Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.7.2010 | 15:12
Bæjarstjóraráðning og fjölskyldutengsl L-listans
Altalað hefur verið hér á Akureyri síðustu vikur að Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, verði næsti bæjarstjóri á Akureyri. Heyrði þá kjaftasögu fyrst síðustu viku kosningabaráttunnar, þegar allt stefndi í að L-listinn myndi sigra kosningarnar, að þeir myndu koma með nafn hans í meirihlutaviðræður við ráðningu bæjarstjóra.
Sú kjaftasaga magnaðist allnokkuð að kvöldi kjördags þegar ljóst var að L-listinn hefði hlotið hreinan meirihluta og réði bæjarstjórastólnum alfarið eitt. Opna ráðningaferlið sem L-listinn hafði sem kosningaloforð hefur vakið margar spurningar og ekki hefur L-listanum tekist að stöðva þær sögusagnir að auglýst hafi beinlínis verið eftir Eiríki Birni í bæjarstjórastólinn.
Eftir að L-listinn tók við völdum hefur nefndaskipan bæjarins óneitanlega vakið athygli. Tengdasonur Odds Helga Halldórssonar, Dagur Fannar Dagsson, var valinn sem varaformaður félagsmálaráðs og eiginmaður Höllu Bjarkar Reynisdóttur, bæjarfulltrúa og formanns Akureyrarstofu, Preben Pétursson, valinn sem varaformaður skólanefndar.
Ekki má gleyma því að Helga Mjöll Oddsdóttir, dóttir Odds Helga, er fyrsti varamaður í stjórn Akureyrarstofu. Haraldur Helgason, móðurbróðir Höllu Bjarkar, er varaformaður skipulagsnefndar og eiginkona Haraldar, Hulda Stefánsdóttir, er varaformaður umhverfisnefndar. Auk þess má heldur ekki gleyma að Oddur er móðurbróðir Geirs Kristins, oddvita L-listans.
Ekki hefur beinlínis verið hefð fyrir því að oddvitar og bæjarfulltrúar framboðslistanna hér raði mökum, tengdabörnum og nánustu fjölskyldumeðlimum í nefndir bæjarins og vonandi er þetta slys hjá L-listanum. Svona vinnubrögð eru ekki beint æskileg.
Ég hef margoft óskað L-listanum góðs eftir að þeir unnu kosningarnar. Vona að þeir muni standa undir trausti bæjarbúa og stýra bænum af krafti þó fyrstu verkin og nefndaskipan fái mann til að efast nokkuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 20:58
Þora Evrópusinnar eða eru þeir bara að hóta?
Nú reynir á hvað félagsskapurinn Sjálfstæðir Evrópumenn muni gera. Miðað við dramatíkina sem einkennir fundahöld þeirra á ég ekki von á að þeir muni lúta vilja afgerandi meirihluta flokksmanna og fundarmanna á landsfundi. Þeir verða að eiga það við sig hvað þeir gera.
Ég hef fengið leið á þessum prímadonnustælum tiltekinna aðila. Þeir eiga að sýna okkur á spil sín sem fyrst. Þora þeir að fara úr flokknum og stofna félagsskap klappstýra fyrir aðildarumsókn Samfylkingarinnar að Evrópusambandinu? Hafa þeir pólitískt kapítal í það?
Svar óskast.
Harma samþykkt landsfundar um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 00:30
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar ESB afdráttarlaust
Þetta ætti ekki að koma neinum að óvörum. Enda hver vill styðja ESB-blaður Samfylkingarinnar nema kannski undirlægjurnar í ráðherrahópi vinstri grænna sem hafa fyrir löngu kyngt öllum hugsjónum og ársgömlum kosningaloforðum fyrir völdin ein.
Enginn vilji var fyrir almennt orðaðri málamiðlunartillögu á þessum landsfundi - afgerandi meirihluti fundarmanna fékk sína breytingatillögu í gegn. Enda eðlilegt að talað sé hreint út í stað þess að koma með útvatnaða tillögu sem nýtur ekki stuðnings.
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hjálpa lánlausu vinstristjórninni í misheppnuðu Evrópudaðri sínu, sem virðist aðeins draumsýn Samfylkingarinnar, sem VG er nauðbeygt að styðja til þess eins að halda völdunum, sem þeim eru svo kær.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 18:27
Ólöf kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Ég vil óska pólitískum samherja mínum, Ólöfu Nordal, innilega til hamingju með varaformannskjörið í Sjálfstæðisflokknum. Hún er vel að því komin, dugleg og drífandi forystukona sem á framtíðina fyrir sér og á eftir að standa sig vel sem ráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur í ríkisstjórn fljótlega. Sjálfstæðisflokkurinn styrkist mjög með Ólöfu sem varaformann sinn, er ekki í vafa um það.
Ég þekkti Ólöfu lítið sem ekkert sem stjórnmálamann en þess þá meira verk hennar og afburðaþekkingu á mörgum málum, sem hafa komið sér vel fyrir hana í þingstarfinu, þegar hún hringdi í mig í aðdraganda alþingiskosninganna 2007, fyrir prófkjör okkar í Norðaustri síðla árs 2006, þar sem hún tók slaginn og stefndi hátt, og bað mig um stuðning við framboð sitt. Síðan hef ég stutt hana ötullega í pólitískri baráttu.
Er stoltur af því að hafa lagt henni lið allt frá prófkjörinu 2006 þegar við tryggðum hana í baráttusæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi og tryggðum svo setu hennar á þingi árið 2007. Það var skemmtilegur slagur og gaman að vinna að því að tryggja Ólöfu fast sæti við Austurvöllinn. Var viss um það þá að hún væri framtíðarmanneskja í flokksstarfinu og myndi leika lykilhlutverk.
Auðvitað var það áfall fyrir okkur hér þegar Ólöf flutti sig suður en hún hefur sífellt styrkt stöðu síðan þá og sérstaklega verið traust og öflug í stjórnarandstöðunni eftir að hlutskipti Sjálfstæðisflokksins gjörbreyttist í kjölfar hrunsins. Hún á eftir að vera flott í því verkefni að byggja upp innra starf flokksins á landsvísu og hlakka til að vinna með henni að því.
Innilega til hamingju, kæra vinkona!
Ólöf Nordal fékk 70% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 15:25
Bjarni sigrar Pétur í formannskjöri
Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sem formaður hans er sterkari, tel ég, eftir þessa kosningu. Hávær orðrómur hafði verið um að Bjarni yrði sjálfkjörinn formaður og yrði klappaður upp eftir gömlu rússnesku fyrirmyndinni. Þetta var snörp en drengileg barátta, báðum formennsefnunum til sóma.
Fjarri því á að vera sjálfgefið að flokksleiðtogar séu einróma endurkjörnir á þessum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum og mjög jákvætt að tekist sé drengilega á um formennsku í flokkunum. Slíkt er lýðræðislegt og styrkir aðeins Sjálfstæðisflokkinn. Umboð formannsins er betra eftir slíka rimmu.
Bjarni kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 11:24
Pétur Blöndal fer fram á móti Bjarna Ben
Hið besta mál er fyrir Bjarna Benediktsson að láta reyna á stöðu sína í kosningaslag við annan þingmann flokksins. Þetta ætti aðeins að styrkja flokkinn til verkanna framundan og veita formanninum öflugra umboð í þeirri uppbyggingu sem framundan er.
Mér finnst samt að Bjarni Benediktsson eigi að vera áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og styð hann til þess. Tel að hann eigi að fá að leiða flokkinn í næstu þingkosningar, sem verða eflaust fljótlega þar sem vinstristjórnin lánlausa er komin að fótum fram.
Pétur vill formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2010 | 18:04
Einræðislegir tilburðir í Efstaleitinu
Brotthvarf Ernu Óskar Kettler úr stöðu sem hún hafði nýlega fengið átti að sjálfsögðu að leiða til þess að farið væri aftur í umsóknabunkann og velja þann hæfasta sem sótti um.
Svona vinnubrögð eru varla boðleg og hljóta að hafa einhver eftirmál. Ekki er boðlegt að ganga framhjá fjölda frambærilegra umsækjenda og handpikka í svo feita stöðu.
Staðan ekki auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2010 | 13:57
Breytir Jón Gnarr kerfinu eða breytir það honum?
Óneitanlega er það skemmtilega súrrealískt að sjá Jón Gnarr viðhalda öllum gömlu hefðunum sem borgarstjórar fyrri tíðar hafa tekið upp, t.d. að veiða í Elliðaánum. Ætli þetta sé einn gjörningurinn enn eða hreinlega bara nettur brandari? Erfitt að sjá. Jón hefur farið af stað á kómíkinni og skrifar skemmtilega netdagbók á facebook sem er skemmtilega samhengislaus og flottur djókur.
Einhvern tímann kemur að því að nýji borgarstjórinn verður að taka erfiðar ákvarðanir þar sem gamansemin er lítil sem engin. Þá reynir fyrst á hann. Jón nýtur á meðan hveitibrauðsdaganna. Grínistar fá kannski fleiri en hundrað slíka. Aldrei að vita.
Borgarstjóri veiddi lax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 18:04
L-listinn tekur við völdum á Akureyri
Fáum hefði órað fyrir því þegar Oddur klauf Framsóknarflokkinn fyrir tólf árum og batt í raun enda á lykilstöðu hans í bæjarmálunum að hann ætti eftir að vinna svo glæsilegan sigur og verða aðalmaðurinn í bæjarmálunum. Sá sigur er til kominn bæði vegna þess að L-listinn hafði engar tengingar við landsmálin og hafði breiðari skírskotun auk þess að hinir hefðbundnu fjórflokkar áttu allir í miklum innri erfiðleikum.
Þeir eru nú algjört blæðandi sár. Mikið uppbyggingarstarf blasir við okkur í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Aldrei fyrr hefur oddviti D-listans setið einn í bæjarstjórn án þess að hafa fólk þar með sér af listanum. Eftir tólf ára lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er hann nú valdalaus og þarf að fara í mikla grasrótarvinnu á næstu árum. Það er mikil ögrun - mikið verkefni.
Á meðan Listi fólksins fer eitt með völdin er mikilvægt að Bæjarlistinn og hinn lamaði fjórflokkur standi í lappirnar og veiti aðhald, séu öflugir og samhentir í stjórnarandstöðu. Það er verkefnið framundan fyrir þá, auk þess sem allir eiga þeir erfiða vinnu framundan að byggja sig upp.
Geir forseti bæjarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010 | 12:44
Tár, bros og brúnka á Alþingi
Súrrealískt hefur verið að fylgjast með þingstörfum. Oftar en ekki minnir þjóðþingið á sandkassa þar sem tækifærismennskan er algjör. Óbreyttir þingmenn gráta yfir óbreyttu verklagi, einkum þingmenn vinstri grænna sem hafa verið beittir kúgun og yfirgangi í takt við það sem áður þekktist þar sem yfirgangur stjórnarparsins er algjör. Stjórnarparið brosir yfir því að fá loksins að ráða og eru eins og sól í heiði, þó ríkisstjórnin þeirra sé þó algjörlega máttlaus og ráði ekkert við vandann.
Sumir eru svo í limbói - ráða talsverðu sem ráðherrar en eru í gíslingu. Gott dæmi er Jón Bjarnason, sem hefur algjörlega verið lokaður í búri og niðurlægður. Enda er hann ekki kallaður stjórnarandstæðingurinn í ráðherrabílnum fyrir ekki neitt. Forsætisráðherrann hefur ekki stýrt málum vel og hefur niðurlægt samstarfsmenn sína með háðsglósum á borð við kattasmölun í samstarfsflokknum, sem var mjög smábarnalegt og klaufalegt klúður.
Svo er rifist um brúnku eins ráðherrans.... er ekki hægt að lyfta þessu upp á hærra plan. Þjóðin mun ekki hafa þolinmæði fyrir smábarnastælunum á þingi miklu lengur.
Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |