Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.6.2009 | 01:42
Söguleg áhrif í trúarlegu ljósi
Hann fór í 104 opinberar heimsóknir, heimsótti 129 lönd, varði 822 dögum embættisferils síns, 2 árum og 3 mánuðum, í ferðir utan Vatíkansins. Hann flutti 20.000 ræður og ávörp og veitti rúmlega 1000 áheyrnir í Vatíkaninu sem 17 milljónir og 800.000 manns sóttu. Hann átti fundi með 1.600 stjórnmálaleiðtogum þar af 776 þjóðarleiðtogum og tók 482 menn í dýrlingatölu sem var meira en allir forverar hans höfðu gert í 400 ár.
Mikið afrek, enda eru áhrif hans mikil og framlag hans engu minna virði í sögulegum endalokum austurblokkarinnar en stjórnmálamanna, meira ef eitthvað er. Hann þorði að stíga skrefið á viðkvæmum tímum, einkum fyrir Pólland þegar aðrir þorðu því ekki, en með kærleik að leiðarljósi. Ber virðingu fyrir þessu og tel hann lykilmann í stjórnmálum, einkum vegna þess að hann þorði meðan pólitíkusar sátu hjá.
Eftirmaður hans hefur verið mun umdeildari og ásýnd kaþólskrar trúar eilítið breyst. Hann mun sitja mun skemur og í raun alltaf í skugga Jóhannesar. Mér finnst það samt svolítið merkilegt að horfa á þetta skuespil um jarðneskar leifar Páls postula. Ætli þeir í Vatikaninu telji að fólk trúi þessu? Efast stórlega um það.
Leifar Páls postula fundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 18:07
Lokakaflinn í brotlendingu Hannesar
Þessi svikamylla er að verða öllum endanlega opinber. Frægt var þó þegar þjóðþekktur maður nefndi FL Group sem FL Enron á sínum tíma. Myndböndin á YouTube um FL Group fyrir hrunið opnuðu endanlega hina ógeðfelldu sýn á veruleikafirringuna og sukkið sem viðgekkst á vakt þessa manns hjá fyrirtækinu. Vissulega var mjög ömurlegt að fylgjast með því hvernig farið var með FL Group í stjórnartíð Hannesar Smárasonar. Þetta er ljót og óhugguleg saga, sagan öll jafnvel enn verri.
Ég fæ ekki betur séð en það sé verðugt verkefni að fara yfir sögu þessa fyrirtækis og hvernig þar var unnið undir þeirri leiðsögn sem er að fá áfellisdóminn mikla nú. Held samt að þetta komi engum að óvörum. Undarlegast af öllu er að maðurinn standi eftir í rústunum og reyni að neita því hvernig unnið var og afneiti vinnubrögðunum. Allir aðrir vita hið sanna í málinu.
Hannes segist ekki hafa brotið lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 23:52
Gunnsteinn bæjarstjóri - góð niðurstaða í Kópavogi
Mér finnst það traust niðurstaða fyrir Kópavogsbæ að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn haldi áfram meirihlutasamstarfi sínu, án Gunnars Birgissonar, og hafi samið um næstu skref og Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, taki við sem bæjarstjóri. Aðeins ellefu mánuðir eru til kosninga og eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og sjái svo til að því liðnu. Eðlilegt er að flokksmenn taki af skarið með framtíð þeirra stjórnmálamanna sem deilt sé um og varðandi samstarfið á kjördegi eftir innan við ár.
Með nýjum bæjarstjóra tekst að losna við þau leiðindi sem hafa staðið. Mjög hefur verið sótt að Gunnari Birgissyni. Hvort það er óverðskuldað eður ei verður að ráðast síðar. Fara þarf fram full rannsókn á þeim atriðum sem deilt er um og taka svo ákvörðun um hvort Gunnar Birgisson eigi afturkvæmt til starfa í bæjarstjórn eða verði endurkjörinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Þá ákvörðun taka flokksmenn í bænum í prófkjöri vilji Gunnar endurnýjað umboð.
Meðan deilt er um þau atriði er eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og reyni að standa sig í þeim verkum sem þeir sömdu um. Flokkarnir hafa átt farsælt samstarf í tvo áratugi og eðlilegt að það verði kjósendur sem taki ákvörðun um framtíð þess eftir kjörtímabilið.
Hitt er ljóst að meirihlutinn hefur veikst í sessi og þó það haldi gæti verið að innanmeinin séu banamein þess þó það hökti til kosninga. Nú verður að láta reyna á hvort það haldi í ellefu mánuði. Mjög stutt er í að prófkjör fari fram og kosningar verða bráðlega.
Eðlilegt er að kjósendur og almennir flokksmenn taki ákvörðun um framtíð þeirra sem deilt er um og varðandi þennan meirihluta. Eftir nítján ára starf er eðlilegt að reynt sé að klára verkið og kjósendur felli að því loknu dóm um þá flokka sem starfað hafa saman.
Samstarfið heldur í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 19:45
Gunnar víkur meðan rannsókn fer fram
Gunnar Birgisson gerir rétt með því að fara í leyfi frá störfum í bæjarstjórn meðan rannsókn fer fram á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs. Ekki er hægt að bjóða bæjarbúum í Kópavogi upp á annað meðan unnið er úr málinu. Öll óvissa um hæfi þeirra sem sitja við völd er algjörlega ólíðandi og skaðar mest þá sem gegna trúnaðarstörfum.
Því er hinsvegar ekki að neita að pólitískir skandalar og erfið staða forystumanna sveitarfélagsins hafa lamað pólitíska forystu Kópavogsbæjar og vandséð hvernig menn geti náð aftur trausti kjósenda nema farið sé yfir alla þætti og skorið úr um í eitt skipti fyrir öll hvernig var að verki staðið.
Vafasöm atriði tengd lífeyrissjóðnum eru þó sérstaklega þess eðlis að vandséð er hvernig Gunnar Birgisson geti áfram gegnt störfum, sérstaklega hafi hann sagt ósatt opinberlega um stöðu mála og ekki greint stjórn sjóðsins og bæjarstjórn rétt frá.
Gunnar fer í leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 12:56
Alvarlegar ásakanir - pólitísk krísa í Kópavogi
Reyndar er pólitíska krísan í Kópavogi algjör eins og komið er málum. Fjórir bæjarfulltrúar af ellefu, þar af tveir flokksleiðtogar og fyrrum leiðtogi Samfylkingarinnar, eru tengdir málinu og deilt um ábyrgð þar um.
Vandséð er hvernig trúverðugleikinn verður endurheimtur fari málið alla leið í kæruferli fyrir dómi. Þetta hlýtur að vekja umræðu um trúverðugleika og stöðu kjörinna fulltrúa.
Sakar Gunnar um blekkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 00:27
Pólitískur skandall eða pólitískt bjargráð
Pólitísk ábyrgð þeirra allra ræðst í meðferð málsins á næstu vikum, en óneitanlega er staðan undarleg. Enginn rís upp til að gagnrýna vinnubrögðin úr bæjarstjórninni sem staðfestir að ákvörðunin var augljós öllum stóru framboðunum í bæjarstjórn. Allir sitja þeir uppi með það og taka afleiðingunum síðar. Af því leiðir að sameiginleg ábyrgð er til staðar. Ekki verður vart við að nokkur hafi setið hjá leik og allir í stjórninni, minnihlutafulltrúar í bæjarstjórn tekið ákvörðunina jafnt og leiðtogar meirihlutans.
Mér finnst reyndar drastískt að stíga fram og taka þessa menn fyrir með þessum hætti. Öllum er augljóst hvaða hagsmunir voru undir og hverra hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. En pólitísk ábyrgð tilheyrir í þessu máli sem öðru.
Vandséð er þó að meiri myrkraverk hafi verið gerð í þessum sjóði en öðrum sjóðum. Ekki var farið með valdi inn í suma þá sjóði sem mest hefur verið deilt um og settir tilsjónarmenn yfir.
Eðlilegt er að rætt verði, eða í það minnsta hugleitt eitt augnablik, hvernig hafi verið unnið bakvið tjöldin í skugga hrunsins.
Sjóðsbjörgun kærunnar virði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 16:47
Ríkisforsjárhyggjan nýtur sín hjá vinstri grænum
Ég sver það að þegar ég heyrði fyrst af Bankasýslu ríkisins datt mér fyrst í hug Marteinn Mosdal - yndislega fyndinn en skemmtilega pirrandi og yfirgengilega ríkisforsjárhyggjulegur einstaklingur. Reyndar hefur Marteinn Mosdal oftar en ekki minnt mig á Steingrím Jóhann Sigfússon.
Nú er tveggja áratuga veruleiki Marteins Mosdal í gervi Ladda að verða að veruleika í umboði vinstri grænna. Þeir njóta þess í botn að ríkisvæða samfélagið og láta stjórnmálamennina verða kónga í því ríki sínu. Blautur draumur myndi einhver segja.
Rifjum upp Martein Mosdal og hugsum um Steingrím J. endilega í leiðinni. Eða kannski bara Bankasýslu ríkisins....
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 17:17
Okkur vantar sameiningartákn á forsetastól
Ég sakna þess mjög á þessum erfiðu tímum að íslenska þjóðin á ekki sameiningartákn á forsetastóli þegar þess er mest þörf. Við höfum ekki átt traust sameiningartákn og leiðarljós í forsetaembættinu síðan Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands. Rödd Vigdísar og boðskapur hennar hefur verið mikilvægt leiðarljós í þeim efnahagsþrengingum sem dynja á íslensku þjóðinni,
Mér hefur alltaf þótt vænt um Vigdísi og finnst mikils virði að hún tali til fólksins í landinu. Hún hefur mjög mikið fram að færa og hefur þann trausta styrkleika að njóta trausts og stuðnings allra - er hafin yfir dægurþrasið. Þó rúmur áratugur sé nú liðinn frá því að hún flutti frá Bessastöðum er Vigdís og verður alla tíð forseti í huga okkar allra.
Vigdís var sameiningartákn þjóðarinnar um langt skeið og er það í raun enn. Á þeim tímum þegar forseti Íslands, sem ætti að öllu eðlilegu að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er ekki lengur traustsins verður og hefur farið svo illa úti í efnahagshruninu verður rödd Vigdísar enn meira virði.
Við getum treyst því að hún talar af visku og sannleika um stöðuna og hefur þann sess að vera hafin yfir þessar átakalínur - ein af fáum landsmönnum sem allir geta treyst til að tala einlægt og án þess að hefja sjálfa sig upp. Slíkt er og mikils virði.
Í dag, kvenréttindadaginn, opnaði heimasíða Vigdísar Finnbogadóttur. Hvet alla til að líta á hana.
Ólafur Ragnar heimsækir Grænland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 01:09
Neyðarkall mannsins sem er að sökkva
Þetta myndband af húsarústunum á Álftanesi talar sínu máli. Sá sem þetta gerir er örvæntingarfullur og um leið að kalla eftir umræðu um stöðuna í samfélaginu. Honum tókst það heldur betur. Eftir að hafa séð viðtal við manninn sem rústaði húsinu er ekki annað að sjá en þetta sé venjulegur maður, sallarólegur en einbeittur, sem kallar eftir réttlæti og réttu uppgjöri við fortíðina. Þetta er neyðarkall, það sjá allir.
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 19:33
Þór Saari skammar stjórnarþingmenn
Og auðvitað er þingforseti Samfylkingarinnar að skamma þann sem segir sannleikann. Enda er hún gjörsamlega úti á túni í fundastjórn sinni.
Skammist þið ykkar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |