Færsluflokkur: Dægurmál
19.4.2007 | 00:28
Sumarkveðja - vetur kveður með snjókomu
Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Þetta hefur verið sviptingasamur vetur, sviptingar í veðri, pólitík og ýmsu mannlegu svosem. Þetta hefur líka verið mjög skemmtilegur vetur í skrifum hér. Ég hef misst tölu á þeim pælingum sem hér hafa verið settar fram en teljarinn sýnir yfir 230.000 heimsóknir síðan í september. Hef haft gaman af skrifunum og gleðst yfir því hversu margir líta í heimsókn á hverjum degi.
Veturinn kvaddi með kuldalegum hætti hér á Akureyri. Þegar að ég vaknaði í morgun hafði snjóað nokkuð. Var vissulega skemmtilega súrrealískt að hefja daginn í þessari skammvinnu kuldatíð. Þegar að leið á daginn vann sólin á snjónum. Það byrjaði að snjóa svo aftur undir kvöld og veturinn kvaddi því með snjóflygsum. Kuldalegur endir á risjóttum vetri.
Það er oft sagt að það viti á gott að vetur og sumar frjósi saman. Það ætla ég rétt að vona að sé tilfellið að þessu sinni. Held að þetta verði bara fínasta sumar, allavega er stefnt að skemmtilegri utanlandsferð og skemmtilegri ferð um landið og þetta verður sumarið þar sem ég ætla að skella mér í Fjörður og Flateyjardal, löngu kominn tími til svo sannarlega.
En enn og aftur góðar sumarkveðjur - vonandi eigið þið öll gott sumar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.4.2007 | 17:22
Barist við brunann í miðbæ Reykjavíkur
Þar hefur verið rætt m.a. við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, en það er öllum ljóst að þessi bruni er mikið áfall, enda um að ræða sögufræg hús og áberandi í borgarmyndinni í miðbænum. Magnús Skúlason fór t.d. vel yfir sögu þeirra og má öllum ljóst vera að þau hafa sett svip á borgina og því auðvitað táknrænt að sjá þau í ljósum logum og reykinn leggja yfir miðbæjarsvæðið.
Það er auðvitað hið rétta að borgarstjóri taki þátt í slíku starfi með áberandi sýnilegum hætti og sé aðgengilegur fjölmiðlum, en það gerði t.d. Þórólfur Árnason, þáverandi borgarstjóri, á sínum síðustu embættisdögum árið 2004 er Hringrásarbruninn mikli geisaði, en hann er sennilega eftirminnilegasti bruni í sögu borgarinnar á seinustu árum.
Talið er nú að eldurinn hafi kviknað í ferðamannamiðstöð þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var áður til húsa.Það verður fróðlegt að sjá umfjöllun um þetta í kvöld í fréttatímum og það hversu mikið tjón verði þarna er á hólminn kemur.
Það er þó alveg ljóst að betur hefur farið en á horfðist, þó auðvitað sé alltaf mikill skaði af bruna á svona viðkvæmu svæði er ljóst að mun verr hefði getað farið þarna í dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 15:46
Stórbruni í miðbæ Reykjavíkur
Stórbruni geisar nú í miðborg Reykjavíkur. Ég sá myndir af vettvangi á netinu rétt áðan. Það er merkileg sjón, enda virðist vera sem að gömlu húsin á þessum stað í hjarta borgarinnar séu stórskemmd. Skaðinn virðist skeður og vonandi að hægt verði að koma í veg fyrir enn meira tjón en orðið er og auðvitað koma í veg fyrir að eldurinn breiðist meir.
Þetta eru sögufræg hús sem brenna nú og því augljóslega um mikið tjón að ræða í ljósi þess. Ég var í Reykjavík fyrir nokkrum dögum og fékk mér göngutúr með nokkrum vinum í gegnum bæinn niður Austurstrætið og farið var eins og venjulega í borgarferð í Bæjarins besta til að fá sér pylsu og kók, það er hefðbundinn rúntur í borgarferð minni, eins og svo margra fleiri eflaust í skemmtun helgarinnar. Það er auðvitað ljóst að þessi hús skipa stóran sess á sínu svæði og mikið verkefni framundan fari allt á hinn versta veg.
Það er reyndar kaldhæðnislegt að mér var hugsað til þessa nótt í miðbænum um síðustu helgi hvað myndi gerast ef kæmi stóreldur við erfiðar aðstæður þarna upp. Hugurinn reikaði aðeins í þá átt, enda eru þetta allt timburhús, komin til ára sinna og erfiðar aðstæður geta orðið til þess að öll götumyndin gæti skíðlogað. Ekki hefði mér órað fyrir þá að innan viku reyndi á þessar pælingar. Þetta er því súrrealísk og dapurleg sýn sem blasir við. Vonandi mun slökkvistarfið ganga vel.
![]() |
Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2007 | 13:01
Konan í gjótunni
![]() |
Konu kippt upp úr gjótu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2007 | 00:27
Bandarísk þjóðarsorg - púslin raðast saman
Það er þjóðarsorg í Bandaríkjunum. Harmleikurinn í Virginia Tech hefur hreyft við öllum sem fylgst hafa með fréttum - þetta er harmleikur sem erfitt er að lýsa með orðum í sannleika sagt. Minningarathöfn var haldin á skólasvæðinu í dag. Horfði áðan á fréttamyndir þaðan. Það var sérstök upplifun að sjá það. Þar flutti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ávarp. Sorg hvílir yfir friðsælu skólasamfélagi. Það er mikilvægt að sýna þessu fólki samúð.
Púslin á bakvið þennan harmleik raðast nú saman hægt og hljótt. Fjölmiðlar og lögreglan fara yfir það sem vitað er. Að mörgu leyti er persóna fjöldamorðingjans hulin þoku, enda var hann einfari og greinilega verið mjög bilaður. Það bendir nú flest til þess að ástæða fjöldamorðsins hafi verið hatur á ríkum ungmennum sem þar hafi verið í námi. Skrif hans munu hafa sýnt ástand andlega vanheils manns og haft er eftir lögreglu að þau hafi verið skuggaleg, en það sem mögulegt er að ráða af persónunni finnst nú helst í því sem hann lét eftir sig í herbergi sínu.
Lýsingar á persónunni á bakvið þennan fjöldamorðingja koma reyndar auðvitað fram af þeim sem voru með honum í námi í Virginia Tech. Framan af var talið að þetta hefði verið ástríðumorð sem hafi farið úr böndunum. Lögregla dregur nú í efa að sú sem talin var hafa verið kærasta hans og var myrt í þessu fjöldamorði hafi verið tengd honum, heldur hafi þau aðeins þekkst vel og hún því ekkert sérstaklega frekar verið valin en aðrir. Heilt yfir virðist ekki hafa verið spurt að neinu um hver hafi verið hvað og gert eitthvað svosem, allir sem á staðnum voru hlutu sömu grimmilegu örlögin. Nokkrum tókst þó að sleppa lifandi frá þessu voðaverki.
Það er mjög sorglegt að lesa umfjöllun um þá sem féllu í valinn í þessu fjöldamorði. Það var fólk á öllum aldri, allt frá reyndum kennurum með mikla fræðimannsþekkingu að baki og merk störf á sínum vettvangi allt til nýnema og nema á lokaári sem átti mörg tækifæri framundan. Veit ekki hvaða orð hæfa. Ég er þess fullviss að þessi harmleikur muni öðlast sess í bandarískri sögu, enda er þetta stingandi hörmung sem leggst á heilt samfélag og merkir heila þjóð mjög lengi. Öll þekkjum við áhrif Columbine-fjöldamorðsins og þetta er á mun verri skala.
Heilt yfir er ljóst af fréttamyndum að samfélagið í þessum skóla er í rúst og það mun taka langan tíma að yfirvinna svona skelfilega örlagastungu á viðkvæman blett.
![]() |
Bush segir þjóðarsorg ríkja í Bandaríkjunum vegna atburðanna í Blacksburg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 15:50
Ásýnd og bakgrunnur fjöldamorðingjans könnuð

Mér finnst þetta það brútal og ótrúlega kuldalegt voðaverk að hann hlýtur að hafa átt sér einhverja vitorðsmenn. Verður svosem erfitt að fá úr því skorið. En þetta mál hlýtur að vera stærra en svo að hann hafi alveg einn verið að verk. Mun hann hafa verið einfari, mjög sér á báti og ekki mjög inntengdur í stóra vinahópa á skólasvæðinu ef marka má fréttir. Mér fannst athyglisverð lýsingin sem ég las áðan um það hvernig hann bar sig við þetta voðaverk. Þetta hefur verið mjög ákveðinn verknaður og ekkert hik. Þetta er sorglegt.
Ég hef fengið komment hér og líka tölvupósta, m.a. frá vinum mínum sem búa vestan hafs. Þetta er eins og gefur að skilja í öllum fjölmiðlum þar og er frétt um allan heim. Fátt er meira áberandi í dag hér heima á Fróni en þetta mál. Um er að ræða atburð sem verður lengi í minnum hafður. Ég hef séð það í kommentum hér að sumir snúa þessu máli upp í heift gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Það er sami gamli söngurinn. Það er eins og það er bara, en það verður að líta á málið í víðara samhengi.
Enda er hér um að ræða verknað, þó óvenjulega kuldalegur sé í þessu tilfelli, sem hefur gerst víða um heim meira að segja í rólegheitabæjum víða um heim. Listar um það er að finna hér í eldri færslum frá þeim sem kommentað hafa til mín. Það eru vissulega mjög sláandi listar. En þeir sýna vanda í þessum efnum sem ná mörg ár aftur í tímann. Annars finnst mér þetta mál vera svo miklu stærra og kuldalegra en mörg önnur og ég held að það fái sérstakan sess er frá líður.
Einn sendi mér póst og spurði um hvaða skoðun ég hefði á byssueign og tengdum málum. Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að herða lög um byssueign og setja ströng viðurlög í þeim efnum. Það á að vera grunnmál og vonandi mun þessi harmleikur leiða til þess að umræðan í þessum efnum komist á annað og farsælla stig en áður hefur verið í Bandaríkjunum. Ég hef sjálfur alltaf verið á móti skotvopnum til einkaafnota og vildi helst banna það að nær öllu leyti.
Ég sé nú á bandarískum fréttavefum að haldin verður minningarathöfn á skólasvæðinu í dag vegna fjöldamorðanna. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Laura Welch Bush, verða þar viðstödd. Þjóðarsorg er í Bandaríkjunum og friðsælt skólasamfélag verður aldrei samt. Það verður alltaf úr þessu markað minningum um það sem gerðist þar 16. apríl 2007.
![]() |
Morðinginn í Virginíu var kóreskur námsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2007 | 13:52
Leyndarhjúpurinn yfir fjöldamorðinu minnkar

Er reyndar með engu móti vitað hvort sami maðurinn hafi staðið að báðum tilfellum. 2 létust í heimavistinni, ef marka má fréttir, og yfir 30 í skólahúsnæðinu sjálfu. Þær eru ófagrar lýsingarnar af árásunum. Nokkrir sluppu lifandi með að þykjast vera látnir og sýna ekki lífsmark þar til þeim var óhætt að gera grein fyrir sér. Það vakna margar spurningar yfir þessu máli öllu. Það sem mér finnst standa helst eftir er sú staðreynd að tveir tímar liðu á milli skotárásar í skólahúsnæði og heimavist nemenda. Það er mikill áfellisdómur yfir yfirvöldum á staðnum.
Þetta er fjarri því fyrsta skotárásin þar sem óður byssumaður skýtur niður allt sem á vegi hans verður og er varla sú síðasta. Það er bitur staðreynd auðvitað. Allir þekkja fjöldamorðin sem ég vék að í gær, meira að segja gerðist svona í kyrrlátum skoskum skóla fyrir ellefu árum. Þar voru sextán felldir. Þetta er skelfilegt og það er erfitt að finna einhverja eina töfralausn. Ein þeirra er þó að endurskoða byssulög og herða viðurlög en það er ekki ein gullin töfralausn, enda hefur sannast að sé nógu kaldrifjaður vilji að baki þess að gera slíkt og hugurinn að baki er brenglaður getur fátt stöðvað hann.
Þetta fjöldamorð vekur fólk til umhugsunar að mörgu leyti. Fyrst og fremst er þetta áfall fyrir bandarískt samfélag. Það að slíkur voðaverknaður eigi sér stað í kyrrlátum bandarískum skóla, því sem á að vera fyrirmyndarsamfélag, rólegt og yfirvegað, er sláandi og fær fólk til að hugsa hlutina að mörgu leyti algjörlega upp á nýtt.
![]() |
Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2007 | 00:31
Þjóðarsorg í Bandaríkjunum

Bush gerir hið sama og Bill Clinton fyrir átta árum í kjölfar fjöldamorðsins í Columbine; hann ávarpar þjóð í skugga áfalls. Það er reyndar mjög merkilegt að lesa fréttavefsíður vestan hafs á þessu kvöldi eftir ávarp forsetans. Þetta er áfall heillar þjóðar eins og gefur að skilja. Mér fannst ávarp forsetans vel flutt, hann orðaði hlutina vel og með viðeigandi hætti og það er auðvitað hið eina rétta í skugga svona skelfilegs voðaverks að þjóðhöfðinginn komi fram. Þetta er mikið áfall fyrir bandarískt samfélag, það blasir við öllum.
Það er sagt í fréttum að borin hafi verið kennsl á byssumanninn. Það verður fróðlegt að sjá sögu þessa voðaverknaðar birtast. Ástæða þessa alls er á flökti en mun fyrr en síðar verða öllum ljós. Það er reyndar skelfilegt að heyra af þessu. Það að þetta gerist í friðsælum skóla er harmleikur og risavaxinn skali þessarar aftöku á fólki skelfir fólk, ekki bara í Bandaríkjunum, heldur um allan heim. Enginn vafi verður á því að saga þessa voðaverks mun greypast í minni fólks og verða tilefni bókaskrifa og hugleiðinga.
Það eru átta ár á föstudaginn frá fjöldamorðunum í Columbine. Það var skelfilegt voðaverk. Ekki síður man ég eftir öðrum óhugnaði; fjöldamorðunum í íþróttasalnum í skólanum í Dunblane í Skotlandi í mars 1996. Það var voðaverk sem enn hvílir sem mara yfir samfélaginu þar. Það tekur rosalega langan tíma að vinna sig út úr svona dimmum dal sem þessu fylgir. Öll vitum við um sögu þessara voðaverka beggja. Þeir sem vilja lesa um það bendi ég á tenglana hér ofar.
Þetta er dimmur dagur í bandarískri sögu. Þetta er fjöldamorð af gríðarlegum skala og það mun taka langan tíma fyrir margt fólk að vinna sig frá þessu. Þetta er áfall heillar þjóðar - mér fannst forseti Bandaríkjanna tala vel til þjóðar sinnar í kjölfar þessa voðaverks.
![]() |
Lögregla telur sig hafa borið kennsl á árásarmanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.4.2007 | 19:51
Skelfilegt fjöldamorð í Bandaríkjunum

Þetta eru óneitanlega mjög sjokkerandi tíðindi, þetta er gríðarlegt áfall fyrir bandarískt samfélag, svo skömmu eftir Columbine-skotárásina. Man mjög vel eftir þeirri skelfingu fyrir átta árum. Það bliknar þó hreinlega í samanburði við þær hörmungar sem þarna hafa átt sér stað og það blóðbað sem við blasir nú. Það eru skv. fréttum eins og fyrr segir 32 látnir og talað er um að allt að 30 séu særðir. Farið var bæði í kennslustofur og á heimavist og skotið á allt sem fyrir varð og byssumaðurinn hafi gnægð skota og vel vopnaður.
Þetta er svakalegt hreint út sagt. Þessi vondu tíðindi öðluðust óneitanlega enn meiri dýpt í lýsingum Dagmar Kristínar Hannesdóttur, sem sem er í doktorsnámi í sálfræði, í kvöldfréttum íslensku sjónvarpsstöðvanna. Heyrði á Sky áðan sjokkerandi lýsingar eins sem er nemandi við skólann og var nær vettvangi en Dagmar Kristín. Þetta er mikill sorgardagur vestanhafs og þessi vondu tíðindi skekja samfélagið þar og mun víðar.
Bowling for Columbine, mynd Michael Moore, í kjölfar skelfingarinnar í Columbine árið 1999 vakti ekki síðri alheimsathygli en voðaverknaðurinn sjálfur og myndin hlaut óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin árið 2003. Hún er eftirminnileg flestum sem hana sjá. Það er ógnvænlegt að sjá svona atvik gerast enn eina ferðina.
Það af hversu stórum skala þetta atvik nú er telst skelfilegt. Það geta engin önnur orð passað betur.
![]() |
22 látnir í skotárás í Virginíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2007 | 08:09
Hver verður framtíð Silvíu Nætur?
Ævintýrið um Silvíu Nótt tók á sig nýjan og athyglisverðan vinkil fyrir nokkrum vikum þegar að Ágústa Eva Erlendsdóttir, skapari glamúrgellunnar miklu, felldi grímu hennar og kom fram í eigin persónu í Sunnudagskastljósi Evu Maríu. Þar talaði Ágústa Eva opinskátt um þessa athyglisverðu hlið sem hún hefur skapað með þessum karakter. Ágústa Eva hefur bæði hneykslað og glatt landsmenn með þessum karakter í rúm tvö ár og tekið allan skalann í tilfinningatúlkun.
Öll þjóðin hefur fylgst með Silvíu Nótt á þessum tíma. Ég horfði fyrir nokkrum vikum á þátt með henni á Skjá einum. Frekar fannst mér hann stuðandi, enda er það eflaust markmiðið með þáttunum. Þetta drama hefur þó að ég held orðið mun meira og sterkara en stefnt var að. Kannski varð líka ádeilan öðruvísi og beindist í aðrar áttir en áður var stefnt að.
Það er freistandi að spyrja hvort ævintýrinu mikla með Silvíu Nótt sé að ljúka eða hreinlega á enda nú. Það væri ekki undarlegt yrði svo, enda virðist mesta fúttið úr karakternum. En hún hafði áhrif með karakternum, kannski öfug áhrif. Eins og fram kom átti Silvía Nótt að vera ádeila, en að mörgu leyti má vera að karakterinn hafi þróast í aðrar áttir.
Allavega, varð þetta ævintýri eflaust mun hástemmdara og háfleygara en stefnt var sennilega að. Og það er auðvitað með vissum ólíkindum hversu langt Ágústu Evu tókst að koma með karakterinn og eiginlega hversu lengi hún lifði í gegnum hann. Ágústa Eva er leikkona mikilla tækifæra. Hún ætti held ég frekar að nýta þau með öðrum hætti en í gegnum þennan karakter.
Ætli það sé annars búið að gera upp Silvíu Nótt? Það verður fróðlegt að sjá hver framtíð hennar og skaparans verður.