Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2009 | 15:21
Hver verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi?
Mikið verkefni bíður sjálfstæðismanna í Kópavogi þegar velja þarf eftirmann Gunnars Inga Birgissonar sem bæjarstjóri og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ekki koma margir til greina en þrjú nöfn standa þar væntanlega upp úr; bæjarfulltrúarnir Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson og alþingismaðurinn Jón Gunnarsson, sem verið hefur formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.
Eigi úrslit prófkjörs að ráða er einsýnt að Gunnsteinn verði bæjarstjóri en á móti kemur að Ármann hefur verið bæði þingmaður og lengur bæjarfulltrúi en Gunnsteinn. Þetta er ákvörðun sem bæjarfulltrúahópurinn verður væntanlega að taka, en þeirra er að velja forystumann milli kosninga. Svo er auðvitað ekki óhugsandi að fleiri nöfn komi til greina eigi að velja bæjarstjóra úr hópi manna utan bæjarstjórnarflokksins.
Sé ekki full samstaða um nýjan leiðtoga er ekki óeðlilegt að virkja fulltrúaráðið til að kjósa nýjan leiðtoga og láta það taka ákvörðunina. Mikið vandaverk er að velja leiðtoga án prófkjörs. Úrslit prófkjörs hefur þar alltaf mikið að segja eigi ekki að virkja fulltrúaráðið. Mest um vert er að sjálfstæðismenn í Kópavogi velji þann forystumann sem þeir telja sterkastan og vænlegastan í baráttuna framundan.
Eigi úrslit prófkjörs að ráða er einsýnt að Gunnsteinn verði bæjarstjóri en á móti kemur að Ármann hefur verið bæði þingmaður og lengur bæjarfulltrúi en Gunnsteinn. Þetta er ákvörðun sem bæjarfulltrúahópurinn verður væntanlega að taka, en þeirra er að velja forystumann milli kosninga. Svo er auðvitað ekki óhugsandi að fleiri nöfn komi til greina eigi að velja bæjarstjóra úr hópi manna utan bæjarstjórnarflokksins.
Sé ekki full samstaða um nýjan leiðtoga er ekki óeðlilegt að virkja fulltrúaráðið til að kjósa nýjan leiðtoga og láta það taka ákvörðunina. Mikið vandaverk er að velja leiðtoga án prófkjörs. Úrslit prófkjörs hefur þar alltaf mikið að segja eigi ekki að virkja fulltrúaráðið. Mest um vert er að sjálfstæðismenn í Kópavogi velji þann forystumann sem þeir telja sterkastan og vænlegastan í baráttuna framundan.
Fundað um eftirmann Gunnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 22:31
Siðleysi Sigurjóns - loftfimleikar og kúlulán
Fáránleikinn tekur enn á sig nýja mynd þegar 40 milljóna kúlulánið, sem Sigurjón Þ. Árnason veitti sjálfum sér, verður opinbert. Þeir sem véluðu með útrásarvíkingunum og unnu á þeirra vakt voru snillingar í að setja á svið sjónhverfingar og láta ótrúlegustu hluti virka sem tæra snilld í ótrúlega langan tíma. Núna ofbýður þjóðinni sukkið og svínaríið. Hugsa sér að einhverjir hafi borið virðingu fyrir þessum mönnum hér áður fyrr.
Ekki er nóg með að Sigurjón hafi fengið lán hjá sjálfum sér heldur var það langt undir markaðsvöxtum. Þessi absúrd veruleiki sem við lifðum hér á Íslandi verður enn fáránlegri og undarlegri eftir því sem meira af vinnubrögðum þessara manna verða opinbert. Allri þjóðinni ofbýður vinnulagið og krafan er einföld: þetta verði gert upp heiðarlega og rétt. Reikningsskilin verða að eiga sér stað!
Hugsa sér svo að Landsbankinn undir stjórn þessa manns fékk viðurkenningu fyrir bestu ársskýrsluna. Það var í september 2008! Nokkrum vikum fyrir hrunið. Sjáið myndina. Þarna er viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, viðskiptaráðherrann sem svaf á vaktinni, með bankastjóranum - auðvitað brosir hann eins og einfeldningur.
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 17:21
Sigmundur Davíð styrkir pólitíska stöðu sína
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur styrkt pólitíska stöðu sína mjög á síðustu vikum. Hann náði vopnum sínum í lokaviku kosningabaráttunnar með snarpri gagnrýni á ríkisstjórnina vegna leyndar um bankaskýrslurnar, sem enn eru lokaðar í dulkóðuðu herbergi hjá Steingrími J. (sú lýsing minnti frekar á kaldastríðsandrúmsloftið í gamalli James Bond-mynd en íslenskan veruleika) og tryggði flokknum kjördæmakjör í borgarkjördæmum og Kraganum.
Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.
Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.
Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.
Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.
Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.
Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.
Fjarar undan stjórninni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 14:15
Andstaðan við Evu Joly
Ég held að þeir sem bjuggu til spunann um að sjálfstæðismenn væru mest andvígir komu Evu Joly til landsins hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar Sigurður G. Guðjónsson ritaði greinina sína gegn Joly í gærkvöldi. Seint verður Sigurður G. talinn sjálfstæðismaður eða hallast til hægri. Þvert á móti hefur hann verið mjög tengdur Samfylkingunni og öllum er ljóst hver tengsl Sigurðar við auðblokkirnar í landinu hafa verið.
Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.
Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.
Málflutningur Joly gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 22:09
Fáránleg krafa um brotthvarf Valtýs
Mér finnst krafan um að Valtýr Sigurðsson víki alfarið sem ríkissaksóknari fjarstæðukennd. Hann hefur sjálfur vikið sæti í öllum málum sem tengjast efnahagshruninu og lýst sig vanhæfan. Sá hluti málsins ætti að vera í góðum farvegi og mikilvægt að skipa þegar ríkissaksóknara varðandi þessi mál.
Eigi Valtýr að víkja alfarið úr embætti sínu þarf að sýna fram á brot hans í starfi eða alvarleg mistök. Engar forsendur eru fyrir því. Ekki hafa komið fram málefnalegar ástæður fyrir brotthvarfi hans. Eðlilegt er samt að hafa skoðanir á veru hans í embættinu. Ekkert að því að taka þá umræðu.
En þegar við bætist að hann hefur þegar vikið sæti er eðlilegt að undrast á hvaða leið umræðan er.
Eigi Valtýr að víkja alfarið úr embætti sínu þarf að sýna fram á brot hans í starfi eða alvarleg mistök. Engar forsendur eru fyrir því. Ekki hafa komið fram málefnalegar ástæður fyrir brotthvarfi hans. Eðlilegt er samt að hafa skoðanir á veru hans í embættinu. Ekkert að því að taka þá umræðu.
En þegar við bætist að hann hefur þegar vikið sæti er eðlilegt að undrast á hvaða leið umræðan er.
Valtýr vill ráða Evu Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 16:57
Jónmundur nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
Mér líst vel á þá ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að ráða Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, sem næsta framkvæmdastjóra flokksins. Jónmundur er traustur valkostur, vinnusamur og duglegur.
Framundan er mikil vinna fyrir flokksheildina og það skiptir öllu máli að yfir skrifstofunni í Valhöll sé einstaklingur sem kunni til verka og er tilbúinn í verkefnið.
Framundan er mikil vinna fyrir flokksheildina og það skiptir öllu máli að yfir skrifstofunni í Valhöll sé einstaklingur sem kunni til verka og er tilbúinn í verkefnið.
Jónmundur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 15:27
Örvænting í svipbrigðum Jóhönnu og Steingríms
Heldur er það nú raunalegt að fylgjast með Steingrími J. og Jóhönnu tala um Icesave-samkomulagið þar sem þau ætla að stóla á stjórnarandstöðuna til að koma því í gegnum þingið. Örvæntingin er algjör - þessi díll er þeim ekki fastur í hendi í eigin liðsheild, enda fjórir eða fimm þingmenn VG sem ætla að greiða atkvæði gegn því.
Nú á að biðla til Sjálfstæðisflokksins að bjarga þessari hrörlegu vinstristjórn frá háðuglegu falli. Sjálfstæðisflokkurinn á að greiða atkvæði gegn þessum samningi, enda er ekki samið um þetta á þeirra vakt. Vinstriflokkarnir verða að sitja uppi með þennan samning og taka afleiðingunum.
Ekki er nú mikið eftir af hugsjónastjórnmálamanninum Steingrími J. frá Gunnarsstöðum. Hann getur ekki litið beint upp og framan í myndavélina þegar hann talar um þennan samning. Fáir menn hafa misst meiri trúverðugleika á skemmri tíma en hann.
Er ekki spurt aðallega um sannfæringu þingmanna? Eða hvað? Voru ekki að berast sögur um að Steingrímur J, sem vildi víst forðum daga að hver og einn kysi eftir sannfæringu hafi hellt sér svo harkalega yfir Lilju Mósesdóttur að hún brast í grát?
Nú á að biðla til Sjálfstæðisflokksins að bjarga þessari hrörlegu vinstristjórn frá háðuglegu falli. Sjálfstæðisflokkurinn á að greiða atkvæði gegn þessum samningi, enda er ekki samið um þetta á þeirra vakt. Vinstriflokkarnir verða að sitja uppi með þennan samning og taka afleiðingunum.
Ekki er nú mikið eftir af hugsjónastjórnmálamanninum Steingrími J. frá Gunnarsstöðum. Hann getur ekki litið beint upp og framan í myndavélina þegar hann talar um þennan samning. Fáir menn hafa misst meiri trúverðugleika á skemmri tíma en hann.
Er ekki spurt aðallega um sannfæringu þingmanna? Eða hvað? Voru ekki að berast sögur um að Steingrímur J, sem vildi víst forðum daga að hver og einn kysi eftir sannfæringu hafi hellt sér svo harkalega yfir Lilju Mósesdóttur að hún brast í grát?
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2009 | 00:49
Brotthvarf Gunnars - hver verður nýr bæjarstjóri?
Mér finnst það virðingarvert að Gunnar Birgisson hafi ákveðið að taka hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar fram fyrir sína eigin og fallist á að víkja af bæjarstjórastóli. Gunnar hefur leitt lista Sjálfstæðisflokksins í fimm kosningum í röð og hlotið fimm bæjarfulltrúa í þeim öllum. Hann skilur við gott starf í valdatíð flokkanna tveggja allt frá 1990, enda mikil og öflug uppbygging verið í Kópavogi allan þann tíma.
Ákvörðun Gunnars vekur spurningar um forystumál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi - eðlilega er spurt hver verði næsti bæjarstjóri og leiði flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við blasir að Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson eru líklegastir til að taka við embættinu úr bæjarfulltrúahópnum. Gunnsteinn vann Ármann í kosningu um annað sætið á listanum fyrir síðustu kosningar.
Svo er auðvitað ekki óhugsandi að leitað verði út fyrir hópinn. Einn kosturinn er að Framsóknarflokkurinn fái bæjarstjórastólinn. Slík niðurstaða yrði samt nær óhugsandi einkum í ljósi þess að Framsókn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur varla umboð til að taka við stjórninni. Eðlilegt sé að sjálfstæðismaður setjist í stólinn og klári kjörtímabilið.
Ákvörðun Gunnars vekur spurningar um forystumál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi - eðlilega er spurt hver verði næsti bæjarstjóri og leiði flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við blasir að Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson eru líklegastir til að taka við embættinu úr bæjarfulltrúahópnum. Gunnsteinn vann Ármann í kosningu um annað sætið á listanum fyrir síðustu kosningar.
Svo er auðvitað ekki óhugsandi að leitað verði út fyrir hópinn. Einn kosturinn er að Framsóknarflokkurinn fái bæjarstjórastólinn. Slík niðurstaða yrði samt nær óhugsandi einkum í ljósi þess að Framsókn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur varla umboð til að taka við stjórninni. Eðlilegt sé að sjálfstæðismaður setjist í stólinn og klári kjörtímabilið.
Gunnar bauðst til að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 22:08
Gunnar Birgisson mun hætta sem bæjarstjóri
Mínar heimildir herma að Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafi ákveðið að hætta sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og kynni endalok stjórnmálaferils síns á næstu dögum. Hann muni láta af störfum bráðlega, væntanlega verði eftirmaður hans kjörinn á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn í næstu viku. Þá muni Sjálfstæðisflokkurinn velja annan mann í stólinn og Margrét Björnsdóttir taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs.
Þessi niðurstaða er rökrétt og eðlileg. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi að horfa fram á veginn og gera upp leiðindamálið í tengslum við viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun. Gunnar varð að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar í þeim efnum og jákvætt muni svo fara.
Þessi niðurstaða er rökrétt og eðlileg. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi að horfa fram á veginn og gera upp leiðindamálið í tengslum við viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun. Gunnar varð að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar í þeim efnum og jákvætt muni svo fara.
Segist hafa stuðning flokksmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2009 | 14:44
Mun Eva Joly drepa íslenska vinstribastarðinn?
Eva Joly er heldur betur búin að niðurlægja vinstristjórnina með yfirlýsingum sínum. Mun hún drepa íslenska vinstribastarðinn? Flugeldasýning hennar hefur sýnt og sannað að þeir hafa ekkert gert með ráðleggingar hennar. Þetta var sýndarmennska - hefur sennilega átt að vera heilbrigðisvottorð fyrir vinstriflokkana inn í þingkosningar.
Nú kemur í ljós að þeir hafa ekki búið henni þá vinnuaðstöðu sem hún vildi og í raun aldrei viljað að hún tæki til. Hún var einfaldlega stoppuð í kerfisbákninu sem Steingrímur J. og Jóhanna hafa verið týnd í árum saman - enda bæði möppudýr par excellance.
Ég tel að vinstriflokkarnir hafi búist við allt öðru þegar þeir réðu Evu Joly til verksins en að hún myndi sparka svo eftirminnilega í þá og afhjúpa vanhæfi þeirra til að taka á vandanum.
Nú kemur í ljós að þeir hafa ekki búið henni þá vinnuaðstöðu sem hún vildi og í raun aldrei viljað að hún tæki til. Hún var einfaldlega stoppuð í kerfisbákninu sem Steingrímur J. og Jóhanna hafa verið týnd í árum saman - enda bæði möppudýr par excellance.
Ég tel að vinstriflokkarnir hafi búist við allt öðru þegar þeir réðu Evu Joly til verksins en að hún myndi sparka svo eftirminnilega í þá og afhjúpa vanhæfi þeirra til að taka á vandanum.
Eva Joly er dínamítkassi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |