Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ólöf kveđur

Fyrir sex árum hringdi Ólöf Nordal í mig og bađ mig um liđsinni mitt í prófkjörsslag í Norđausturkjördćmi. Ég lagđi henni liđ stoltur og hafđi gaman af ađ vinna međ henni međan hún sinnti pólitískum verkum hér í kjördćminu.

Síđar fćrđi hún sig suđur og tók ađ sér önnur og stćrri verkefni í flokksstarfinu. Og nú ćtlar hún ađ hćtta.

Ţađ verđur eftirsjá af henni úr pólitísku starfi hér. Vonandi kemur hún aftur síđar.


mbl.is Kveđur ţingiđ í vor
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikilvćgi endurnýjunar og uppstokkunar

Nú líđur ađ alţingiskosningum. Pólitískur hiti magnast og augljós merki um upphaf kosningabaráttunnar liggja í lofti. Enn og aftur hriktir í stođum veikburđa vinstristjórnar sem hefur veriđ minnihlutastjórn um langt skeiđ og lifir ađeins fyrir völdin. Gömul kosningaslagorđ frá árinu 2009 hljóma eins og brandari nú. Margt hefur breyst og mikil ţörf á endurnýjun og gagngerri uppstokkun í íslenskum stjórnmálum.

Flest bendir til ţess ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi pálmann í höndunum í upphafi kosningabaráttunnar. Ekki kemur ţađ ađ óvörum. Nái Sjálfstćđisflokkurinn ekki vopnum sínum og ráđandi stöđu viđ ţessar ađstćđur er vandséđ hvenćr hann fćr betra tćkifćri til ađ ná góđri kosningu. Fjölmargir ţeirra sem treystu vinstriflokkunum fyrir atkvćđi sínu fyrir rúmum ţremur árum eru vonsviknir og líta í ađrar áttir, skiljanlega.

Eigi Sjálfstćđisflokkurinn ađ vera trúverđugur valkostur í ţingkosningum nú ţarf ađ tryggja ađ prófkjör fari fram í öllum kjördćmum og gagnger uppstokkun ađ verđa lykilstef lokastigs uppbyggingar sem fram hefur fariđ eftir fylgishruniđ 2009. Ţingframbjóđendur Sjálfstćđisflokksins ađ ţessu sinni ţurfa ađ fara í gegnum prófkjörsslag og sćkja umbođ sitt til, skýrt og afgerandi umbođ, til flokksmanna. Annađ kemur ekki til greina.

Forysta Sjálfstćđisflokksins ćtti ađ vera mjög sterk og hafa ráđandi stöđu í pólitískri baráttu. Samt finnur mađur fyrir efasemdarröddum. Ţćr er ađeins hćgt ađ kveđa niđur međ prófkjöri ţar sem reynir á stöđu forystumanna flokksins og ađrir hafa tćkifćri til ađ gefa kost á sér líka. Ţetta var mikilvćgt á síđasta landsfundi ţegar valkostir voru skýrir. Sumir vildu halda áfram ađra leiđ og enn ađrir skipta út.

Nú ţarf ađ reyna á hvort almennir flokksmenn vilja meiri uppstokkun og hvort ţingmenn Sjálfstćđisflokksins njóti almenns trausts, sérstaklega eftir Icesave-máliđ ţegar mikil óánćgja kom fram hjá grasrótinni. Sjálfstćđismenn um allt land tóku af skariđ ţá međ eftirminnilegum hćtti.

Uppgjör nú er hollt fyrir Sjálfstćđisflokkinn og tryggir ađ hann fari sterkari inn í kosningar en ella. Nýtt upphaf er mikilvćgt.

Glćsilegur sigur Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff
Ólafur Ragnar Grímsson hefur unniđ glćsilegan og traustan sigur í forsetakosningunum. Sigurinn er sögulegur. Ólafur Ragnar verđur fyrsti forsetinn í lýđveldissögunni sem situr fimmta kjörtímabiliđ. Ţetta er mikill persónulegur sigur Ólafs Ragnars, einkum vegna ţess ađ honum var sótt af mikilli hörku. Framan af stefndi í ađ atlagan ađ Ólafi Ragnari heppnađist, en međ vel skipulagđri og markvissri kosningabaráttu sneri forsetinn vörn í sókn og hlaut meirihlutastuđning í kosningunni.

Sama hversu vel Ţóra Arnórsdóttir og stuđningsmenn reyna ađ bera sig duldist engum hversu mikiđ var á sig lagt í baráttunni. Á bakviđ ţađ frambođ voru öfl sem vildu hefndir vegna ţess ađ forsetinn spurđi ţjóđina í Icesave-málinu og fór eigin leiđir ţegar vinstrimenn lögđu sig undir og töpuđu stórt í miklu átakamáli.

Ég neita ţví ekki ađ ţađ eru vonbrigđi ađ kjörsókn var ekki betri. Hvort ţar réđi ađ botninn fór úr kosningabaráttu Ţóru Arnórsdóttur ţegar leiđ á vikuna og fólk var visst um traustan sigur forsetans er erfitt um ađ spá. Kosningarétturinn er mikilvćgasta lýđrćđislega verkfćri okkar og hann verđum viđ alltaf ađ nýta.

En úrslitin eru ljós. Ţađ er alveg sama hvernig viđ reynum ađ snúa hlutum á hvolf, ţeir verđa alltaf eins. Sigur forsetans er stađreynd og hann hefur stuđning eftir ţessa atlögu.

Ég óska Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff innilega til hamingju međ kjöriđ. Ţađ leynist engum eftir ţessa kosningu ađ ţau eiga stuđning og virđingu stórs hluta ţjóđarinnar.


mbl.is Ólafur Ragnar ótvírćđur sigurvegari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfsmark á Stöđ 2

Fréttastofa Stöđvar 2 fór langleiđina međ ađ stimpla sig út sem fagmannleg og traust fréttastofa međ miklu klúđri í skipulagningu og umgjörđ forsetakapprćđna í Hörpu. Lágmark er ađ kjósendum sé gefiđ tćkifćri til ađ hlusta á alla frambjóđendur tjá sig saman um kosningamálin, sérstaklega í fyrstu kapprćđum kosningabaráttunnar, svo hćgt sé ađ bera ţá saman, auk ţess sem fagmennska einkenni kapprćđurnar. Fréttastofa Stöđvar 2 klikkađi algjörlega á ţessu.

Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guđmundsson og Hannes Bjarnason gerđu vel og rétt í ţví ađ yfirgefa samkunduna strax í upphafi ţegar ljóst var ađ tveir og tveir frambjóđendur ćttu ađ tala saman og enda ađ lokum á ţeim tveimur sem mests fylgis njóta í skođanakönnunum. Mér finnst skođanakannanir ekki eiga ađ ráđa ţví hverjir tjái sig og hvernig í kapprćđum. Rćđa á viđ alla ţá sem hafa safnađ fjölda međmćlenda og eru í kjöri til forsetaembćttis.

Til ađ kóróna allt klúđriđ var svo gert hlé á kapprćđum og sýnt innslag frá Spaugstofunni. Kannski átti ţetta ađ vera fyndiđ, en var alveg gríđarlega taktlaust og slappt.

Ţarna klikkađi Stöđ 2 á mikilvćgum grundvallaratriđum í fréttamennsku. Ţetta var fréttastofunni til skammar og var eitt risastórt sjálfsmark.

mbl.is Yfirgáfu kapprćđur í Hörpu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđ stađa Ólafs Ragnars í kosningabaráttunni

Mikiđ forskot Ólafs Ragnars Grímssonar í skođanakönnunum fyrir forsetakosningar í lok ţessa mánađar kemur ekki ađ óvörum. Ég hef haft ţađ á tilfinningunni nokkurn tíma ađ Ólafur Ragnar yrđi endurkjörinn, sú tilfinning hefur styrkst eftir ađ hann hóf formlega kosningabaráttu sína. Eins og stađan er núna stefnir flest í ađ stóra spurningin á kjördag verđi hvort Ólafur Ragnar hljóti hreinan meirihluta atkvćđa í kosningabaráttu viđ fimm frambjóđendur.

Yfirburđir Ólafs Ragnars fara ekki fram hjá neinum ţeim sem fylgjast međ atburđarásinni. Ólafur Ragnar kann sitt fag, hefur fariđ í gegnum margar kosningar og hefur reynsluna međ sér, auk ţess sem ţađ kemur honum mjög til góđa ađ tala gegn ađild ađ Evrópusambandinu og minna á forystu sína í Icesave-málinu, ţegar hann sneri ţví máli viđ, međ stuđningi ţjóđarinnar.

Ţóra Arnórsdóttir hafđi međbyr framan af en hefur misst nokkuđ fylgi eftir ţví sem hefur liđiđ nćr kjördegi. Held ađ mörgum hafi mislíkađ mjög ađ lesa stöđluđ og ópersónuleg svör hennar á beinni línu DV, ţegar hún svarađi spurningum án ţess ađ svara ţeim, og hljómađi frasaleg og kuldaleg. Hún hefur haldiđ áfram á sömu braut, virkar eins og leikari án handrits.

Ţetta kom mér ađeins á óvart ţar sem ég taldi ađ Ţóra myndi reyna ađ vera hlýleg, gera sér far um ađ svara spurningum hreint út og vera afdráttarlaus. Vandrćđalegt hefur veriđ ađ sjá hana reyna ađ neita fyrir tengsl sín viđ Samfylkinguna og öflin sem tengdust henni. Ţessi tjáning styrkir ekki stöđu hennar.

Svo er einn kapítuli hvernig stuđningsmannasveit hennar hefur fariđ hamförum í árásum á forsetann vegna ţess ađ hann hóf kosningabaráttu af krafti og tjáđi sig hispurslaust. Kosningabarátta er aldrei tebođ, allra síst núna á örlagatímum ţegar viđ ţurfum forseta sem getur veriđ mótvćgi viđ rúiđ trausti Alţingi, sem hefur glatađ virđingu og trausti ţjóđarinnar. Hver treystir Alţingi núna?

Styrkist ć meira í afstöđu minni ađ viđ eigum ađ tryggja Ólafi Ragnari afgerandi og traust umbođ í ţessum forsetakosningum. Finnst ađrir valkostir í ţessum kosningum ekki beysnir og í sjálfu sér rétt ađ forsetinn njóti ţess hversu vel hann hélt á Icesave-málinu og leyfđi ţjóđinni ađ taka af skariđ. Lýđrćđispostular hljóta ađ fagna ţví beina lýđrćđi sem forsetinn hefur fćrt ţjóđinni.

mbl.is Ólafur međ afgerandi forystu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forsetakjör

Ég hef tekiđ ţá ákvörđun ađ kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum 30. júní nk. Fyrir ţví eru margar ástćđur. Mestu skiptir ađ ég tel hann frambćrilegasta frambjóđandann í kjöri ađ ţessu sinni og hann hefur međ verkum sínum á ţessu kjörtímabili stađiđ vörđ um hagsmuni ţjóđarinnar, ţegar Alţingi og ríkisstjórn brugđust landsmönnum, sérstaklega í Icesave-málinu.

Ólafur Ragnar talađi máli Íslands á örlagastundu, eftir hruniđ, ţegar ađrir forystumenn gáfu eftir, sumir ţeirra til ađ ţóknast hinni vanhugsuđu ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu. Sú ţögn var stjórnmálaforystu landsins til skammar. Ţegar ţingmenn og ráđherrar brugđust stóđ forsetinn í lappirnar. Sú framganga er virđingarverđ og ég ćtla ađ launa Ólafi ţađ međ stuđningi mínum.

Hinsvegar neita ég ţví ekki ađ oft áđur hef ég gagnrýnt Ólaf Ragnar, líka hrósađ honum ţegar mér hefur fundist ţađ rétt. Viđ forsetakjör 1996 dáđist ég ađ framgöngu Guđrúnar Katrínar Ţorbergsdóttur. Allir muna hversu mjög hún var stjarna ţeirrar kosningabaráttu. Ekki síđur hefur Dorrit Moussaieff stađiđ forsetavaktina viđ hliđ Ólafs međ glćsibrag eftir fráfall Guđrúnar Katrínar.

Ţessar forsetakosningar litast vissulega af ţví ađ Alţingi Íslendinga er rúiđ trausti. Óvinsćl vinstristjórn hefur stađiđ sig illa ađ öllu leyti, fyrst og fremst brást í ţví ađ verja Ísland ţegar ţess ţurfti. Icesave-máliđ opinberađi mjög átakalínur og sýndu hverjir stóđu sig ţegar á ţurfti ađ halda.

Ólafur Ragnar fór í fjölmiđla á alţjóđavettvangi ţegar vantađi rödd Íslands í umrćđuna, ţegar stjórnmálamenn voru ţess ekki megnugir. Sú framganga skipti sköpum. Ákvörđun Ólafs Ragnars ađ fela ţjóđinni valdiđ í Icesave var rétt og sumir geta ekki fyrirgefiđ honum ađ hafa spurt ţjóđina.

Mér finnst rétt ađ forsetinn hljóti endurkjör, stuđning ţjóđarinnar, á ţessum tímapunkti.

Pólitískur skrípaleikur í landsdómi

Pólitísk réttarhöld eru hafin í Landsdómi. Yfirbragđiđ vissulega mjög sérstakt og rammpólitískt - einn mađur gerđur ađ blóraböggli, látinn standa reikningsskil af meintum brotum ţegar alţjóđleg efnahagsleg krísa gekk yfir allan heiminn. Á međan sleppa formađur hins stjórnarflokksins á tíma hrunsins og viđskiptaráđherrann viđ ţetta uppgjör - ţeim var komiđ í skjól af flokksfélögum sínum á ţingi.

Ţetta er mjög vandrćđalegt ferli, undarlegt "réttlćti" og skakkt uppgjör sem ţarna er í spilunum. Efast stórlega um ađ ţetta líti vel út í sögubókum framtíđar. Allir veikleikar landsdóms opinberast í ţessu ferli. Vonandi leiđir ţessi skrípaleikur til ţess ađ landsdómur verđi stokkađur upp, helst lagđur niđur og tekiđ á augljósum vanköntum sem fram hafa komiđ á ţessari vegferđ, allt frá ţingferli til loka.

Eftir stendur í yfirferđ málsins ađ rétt var haldiđ á málum á örlagastundu. Mun verr hefđi getađ fariđ. Undir forystu ţeirra sem réđu málum var tekiđ skynsamlega á málum. Neyđarlögin og gjaldţrot bankanna var rétta leiđin úr ţessum ógöngum. Auđvitađ var skađi Íslands nokkur, en bćđi tímasetning hrunsins reyndist heilladrjúg og ađferđin til lausnar krísunnar var sú rétta.

Undarlegast viđ ţennan skrípaleik allan, eins skrautlegur og hann annars er ađ öllu leyti, er skortur á miđlun upplýsinga til fjölmiđla, og svo ţađan til landsmanna allra. Ađeins er bođiđ upp á twitter-skrif úr réttarsal. Engu er líkara en réttarhöldin séu haldin um miđja 20. öld og ađeins hćgt ađ skrifa fréttir í dagblöđ morgundagsins.

Fornaldarbragurinn á landsdómi er algjör. Skortur á miđlun upplýsinga, stađsetning pólitísku réttarhaldanna og yfirbragđiđ frá a-ö er til skammar.

mbl.is Neyđarlögin urđu til bjargar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Söguleg ákvörđun Ólafs Ragnars

Ákvörđun Ólafs Ragnars Grímssonar um ađ sćkjast eftir forsetaembćttinu fimmta kjörtímabiliđ er söguleg, ţví enginn forseti hefur setiđ lengur á Bessastöđum en 16 ár. Auk ţess vekur mikla athygli ađ Ólafur, sem verđur sjötugur í maí 2013, opnar opinskátt á ţann möguleika ađ hann víki af forsetastóli á nćsta kjörtímabili, en ţví mun ekki ljúka fyrr en í júlílok 2016.

Međ ţessu höfđar Ólafur Ragnar greinilega til ţess ađ hann sé traustur valkostur í forsetaembćtti međan Alţingi, sem er rúiđ trausti og virđingu, klárar sitt kjörtímabil og spilin stokkuđ upp í landsmálum. Held ađ ţessi punktur ráđi mestu um bćđi ákvörđun Ólafs ađ fara fram og hann hafi fengiđ fjölda áskorana og stuđning í skođanakönnunum.

Ţegar á reyndi í Icesave-málinu og rúin trausti vinstristjórn hlustađi ekki á ţjóđina var Ólafur Ragnar sá sem stóđ í lappirnar og varđi hagsmuni Íslands á alţjóđavettvangi. Ţetta er óumdeilt ađ mínu mati. Margir ţeirra sem höfđu áđur gagnrýnt Ólaf harkalega og almennir kjósendur virtu ţađ framlag hans.

Í ljósi ţess er hann fulltrúi stöđugleika í pólitískri upplausn. Viđ ţćr ađstćđur ţarf öflugan forseta. Á ţessum forsendum fer Ólafur Ragnar fram og segist tilbúinn ađ sinna verkum á forsetastóli međan hćgist um og stöđugleiki fćrist yfir. Auk ţess opnar hann á ađ víkja fyrr en síđar.

Ţetta er söguleg ákvörđun ađ öllu leyti, heiđarleg yfirlýsing um vilja til verka takmarkađan tíma. Ólafur Ragnar kann öll ţessi trix og hefur vissulega nokkuđ til síns máls. Hver hefur trú og traust á ţví ţingi sem nú situr? Veikleiki Alţingis styrkir forsetann og festir hann í sessi.


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dapurleg málalok á Alţingi

Alţingi hafđi gulliđ tćkifćri til ađ breyta rétt í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, stöđva ţá vitleysu sem ţar stendur. Pólitískir klćkir á vinstrivćngnum komu í veg fyrir ţađ. Áđur höfđu ţingmenn Samfylkingarinnar sýnt pólitíkina í málinu međ ţví ađ koma sínu fólki í ţessu ferli í skjól. Međ ţví ađ Geir vćri einn sendur fyrir landsdóm kom í ljós tilgangur málsins.

Máliđ var svo í međförum ţingsins nú sett í ţann farveg ađ um líf lánlausrar vinstristjórnar vćri ađ tefla. Ţar var pólitíkin í ţessu máli stađfest. Réttarhöldin verđa pólitísk ađför ađ Geir H. Haarde, fyrrum forsćtisráđherra. Allt máliđ ber líka ţann blć og hefur gert frá upphafi. Svosem ágćtt ađ fá ţađ stađfest endanlega.

Málsmeđferđ nú stađfestir hversu rúiđ trausti Alţingi er. Ţar er ekki tekin málefnaleg afstađa til málsins beint, heldur beitt klćkjum og brögđum til ađ koma í veg fyrir málefnalega afgreiđslu málsins. Ţađ er lítil reisn yfir svona vinnubrögđum og sýnir pólitíkina í ferlinu frá upphafi.

En eftir stendur: einn greiddi ekki atkvćđi, tveir voru fjarverandi. Ţeir eiga allir sameiginlegt ađ vera ţingmenn Samfylkingar - ţađ er svolítiđ skondiđ hvernig ţessir menn gufuđu upp og létu sig hverfa. Minnir eilítiđ á söguna um menn og mýs. En ţađ er önnur saga.

Máliđ heldur nú áfram. Verđi Geir Haarde sýknađur í landsdómi verđur ađ líta á afgreiđslu ţingmanna nú og í september 2010 og láta ţá standa fyrir máli sínu. Er ţađ ekki heiđarlegt?


mbl.is Tillögu Bjarna vísađ frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Beđiđ eftir forseta

Frá stofnun lýđveldis áriđ 1944 hefur embćtti forseta Íslands veriđ í mótun. Ţeir fimm einstaklingar sem hafa gegnt embćtti forseta og setiđ á Bessastöđum hafa hver međ sínum hćtti sett svip á embćttiđ. Ţeir hafa ţó leikiđ misjafnlega stórt hlutverk í stjórnmálum – jafnan bakviđ tjöldin viđ stjórnarmyndanir og ţegar á hefur reynt í stjórnleysi. Ađeins hefur ţó ein utanţingsstjórn setiđ, viđ sjálfa lýđveldisstofnunina, auk ţess var hún í kortunum tvisvar á áttunda áratugnum.

Enginn forsetanna hefur ţó gengiđ lengra, einbeitt og ákveđiđ, stundum undir rós, eins og Ólafur Ragnar Grímsson, sem nú hefur setiđ fjögur kjörtímabil á Bessastöđum. Nćr allan starfstíma ríkisstjórna Davíđs Oddssonar sat hann á hliđarlínunni. Deilur um fjölmiđlamáliđ 2004 ýfđu upp gömul sár milli Ólafs og hćgrimanna. Vann forsetinn nokkurn sigur, hćtt var viđ lagasetningu og málinu komiđ í annan farveg. Hefndi forsetinn ţar fyrir vinnubrögđ í heimastjórnarmálinu og virkjađi umdeilt vald forseta.

Fjórđa kjörtímabiliđ varđ Ólafi ţó framan af erfitt. Hann stóđ lemstrađur eftir hruniđ og dađriđ viđ útrásarvíkinga. Ólafur hélt ţó áfram ađ virkja völd sín ţegar veikburđa vinstristjórn settist til valda, tók sér í hendur umdeild völd og nýtti sér mćlsku og tengsl á alţjóđavettvangi í fjölmiđlum međan klaufaskapur einkenndi stjórnvöld sem sömdu af sér í lykilmáli. Á ţeirri örlagastundu fór hann eigin leiđir og náđi aftur frumkvćđi fyrir hönd ţjóđarinnar. Ólafur endurreisti međ ţví sögulega stöđu sína á forsetastóli og naut virđingar fyrir ađ láta tryggđ viđ ţjóđina ráđa för.

Einkum ţess vegna hefur nú gerst ađ raunhćfur möguleiki er á ţví ađ Ólafur sitji áfram í embćtti, gefi kost á sér fimmta kjörtímabiliđ og sitji lengst allra forseta. Á ţeirri vegferđ sinni ađ hugleiđa frambođ og framtíđ á forsetastóli hefur Ólafi Ragnari enn og aftur tekist ađ velgja fornum samherjum undir uggum. Ţeir hugsa međ hryllingi til ţess ađ hann sitji áfram og eiga erfitt međ ađ leyna gremju og vonbrigđum sínum. Í og međ skemmtir Ólafur Ragnar sér viđ ađ tefja ákvörđun međ ţví ađ stríđa gömlum keppinautum í Alţýđubandalaginu forđum daga, sem nú ráđa för í VG, flokki sem virđist á vonarvöl.

Í umrćđu um nćsta kjörtímabil er ljós sterk stađa Ólafs. Erfitt er ađ fara af stađ gegn sitjandi forseta, sárafáir sterkir kandidatar hafa veriđ nefndir og veik stađa stjórnvalda sýnir vanmátt ţeirra. Viđ ţeim blasir afhrođ í ţingkosningum. Beđiđ er eftir forseta – hann skýri mál sitt betur og taki af skariđ. Ţrátt fyrir ađ forseti segist hafa talađ skýrt í nýársávarpi er öllum ljóst ađ hann skildi eftir glufu leynt og ljóst. Hann vildi kanna bakland sitt, stuđning međal landsmanna og hversu jákvćđ eđa neikvćđ viđbrögđ hann fengi.

Ég hef jafnan haft ţá skođun ađ setja eigi kjörtímabilsmörk á forseta Íslands og tryggja tvćr umferđir nái enginn forsetaframbjóđandi hreinum meirihluta. Ţegar ég sat í stjórn SUS í gamla daga nutum viđ ţess ađ tala fyrir ţví ađ leggja niđur forsetaembćttiđ. Ţađ vćri valdalaust og til skrauts. Segja verđur eins og er ađ í forsetatíđ Ólafs Ragnars hefur embćttiđ gjörbreyst. Ţađ hefur nú raunveruleg völd, hvort sem andstćđingum eđa samherjum Ólafs Ragnars líkar betur eđa verr. Líklegt er ađ sú breyting sé trygg til framtíđar.

Glöggt hefur mátt sjá hversu ákveđiđ Ólafur Ragnar sćkir fram í almennri umrćđu í fjölmiđlum. Forđum daga töluđu forsetar undir rós í nýársávarpi. Ţeir héldu sér til hlés, héldu varla blađamannafundi og pössuđu sig upp á ađ virđa stjórnarstefnu valdhafa, halda sér á hliđarlínu. Forsetinn var sameiningartákn, hélt veislur og skálađi viđ fyrirfólk. Hann var til skrauts. Ţessi blćr á embćttinu hefur gjörbreyst. Nú er forsetinn ákveđinn, hefur sent ţinginu gula spjaldiđ og látiđ reyna á hvort ţađ hafi stuđning ţjóđarinnar.

Fáir tala nú um ađ leggja embćttiđ niđur. Blađamannafundir núverandi forseta á Bessastöđum, bćđi vegna framtíđar á forsetastóli og afstöđu í Icesave, hafa fengiđ á sig pólitískan blć. Hann hefur leikiđ á blađamenn eins og fimur fiđluleikari - sent stjórnvöldum tóninn og veriđ afdráttarlaus í tali um menn og málefni, beinlínis ýtt undir ţađ međ ţví ađ leyfa blađamönnum ađ spyrja sig spurninga sem engum hefđi dottiđ í hug ađ spyrja forseta fyrri tíđar.

En 16 ár er langur tími. Brátt reynir á hvort biđin eftir forsetanum fćri okkur sögulegt fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars eđa kosningu um eftirmann hans. Sú kosning, hvort sem hún fer fram á ţessu ári eđa nćsta, mun snúast um áherslur í embćttinu. Ţar verđur talađ um stjórnmál og hversu áberandi húsbóndinn á Bessastöđum eigi ađ vera í umrćđu um menn og málefni.

Ţetta er vissulega hin mikla sögulega arfleifđ Ólafs Ragnars. Embćttiđ er ekki lengur ígildi farandsendiherra. Ţar situr valdsmađur sem hefur örlög ţjóđar og stjórnmálamanna á sínu fćri. Synjunarvaldiđ er virkt – vald forseta til ađ setja mark sitt á umdeilt mál er afdráttarlaust til stađar. Ţví neitar enginn – ţađ var reynt áriđ 2004 í fjölmiđlamálinu en virkar máttlaust píp núna.

Pólitískur refur á Bessastöđum hefur öll spil á hendi. Međ fimni og útsjónarsemi hefur hann náđ stöđu ţess sem hefur stuđning ţjóđarinnar međan ţingiđ er rúiđ trausti. Hann hefur völdin sem mestu skipta, hefur fest sig í sessi og nýtur ţess ađ óánćgja landsmanna međ ráđandi öfl á ţingi er algjör. Hann hefur spilađ skákina mjög fimlega.

En ţađ er spurning hvort hann nćr ađ spila ţessa skák til enda. Biđin eftir forseta er enn óljós. Nú reynir á hvernig endatafliđ er, hvort hann spilar skákina rétt eđa missir hana í tapađa stöđu. Okkur hćgrimönnum leiđist ekki ţessi skák, einkum ţegar vinstrimönnum gremst hún eins augljóslega og raun ber vitni.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband