Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.1.2010 | 10:40
Leitin að Dorrit
Fréttin um hvarf Dorrit Moussaieff og dramatíska leit að henni er eilítið skondin. Dorrit á alltaf auðvelt með að ná athygli á smellin hátt og er skemmst að minnast þess þegar hún sagði að Ísland væri stórasta land í heimi. Skemmtilega floppuð málfræðileg setning en vakti aðdáun og áhuga íslensku þjóðarinnar. Yndislega heillandi.
Þrátt fyrir að Dorrit Moussaieff hafi verið við hlið Ólafs Ragnars Grímssonar í tæpan áratug, fyrst sem framandi kona í matarboði á Bessastöðum sem enginn kannaðist við, síðar sem unnusta hans í þrjú ár og loks eiginkona og forsetafrú vita fáir hver Dorrit er á bakvið myndavélablossann og brosin á myndunum.
Hún er enn framandi, viss leyndardómur fyrir þjóðina. Það er vissulega heillandi staðreynd, og hún hefur staðið sig vel í sínu hlutverki.
Ætluðu að hefja leit að Dorrit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 10:30
Málstaður Íslands nýtur æ meiri stuðnings
Málstaður Íslands kemst æ betur til skila í erlendu pressunni eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Ekki verður um það deilt að sú ákvörðun gjörbreytti málinu, okkur í vil. Þetta hafa æ fleiri skynjað og blasir við að ekkert verði af þjóðaratkvæðagreiðslu og í staðinn reynt að semja upp á nýtt og það almennilega í staðinn fyrir það sleifarlag sem kom fram í fyrri samningaviðræðum þegar pólitískur lærifaðir fjármálaráðherrans var sendur.
Greinaskrifin í Financial Times syna vel að Ísland er ekki eitt og yfirgefið í þessari deilu. Æ fleiri taka þá afstöðu að ekki eigi að níðast á Íslandi - málið er hugleitt á nýjum forsendum. Við eigum að nota þessi tækifæri og reyna að ljúka málinu með sóma fyrir Íslendinga alla. Allir nema blindir stjórnarþingmenn sem reyna að rífast við sérfræðinga sjá að það er allt annað mál í gangi núna.
Ég held að þeir sem reyndu að nöldra sem mest yfir ákvörðun forsetans hafi líkað skynjað nú að hann hefur gjörbreytt málinu okkur í vil. Góðs viti. Enda er Jóhanna steinhætt að tala með sömu frekju og grenjutón eins og var fyrst eftir synjun forsetans. Ætli ráðgjafar hennar séu komnir úr eldhúsinu?
Greinaskrifin í Financial Times syna vel að Ísland er ekki eitt og yfirgefið í þessari deilu. Æ fleiri taka þá afstöðu að ekki eigi að níðast á Íslandi - málið er hugleitt á nýjum forsendum. Við eigum að nota þessi tækifæri og reyna að ljúka málinu með sóma fyrir Íslendinga alla. Allir nema blindir stjórnarþingmenn sem reyna að rífast við sérfræðinga sjá að það er allt annað mál í gangi núna.
Ég held að þeir sem reyndu að nöldra sem mest yfir ákvörðun forsetans hafi líkað skynjað nú að hann hefur gjörbreytt málinu okkur í vil. Góðs viti. Enda er Jóhanna steinhætt að tala með sömu frekju og grenjutón eins og var fyrst eftir synjun forsetans. Ætli ráðgjafar hennar séu komnir úr eldhúsinu?
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2010 | 17:53
Hrannar er ekki prívat á facebook
Ein fyndnasta yfirlýsing sem ég hef heyrt langa lengi var þegar Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skrifaði á fésbók sína að skrif hans þar væru prívat og tengdust ekki skoðunum og hugleiðingum nánasta samstarfsmanns valdamesta stjórnmálamanns þjóðarinnar.
Auðvitað er þetta bara blaður. Hrannar er sami maðurinn þegar hann skrifar á fésbók og þegar hann ráðleggur forsætisráðherra Íslands og stýrir hennar málum á skrifstofunni. Þarna eru engin mörk á milli. Hreinn barnaskapur er að bjóða fólki upp á svona skrif, þau eru svo algjörlega útúr korti.
Ætlar aðstoðarmaðurinn kannski að segja okkur að hann sé prívatpersóna þegar hann skrifar á facebook úr Stjórnarráðinu dags og morgna? Auðvitað ekki.
Auðvitað er þetta bara blaður. Hrannar er sami maðurinn þegar hann skrifar á fésbók og þegar hann ráðleggur forsætisráðherra Íslands og stýrir hennar málum á skrifstofunni. Þarna eru engin mörk á milli. Hreinn barnaskapur er að bjóða fólki upp á svona skrif, þau eru svo algjörlega útúr korti.
Ætlar aðstoðarmaðurinn kannski að segja okkur að hann sé prívatpersóna þegar hann skrifar á facebook úr Stjórnarráðinu dags og morgna? Auðvitað ekki.
Fésbókarsíðan ekki opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2010 | 18:04
Gömlu kommarnir drottna í ríkisstjórninni
Seint verður sagt að þessi vinstristjórn sé fersk eða standi sig við að taka á vanda þjóðarinnar. Hún virðist helst vera stöðnuð eða ekki með þetta, eins og við segjum.
Þessi klippa á ÍNN segir allt um þessa vinstristjórn sem er sofandi á vaktinni og virðist helst vinna gegn þjóðarhagsmunum og vanmáttu að takast á við vandann.
12.1.2010 | 11:19
Spennandi prófkjör
Get ekki betur séð en það stefni í líflegt og spennandi prófkjör hjá okkur sjálfstæðismönnum á Akureyri í næsta mánuði. Sigrún Björk er óumdeildur leiðtogi flokksins í væntanlegum kosningum en mestu átökin verða um annað sætið, en hið minnsta fimm frambjóðendur munu berjast um það sæti.
Mikil uppstokkun verður á framboðslistanum, en tveir bæjarfulltrúar kjörnir 2006 fara ekki aftur í framboð og af tíu efstu á framboðslistanum 2006 eru aðeins þrír í prófkjörinu. Þetta prófkjör markast því fyrst og fremst af uppstokkun á forystusveit flokksins.
Líst mjög vel á að fá Björn Ingimarsson, hagfræðing, í bæinn og tel hann sterkasta karlframbjóðandann í þessu prófkjöri, að öðrum ólöstuðum, enda hefur hann mikla reynslu og þekkingu eftir margra ára störf sem sveitarstjóri fyrir austan.
Þarna eru líka öflugar konur á borð við Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem stóð sig vel í prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar, Elínu Margréti Hallgrímsdóttur, sem hefur setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, og Huld Ringsted sem kemur fersk inn.
Óska öllum frambjóðendum velfarnaðar í þeim átökum sem eru framundan. Það er mikið verkefni að vera í prófkjöri og í mörg horn að líta. En fyrst og fremst virðist þetta prófkjör um annað sætið. Örlög annarra ráðast af þeirri niðurstöðu.
Mikil uppstokkun verður á framboðslistanum, en tveir bæjarfulltrúar kjörnir 2006 fara ekki aftur í framboð og af tíu efstu á framboðslistanum 2006 eru aðeins þrír í prófkjörinu. Þetta prófkjör markast því fyrst og fremst af uppstokkun á forystusveit flokksins.
Líst mjög vel á að fá Björn Ingimarsson, hagfræðing, í bæinn og tel hann sterkasta karlframbjóðandann í þessu prófkjöri, að öðrum ólöstuðum, enda hefur hann mikla reynslu og þekkingu eftir margra ára störf sem sveitarstjóri fyrir austan.
Þarna eru líka öflugar konur á borð við Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem stóð sig vel í prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar, Elínu Margréti Hallgrímsdóttur, sem hefur setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, og Huld Ringsted sem kemur fersk inn.
Óska öllum frambjóðendum velfarnaðar í þeim átökum sem eru framundan. Það er mikið verkefni að vera í prófkjöri og í mörg horn að líta. En fyrst og fremst virðist þetta prófkjör um annað sætið. Örlög annarra ráðast af þeirri niðurstöðu.
Þrettán bjóða sig fram á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2010 | 23:50
Fyrir hverja er Steingrímur að vinna?
Heldur er nú raunalegt orðið að fylgjast með framgöngu Steingríms J. Sigfússonar. Hann er orðinn sorgleg fígúra, sem talar máli andstæðinga okkar í Icesave-málinu og hefur selt frá sér allar hugsjónir fyrir völd og stólapólitíkin hans minnir ósjálfrátt á Halldór Ásgrímsson. Ég hélt lengi vel að þessi maður hefði eitthvað bit og það væri meira í hann spunnið. Á mettíma er hann hinsvegar hann orðinn jafn valdagráðugur og meðal framsóknarmaður fyrri tíða.
En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.
Frammistaða Steingríms J. í Icesave-málinu er einföld og helst til þess fallin að hjálpa þeim sem ráðast að Íslandi. Vörnin hans er fyrir viðsemjendur og þá sem hafa búllíast á Íslandi út í eitt. Raunalegt í meira lagi fyrir fólkið í landinu að sitja uppi með svona stjórnvöld.
Hvað stjórnar þankagangi Steingríms? Má ekki skemma blauta ESB-drauminn fyrir Samfylkingunni eða er hann svo þrjóskur að vilja ekki viðurkenna það sem allir þó vita orðið, að Svavar klúðraði Icesave-málinu í samningaviðræðunum.
Þetta gengur ekki. Heill og hagur íslensku þjóðarinnar vegur meira og skiptir mun meira máli en stolt nokkurra stjórnmálamanna og lærifeðra þeirra sem sömdu herfilega af sér í Icesave-málinu.
En um Steingrím J, sem hefur svikið allar hugsjónir sínar í valdagræðginni, vonina um að fá að ráða meira á morgun en í dag og helst gefa ekkert eftir, má nota spakmælið: en það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Raunalegt en eilítið kómískt að sjá hvernig þessir vinstrimenn hafa umpólast í valdagræðginni á einni nóttu.
Frammistaða Steingríms J. í Icesave-málinu er einföld og helst til þess fallin að hjálpa þeim sem ráðast að Íslandi. Vörnin hans er fyrir viðsemjendur og þá sem hafa búllíast á Íslandi út í eitt. Raunalegt í meira lagi fyrir fólkið í landinu að sitja uppi með svona stjórnvöld.
Hvað stjórnar þankagangi Steingríms? Má ekki skemma blauta ESB-drauminn fyrir Samfylkingunni eða er hann svo þrjóskur að vilja ekki viðurkenna það sem allir þó vita orðið, að Svavar klúðraði Icesave-málinu í samningaviðræðunum.
Þetta gengur ekki. Heill og hagur íslensku þjóðarinnar vegur meira og skiptir mun meira máli en stolt nokkurra stjórnmálamanna og lærifeðra þeirra sem sömdu herfilega af sér í Icesave-málinu.
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2010 | 15:23
Hugsum um hagsmuni Íslands fyrst og fremst
Enginn deilir lengur um að synjun forsetans á Icesave markaði þáttaskil Íslandi í hag í deilunni. Yfirlýsingar Alain Lipietz, eins þeirra sem komu að gerð tilskipunar ESB um ábyrgð heimaríkis á bönkum, í Silfri Egils í dag er gott dæmi um algjöra niðurlægingu vinstristjórnarinnar sem hefur algjörlega brugðist í því verkefni að gæta hagsmuna Íslands í einu helsta máli síðustu áratuga fyrir íslensku þjóðina.
Stjórnvöld eiga nú að skammast til að viðurkenna afglöp sín og sofandagang. Ekki þýðir fyrir Jóhönnu og Steingrím að deila við mann á borð við Alan Lipietz, slíkt er frekar vandræðalegt. Ef einvher dugur er í þessu fólki getur það snúið vörn í sókn - fyrst og fremst með því að viðurkenna að samninganefndin með Svavar í broddi fylkingar samdi herfilega af sér og var ekki vandanum vaxin á nokkurn hátt.
Svo þarf stjórnarparið að viðurkenna eigin mistök og axla ábyrgð á því, annað hvort með því að víkja eða leita eftir því að skipa aðra samninganefnd til að taka á þessu máli sem fyrst. Pólitísk afglöp vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu eru augljós og þarf að taka á þeim strax, til að vernda íslenska hagsmuni og sækja fram til að taka á mistökunum.
Nú þarf að fara að hugsa um íslenska hagsmuni, hugsa um hag fólksins í landinu, en ekki hagsmuni annarra þjóða eins og vinstristjórnin hefur gert alltof lengi með ömurlegum hætti. Það er komið nóg af vitleysunni.
Stjórnvöld eiga nú að skammast til að viðurkenna afglöp sín og sofandagang. Ekki þýðir fyrir Jóhönnu og Steingrím að deila við mann á borð við Alan Lipietz, slíkt er frekar vandræðalegt. Ef einvher dugur er í þessu fólki getur það snúið vörn í sókn - fyrst og fremst með því að viðurkenna að samninganefndin með Svavar í broddi fylkingar samdi herfilega af sér og var ekki vandanum vaxin á nokkurn hátt.
Svo þarf stjórnarparið að viðurkenna eigin mistök og axla ábyrgð á því, annað hvort með því að víkja eða leita eftir því að skipa aðra samninganefnd til að taka á þessu máli sem fyrst. Pólitísk afglöp vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu eru augljós og þarf að taka á þeim strax, til að vernda íslenska hagsmuni og sækja fram til að taka á mistökunum.
Nú þarf að fara að hugsa um íslenska hagsmuni, hugsa um hag fólksins í landinu, en ekki hagsmuni annarra þjóða eins og vinstristjórnin hefur gert alltof lengi með ömurlegum hætti. Það er komið nóg af vitleysunni.
Lipietz: Veikur málstaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 08:05
Kynlífshneyksli hinnar guðhræddu Frú Robinson
Kynlífshneyksli guðhræddu forsætisráðherrafrúarinnar á Norður-Írlandi skekur pólitíkina þar og flokkinn hennar. Gárungarnir voru hinsvegar fljótir að finna tengingu á milli forsætisráðherrafrúarinnar og tálkvendisins Frú Robinson í tjáningu Anne Bancroft í eðalmyndinni The Graduate árið 1967.
Sumir bloggarar á Írlandi hafa reyndar bent á þetta fræga kvikmyndaatriði og spurt hvort þetta sé hin guðhrædda norðurírska frú Robinson. Skondið hvernig hinir guðhræddu eru oft mannlegir þrátt fyrir helgislepjuna.
19 ára ástmaður 58 ára þingkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 10:41
Hattersley snuprar Íslendinga venju samkvæmt
Ekki kemur að óvörum að Roy Hattersley, lávarður og fyrrum varaleiðtogi breska Verkamannaflokksins, snupri íslensku þjóðina í greinaskrifum vegna Icesave. Hattersley vann ötullega gegn Íslendingum í þorskastríðunum fyrir nokkrum áratugum og var einn helsti lykilmaðurinn í því ferli að ganga harkalega að Íslendingum í harðri og ófyrirleitinni rimmu. Hann er samt illa marinn eftir þá rimmu og hefur ekki gleymt þrjósku Íslendinga sem betur fer.
Hafi einhver Íslendingur ekki munað eftir þorskastríðunum eða kannski gleymt þeim rifjast þau upp í þessari nýju millilandarimmu við Bretland í Icesave-málinu. Nú er ekki barist um veiðar á þorski heldur yfirráð yfir peningum. Sumir kalla þetta þorskhausastríð, til að finna einhvern fyndinn punkt á þessu, en ég tel að þetta sé spurning um hvort Íslendingar láta valta yfir sig. Komið hefur í ljós eftir synjun forseta að eftir því sem staðreyndir málsins eru kynntar betur styrkist staða okkar.
Ég hef heyrt margar sögur um þorskastríðin. Ef við hefðum lympast niður og gefið eftir hefðum við ekki náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og tryggt stöðu okkar. Við börðumst, tókum slaginn við stórt ríki sem ætlaði að níðast á okkur og taka okkur á hörkunni. Þar var ekki hugsað að neinu leyti um okkar lífsafkomu. En við börðumst áfram og unnum sigur á hörkunni. Gáfum ekki þumlung eftir og við áttum öfluga menn til að leiða okkur til sigurs.
Nú er staðan þannig að forystumenn íslensku vinstristjórnarinnar hljóma jafn breskir og ófyrirleitnir og þessi breski Hattersley gerði forðum daga og gerir enn. Engu er líkara en þetta fólk sé á mála hjá Bretum - enda hafa þau haldið illa á málum, ekki talað hagsmunum Íslands nægilega vel.
Hafi einhver Íslendingur ekki munað eftir þorskastríðunum eða kannski gleymt þeim rifjast þau upp í þessari nýju millilandarimmu við Bretland í Icesave-málinu. Nú er ekki barist um veiðar á þorski heldur yfirráð yfir peningum. Sumir kalla þetta þorskhausastríð, til að finna einhvern fyndinn punkt á þessu, en ég tel að þetta sé spurning um hvort Íslendingar láta valta yfir sig. Komið hefur í ljós eftir synjun forseta að eftir því sem staðreyndir málsins eru kynntar betur styrkist staða okkar.
Ég hef heyrt margar sögur um þorskastríðin. Ef við hefðum lympast niður og gefið eftir hefðum við ekki náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og tryggt stöðu okkar. Við börðumst, tókum slaginn við stórt ríki sem ætlaði að níðast á okkur og taka okkur á hörkunni. Þar var ekki hugsað að neinu leyti um okkar lífsafkomu. En við börðumst áfram og unnum sigur á hörkunni. Gáfum ekki þumlung eftir og við áttum öfluga menn til að leiða okkur til sigurs.
Nú er staðan þannig að forystumenn íslensku vinstristjórnarinnar hljóma jafn breskir og ófyrirleitnir og þessi breski Hattersley gerði forðum daga og gerir enn. Engu er líkara en þetta fólk sé á mála hjá Bretum - enda hafa þau haldið illa á málum, ekki talað hagsmunum Íslands nægilega vel.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 10:07
Breska pressan farin að átta sig á staðreyndum
Mér finnst það mikið áfall fyrir vinstristjórnina að Financial Times og Independent taki málstað Íslendinga eftir hræðsluáróður hennar eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögum staðfestingar. Engin innistaða var fyrir því glamri sem Jóhanna og Steingrímur stóðu fyrir á blaðamannafundi á þriðjudag, afleikur þeirra verður lengi í minnum hafður.
Það kristallast vel í leiðaraskrifum í bresku pressunni í dag að æ fleiri hafa áttað sig á staðreyndum málsins og skilja afstöðu Íslendinga æ betur í þessari þröngu stöðu. Forseti Íslands vann málstað Íslendinga fylgis með góðri frammistöðu sinni í gærkvöldi og bætti mjög fyrir afleita frammistöðu íslensku ríkisstjórnarinnar.
Hræðsluáróður þeirra talaði Íslendinga aðeins niður. Þar var ekki hugsað um íslenska hagsmuni. En hvað varð um dómsdagsspár vinstristjórnarinnar á þriðjudag. Ekki sjást þær altént í bresku pressunni í dag. Sumir verða að fara að hugsa sinn gang tel ég!
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |