnir á trúaða fólkið sem trúir á ferðina til Mekka... þeim er alveg sama hverju þeir verða að fórna og hvað þeir verða að borga bara fyrir það eitt að komast þangað... allt annað víkur.
![]() |
Óvíst um ábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2009 | 18:10
Heiðarleg barátta - gamall skotgrafahernaður
Mér finnst það góða við þetta viðtal og afgerandi boðskapinn gegn Icesave-samkomulaginu að þar kemur maður sem við getum treyst á að sé fremst í víglínunni, tali kjark og kraft í þjóðina og tekur um leið slaginn við þá sem vilja fórna öllu fyrir auðveldu leiðina út úr vandanum; að binda landsmenn í skuldafangelsi og gangast undir skilyrði annarra. Stóri boðskapur viðtalsins við Davíð er einmitt að við eigum að berjast meðan stætt er.
Mér finnst alveg óþarfi að leyfa hælbítum að eiga síðasta orðið og horfa á Samfylkinguna semja allt frá okkur fyrir opnar dyr til Brussel. Mun heiðarlegra er að taka slaginn og berjast... frekar en gleypa sannfæringu sína og lífsskoðanir eins og Steingrímur Jóhann gerir. Hann hlýtur að hafa vonda samvisku sá maður.
En kannski eru stóru tíðindin einmitt þau að hann rogast um með byrði sem sligar hann fljótlega. Hverjum finnst Steingrímur tala af sannfæringu og skoðanaljóma þessa dagana?
![]() |
Fréttaskýring: Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 13:32
Tilvistarkreppa Steingríms - óvönduð skrif á vísi
Steingrímur J. Sigfússon er í mikilli pólitískri tilvistarkreppu - hann er búinn að selja pólitíska sálu sína fyrir völdin og hefur tekið fleiri hringi á mettíma en tölu er á komið. Skelfileg örlög fyrir þann mann sem auglýsti sig lengi vel sem hugsjónamann og baráttujaxl fyrir skoðunum sínum. Þær seldi hann fyrir slikk og tók sér sæti í hringekju Samfylkingarinnar þar sem virðist vera að líða yfir hann. Vond örlög.
En hvað er að gerast á vísi, er eðlilegt að spyrja. Í skjóli hverra skrifar Friðrik Indriðason makalausar og ómerkilegar greinar sem sumir kalla fréttaskýringar? Ætti hann ekki bara að opna bloggsíðu og dæla skítnum þar út í eigin nafni um Davíð Oddsson í stað þess að vera undir skjóli 365-veldisins.... nema þá að honum sé dælt út með góðvild og stuðningi þeirra?
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2009 | 00:52
Heiðarlegt Icesave-uppgjör Davíðs Oddssonar
Davíð Oddsson tókst heldur betur að stuða með viðtalinu við Agnesi Bragadóttur - sannkölluð pólitísk bomba. Hann gerir þar upp við Icesave-málið traust og flott, er fyrst og fremst að standa vörð um heiður þjóðarinnar, sem sumir misvitrir stjórnmálamenn hafa valið að semja í hendur andstæðinga okkar, þjóðar sem barðist hatrammlega við okkur í þorskastríðum en tapaði alltaf. Ill örlög það.
Davíð Oddsson hefur alltaf talað í fyrirsögnum, á auðvelt með að láta skoðanir sínar í ljósi með áberandi hætti og án þess að vera pópúlisti; hann hefur alltaf staðið og fallið með skoðunum sínum - hatur vinstrimanna á honum hefur lengi þvælst fyrir þeim. Vandséð er hvað hafi breyst í Seðlabankanum síðan Davíð fór.... og reyndar hefur nýráðinn bankastjóri verið einn af arkitektum þeirrar stefnu sem Davíð vann eftir.
Í þessu viðtali sannast hið fornkveðna; Davíð hefur þá náðargáfu að hafa mikla nærveru, sem slíkur getur hann fangað athygli fólks víða að sama hvað hann er að tala um. Þar ræður miklu sterkur húmor hans og frásagnargáfa. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir vinstrimenn að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi.
Fýlan í Steingrími J. í kvöld gefur til kynna að hann á fá svör við því sem Davíð segir, enda var hann sjálfur á móti samkomulagi um Icesave allt þangað til hann varð kerfiskall í fjármálaráðuneytinu og best buddy Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Aumingja kallinn að vera kominn í þessa hringekju Samfylkingarinnar og vera svo illa áttaður að hann hefur ekkert að segja.
Ég er ánægður með það að Davíð talar hreint út og þorir að segja hlutina á íslensku, en fara ekki í hringekju þeirra sem vilja selja hagsmuni Íslands og heiður fyrir dyrnar til Brussel... en það er einmitt það sem er að gerast nú á vakt Samfylkingarinnar.
![]() |
Geir Haarde: Hann tók því illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |