2.1.2010 | 09:40
Afgerandi skilaboð til forseta Íslands
Ólafur Ragnar hefur valdið í sinni hendi. Hann talaði fjálglega um beint lýðræði í gær. Sé hann sjálfum sér samkvæmur og hugsar til eigin rökstuðnings í fjölmiðlamálinu verður valið honum varla erfitt. Nú reynir á hvort forsetinn styður milliliðalaust lýðræði í verki en ekki bara í orði eða í málum sem henta vinstrimönnum. Hann hefur sjálfur sett viðmiðin.
Ég vona að stundin á Bessastöðum nú á eftir, þar sem forsetinn fær afhendar 60.000 undirskriftir, verði bæði hátíðleg og hæfi tilefninu þegar söguleg þáttaskil hafa orðið - þjóðin hefur jú talað. Hún vill fá að taka þessa ákvörðun sjálf.
![]() |
Undirskriftir orðnar 60 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 17:14
Getur Ólafur Ragnar bjargað forsetaembættinu?
Virðing þjóðarinnar fyrir forsetaembættinu er ekki lengur til staðar og embættið er ekki lengur táknmynd sameiningartákns allra landmanna. Þátttaka Ólafs Ragnars í hinni misheppnuðu útrás hefur sérstaklega leikið embættið grátt - maðurinn á forsetavakt nýtur ekki þjóðarvirðingar.
Þetta kemur vel fram í áramótaskaupinu. Hægt og rólega hafa grínistar verið að vega meira að forsetaembættinu, sem mátti aldrei gera grín að áður. Eina dæmið um alvöru grínsneið til þess var þegar Edda Björgvins lék Vigdísi í góðu skaupi árið 1994 og fékk skammir fyrir.
Ólafur Ragnar á tvo kosti í stöðunni nú: að hugsa um þjóðina eða vinstrimenn á valdastóli. Ef hann vísar Icesave til þjóðarinnar getur hann bjargað stöðu embættisins að einhverju leyti og yrði sumpart hetja þeirra tugþúsunda sem hafa kallað eftir þjóðaratkvæði.
Erfitt er að lesa í orð hans í dag... en freistandi að líta svo á að hann hafi sent stjórnmálamönnum fyrr og nú sneið í dag, talað gegn flokksvaldi og yfirboðum. Þau orð eiga vel við í dag eftir vinnuferlið í Icesave-málinu þar sem þjóðin er klofin í fylkingar.
Sé hann sjálfum sér samkvæmur er valið einfalt. Sjálfur markaði hann spor í fjölmiðlamálinu. Nú er þjóðin að kalla eftir þjóðaratkvæði af mun meira krafti. Icesave-málið verður prófsteinn á hvort forsetinn hugsar um þjóðina eða stjórnmálamennina.
Hann mun breyta stöðu sinni og embættisins mjög með því að hugsa um þjóðina framar öllu öðru - gefa henni valdið til að taka hina stóru ákvörðun. Forsetinn hlýtur að treysta þjóðinni.
![]() |
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2009 | 20:58
Áramótakveðja

Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2009 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða.
Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allt hið góða.
Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!
nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.
Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Valdimar Briem
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 17:43
Þjóðin hugsar hlýlega til Eddu Heiðrúnar
Valið á Eddu Heiðrúnu Backman, leikkonu, sem manni ársins 2009 er traust og gott. Hún er algjör hetja og hefur leitt baráttuna fyrir því að efla Grensás með miklum sóma og vakið athygli á góðu málefni. Íslendingar sýndu með myndarlegum hætti í september að þeir standa vörð um það sem mestu skiptir með því að styðja við bakið á Grensás. Á þessum síðustu og verstu tímum sýnir þjóðin hvar hjartalagið er... þrátt fyrir stöðuna í samfélaginu styðjum við traust málefni alla leið.
Edda er sönn íslensk hvunndagshetja. Ég dáist að viljastyrk hennar og festu í baráttunni við sjúkdóminn... hún er glæsilegur fulltrúi í forystusveit þeirra sem berjast fyrir því að Grensás haldi velli í kreppunni og þar sé byggt upp en ekki rifið niður þegar mestu skiptir að verja grunngildin í þessu samfélagi.
Sómi hefði verið að því að tímaritið Nýtt líf hefði valið Eddu Heiðrúnu sem konu ársins, enda hefur afrek hennar og forysta fyrir Grensás í erfiðu veikindastríði sínu verið aðdáunarverð og hún á allt gott skilið. Þjóðin hugsar hlýlega til hennar og metur verk hennar fyrr og nú mjög mikils.
![]() |
Edda Heiðrún maður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 14:30
Skynsamleg ákvörðun hjá forsetanum
Nú hafa tæplega 50.000 Íslendingar skrifað undir áskorun um að fara með Icesave í þjóðaratkvæði og eðlilegt að forsetinn hlusti á þær raddir og hugleiði næstu skref. Vandséð er hvernig hann geti gengið framhjá þeim áskorunum, sé hann sjálfum sér samkvæmur.
Ég var alla tíð viss um að forsetinn hefði tekið ákvörðun um að staðfesta lögin. En það er erfitt fyrir forseta sem vill hlusta á þjóðarsálina að sniðganga afgerandi ákall um þjóðaratkvæði í lykilmáli. Nú reynir á hvernig hann vill ljúka forsetaferli sínum.
Þetta verður honum erfitt mál á hvorn veginn sem fer, en ég tel blasa við að það verði mjög erfitt fyrir hann að sniðganga þjóðaratkvæði í þessu máli. En nú reynir á þennan húsbónda á Bessastöðum og hver hann vill að arfleifð sín sé.
![]() |
Forseti tekur sér frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 23:54
Svartur dagur í sögu þjóðarinnar
Helstu vonbrigðin eru þau að Ásmundur Einar Daðason hafi ekki þorað að kjósa gegn Icesave. Tilraunir hans til að koma með eitthvað statement á móti samþykktinni voru máttlausar og vandræðalegar. Miklu heiðarlegra er að menn taki afstöðu og berjist fyrir hana með kjafti og kló frekar en spila sig svo vitlausan að vera handbendi annarra, vera að kjósa til að hafa aðra góða við sig. Ásmundur Einar tók þennan valkostinn og kom vægast sagt illa út.
Mér finnst það varla boðlegt að hann sem formaður Heimssýnar taki þessa afstöðu. Þetta er máttvana tilraun til að hafa alla góða og dæmd til að mistakast. Ég hef ekki hug á að styðja Heimssýn eða vera félagsmaður þar meðan hann gegnir þar formennsku og hyggst segja mig úr þeim félagsskap. Þegar formaðurinn er svo máttlaus sem raun ber vitni er ekki boðlegt að skrifa undir leiðsögn hans. Heimssýn á skilið betri formann.
Ólafur Ragnar Grímsson fær nú Icesave-málið sent til Bessastaða, væntanlega með hraðpósti Jóhönnu og Steingríms strax í fyrramálið. Hef ekki mikla trú á að hann sé sjálfum sér samkvæmur og muni það sem hann sagði árið 2004 um fjölmiðlalögin, tel að hann verði þægur sem hundur í bandi vinstriflokkanna. Þetta er tækifærissinnað skoffín, ferðafélagi útrásarvíkinganna sem kann ekki að skammast sín.
En þetta er svartur dagur, en kannski verður morgundagurinn sorglegri þegar eins prósents sameiningartáknið reynir að réttlæta sinnaskiptin frá því þegar hann reddaði félögum sínum í einkaþotunum sigri í deilu sem hefði getað bjargað fjölmiðlum landsins undan oki auðmannanna sem lögðu landið í rúst.
En þið sem sitjið heima ósátt eigið samt ekki að sætta ykkur við orðinn hlut. Farið á indefence.is og skrifið undir gegn Icesave. Þar hafa 40.000 skrifað undir, nokkur þúsund á þessum svarta degi. Sendum útrásarforsetanum, sameiningartákni auðmannanna sem lögðu landið í rúst, sterk skilaboð!
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 12:20
Svavar þorir ekki að standa fyrir máli sínu
Enn eru að koma fram ný gögn sem sýna að hann var ekki starfi sínu vaxinn, setti gögn undir stól og leyndi jafnvel ráðherra og þingmenn mikilvægum staðreyndum um samningagerðina. Þetta er grafalvarlegt mál.
Á þessu verður að fá svör - sem enginn annar en Svavar Gestsson sjálfur getur svarað. Það er mjög vandræðalegt að hann skuli ekki geta séð sér fært að mæta á fund nefndarinnar til að svara fyrir sig.
Þetta gera aðeins þeir sem hafa vondan málstað að verja, kannski mun frekar hafa engan málstað að verja. Þeir fara í felur og reyna að stóla á að allir gleymi klúðrinu sem fyrst.
Gleymum því ekki að fyrir nokkrum mánuðum, kortéri fyrir kosningar, sagði Steingrímur J. að það væri í sjónmáli að þessi maður landaði glæsilegri niðurstöðu í Icesave-málinu!
Botnlaust klúður.... í boði vinstri grænna. Ætlar maðurinn að hundskast til að mæta á nefndarfundinn eða ætla vinstri grænir sem völdu hann til verksins að taka þetta á sig?
![]() |
Svavar neitaði að mæta á fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 01:01
Leikhús fáránleikans á Alþingi
Leikhús fáránleikans á Alþingi náði nýjum lægðum seint í kvöld þegar Steingrímur J. sagðist trúa Össuri betur en sérfræðingunum hjá Mischon de Roya. Aumingja Steingrímur var reyndar mjög áttavilltur í umræðunni - talaði áfram eins og haninn á haugnum.
Hrokinn og stærilætin voru algjör þó innistæðan fyrir því væri harla lítil. Þessi ráðherra virðist algjörlega viss um að hann sé frábær og hann og samstarfsmenn hans hafi alltaf rétt fyrir sér. Held að flestir aðrir efist æ meir um færni hans til að leiða þessi mál.
Stjórnleysið í þinginu var algjört í kvöld. Algjör fjarstæða að það eigi að fara að keyra þetta mál áfram innan hálfs sólarhrings í atkvæðagreiðslu þegar enn berast gögn sem varpa ljósi á málið.
Forsendubrestur hefur orðið og málið er í óvissu. Æ betur sést hversu afleitlega þessi ríkisstjórn hefur haldið á málinu öllu, haldið gögnum leyndum og unnið gegn þingræðinu.
![]() |
Steingrímur segist trúa Össuri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 23:39
Gögnum leynt - uppljóstrun á elleftu stundu
Er það virkilega rétt að samninganefndin hafi leynt ráðherra og þingmenn gögnum og utanríkisráðherra hafi ekki setið fund á vegum Mischon de Reya. Var þetta kannski skyggnilýsingafundur með ráðherranum? Manni er spurn. Þingið á að stöðva umræðuna og kalla til fundar í fjárlaganefnd, hið minnsta, og kalla til aðalsamningamanninn, Svavar Gestsson, og fá svör við þessum álitaefnum.
Mér fannst það raunalegt að sjá Steingrím áðan segja sisvona: róið ykkur krakkar mínir, þetta er stormur í vatnsglasi. Meira ruglið. Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn og það er eðlilegt að fara að velta því fyrir sér hvort honum sé sætt lengur. Hann hefur klúðrað nóg þessi maður og þeir sem hafa unnið á hans vakt. Þetta mál er allt eitt klúður hjá þessum ráðherra!
![]() |
Uppnám á þingi vegna skjala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 22:47
Hvað varð um samvisku og sannfæringu þingmanna?
En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.
Nú er verið að tuska þingmennina til, skítt með hugsjónir, sannfæringu eða samvisku. Þeir þurfa að fara eftir liðsheildinni. Vinstri grænir minna æ meira á Framsóknarflokkinn með hverjum deginum sem líður. Raunaleg örlög, vægast sagt.
Ásmundur Einar Daðason verður að hugsa vel hvað hann gerir í þessum efnum. Hann má ekki láta valdagráðuga formanninn sinn spila með sig í þessum efnum. Vilji hann verða trúverðugur sem formaður Heimssýnar er valið einfalt.
Ég mun í það minnsta segja mig úr Heimssýn geti formaðurinn þar ekki staðið í lappirnar.
![]() |
Átök innan Vinstri grænna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 23:08
Guðmundur Sesar er maður ársins 2009
Frásögn séra Jónu Hrannar Bolladóttur um hinstu stundir Guðmundar Sesars Magnússonar, sem fórst í sjóslysi fyrir austan, fyrr í þessum mánuði hefur vakið mikla athygli og lætur engan ósnortinn. Þvílík hetja og þvílík fórnfýsi. Þetta er traust saga af hinni íslensku hvunndagshetju sem fórnar sér til að aðrir megi njóta betra lífs.
Að mínu mati er Guðmundur Sesar maður ársins. Þessi hetjusaga er samt aðeins ein viðbótin í frásögnina um hetjuna Sesar. Þegar ég las bókina um baráttu hans fyrir að bjarga dótturinni úr klóm eiturlyfjadjöfulsins var ég hugsi yfir krafti og baráttuþreki þessa manns. Baráttan var háð af hugsjón og sannri atorku.
Hinsta baráttan er samt þess eðlis að hún varpar enn nýju ljósi á þessa hvunndagshetju - íslensku hetjuna á örlagastundu. Þessi leiðarlok eru sorglegur endir á merkilegri ævi, en hann fórnaði sér fyrir aðra þá sem áður. Ég votta fjölskyldu Sesars innilega samúð mína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 21:26
Vænn skammtur af hvítum jólum á Akureyri
Stemmningin minnir allnokkuð á jólin 2004 þegar mikill snjór var í bænum og blindbylur á aðfangadag. Þá var ekki hægt að komast upp í kirkjugarð á aðfangadag en það gekk betur nú þó mikið hefði snjóað uppi á höfða og mikill kuldi. En margir fóru þangað að þessu sinni og áttu notalega stund síðdegis á aðfangadag, rétt fyrir komu jólanna.
Hef forðast alveg að hlusta á fréttir um hátíðirnar og fyrst og fremst reynt að forðast að eyða miklum tíma í að moka snjó en þess í stað eiga góða og notalega stund heima. Bækurnar eru góðar að þessu sinni og alltaf nóg til af góðum myndum. Því er um að gera að taka því rólega.
En óhætt að segja að vænn skammtur hafi verið af hvítum jólum hér þetta árið. Þeir sem vildu hvít jól fengu allavega ósk sína uppfyllt og gott betur en það. Kannski einum of :)
![]() |
Mikið fannfergi á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.12.2009 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 15:31
Jólakveðja
Ég færi lesendum vefsins, og vinum nær og fjær, innilegar óskir mínar um gleðilega og kærleiksríka jólahátíð. Hafið það öll sem best yfir hátíðirnar.
jólakveðja frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 10:25
Þvermóðska Steingríms J.
Einhverntímann var svona þvermóðska talin jafngilda því að berja hausnum við steininn sama hverjar staðreyndir væru - hver veruleikinn væri. Hvað hefði verið sagt ef Davíð Oddsson og Geir H. Haarde hefðu varið eigin skoðanir gegn lögfræðilegu og efnahagslegu áliti fræðimanna og greiningaraðila með því að segja það neikvætt og taka svo ekkert mark á því?
Illa er komið fyrir íslensku þjóðinni þegar við völd situr fólk sem fer sínar eigin leiðir og hlustar ekki á sérfræðinga sem hafa nær algjörlega fellt dóm um að þjóðin standi ekki undir skuldbindingunum. En stjórnarparið fer sínar leiðir. Þau vita betur en allir aðrir. Þvílík veruleikafirring!
![]() |
Forsendur IFS-álits svartsýnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2009 | 22:07
Stjörnufall í englaborginni
Fráfall leikkonunnar Brittany Murphy mun eflaust vekja slíka umræðu - enda var þess ekki langt að bíða eftir andlátsfregnina að farið væri að gaspra á blogginu og í spjallþáttum að pilluneysla hafi leitt til dauða hennar eða anorexía. Eflaust koma fleiri sögur.
Öðru hverju erum við minnt á hverfulleika frægðarinnar þegar að ungar stjörnur missa fótanna, sumar ná að byggja sig upp aftur en aðrar falla í valinn. Brittany Murphy var ein af ungstjörnum síðustu ára sem var mikið í sviðsljósinu og var umdeild.
Strax farið að gera um hana aðdáendaklippur til minningar á YouTube, myndneti nútímans og framtíðarinnar eflaust. Þarna eru líka klippur þar sem aðdáendur tala um hana, alltaf spes þessar klippur. En kannski er frægðin hverful og kómísk.
![]() |
Brittany Murphy látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 09:45
Ölvun Ögmundar Jónassonar í þingsal
Þá var þagað dögum saman þó þingmaðurinn hafi farið slompaður í pontu og flutt ræðu og andsvör augljóslega í annarlegu ástandi. Við öllum blasti hvað hið sanna var. Sigmundur Ernir vildi reyndar ekki viðurkenna að hafa fengið sér í glas og reyndi að afvegaleiða fjölmiðla þegar þeir fjölluðu um málin eftir myndklippu af YouTube.
Ögmundur lagði spilin á borðið strax við fréttamann og þær upplýsingar eru notaðar gegn honum. Þessi umfjöllun um Ögmund var harkaleg og vekur spurningar um vinnuferli í málum þessara tveggja þingmanna og upphafspunkt umfjöllunar. Þar verður hver og einn að meta fyrir sig hvort jafnt hafi verið á haldið.
Hitt er svo annað mál að mér finnst að setja verði reglur fyrir þingmenn til að vinna eftir - þær eiga meðal annars að taka á því að þingmenn mæti til vinnu eftir að hafa fengið sér í glas eða taka þátt í umræðum slompaðir. Slíkt er aldrei eðlilegt og full þörf á að ræða þá hlið í heild sinni.
17.12.2009 | 12:06
Ingibjörgu Sólrúnu hafnað í Vín
Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um framboðið var bæði leið hennar og Samfylkingarinnar til að tryggja henni önnur verkefni, feitt djobb, fjarri heimaslóðum. Ekkert verður nú af þessu. Um leið hlýtur spurningin að vakna hvort Samfylkingin færi henni eitthvað verkefni heima eða erlendis. Næg eru væntanlega heimatökin.
Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar hefði ekki boðið fram Ingibjörgu Sólrúnu nema telja sig hafa tryggan stuðning víða, eitthvað hefur brugðist í þeim efnum og stöðumatið verið rangt. Augljóst var að með þessu átti að leysa visst vandamál fyrir Samfylkinguna og hópa innan flokksins.
![]() |
Ingibjörg Sólrún varð ekki fyrir valinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2009 | 17:25
Sterk staða Hönnu Birnu
Ég er ekki undrandi á því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, njóti vinsælda í starfi sínu. Hún hefur staðið sig vel sem borgarstjóri - þegar hún tók við sem borgarstjóri kom loks festa og styrkleiki í stjórn borgarinnar eftir upplausnartímabil, sem var niðurlægingartímabil Reykjavíkurborgar, í tæpt ár.
Eftir mikil læti og pólitísk átök þar sem öll framboð sátu í meirihluta, þar sem borgarstjórnin var rúin trausti, hefur Hanna Birna verið sá leiðtogi sem hefur stýrt málum rétta leið. Í pistli sem ég skrifaði 21. ágúst 2008 spáði ég því að Hanna Birna yrði traustur og góður borgarstjóri. Sú spá hefur ræst og gott betur en það.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík á öflugan og traustan leiðtoga í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Henni hefur tekist að leiða mál áfram traust og fumlaust. Slíkt er mikils virði fyrir flokkinn í aðdraganda kosninga.
![]() |
Ánægja með störf Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 12:28
Svafa Grönfeldt hættir og flytur til Bandaríkjanna
Í umróti efnahagshrunsins hefur Svafa orðið umdeild og tekist á um verk hennar. Hverju sem því líður verður varla deilt um að Svafa hefur verið mikill leiðtogi í sínum verkum og verið mikill dugnaðarforkur. Óska henni góðs í nýjum verkefnum.
![]() |
Rektorsskipti í HR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2009 | 20:39
Ráðist á Silvio Berlusconi í Mílanó
Þó forsætisráðherrann sé umdeildur og hann hafi vakið athygli fyrir skrautlegt einkalíf og glanslega tjáningu um menn og málefni er þessi árás á hann þó ekki til sóma. Þeir sem beita ofbeldi, stjórna gjarnan með ofbeldi. Þeir sem skreyta sig með friðarskoðunum hljóta því sérstaklega að vera ósátt með þessi vinnubrögð.
Þó deila megi um Silvio Berlusconi og verk hans er þetta árás af því tagi að hún er engum til sóma.
![]() |
Sló Berlusconi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |