Bandarísk þjóðarsorg - púslin raðast saman

Cho Seung-huiÞað er þjóðarsorg í Bandaríkjunum. Harmleikurinn í Virginia Tech hefur hreyft við öllum sem fylgst hafa með fréttum - þetta er harmleikur sem erfitt er að lýsa með orðum í sannleika sagt. Minningarathöfn var haldin á skólasvæðinu í dag. Horfði áðan á fréttamyndir þaðan. Það var sérstök upplifun að sjá það. Þar flutti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ávarp. Sorg hvílir yfir friðsælu skólasamfélagi. Það er mikilvægt að sýna þessu fólki samúð.

Púslin á bakvið þennan harmleik raðast nú saman hægt og hljótt. Fjölmiðlar og lögreglan fara yfir það sem vitað er. Að mörgu leyti er persóna fjöldamorðingjans hulin þoku, enda var hann einfari og greinilega verið mjög bilaður. Það bendir nú flest til þess að ástæða fjöldamorðsins hafi verið hatur á ríkum ungmennum sem þar hafi verið í námi. Skrif hans munu hafa sýnt ástand andlega vanheils manns og haft er eftir lögreglu að þau hafi verið skuggaleg, en það sem mögulegt er að ráða af persónunni finnst nú helst í því sem hann lét eftir sig í herbergi sínu.

Lýsingar á persónunni á bakvið þennan fjöldamorðingja koma reyndar auðvitað fram af þeim sem voru með honum í námi í Virginia Tech. Framan af var talið að þetta hefði verið ástríðumorð sem hafi farið úr böndunum. Lögregla dregur nú í efa að sú sem talin var hafa verið kærasta hans og var myrt í þessu fjöldamorði hafi verið tengd honum, heldur hafi þau aðeins þekkst vel og hún því ekkert sérstaklega frekar verið valin en aðrir. Heilt yfir virðist ekki hafa verið spurt að neinu um hver hafi verið hvað og gert eitthvað svosem, allir sem á staðnum voru hlutu sömu grimmilegu örlögin. Nokkrum tókst þó að sleppa lifandi frá þessu voðaverki.

Það er mjög sorglegt að lesa umfjöllun um þá sem féllu í valinn í þessu fjöldamorði. Það var fólk á öllum aldri, allt frá reyndum kennurum með mikla fræðimannsþekkingu að baki og merk störf á sínum vettvangi allt til nýnema og nema á lokaári sem átti mörg tækifæri framundan. Veit ekki hvaða orð hæfa. Ég er þess fullviss að þessi harmleikur muni öðlast sess í bandarískri sögu, enda er þetta stingandi hörmung sem leggst á heilt samfélag og merkir heila þjóð mjög lengi. Öll þekkjum við áhrif Columbine-fjöldamorðsins og þetta er á mun verri skala.

Heilt yfir er ljóst af fréttamyndum að samfélagið í þessum skóla er í rúst og það mun taka langan tíma að yfirvinna svona skelfilega örlagastungu á viðkvæman blett.


mbl.is Bush segir þjóðarsorg ríkja í Bandaríkjunum vegna atburðanna í Blacksburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Hef verið í sambandi við deildarforseta Aerospace Engineering í Virginia Tech, sem er styttri útgáfa af Virginia Polytechnic Institute & State University.  Þeir segja orðrétt: "We wil pull out of this tragic events but  the healing will take a long time".

Hef fulla trú á að það takist enda afar rólegur og viðkunnarlegur háskólabær.  Það eru ekki forsendur til að búast við nema góðum fréttum þaðan í framtíðinni eins og var ávallt til 16 apríl.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 18.4.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hvað villtu eiginlega að Bush geri ?

Ragnar Sigurðarson, 18.4.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband