Færsluflokkur: Dægurmál
20.9.2008 | 03:49
Hversu mikils virði er saklaus sál?
Þarna er dæmt í sex ára fangelsi og undirstrikað að árásin á stelpuna var alvarleg samkvæmt bandarískum stöðlum. Í samhengi við dóminn er fróðlegt að líta á dóma í kynferðisbrotamálum hérlendis. Fyrir nokkrum vikum var háskólakennari dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stelpum. Sá dómur var skammarlega vægur.
Kannski er erfitt að meta svo vel sé hvenær saklaus sál er eyðilögð og hvernig eigi að refsa í samræmi við glæpinn svo eftir sé tekið. Í samhengi afbrotanna er eðlilegt að bera saman bandaríska dóminn og þann íslenska og eðlilega vaknar spurningin um það hvers vegna dómar í kynferðisbrotamálum séu svo vægir hérlendis.
![]() |
Stal úr sparibauk ungabarns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 19:59
Svartir englar ekki á Dagvaktinni
Enda er miklu betra að geta horft á annan þáttinn í rólegheitum og skipt svo yfir og horft á hinn. Hef miklar væntingar bæði til Dagvaktarinnar og Svartra engla og ætla mér, eins og örugglega flestir sjónvarpsáhorfendur, að horfa á báða þætti og njóta þess að íslenskt leikið efni sé á kjörtíma á báðum stöðvunum.
Vissulega er gott að úrval sé af leiknu efni og hægt sé að velja um á sama kvöldinu hvort horft sé á tvo þætti mjög vandaða. En mér finnst betra að hægt sé að horfa á það án þess að hafa áhyggjur af því hvort eigi að horfa á eða velja þurfi á milli. Held að báðir aðilar græði á þessu samkomulagi um að tryggja gott íslenskt sjónvarpskvöld á báðum stöðvum án þess að klessa því saman.
Annars vil ég hrósa bæði Pálma og Þórhalli. Grunnkrafa er að stöðvarnar, einkum ríkisrekin sjónvarpsstöð, bjóði áhorfendum upp á íslenskt sjónvarpsefni, sérstaklega leikið efni. Ríkisútvarpið hefur ekki staðið sig í þessum efnum í árafjöld en er loksins að taka sig á.
![]() |
Báðir þættir fá að njóta sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 15:04
Áfall fyrir þjóðkirkjuna
Eitt af því sem kom mér mest á óvart í þessu máli var að til væri fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Enn hefur þeirri spurningu ekki verið svarað hversu mörg mál hafi komið þar inn á borð frá stofnun fagráðsins, þó auðvitað sé þetta mál á Selfossi löngu orðið einstakt að umfangi og alvarleika.
Svona dapurleg mál vekja athygli og skaða það starf sem unnið er hjá kirkjunni að mínu mati. En mikilvægt að úrræði séu til staðar til að taka á málum innan kirkjunnar sem stofnunar.
![]() |
Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2008 | 02:12
Pósthólf Söru opnað - netföng og frambjóðendur

Fyrir nokkrum dögum voru demókratar að gera grín að McCain í auglýsingu því hann gæti ekki notað tölvu og skrifað tölvupóst. Sú gagnrýni var frekar hol í ljósi þess að McCain getur ekki notað lyklaborð vegna stríðsáverka og getur t.d. ekki lyft höndum sínum eðlilega upp. Fróðlegt verður að sjá hvort ráðist verði nú að Söru Palin fyrir að hafa ekki skoðað pósthólfið sitt á yahoo svo dögum skipti. Hún hefur greinilega ekki skoðað það um skeið.
Nokkrir forsetaframbjóðendur töluðu mikið um það að þeir sendu ekki tölvupóst. George W. Bush sagði í kosningabaráttunni 2000 að hann væri ekki með netfang og hann hefur alveg örugglega ekki komið sér upp einu slíku í Hvíta húsinu. Að sögn gárunga sagði Al Gore eitt sinn að hann hefði fundið upp internetið svo hann hefur örugglega verið með netfang á árum sínum í Hvíta húsinu. Bill Clinton notaði ekki tölvupóst á árum sínum í Hvíta húsinu. John Kerry spurði eitt sinn á fundi hvað þetta at-merki þýddi eiginlega.
Barack Obama hefur verið með mjög tæknivædda kosningabaráttu og mun örugglega verða fyrsti forseti Bandaríkjanna með tölvupóstfang í Hvíta húsinu ef hann nær kjöri á meðan John McCain mun örugglega ekki vera með tölvu við hendina. Hvað varðar Söru Palin er stóra spurningin eflaust hvort hún ætlar að halda yahoo-netfanginu og nota það í Hvíta húsinu verði hún varaforseti Bandaríkjanna fyrst kvenna.
![]() |
Tölvuþrjótar komust í póstinn hjá Palin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 00:35
Ike kominn í heimsókn á norðurhjara

Mér finnst eiginlega fátt ömurlegra en vindgnauðurinn sem fylgir svona óveðri. Gersamlega óþolandi. Ég horfði áðan á kvikmyndina Key Largo með hjónunum Humphrey Bogart og Lauren Bacall, og Edward G. Robinson. Er mjög viðeigandi að horfa á myndina í þessu roki, því myndin gerist meðan að fellibylur gengur yfir og hávaðarok og það tónaði ágætlega við rokið hérna á Akureyri meðan að myndin var í tækinu.
Ætla að vona að Ike fari jafnskjótt og hann kom. Ekki skemmtilegt að hafa hann í heimsókn. Hef hugsað um hverjum Ike er nefndur eftir. Er það rokkgoðið margfræga Ike Turner eða Ike Eisenhower forseti?
![]() |
Mörg útköll vegna óveðursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 14:39
Fréttaflutningur með bandarískum keim
Ætla að vona að svo sé ekki. Við þurfum ekkert á svona fréttaflutningi að halda hér heima á Fróni.
![]() |
Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.9.2008 | 00:45
Kuldalegar nágrannaerjur
Annars hef ég svosem heyrt svæsnari sögur af nágrannaerjum. Upplifað sjálfur hatrömm átök milli nágranna í fjölbýlishúsi þar sem ég hef búið og sögur frá vinum mínum. Stundum er þar rifist upp á nauðaómerkilega hluti sem verða að stórmáli í leiðindaátökum sem stigmagnast bara vegna þrjósku og stífni.
Skil ekki hvernig sumt fólk nennir að standa í köldu stríði við nágranna sína - koma óánægju á það stig að gera þeim allt illt og reyna að eyðileggja fyrir þeim. En eflaust er þetta sálrænt atriði eins og svo margt annað.
![]() |
Illvíg deila nágranna í Kjós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 01:29
Peningahítin Nyhedsavisen
Ekki er hægt að segja annað en allt sem tengist Nyhedsavisen hafi endað sem hin mesta sorgarsaga. Tilraunin til að flytja hugmyndina á bakvið Fréttablaðið út endaði öðruvísi en ætlað var. Greinilegt er að hver vísar nú á annan um hvern eigi að draga til ábyrgðar fyrir tilraunina og endalokin margfrægu. Þeir sem urðu fyrir mestu áfallinu hér líta flestir til Morten Lund.
Nýjasta innleggið um að Lund hafi verið fenginn til að keyra blaðið í þrot og stöðva það af vekur vissulega athygli. Sú spurning sem hefur þó verið lengst í huga mér þegar hugsað er til Nyhedsavisen er þó sú hvert allir peningarnir voru sóttir sem enduðu í þessari miklu fjármunahít. Var viðskiptavitið til staðar þegar þessi för var planlögð?
![]() |
Grunuðu Lund um græsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 23:11
Skemmtun eða mannleg grimmd?
Kannski er þetta þróun að erlendri fyrirmynd að við berum ekki virðingu fyrir öðru fólki í samfélagi okkar og hugsum ekki út hlutina í gegn í ölæðinu. Er virðingarleysið orðið algjört? Því miður er ekki hægt annað en hugsa þannig. Hvers vegna gerist enda svona nokkuð nema að eitthvað stórlega sé að? Þetta er grimmd og mannvonska af verstu sort.
![]() |
Blóðug árás í Þorlákshöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 13:48
Pólsk hryllingssaga
Þó að þessi misnotkun hafi staðið í mun styttri tíma en það sem Elísabet Fritzl mátti þola er þetta skelfilegt í alla staði. Þetta er í raun aftaka á viðkvæmri sál, barni á viðkvæmum aldri og er skelfileg framkoma við manneskju af eigin holdi og blóði. Misnotkunin og einangrunin eru algjört tilræði við börn. Algjör hryllingur.
Eitt er fyrir saklaust barn að lenda í svona aðstæðum með ókunnugu fólki, sem er vitfirrt og fer sínu fram meðan að leit fer fram, en það að foreldri fari svona með eigið barn er viðurstyggilegt. Eitt af því sem slær mig mest er að birtar voru myndir af manninum á fréttavefum í gærkvöldi en augun voru falin. Finnst alveg óþarfi að reyna að fela hver þetta sé.
Samlíkingin við Fritzl-málið er eðlileg. Þetta er jafnmikið áfall fyrir pólskt samfélag og Fritzl-málið var fyrir hið austurríska. Að tvö svona alvarleg mál komi upp í friðsælu evrópsku samfélagi á innan við tveim árum er dapurleg staðreynd. En kannski er svona mannvonska víða til staðar en falin vandlega. Dapurleg tilhugsun.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)