Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.5.2009 | 11:51
Bruðl hjá vinstristjórninni - sjónarspil á Akureyri
Á þessum tímum er alveg óþarfi að fara út í fjárútlát af þessu tagi; ráðherrarnir eru jú tólf, enginn þeirra býr á Akureyri, koma þarf þeim öllum fyrir á dýru gistiplássi á Hótel KEA og væntanlega eru dagpeningar. Ég gef mér það að ráðherrarnir gisti á KEA. Veit ekki betur en þeir fari þangað þegar þeir þurfa að stoppa hér.
Svo þarf að ferja liðið í hollum hingað. Árni Páll vældi á facebook yfir því að þurfa að fara of snemma í morgun til Akureyrar. Af öryggisástæðum þarf að ferja þá fjora í hverri vél. Hverjir ætli hafi komið í gærkvöldi og fengið að gista á KEA?
Ég er Akureyringur og hefði einhvern tíma fagnað því að horft væri til landsbyggðarinnar. Heppilegra hefði verið að velja annan tíma. Eins og staðan er telst þetta bara bruðl og sýndarmennska.
Ríkisstjórnarfundur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 22:41
Heilög Jóhanna úti á þekju
Stjórnarsáttmálinn er svo galopinn og tómur að enginn botnar í hver staðan eiginlega sé. Kaflinn um ríkisfjármál er rýr í roðinu og enn verra að þau sem hafa fengið umboð þjóðarinnar til að stjórna virðast ekki geta tekið ákvarðanir og fylgt þeim eftir, né heldur upplýst almenning um hver staðan sé. Fólkið í landinu er engu nær um hvað eigi að gera.
Jóhanna situr á kassanum og vill ekki leyfa fólki að gægjast ofan í hann. Hún tekur fólkið með sér í hringekjuna og treystir á það sé svo ringlað þegar hún hættir að snúast að það spái ekkert í hvað sé að gerast.
Skattar svipaðir og 2005-2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 14:24
Um hvað var samið við myndun stjórnarinnar?
Innihaldsleysi stjórnarsáttmálans kemur sífellt betur í ljós. Hvað var verið að ræða um í tvær vikur í Norræna húsinu? Um hvað var samið við myndun stjórnarinnar? Ekki eru nein merki um aðgerðir til lausnar efnahagsvandanum, heldur óljós og draumkennd fyrirheit um áætlanir til að hugleiða vandann.
Árni Páll og Svandís viðurkenndu hálfvandræðalega á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ekki hefur verið samið um nein niðurskurðaráform. Fólkið í landinu er engu nær um hvað þetta fólk ætlar að gera. Þau hljómuðu eins og ráðalausir ferðafélagar í óvissuferð.
Mig grunar hið augljósa í stöðunni; það verði endalausar stjórnarmyndunarviðræður í þessari vinstristjórn. Semja þurfi um hvert mál, hentistefnan verði algjör og engin skýr framtíðarsýn. Eftir hundrað daga hefur ekki nást samkomulag um beinar aðgerðir.
Eftir lestur stjórnarsáttmálans hljómar í huganum orðin... og hvað svo! Ekkert er lagt fram. Um hvað var samið? Var þetta bara tveggja vikna reiptog um ESB og þegar samið var um að vera ósammála hafi þau verið uppgefin og farið í froðusnakkið.
Eflaust verður það rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar hvernig það gat gerst að ríkisstjórn mynduð á slíkum örlagatímum gat leyft sér slíkt innihaldsleysi.
Mikil þrautaganga framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2009 | 14:17
Fær Kolbrún vænan bitling?
Mér finnst eðlilegt að Tinna Gunnlaugsdóttir haldi áfram sem þjóðleikhússtjóri. Hefðin er sú að leikhússtjóri fái allavega tvö starfstímabil til verka. Eðlilega sækir Tinna um áfram og ég vona að hún hreppi hnossið aftur. Það er engin þörf á því að gera stól Þjóðleikhússtjóra að pólitískum bitlingi fyrir vinstri græna að moða úr fyrir fallna þingmenn og ráðherra.
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2009 | 01:34
Gutta sparkað
Ég varð svolítið undrandi yfir því hvernig sparkað var í Guðbjart Hannesson, fráfarandi forseta Alþingis, í stólaleik vinstrimanna. Hann situr eftir með sárt ennið og án hlutverks, fær ekki að fara í ríkisstjórn og missir forsetastól þingsins til HelgarÁstu, sem sér nú fram á lengri helgarfrí en hinsvegar kvöldvökur yfir þingræðum. Ætli kynjakvótinn einn felli hann? Hvað með það. Þá er skiptingin hjá Samfó skrítin. Fjórir ráðherrar af höfuðborgarsvæðinu og svo Möllerinn.
En af hverju kemur þetta mér á óvart. Jú, í sannleika sagt taldi ég að Gutta yrði eitthvað verðlaunað fyrir það hversu liðlegur hann var við Jóhönnu Sigurðardóttur í þingstörfunum í vor. Hann var í vasanum á forsætisráðherranum (þingræðið hvað) og fór marga hringi til að sníða dagskrána fyrir ríkisstjórnina.
Sótti forsetaembættið ekki fast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2009 | 22:28
Vinstristjórnin gleymir heimilunum í landinu
Ekki verður betur séð en vinstristjórnin hafi algjörlega gleymt heimilunum - hvar er skjaldborgin um heimilin? Eflaust er það rétt að það var ekkert nema spunablaður, enda er ekki að sjá neitt sem eigi að verja fólk í skuldavanda og er að sligast vegna skulda. Fjölmiðlamenn spurðu varla um stöðu þessara mála né heldur fyrsta sparnaðarráðið; að fjölga ráðherrum um tvo. Var þetta það sem vinstristjórnin meinti með ráðdeild og sparnaði?
Vissulega er talað um uppstokkun á kjörtímabilinu, en þeir hefðu getað gefið gott fordæmi og haldið ráðherratölunni í tíu. Sparnaður er ekki til í þeirra orðabók, enda er ekkert naglfast gefið um hvar eigi að stokka upp og taka til á næstunni. Hugmyndirnar eru ekki lagðar fram í þessum stjórnarsáttmála. Fólk er engu nær um hvað eigi að gera.
Þetta er mjög tómur stjórnarsáttmáli. Mest frasablaður og pólitískur spuni til að henta Jóhönnu og Steingrími. Alvarlegt mál er að forysta vinstriflokkanna skuli leyfa sér að gleyma heimilinum í landinu og koma með blankó útspil um ríkisfjármálin. Ekkert er veganestið.
Helst er að sjá að stjórnarandstaðan eigi að leika lykilhlutverk í því sem verður gert. Ný og undarleg staða. Innanmein þessarar stjórnar eru augljós og eflaust verða þeir fyrir vonbrigðum sem spá henni löngum lífdögum.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 16:26
Ráðherrum fjölgar - VG svíkur ESB-kosningaloforð
Vinstriflokkarnir fara í sama stólaleikinn eins og þeir hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir. Auðvitað er forsetastóll þingsins notað sem eftirlaunabitlingur fyrir afdankaðan stjórnmálamann í Samfylkingunni. Ásta Ragnheiður, sem var ekki á vaktinni um 1. maí-helgina, er sett þar inn í pólitíska endastöð.
Vinstri grænir kyngja stoltinu og svíkja kosningaloforðin um Evrópusambandið. Þeir selja hugsjónir sínar fyrir völdin. Mun einhver tala um að þetta séu hugsjónamenn hér eftir? Varla.
Óbreytt stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 01:00
Stólaleikur vinstrimanna
Mikil gleði og sæla á meðan alþýða landsins hefur beðið mánuðum saman eftir því að þetta lið sýni einhverja ábyrgð og sýni merki þess að geta stýrt landinu af ábyrgð og festu. Á það hefur algjörlega vantað. Framtíðarsýnin er engin og lausnirnar vægast sagt fátæklegar. Ráðaleysið hefur aðallega verið við völd.
Stólaleikur vinstrimanna að þessu sinni virðist aðeins vera fyrri hluti makksins og valdabaráttunnar á bakvið tjöldin. Greinilegt er að annað eins show er ráðgert undir lok ársins og þá eigi að skipta Gylfa Magnússyni út. Þeir sem ekki fá núna eiga séns þá. Þá verður kannski glatt hjá einhverjum.
Mér skilst að nota eigi forsetastól þingsins sem hluta í eftirlaunahluta nokkurra þingmanna; hið sama og vinstri grænir gagnrýndu lengi. Sögusagnir eru um að Kristján Möller og Jón Bjarnason gætu komið sterkir til leiks þar. Svo segja smáfuglarnir allavega.
Ný ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 13:30
Stjórnmálasamband við Breta mjög veikburða
Ég er algjörlega sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að það er ekkert að gera með stjórnmálasamband við Bretland ef ekki er hægt að bæta samskiptin og reyna að stöðva skítlegar árásir breska forsætisráðherrans á Ísland og þjóðina alla.
Get ekki betur séð en skoðun Sigmundar sé í takt við bloggfærslu mína hér í gær, þar sem ég sagði að slíta ætti stjórnmálasambandinu ef ekki væri hægt að tala milliliðalaust við Gordon Brown og lesa honum pistilinn. Eðlilegt, enda er þetta rétta afstaðan í málinu.
Án þessa er ekkert með samskipti við Bretland að gera með bresku kratarnir ráða þar ríkjum. Ekkert er að gera með samband við ríkisstjórn sem er staðráðin í að gera út af við orðspor Íslands og sparkar endalaust í íslensku þjóðina.
Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 13:24
Blaut tuska framan í alla landsmenn
Sveitarfélögin kveinka sér eðlilega og sumir stjórnmálamenn í verri stöðu en aðrir á kosningavetri ef ekki rætist bráðlega eitthvað úr. En allir landsmenn bera þessar byrðar og finna fyrir erfiðri stöðu. Augljóst er að sumarið verður mjög erfitt og ekki von á góðu.
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |