Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslenska þjóðin gefur Ómari veglega afmælisgjöf



Ég vil óska Ómari Ragnarssyni innilega til hamingju með gjöfina frá þjóðinni. Hún segir meira en mörg orð hversu hlýjan hug Íslendingar bera til Ómars, virða verk hans og karakerinn sjálfan. Þetta er þakkargjöf sem ber vitni hversu sterkan sess Ómar hefur sem skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður áratugum saman.



Það er vel við hæfi að rifja upp þetta tuttugu ára gamla viðtal við Ómar, þar sem Ómar fer á kostum og tekur eitt sitt frægasta lag Sveitaball. Til hamingju Ómar.

mbl.is Ómar orðinn skuldlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring Össurar - einangrun Samfó

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er á miklum pólitískum villigötum ef hann telur stuðning við aðildarumsókn Íslands að ESB vera að aukast. Samfylkingin hefur einangrað sig í málinu og keyrir umsóknarferlið áfram án þess að þjóðin fylgi með. Veruleikafirringin er algjör. Af þessu hafa ráðamenn í Brussel miklar og vaxandi áhyggjur, enda eru þeir ekki vanir því að svo mikill mótbyr mæti þeim þegar þeir fara út í aðildarferlið.

Flestir með pólitískt nef sjá að þessi barátta er þegar töpuð. Eftir því sem andstaðan mælist meiri verður Samfylkingin harðari í því að bakka ferlið áfram. Ekki kemur það að óvörum. Þeir hafa lagt mikið undir til að fara þessa leið og varla valkostur að snúa við, þó það sé þjóðinni fyrir bestu að sleppa því að fara þetta feigðarflan.

Samfylkingin á í miklum vandræðum þessa dagana. Flokkurinn er leiðtogalaus og veiklulegur. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er á síðustu metrunum pólitískt - hefur spilað sína síðustu skák og hefur enga hæfileika til að vera verkstjóri ríkisstjórnar eða forystumaður stjórnmálaflokks. Þetta sést best í Magma-málinu.

Niðurlæging íslenskra stjórnmála verður algjör meðan þessi bastarður vinstriflokkanna verður við völd. Hún hefur enga stjórn á verkefninu og hefur enga framtíðarsýn fyrir þjóðina.


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónir og sannfæring Ómars

Í áratugi hefur Ómar Ragnarsson verið í sviðsljósinu, notið velvildar og virðingar þorra landsmanna. Í seinni tíð hefur Ómar orðið umdeildur en ég tel að staða hans sé tiltölulega sterk þó honum hafi mistekist að komast inn á þing, verið hafnað sem stjórnmálamanni. Enda tel ég Ómar yfir pólitíska ruglið hafinn. Hans styrkur felst í því að tala til fólks, fræða og kynna sína sýn á landið og náttúruna á sínum vettvangi en ekki í ræðustól Alþingis eða argaþrasi stjórnmálanna.

Ómar hefur með mikilli elju fært okkur minningar um landið okkar, minningar sem við metum mikils. Í barnsminni eru plötur hans auðvitað ógleymanlegar. Þar var hann í essinu sínu. Við erum minnt á fjársjóðinn sem hann hefur fært okkur öllum með endursýningum Sjónvarpsins á Stiklum, sem eru óumdeilanlega merkustu þættir íslenskrar sjónvarpssögu. Það er einfaldlega landið í hnotskurn sem birtist þar, það er ekki annað hægt en elska það.

Ómar á sennilega heiðurinn af stærstu stund íslenskrar sjónvarpssögu. Það var þegar hann kynnti okkur fyrir Vestfirðingnum Gísla á Uppsölum, alþýðumanni sem lifði sem á 19. öld væri en í raun var uppi á tækniáratugum 20. aldarinnar. Magnað móment. Ómar færði okkur þennan mann fornra tíma heim í stofu og kynnti okkur fyrir honum, þó með nærgætni og tilfinningu. Þessi næma mannlega taug er sýnileg í öllum hans verkum.

Ég virði framlag Ómars í þessum efnum mikils og tel hann eiga heiður okkar allra skilið fyrir þau verk sín. Enginn hefur betur kynnt okkur fyrir svæðum; fjarlægum og fallegum. Á 40 ára sjónvarpssögu okkar hefur Ómar verið í hlutverki íþróttafréttamanns, skemmtikrafts, íhuguls spyrils í mannlegum og heillandi viðtölum og fréttamanns sem kannað hefur landið og mannsálina í víðri merkingu þess orðs.

En umdeildir menn kalla fram ólíkar skoðanir. Ómar hefur orðið umdeildur með árunum og oft á tíðum gengið lengra en mörgum finnst eðlilegt að styðja. Sjálfur hef ég verið ósammála Ómari oft á tíðum á síðustu árum. Það er eins og það er. Fróðlegt verður að sjá hversu margir styðja hann í verki.

mbl.is „Orðlaus, hrærður og þakklátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handónýtt innritunarkerfi sem allir eru ósáttir við

Óánægja fer skiljanlega sífellt vaxandi með hið ósanngjarna innritunarkerfi framhaldsskólanna. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ætti að taka á sig rögg og sýna pólitískan kjark með því að hlusta á foreldrana og beita sér fyrir breytingum - koma til móts við námsmenn og foreldra þeirra. Ella verður hún tákngervingur þessa gallaða innritunarkerfis og óvinsæl fyrir rétt eins og þegar Tómas Ingi Olrich barðist árangurslaust fyrir samræmdu stúdentsprófunum hér um árið.

Mér finnst það flott hjá væntanlegum framhaldsskólanemum og foreldrum þeirra að rjúfa þögnina og taka slaginn gegn kerfinu og kalla fram nauðsynlega umræðu um það. Enda eðlilegt að þau berjist í staðinn fyrir að vissir aðilar sem hafa skarað fram úr verði skilgreind sem einhver afgangsstærð í kerfinu.


mbl.is Valdi of „sterka“ skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanleg óánægja með innritunarkerfið

Aflagning samræmdu prófanna í grunnskólum landsins hefur reynst mikið ógæfuskref. Æ betur sést að það hefur leitt af sér meiri óánægju nemenda og ómarkviss vinnubrögð þegar unnið er úr umsóknum í framhaldsskólana. Tryggja þarf sanngjarna og trausta mælistiku á námsárangur, sem tryggir heiðarlegri mælingu og önnur vinnubrögð við matið.

Óánægja námsmanna eykst sífellt, enda afleitt að nú geti nemendur í vissum borgarhverfum eða sveitarfélögum sem hafa staðið sig vel ekki valið draumaskólann sinn eða átt möguleika á því að skara fram úr í skóla sem þeir óska og hefðu að öllu eðlilegu áður flogið inn í.

Ekki er hægt annað en taka undir með góðri og uppbyggilegri gagnrýni Lárusar og Hersis Arons á þetta kerfi. Þeir koma vel fyrir og færa málefnaleg rök fyrir skoðun sinni og hafa auðvitað rétt fyrir sér.

Þessi vitleysa var gerð í nafni jöfnuðar, niðurstaðan er að nemendur máttu ekki skara fram úr og skólarnir greinilega ekki heldur. Stokka verður kerfið upp og gera vinnubrögðin sanngjarnari.

mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðskuldaður sigur Spánverja á HM



Spánverjar unnu HM mjög verðskuldað að mínu mati, voru einfaldlega fremstir meðal jafningja á þessu móti og sýndu mátt sinn og megin æ ofan í æ. Þeir voru hungraðir í sigur, náðu að slá af sér Hollendinga, sem voru frekar brútal og beittir, það skildi einfaldlega á milli í framlengingunni þegar Spánn tók þetta, traust og flott.

Bæði lið voru hungruð í sigur á mótinu en krafturinn, einbeitingin og samstaðan í spænska liðinu var miklu sterkari. Þeir tóku þetta mót yfirvegað og klókt, voru í sérflokki. Þetta er einfaldlega besta liðið í dag, bæði á pappírunum sem og í verki.

S-Afríka hélt flott mót, stóðu sig vel, þvert á vondar spár margra sem töldu að HM yrði þeim ofviða. Geta verið stoltir af vandaðri umgjörð - mótið er rós í hnappagat þeirra, ekki spurning með það.

Mjög ánægjulegt að sjá gömlu kempuna Nelson Mandela á úrslitaleiknum. Mandela var traustur leiðtogi, sem sýndi sanna forystu í verki með því að sýna styrk, fyrirgefa hið ófyrirgefanlega.

Hann er og verður ein besta fyrirmynd sannra leiðtoga. Nærvera hans á mótinu, sem hann lék svo mikinn þátt í að tryggja í Suður-Afríku, var mikils virði.

Og já spænsku íþróttafréttamennirnir sýndu okkur hvernig á að fagna og það alla leið. Þetta minnir örlítið á Bubba og Ómar í boxinu.

Viva España!
:)



mbl.is Spænsku sjónvarpsmennirnir misstu sig (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson fer létt með að toppa eigin siðblindu dag hvern. Þeim hlýtur að líða illa sem tóku málstað þessa manns í Baugsmálinu fyrir nokkrum árum og vörðu hann eins og hálfguð væri. Nú þiggur hann tæpa milljón á mánuði frá 365 miðlum fyrir ráðgjöf. Hvaða ráðgjöf er það? Varla í viðskiptum, enda reksturinn á hvínandi kúpunni.

Fréttaflutningur 365 miðla verður æ skiljanlegri þegar fréttist af þessum greiðslum. Fréttablaðið undir ritstjórn Ólafs Stephensens hefur slegið skjaldborg um þennan siðblinda auðmann. Þar er varla minnst á siðblindu Jóns Ásgeirs. Þar er frekar þagað en sagt fréttir. Enda er blaðið orðið vandræðalegt.

Sífellt meira vellur fram af ógeði sem sýnir vel hversu siðblindur og spilltur Jón Ásgeir er. Vonandi er að hann fái makleg málagjöld.

mbl.is Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur Björn ráðinn bæjarstjóri á Akureyri

Ég vil óska Eiríki Birni Björgvinssyni innilega til hamingju með bæjarstjórastólinn á Akureyri. Hann er frambærilegur og traustur maður. Ráðning hans er þó eitt verst varðveitta leyndarmál í manna minnum og ein athyglisverðasta leiksýning sumarsins. Kjaftasögur um að hann yrði bæjarstjóri höfðu grasserað nokkru fyrir kjördag og fór aldrei á milli mála að hann væri óskakandidat L-listans í stöðuna. Allt ráðningaferlið bar þess merki að niðurstaðan væri fyrir löngu ákveðin og eflaust telja sumir umsækjendur að þeir hafi verið fíflaðir.

En hvað með það. Niðurstaðan sem talað hefur verið um síðan í maímánuði með bæjarstjórakandidatinn hafa nú loks verið staðfestar og ágætt í sjálfu sér að því sjónarspili sé lokið. Full ástæða er til að vona að Eiríki og Lista fólksins muni ganga vel í vegferð sinni í hreinum meirihluta næstu fjögur árin. Nú reynir á, enda fer hveitibrauðsdögum L-listans greinilega mjög fækkandi. Fjölskyldustemmning í nefndakerfinu ber vitni um það.

Lista fólksins vantar traust og gott akkeri til að stjórna bænum: mann með reynslu og þekkingu á viðfangsefninu. Því má treysta að Eiríkur sinni verkinu vel, enda með langa reynslu sem bæjarstjóri og hefur auk þess unnið hjá Akureyrarbæ áður, hann var íþrótta- og tómstundafulltrúi í bæjarstjóratíð Jakobs Björnssonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar 1996-2002.

Nú reynir á hvort Eiríkur Björn verði með sanni bæjarstjóri allra Akureyringa og vinni heilsteypt með minnihluta jafnt sem meirihluta. Ég óska honum alls hins besta í verkefninu framundan.

mbl.is Ráðning Eiríks staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðvík sættir sig loksins við kosningaósigurinn

Lúðvík Geirsson gerir hið eina rétta með því að segja af sér sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann hefði betur sætt sig fyrr við kosningaúrslitin í Hafnarfirði. Þar var honum hafnað, náði ekki kjöri í bæjarstjórn en ætlaði samt að sitja áfram við völd eins og ekkert hefði í skorist. Vinnubrögð Lúðvíks og Samfylkingarinnar minntu helst á valdagræðgi þar sem ekki var horfst í augu við ósigur.

Bæjarbúar höfðu líka fengið nóg og ætluðu að krefjast íbúakosningar um ráðningu Lúðvíks í bæjarstjórastólinn. Þar hefðu vinstri grænir þurft að leggja allt sitt undir fyrir Lúðvík til að meirihlutinn héldi og það hefði verið pólitískt hættuspil. Það var ekki að fara að gerast og endalokin því alveg augljós.

Lúðvík hefði betur horfst í augu við þetta að loknum kosningum, en betra er seint en aldrei. Menn geta nefnilega ekki setið umboðslausir við völd. Þetta sá meirihlutinn í Hafnarfirði að lokum.

mbl.is Sér eftir Lúðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddur Helgi fetar í fótspor Kennedyanna sálugu

Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs og yfiroddviti L-listans, komst frekar óheppilega að orði í útvarpsviðtali í gær þegar hann líkti fjölskyldustemmningu L-listans í nefndakerfi Akureyrarbæjar við sigurgöngu Kennedyanna sálugu í bandarískum stjórnmálum. Hann gat fá dæmi nefnt úr íslenskum stjórnmálum til að verja það að setja dóttur sína, tengdason og aðra ættingja í nefndir bæjarins.

Þetta er í sjálfu sér algjörlega óverjandi og því er vörn Odds Helga í besta falli pínleg. Ég held að þeir sem kusu L-listann til valda til að stuðla að breytingum hafi verið illa sviknir þegar nefndakapall bæjarins var afhjúpaður. Svona fjölskyldutengsl í öllu batteríinu er afleitur og hreinlega til skammar að mínu mati. Eru þetta breytingarnar sem fólk kaus hér á Akureyri?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband