Þora Evrópusinnar eða eru þeir bara að hóta?

Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum tók af skarið á landsfundi um síðustu helgi - sendi skýr skilaboð um ekkert hálfkák í Evrópusambandsmálum. Forysta flokksins varð undir í tilraunum sínum til að koma með einhvern hrærigrautartexta, hálfvelgju um stuðning við aðildarumsókn Samfylkingarinnar að ESB, sem engan stuðning hefur í flokkskjarnanum.

Nú reynir á hvað félagsskapurinn Sjálfstæðir Evrópumenn muni gera. Miðað við dramatíkina sem einkennir fundahöld þeirra á ég ekki von á að þeir muni lúta vilja afgerandi meirihluta flokksmanna og fundarmanna á landsfundi. Þeir verða að eiga það við sig hvað þeir gera.

Ég hef fengið leið á þessum prímadonnustælum tiltekinna aðila. Þeir eiga að sýna okkur á spil sín sem fyrst. Þora þeir að fara úr flokknum og stofna félagsskap klappstýra fyrir aðildarumsókn Samfylkingarinnar að Evrópusambandinu? Hafa þeir pólitískt kapítal í það?

Svar óskast.

mbl.is Harma samþykkt landsfundar um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband