Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.6.2009 | 08:18
Táknrænn gjörningur á Álftanesi
Hreinn barnaskapur er að álykta sem svo að maðurinn hafi aðeins sturlast og ekki vitað hvað hann gerði. Þessi táknræni gjörningur rímar við fjölda þeirra sem eiga í erfiðleikum. Margir að missa eignir sínar eða standa ekki undir sínu í skuldafeninu. Með því að rífa húsið á þjóðhátíðardeginum verða skilaboðin enn táknrænni.
Enn merkilegra er að eyðilegging hússins sem maðurinn missti sé aðalfrétt dagsins þegar forsætisráðherrann sem lofaði landsmönnum skjaldborg fyrir heimilin flutti enn eina innihaldslausu ræðuna sína. Voru ekki aðalskilaboðin frá forsætisráðherranum til þjóðarinnar að hún hefur nákvæmlega ekkert að segja?
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 20:19
Mun fólk fara að eyðileggja eignir sínar?
Hversu margir munu taka sömu afstöðu, frekar eyðileggja sem mest þar en leyfa öðrum að eignast hana? Kuldalegt í meira lagi. En svona er víst íslenskur raunveruleiki þessa dagana, þegar fólk er að missa eign sína og sér ekki fram á annað en verða gert upp og missa allt út úr höndunum.
Eyðilagði íbúðarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2009 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.6.2009 | 00:31
Bjöllusauður á Alþingi
Reyndar hefur þessi þingforseti látið stórundarlega síðan hún tók við embætti og farið yfir strikið í smámunasömum athugasemdum um starfsheiti þingmanna og ráðherra og verið þar með formlegustu þingforsetum sem setið hafa áratugum saman.
Þingið þarf á virðulegum þingforseta sem sættir ólík sjónarmið og stendur vörð um virðingu þingsins mun frekar en hann verði hringjarinn í Notre Dame eða hálfgerður bjöllusauður.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 13:53
Aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar
Þetta er algjör aumingjaskapur, algjör uppgjöf í verkefninu framundan. Er betra að lengja vandann og þora ekki að takast á við verkefnið? Hversu miklar byrðar geta heimilin í landinu tekið á sig í viðbót við allt annað?
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 12:55
Gunnar víkur af bæjarstjórastóli
Nú er það verkefni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að velja nýjan bæjarstjóra og velja leiðtoga flokksins án prófkjörs og sveitarstjórnarkosninga. Vel hefur komið í ljós að engin afgerandi samstaða er um leiðtoga úr bæjarfulltrúahópnum. Fróðlegt verður að sjá hvort niðurstaðan verði sú að einstaklingur utan bæjarstjórnar taki við bæjarstjórastólnum eða hvort samstaða náist, þrátt fyrir deilur bak við tjöldin síðustu dagana.
Gunnar hættir sem bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 00:08
Sterk staða Gunnars - verður meirihluta bjargað?
Vandamál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er að örlög Gunnars ráðast hjá samstarfsflokknum. Muni Framsóknarflokkurinn gera honum að hætta, eins og útlit var fyrir nær alla síðustu viku, er honum ekki sætt áfram og þá er vandi Sjálfstæðisflokksins að leysa úr því áður en þeir missa atburðarásina úr hendi sér. Fundurinn með leiðtoga Framsóknar er að reyna til þrautar að leysa málið með einhverjum hætti án þess að það verði að velja nýjan leiðtoga.
Nú reynir væntanlega á allan styrkleika og allt afl Gunnars Birgissonar í samningaviðræðum við samstarfsflokk til tveggja áratuga. Ef eitthvað eitt hefur komið í ljós, fyrir utan að nýr leiðtogi er í Framsókn sem þarf að búa sér til stöðu sem hentar kannski ekki Gunnari Birgissyni, er að þreyta er komin í samstarfið. Gunnar Birgisson þarf að berjast fyrir sínu og væntanlega verður það erfiðara en að þjappa Sjálfstæðisflokknum að baki sér.
En nú reynir á hversu sterkt lím heldur saman þessum þaulsetna og árangursríka meirihluta sem hefur ráðið í Kópavogi, allan þann tíma með Gunnar Birgisson sem risann í Kópavogi, allt frá árinu 1990.
Falið að ræða við Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 21:55
Mun Gunnar sitja áfram á bæjarstjórastóli?
Svo verður að ráðast hvort sjálfstæðismenn ná stuðningi við hann áfram á bæjarstjórastóli fram að næstu kosningum. Eitt hefur komið í ljós síðustu daga; samstaða næst ekki um annan bæjarfulltrúa í stólinn.
Er á hólminn kemur er erfitt að velja annan til verksins nema samstaðan sé algjör. Efast ekki um að Gunnar hefur fullan stuðning fulltrúaráðsins.
En þar ræðst framtíðin. Ekki verður hróflað við Gunnari eða valinn nýr leiðtogi nema fulltrúaráðið staðfesti þann gjörning.
Sjálfstæðismenn enn á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 11:55
Samstaða næst ekki um eftirmann Gunnars
Miðað við úrslitakosti Framsóknarflokksins og afstöðu minnihlutans um að Gunnar víki er hættuspil hjá sjálfstæðismönnum að skipta ekki um bæjarstjóra þegar þeir hafa til þess tækifæri. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkurinn geti bakkað úr þessari atburðarás og sætt sig við að Gunnar sitji áfram eftir stórar yfirlýsingar.
Boltinn er hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Auðveldasta niðurstaðan fyrir þá er að lýsa yfir stuðningi við Gunnar þar sem engin samstaða næst um annan en hann. En þá eiga þeir á hættu að dæma sig til minnihlutavistar og önnur framboð myndi meirihluta. Sjálfstæðismenn hljóta að geta landað þessu máli traust.
Vilja ekki að Gunnar hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 23:02
Fjármálaeftirlitið skoðar hringekju Sigurjóns
Mikið var að Fjármálaeftirlitið vaknaði og hóf rannsókn á hringekjusukki Sigurjóns Þ. Árnasonar. Í þeim efnum þurfti skrif hjá bloggurum og að birta mikilvæg gögn til að sjálft Fjármálaeftirlitið tæki til starfa og færi í verkið. Þeir bloggarar sem vöktu fyrst máls á þessu sukki og svínaríi, siðlausum vinnubrögðum, eiga hrós skilið.
Svona þarf að vinna. Koma málum í dagsljósið og rekja slóðina - kanna þau svo tekið verði á málinu. Landsbankinn gerir hið eina í stöðunni og biður um rannsókn. Farið verði yfir svikamylluna og hvernig var unnið.
Samt þarf að svara mörgum spurningum. Þær verður að fá fram. Hvort sem það verður sótt inn í Nýja landsbankann eða þá sem véluðu um sukkið.
Máli Sigurjóns vísað til FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 18:11
Var kúlulánið til Sigurjóns veitt úr séreignasjóði?
Ekki aðeins vekur það athygli heldur og mun frekar vaxtakjörin. Þetta kemur fjarri því heim og saman við yfirlýsingar Sigurðar G. Guðjónssonar í gær um að þetta væri einkalífeyrissjóður Sigurjóns sjálfs. Varla passar það heim og saman þegar ljóst er að yfir 2500 manns hafa greitt í hann.
Fullyrt er á sumum vefum að lánin séu tvö, samtals 70 milljónir. Þessar kjaftasögur eru alvarlegt mál. Þeir verða að svara fyrir þær. Þeir 2500 einstaklingar sem borguðu í þennan sjóð hljóta sérstaklega að kalla eftir svörum.