Færsluflokkur: Tónlist

Kóngur eða hirðfífl - þjóðsöngurinn hans Bubba

BubbiLangt er síðan ég hætti að taka alvarlega spár sjálfskipaðra sérfræðinga um tónlist. Skoðunin verður ávallt persónulegt mat og sumir hata vissa tónlistarmenn svo mjög að hversu góðir sem þeir eru eða verða blindast allt þeirra starf af einhverri undarlegri ergju í garð viðkomandi. Sennilega er um fátt meira deilt en hvort Bubbi sé kóngur eða hirðfífl tónlistarbransans.

Allt síðan Bubbi gaf út Ísbjarnarblús hefur traust staða hans komið í ljós með hverju tónlistarverki hans. Hann hefur verið umdeildur, en selt efni sitt í bílförmum ár eftir ár. Bubbi er einfaldlega með ráðandi stöðu á þessum blessaða markaði og allir kaupa efnið, sama hvort þeir elska að hata hann eða elska hann út af lífinu sem tónlistarmann. Hann er einfaldlega kóngurinn að mínu mati.

Ég hef oft verið mjög ósammála Bubba í pólitískri rimmu. Hann hefur oft samið texta sem ég hef verið ósáttur við. En ég met hann samt mjög mikils og tel hann í fararbroddi allra í íslenskri tónlist. Læt ekki pólitískan skoðanamun breyta því. Enda held ég að staða Bubba sé ljós af því hversu mikið hann selur og hversu mikið er spilað af efninu hans.

Deilt er á lagið Stál og hnífur. Mér hefur alltaf fundist þetta eitt besta dægurlag í íslenskri tónlistarsögu. Hversu margir hafa ekki sungið þetta lag einhverntímann? Hvort sem er í heimapartýi, dansleik eða bara á einhverri krá? Tilefnin eru ótalmörg.

Stál og hnífur er fyrir löngu orðin sameign okkar allra. Frábært lag, eitt helsta einkennislag kóngsins og það hefur trausta stöðu sem hálfgerður þjóðsöngur Íslendinga á góðu stundunum.

mbl.is Bubbi hefur gert betur en á Konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var John Lennon skotinn í Paul McCartney?

john-paul Um fátt hefur meira verið talað en útgáfu bókar þar sem gefið er í skyn að John Lennon hafi verið ástfanginn í Sir Paul McCartney og á milli þeirra hafi verið meira en bara vinasamband. Dregin er upp sú mynd af Lennon að hann hafi verið bæði tvíkynhneigður, meira að segja viljað kynferðislegt samband með móður sinni.

Þvílíkar flækjur. Skil ekki hversvegna þetta er rætt þrem áratugum eftir morðið á Lennon. Hafði reyndar aldrei heyrt að á milli Lennon og McCartney hafi verið annað en vinasamband út frá tónlist og gamalgrónum kynnum. Vissulega eru stórtíðindi hafi verið eitthvað meira en er það ekki hlutur af fjarlægri fortíð.

Stóra spurningin hlýtur að vera hvort Yoko Ono og Paul McCartney fái lögbann á bókina. Yoko hefur passað mjög vel upp á arfleifð Lennons og reynt að koma í veg fyrir að nokkuð umdeilt hafi verið birt um hann.

Eflaust var John Lennon mjög flókin persóna. Snillingar eru oftast misskildir og margflóknir. Væntanlega verður sagan á bakvið meistara Lennons aldrei sögð að fullu.

Umfjöllun um bókina

Meistari Isaac Hayes látinn

IsaacHayes Meistari Isaac Hayes er látinn, 65 ára að aldri. Hayes var goðsögn í lifanda lífi í tónlistarheiminum, varð einn þeirra sem mörkuðu frægð soul-tónlistarinnar í kringum 1960 og markaði sér sess allt í senn sem lagahöfundur, upptökustjóri og söngvari. Allt við Hayes var svalt og traust, hann skapaði sér sinn stíl og var í fararbroddi með verkum sínum í tónlistarsögu Bandaríkjanna.

Saga soul-tónlistarinnar verður ekki rakin nema getið sé mikilvægs hlutverks Hayes, fyrst og fremst sem upptökustjóra og lagahöfundar í upphafi, þó hann hafi sem söngvari ennfremur gert merkilega hluti. Hayes var ein traustasta stoð þeirrar tónlistarmenningar. Með Ray Charles, Arethu Franklin, James Brown, Otis Redding og Jackie Wilson lék hann lykilhlutverk.



Árið 1971 markaði hann söguleg skref þegar hann hlaut óskarinn fyrstur þeldökkra fyrir annað en kvikmyndaleik fyrir stefið í Shaft. Shaft Theme er eitt traustasta og besta kvikmyndastef allra tíma, algjörlega ódauðlegt og traust. Mér hefur reyndar alltaf fundist Shaft algjörlega frábær mynd og met hana mikils. Shaft Theme er eitt af þessum traustu óskarslögum.

Þó Hayes ætti þátt í mörgum eftirminnilegum lögum mun stefið úr Shaft lifa þeirra lengst. Sögulegur sess þess hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni kom reyndar vel fram þegar Burt Bacharach valdi Hayes til að flytja lagið í tónlistarprógramminu á Óskarnum 2000 þar sem farið var yfir eftirminnilegustu kvikmyndatónlist sögunnar.



Yngri kynslóðirnar muna sennilega helst eftir honum fyrir þátt sinn í South Park-ævintýrinu. Kokkurinn var traustur og fínn. En öll munum við helst eftir meistara Hayes fyrir taktinn og stuðið. Hann var svalur og flottur. Blessuð sé minning þessa snillings.

mbl.is Isaac Hayes látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í 14. sæti - landamærapólitíkin blómstrar

Regína Ósk og Friðrik Ómar Jæja, Ísland lenti í 14. sæti í Eurovision - áhyggjur okkar um hvar ætti að halda keppnina og hvernig við ættum að gera það reyndust óþarfar. Er mjög stoltur af Frikka og Regínu. Þau stóðu sig vel, gerðu sitt besta og við getum verið mjög stolt af þeim. Það er erfitt að ná árangri í þessari keppni eins og hún er orðin, enda er landamærapólitíkin algjör. Enda var þetta mjög fyrirsjáanlegt.

Er alveg sammála Sir Terry Wogan um að keppnin er komin út í algjört rugl og breytinga er þörf. Þetta sást mjög vel þegar að undankeppnunum sleppti og stigagjöfin endurspeglaði öll þessi lönd. Vesturhluti Evrópu situr meira og minna hjá og góð lög frá þeim hluta fá ekki brautargengi. Þetta er orðin pólitísk keppni en ekki eingöngu tónlistarkeppni. Bitur staðreynd en hún blasir við.

Sigurlagið var lala, ekkert meira svosem. Hefði frekar viljað að Grikkland eða Úkraína myndu vinna. Árangur okkar var kannski fyrirsjáanlegur, en fór ekkert eftir því hversu vel við stóðum okkur. Við vorum klárlega með eitt besta atriði kvöldsins. En svona er þetta. Charlotte hin sænska komst áfram á dómnefndarvali og varð fyrir neðan okkur. Ekki græddi hún mikið á endurkomunni.

mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Eurovision haldin á vellinum ef við vinnum?

Keflavíkurflugvöllur Ég glotti út í annað þegar að ég heyrði að Þórhallur og hans fólk hjá Sjónvarpinu væru farin að undirbúa sig undir að halda Eurovision á gamla varnarliðssvæðinu ef við vinnum keppnina á morgun. Kannski er eðlilegt að hafa plan í stöðunni og gott að Sjónvarpið sé farið að velta þessu fyrir sér.

Finn mikla eftirvæntingu eftir morgundeginum. Við erum eðlilega hungruð í sigur eftir slæmt gengi í Eurovision nær allan þennan áratug, eftir að Selma var nærri búin að vinna í Jerúsalem fyrir níu árum. Er líka við hæfi að vera sigurviss, við erum með besta lagið okkar klárlega í keppninni síðan þá og eðlilegt að við höfum trú á okkar fólki. Við unnum hálfan sigur svosem með því að komast áfram eftir svo langa ógæfusögu og við eigum alveg að geta komist mjög langt á morgun.

Flestir spá okkur sæti á topp tíu og ég held að við munum enda þar, alveg klárlega. Ef gæði laganna eru metin er alveg ljóst að við erum með lag sem hefur kraft og stöðu til að fara mjög langt. Og auðvitað eigum við að vera með á að við getum unnið keppnina. Ég man reyndar þegar að við tókum fyrst þátt með Gleðibankann fórum við eiginlega til Björgvins í Norge með það að markmiði að vinna. Íslenska keppnisskapið út í eitt.

Vonbrigðin þá voru mikil. Höfum svosem lært okkar lexíu. Þá var stóra spurningin hvar við gætum haldið keppnina ef við myndum vinna. Allir spurðu sig að því þegar að Sigga og Grétar voru í toppslagnum 1990 með Eitt lag enn og þegar að Nei eða já fór vildum við fara alla leið. Þeir sem héldu utan um málefni RÚV voru með öndina í hálsinum þegar að Selma leiddi atkvæðagreiðsluna 1999 og þá stóðum við næst sigri.
 
Við getum alveg haldið þessa keppni. Nóg af stöðum til að spá í að hafa keppnina. Við erum þekkt fyrir að vera frumlegheit og redda hlutunum á mettíma. Verð þó að viðurkenna að ég sá ekki þessa hugmynd Þórhalls fyrir, eins smellin og hún er. Ágætt innlegg í sigurtilfinninguna degi fyrir úrslitin.

mbl.is Evróvisjón á vellinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk þjóðargleði - frábær árangur í Eurovision

Regína Ósk og Friðrik Ómar Eiginlega er það fyrst núna sem maður er að ná sér niður eftir gærkvöldið. Þvílík skemmtun í gærkvöldi. Algjörlega magnað. Þetta var auðvitað sannkölluð íslensk þjóðargleði, það var allavega fagnað alveg eins og við hefðum unnið keppnina. Eftir svo mörg ár í undankeppninni án nokkurs árangurs er þetta gleðilegur áfangi, hvað svo sem gerist á morgun. Allt í viðbót er plús.

Gleðin í gær var svo sönn. Finnst þetta jafnast eiginlega við gleðina eftir að við urðum í öðru sætinu árið 1999. Við vorum allavega komin í þörf fyrir því að fagna eftir mjög vond ár í Eurovision-keppninni. Höfum ekki verið í úrslitakeppninni síðan að Jónsi söng Heaven fyrir fjórum árum og löngu kominn tími til að við næðum lengra. Ef við hefðum ekki náð áfram með þessa flottu frammistöðu hefði verið hin stóra spurning hvað gæti þá eiginlega virkað á tónlistaráhugamenn Evrópu. En þetta gekk upp og gott betur en það.

Fannst reyndar merkileg tilviljun að við erum næst á eftir Póllandi á svið á morgun. Sama gerðist árið 1999. Selma Björnsdóttir var næst á svið eftir pólska laginu þá, sem ég man ekki hvað hét reyndar, enda minnir mig að því hafi ekki gengið sérstaklega vel. Pólska lagið er rólegt og vonandi mun stuðbylgjan í okkar lagi verða góð á eftir því. Held að við höfum verið heppin með okkar númer á úrslitakvöldinu.

Svo er auðvitað bara stuð og fjör á morgun, enn eitt Eurovision-partýið. Held að við getum verið stolt og ánægð hvernig sem fer úr þessu. Aðalmarkmiðið var að komast áfram, gera út af við bömmerinn mikla og þunglyndið yfir því að við næðum ekki upp úr undankeppninni. Úr þessu verður þetta bara stuð og gleði. Enda gerir okkar fólk sitt besta og gott betur en það.

mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland áfram - glæsilegt hjá Frikka og Regínu

Regína Ósk og Friðrik Ómar Loksins, eftir fjögurra ára bið, tókst Íslandi að komast upp úr undankeppninni í Eurovision í kvöld. Glæsilegur árangur. Frikki og Regína Ósk stóðu sig alveg glæsilega og leiftraði af þeim krafturinn og keppnisgleðin í atriðinu, sem var gríðarlega vel unnið og þau sungu sig inn í úrslitakeppnina með miklum glans.

Var alltaf viss um að þeim tækist þetta, enda eru þau svo miklir fagmenn í sínu, gera þetta pró og flott, að annað kom varla til greina. Keppnin hefur verið ein vonbrigði fyrir okkur síðan að Birgitta Haukdal náði tólfta sætinu með Open Your Heart vorið 2003. Selmu Björnsdóttur, Silvíu Nótt og Eiríki Haukssyni mistókst að komast áfram og því er það svo sætt að loksins hafi það tekist, burtséð frá því hvað gerist á laugardaginn.

Mikil gleði braust út í partýinu sem ég var í áðan. Verð þó að viðurkenna þegar að umslagið með Albaníu var dregið upp, á undan því íslenska, hugsaði ég með mér hvort að þetta myndi virkilega ekki takast. Áhyggjur voru óþarfar og væntanlega hefur gleðiöskur landsmanna glumið í hverju húsi með sjónvarp í lagi þegar að umslagið íslenska var fiskað upp úr körfunni. Svo var sérstaklega flott að bæði Svíþjóð og Danmörku tækist að komast áfram, þó að við hötum flest Charlotte Nilsson Pirrelli út í eitt eftir að hún rændi sigrinum af Selmu okkar fyrir níu árum.

Mörg flott lög komust áfram, var mest hissa á því að Portúgal tækist að komast áfram og svo var valið á hinum gamaldags reynsluboltum frá Króatíu skemmtilega óvænt. Norrænu þjóðirnar mega vel við una og verða öll á sviðinu á laugardag. Er það í fyrsta skiptið í fjöldamörg ár sem samnorrænn bragur verður á úrslitakvöldinu. Vonandi græðum við á því.

Líst annars vel á þetta á laugardaginn. Lykilmarkmiðið var að sanna að við kæmumst upp úr fjandans undankeppninni og það tókst. Allt annað er og verður plús. En vonandi náum við allavega inn á topp tíu, efri hluti þess yrði yndisleg búbót fyrir söngfuglana okkar, sem hafa staðið sig svo vel. Fyrir þjóðina er þetta fersk og góð vítamínssprauta á vordögum.

Óska ykkur innilega til hamingju með glæsilegan árangur Frikki og Regína Ósk. Þið hafið unnið vel fyrir ykkar - mikið er það nú sætt að ógæfa undankeppnanna síðustu árin er að baki og loksins eigum við skemmtilegt laugardagskvöld yfir keppninni eftir sorrífíling síðustu ára.

mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalkúnninn Dustin fær sömu örlög og Silvía Nótt

Dustin Ekki borgaði gamansemin og flippið sig fyrir Írland í Eurovision. Kalkúnninn Dustin féll úr keppni með glans og er strax farinn að horfa til Silvíu Nætur sem fyrirmyndar í því að flippa ærlega út og horfast svo í augu við tapið. Á vel við, enda voru þau bæði púuð niður. Held reyndar að Silvía Nótt hafi verið fyrsti keppandinn í hálfrar aldar sögu keppninnar sem var púuð niður og hún fékk mjög marga upp á móti sér.

Atriðið með Silvíu var einn húmor út í eitt og þar var þetta tekið alla leið. Dramað var algjört fyrir og eftir fallið mikla, en frægar voru geðsveiflur hennar eftir keppnina þar sem hún grýtti í fólk öllu úr búningsherberginu og er hún grét á öxl Sigmars Guðmundssonar í fréttaviðtali frá Aþenu. Mögnuð leiktúlkun. Silvía náð allavega athygli allra og margir sem voru í Aþenu gjörsamlega hötuðu hana. Rimma hennar og hinnar sænsku Carolu var alveg mögnuð, til dæmis.

Gat ekki betur séð en að Dustin hafi verið með íslenska fánann í höndunum. Veit ekki hvort að það er tilvísun til Silvíu eða hann haldi með Eurobandinu úr þessu í keppninni. Verður að ráðast svosem. Það er reyndar ansi fyndið hvað Írland hefur fengið háðuglega útreið í keppninni síðustu árin. Þetta er auðvitað Eurovision-land par excellance en þeir unnu fjórum sinnum á tíunda áratugnum og þótti mörgum nóg um orðið, eflaust þeim sjálfum undir lokin enda var orðið þeim dýrt að halda utan um pakkann.

En kalkúnninn blessaði reyndi allt sitt en hafði ekki erindi sem erfiði. Kannski er grínið fyrir gamanseminni í Eurovision eitthvað að minnka. Fjöldi laga í gegnum tíðina sem hafa húmorstengingu hafa náð árangri. Hver man annars ekki eftir Datner & Kushnir með Hoppa Hulle Hulle, LT United með We are the Winners og laginu frá Moldavíu fyrir nokkrum árum, með ömmunni á trommunni. Allt til í þessu.

En misskilinn húmor sem gengur mjög langt fær oft útreið. Írskur kalkúnn og íslensk glimmergella geta vitnað um það.

mbl.is Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræn velgengni - sanngjörn niðurstaða

Kalomoira frá GrikklandiVar gaman að horfa á fyrri undanúrslitakeppnina í Eurovision í kvöld. Bæði norrænu lögin komust áfram, sem er glæsilegt - gott að austantjaldsblokkin var ekki dómínerandi við valið. Held að þetta hafi verið sanngjarnt og fínt núna bara. Öll bestu lög kvöldsins komust áfram, en hinsvegar náðu grínlögin ekki góðum árangri. Kalkúnninn Dustin frá Írlandi komst ekki langt á glæstri sögu landsins í keppninni.

Finnst finnska lagið mjög flott og var eiginlega alltaf viss á því að það kæmist áfram, en var í meiri vafa með það norska, sem er þó virkilega fallegt, og því er glæsilegt að það hafi náð á úrslitakvöldið. Þetta lofar góðu vonandi fyrir hinar norðurlandaþjóðirnar en við keppum við Svía og Dani á fimmtudagskvöldið um að komast áfram. Varla munu allar þjóðirnar ná áfram.

Er að vona að Charlotte Nilsson Perrelli nái ekki að sigra keppnina. Hún vann Selmu Björnsdóttur í keppninni í Jerúsalem fyrir níu árum og margir spá henni sigri nú. Finnst lagið hennar fjarri því að vera best. Finnst eiginlega úkraínska lagið best. Finnst reyndar sérstaklega fínt hvað keppendur nota sviðið vel og eru margir með heljarinnar show.

Kom mér helst á óvart að Ísrael myndi takast að komast á úrslitakvöldið, en það var ekki mikið af óvæntum uppákomum. Skemmtilega óvænt að Grikkland skyldi ná áfram. Það lag bætti sífellt við sig í aðdraganda keppninnar. Meira og minna eftir bókinni. Verður gaman að vita á laugardag hvaða þjóðir fara áfram á dómnefndavalinu, tíunda þjóðin á hvoru kvöldi mun verða valin eftir dómnefndum, sem það land með hæsta skor er náði ekki í símakosningu.

Var fúlt að geta ekki kosið sitt uppáhaldslag í kvöld, en við fáum okkar tækifæri á fimmtudag. Finnst gott að hafa tvær undanúrslitakeppnir og geta brotið upp austantjaldsblæinn á keppninni og fengið aðeins fjölbreyttara úrval af þjóðum. Þetta var einum of einsleitt í fyrra til dæmis. Lagast eitthvað vonandi.

Þetta verður ansi vænleg Eurovision-vika og væntanlega verða allir þeir sem þora ekki að viðurkenna að þeir séu Eurovision-nörd búnir að viðurkenna það á laugardaginn.


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meat Loaf vill ekki fara í svala goluna á Fróni

Meat Loaf Jæja, þá er karlgreyið hann Meat Loaf búinn að valda öllum aðdáendum sínum hér á Fróni vonbrigðum með því að afskrifa tónleikahald í löndum hins kalda loftslags á heimsvísu. Held að einhver ætti að senda honum bók með myndum af hinu íslenska sumri og eða þá inneign á útivistarklæðnaði í 66 gráður norður. Væri góð byrjun allavega.

Þá kannski veit kappinn að felur nú ekki feigðina í sér að horfa til Íslands að sumarlagi. Kannski er hægt að sleppa Grænlandi í túrnum, en Ísland er nú paradís og þeir sem þola ekki svala sumargoluna eru nú ansi kveifarlegir, svo ekki sé nú meira sagt. En hann kannski heldur að Ísland sé kaldara en Grænland. Hvað ætli það séu nú margir um víða veröld sem halda að hér búi allir í snjóhúsum? Tja allavega ekki Al Gore.

Meatloaf er einn af þessum sannkölluðu ekta karakterum tónlistarsögunnar, mjög sérvitur en snillingur á sínu sviði. Hefur líka verið duglegur í að leika í kvikmyndum, flestir ættu allavega að muna eftir honum í Fight Club, enda vona ég að flestir hafi nú séð þá eðalræmu Finchers.

En nú rétt áður en allir ellismellir tónlistarsögunnar koma hingað væri nú gaman að fá Meatloaf til að halda ekta tónleika. Annars eru nokkrir þeirra á leið í sumar. Enn þurfum við þó að bíða eftir Rolling Stones. Þeir kannski koma í eitthvað lokað afmæli íslensks auðjöfurs þegar að hlutabréfin fara að hækka aftur. Hver veit?

mbl.is Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband