Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.5.2009 | 19:34
Ógeðslegt níðingsverk á Húsavík
Þetta mál er til skammar fyrir yfirvöld í Norðurþingi sem hafa staðið fyrir því að ráða þennan mann til verksins og bera ábyrgð á því.
Skaut heimiliskött á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 17:27
Stjórnarandstæðingurinn Ögmundur birtist aftur
Þó Ögmundur hrópi hátt í dag gegn IMF verður þeirri mikilvægu staðreynd ekki breytt að vinstri grænir beygðu af leið við myndun valdabandalagsins með Samfylkingunni í janúar og urðu gestgjafar "heimslögreglu kapítalismans" og kokgleyptu öll stóryrðin. Ætluðu ekki vinstri grænir með Steingrím og Ögmund að sparka IMF í burtu og leita til Norðmanna eftir aðstoð? Með þeim árangri að við fengum Norðmann í Seðlabankann sem hefur af fáu að státa.
Staðreyndin er auðvitað sú að ráðherrar vinstri grænna og þingmenn þeirra seldu sannfæringu sína fyrir völdin. Þeir sitja og standa eins og heimslögreglan segir þeim að gera. Þeir eru eins og sirkusdýr þeirra.
Heimslögregla kapítalismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 13:39
Á að slíta stjórnmálasambandi við Bretland?
Sumum fannst ég djarfur þegar ég sagði í bloggfærslu 9. október 2008, eftir viðtalið við durtinn Brown á Sky þar sem hann jós skít og skömmum yfir Ísland, að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Æ betur sést að það hefðum við átt að gera. Íslensk stjórnvöld áttu að svara fullum hálsi og taka málið föstum tökum frá fyrsta degi í stað þess að lympast niður.
Við höfum með þögn og aðgerðarleysi okkar í alþjóðasamfélaginu, t.d. með því að mótmæla ekki harðlega á leiðtogafundi NATÓ, vanið Bretana á að sparka í okkur án þess að svara í sömu mynt. Ég held að síðar meir verði þetta hik og aðgerðarleysi metið sem mikil og taktísk mistök.
Þegar ein þjóð í NATÓ-samstarfinu beitir annarri hryðjuverkalögum og reynir að sparka henni til helvítis með því að eyðileggja orðspor hennar með vísvitandi hætti á slíkt heima innan NATÓ til umræðu.
Myndbandið af Brown þar sem hann hótar íslensku þjóðinni með því að toga í spotta hjá IMF er grafalvarlegt mál. En það er líka fylgifiskur þess að samfylkingarráðherrarnir hafa ekki þorað að taka slaginn.
Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar af þeim verður, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.
Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.
Hafa fengið nóg af Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2009 | 13:24
Skítleg vinnubrögð hjá Gordon Brown
Enn einu hefur durturinn Gordon Brown afhjúpað sitt innra eðli. Hann gerir allt til að upphefja sjálfan sig á vandræðum íslensku þjóðarinnar og hikar ekki við að sparka í okkur þó flokksfélagar hans í Verkamannaflokknum séu í Samfylkingunni, en vel þekkt er að Össur, Björgvin G. og Ingibjörg Sólrún eru þar flokksbundin. Björgvin tók þátt í kosningabaráttum fyrir New Labour 1997 og 2001 og Össur skrifaði vinalega um Gordon Brown alveg þangað til í haust.
Hinsvegar hefur ekki borið á því að Össur hafi sem utanríkisráðherra látið Brown hafa það á alþjóðavettvangi, t.d. þegar gullna tækifærið gafst á leiðtogafundi NATÓ. Of mikið hefur borið á því að forysta Samfylkingarinnar hafi blótað Brown aðeins hérna heima en ekki þorað því á alþjóðavettvangi; hvort svo sem það er til að svíða ekki ESB-taugina eða valda óróa í jafnaðarmannasamfélagi heimsins.
Nú þarf að láta stór orð fjúka, mótmæla á alþjóðavettvangi durtslegum vinnubrögðum Browns og láta Bretana hafa það. Við höfum ekki efni á því að halda kjafti þegar við erum slegin utan undir æ ofan í æ.
Boðar sendiherra á sinn fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 21:13
Siðferðið í Kópavogi
Ég hef áður talað fyrir siðferði í stjórnmálum. Án þess eru menn mjög viðkvæmir og varla traustsins verðir. Á þessum tímum skiptir aukið siðferði enn meira máli en venjulega, þó vissulega sé siðferði aldrei aukaatriði og eigi ekki að vera. Eðlilegt er að hugleiða hvernig þeir vinna í öðrum málum sem standa svona að verki.
Kom verulega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 14:12
Norska sendingin talar um ríkisfjármálin
Mér finnst það lágkúrulegt að valdstjórn vinstrimanna ætli að bjóða fólkinu í landinu upp á það að norska mislukkaða sendingin í Seðlabankanum sé farin að tilkynna um aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir hana. Hann gefur línuna á meðan Jóhanna og Steingrímur hafa lokað sig af inni í bakherbergjunum í Norræna húsinu með kaffi og kruðerí. Þvílík vinnubrögð. Hversu lengi eigum við að sætta okkur við að norska sendingin sé á sínum stalli?
Skilaboðin frá norsaranum eru einföld. Hann hefur séð vinnuplanið sem á að hrinda í framkvæmd. Vinstra liðið sem ætlaði að auka gagnsæi, setja allt á borðið og tryggja milliliðalaus samskipti við almenning situr á öllum upplýsingum og talar ekki við þjóðina. En hún talar við norsku sendinguna sína í Seðlabankanum! Þvílík niðurlæging.
Umtalsverð vaxtalækkun í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 13:42
Gríðarleg vonbrigði úr Seðlabankanum
Þegar Davíð Oddssyni var bolað úr Seðlabankanum með pólitískri ákvörðun og Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni var sópað út til að koma höggi á pólitískan andstæðing í leiðinni var mikið talað um að þyrfti nýjan seðlabankastjóra til að tala traust og trúverðugleika. Ég get ekki séð hvað hefur breyst til betri vegar. Norska sendingin í Seðlabankann er ekki að gera sig.
Hver á svo að taka við? Már Guðmundsson, sem er arkitekt peningamálastefnu Seðlabankans, þeirrar sem Davíð Oddsson vann að mestu eftir?
Stýrivextir lækka í 13% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 19:49
Dapurleg örlög
Ekki er hægt annað en vorkenna Ragnari Hermannssyni, sem er fastur í helvíti á jörðu, vegna áhættunnar á að smygla eiturlyfjum, fastur í viðjum vímunnar. Aðstæður í þessu fangelsi eru þess eðlis að lífsbaráttan verður erfið. Verjast þarf nauðgunartilraunum og árásum meðfanga. Lýsingar Íslendings sem dvaldi þar fyrir nokkrum árum gefur til kynna að Ragnar muni varla lifa af vistina og hann verði í raun algjört flak tóri hann svo lengi.
Mikilvægt er að reyna að koma á framsalssamningi svo Ragnar geti í það minnsta komið heim og tekið út sína refsingu eða horft fram á eins eðlilegt líf og mögulegt má vera, miðað við alvarleika brotsins. En þetta er mikil sorgarsaga og vonandi að einhver mannsæmandi lausn finnist.
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 16:10
Innistæðulaus loforð - gagnsæi Ögmundar
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, er ekki beinlínis trúverðugur þegar hann lofar nýjum landsspítala rétt áður en ráðist verður í gríðarlegan niðurskurð, sem hlýtur að bitna á velferðarkerfinu, sama hvað stjórnarflokkarnir sögðu annars í kosningabaráttunni. Ég er hræddur um að þessi orð Ögmundar gleymist fljótt þegar farið verður í niðurskurðinn. Þetta heitir að lofa fólki einhverju sem lítil sem engin innistæða er í raun fyrir. Í raun svolítið lúalegt, en hvað með það.
Ögmundur situr í ríkisstjórn sem situr á mikilvægum upplýsingum um stöðu þjóðarinnar og vill ekki kynna það fyrir þjóðinni. Þau vinnubrögð eru ekki síður lúaleg. Furðulegt alveg fyrir vinstri græna að vera nú í því hlutverki sem þeir gagnrýndu mest Geir Haarde og Árna Mathiesen fyrir í vetur, að tala ekki nóg við þjóðina. Honum hlýtur að líða einkennilega í því ljósi, vera í hitanum sem fylgir því að sitja á upplýsingum sem í raun eiga að vera opinberar staðreyndir fyrir alla þjóðina.
6. janúar sl. ritaði Ögmundur þennan pistil á heimasíðu sína:
"Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir okkur í fréttum Sjónvarps í kvöld að almenningi séu ekki ætlaðar upplýsingar úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um bankabraskið. Fjármálaeftirlitið væri nú búið að fá slíkar skýrslur í hendur og ætlaði að skoða þær "faglega".
Jónas Fr. Jónsson ætlar með öðrum orðum ekkert að gefa upp um það hvort hvort endurskoðunarfyrirtækin sem rannsökuðu Kaupþing og Landsbankann í aðdraganda hrunsins telji að lög hafi verið brotin eður ei.
Til álita komi hins vegar að birta almenningi úrdrátt úr skýrslunum síðar. Það er að segja - kannski. Bíðum við. Almenningur á að borga en fær ekki að vita neitt um svindlið og svínaríið. Var ekki verið að tala um gagnsæi?
Auðvitað á að birta þetta allt saman strax og það á netinu. Eru yfirvöld að egna þjóðina til uppreisnar?"
Hvar er sá sem skrifaði þetta núna. Er hann ekki enn sömu skoðunar að birta eigi allt á netinu? Djöfuls hræsni!
Vill af stað með nýjan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 00:26
Lágkúruleg framkoma hjá LÍN - hriplek skjaldborg
Saga Ægis Sævarssonar er ein af mörgum dapurlegum sögum. Persónulega brá mér mest að hlusta á Berglindi Jóhannesdóttur í kvöldfréttum Sjónvarps. Þvílík sorgarsaga. Hún fær ekki greiðsluaðlögun því hún hefur verið dagmamma! Á hvaða leið er þetta samfélag með úrræðum Jóhönnu og Steingríms?
Er þetta fólk ekki í sambandi? Kannski er það í fríi eða utan þjónustusvæðis eins og félagsmálaráðherrann. Ég held að þeim líði mjög illa sem treystu þessu liði fyrir atkvæðinu sínu fyrir tíu dögum. Sofandagangur þeirra er algjör.
Jóhanna var ekki beint traustvekjandi þegar hún svaraði í dag að fjölmiðlar hefðu ekki kynnt almenningi nógu vel úrræðin í stöðunni. Á hún þar við greiðsluaðlögunina? Er ekki rétt að spyrja hana út í sögu Berglindar?
Hundeltur af LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |