Færsluflokkur: Dægurmál

Kynlífsþrælkun í átján ár - Stokkhólms-heilkenni

Samkvæmt fréttum er Jaycee Lee Dugard illa haldin af Stokkhólms-heilkenninu (Stockholm syndrome) eftir átján ára kynlífsþrælkun mannsins sem rændi henni. Þetta minnir á hina austurrísku Natöscu Kampusch, sem haldið var fanginni í áratug. Eftir prísundina vorkenndi hún allra mest þeim sem hafði rænt henni og haldið henni fanginni, eyðilagt líf hennar. Þetta er algjör heilaþvottur - sorgleg afleiðing einangrunar og yfirtöku á manneskju.

Fyrir þá sem ekki vita á nafngiftin fyrirmynd sína í bankaráninu í Kreditbanken í Stokkhólmi í ágúst 1973. Þar héldu bankaræningjar fjölda fólks sem gíslum sínum í fimm daga. Að bankaráninu loknu snerust gíslarnir til varnar fyrir þá sem héldu þeim föngnum og höfðu gjörsamlega verið heilaþvegnir. Alla tíð síðan hefur nafngiftin yfir tilfelli af þessum toga verið kennd við ránið athyglisverða í Stokkhólmi.

Natascha Kampusch var svo þungt haldin af Stokkhólms-heilkenninu að hún syrgði manninn sem hélt henni í tæpan áratug sem gísl sínum er hún vissi að hann hefði fyrirfarið sér. Hún reyndar stakk hann af en hún hafði greinilega lifað sama lífi og svo margir sem falla í faðm þeirra sem hafa eyðilagt líf þess. Hún var undir stjórn og heilaþvegin af drottnun. Þetta eru skelfileg örlög og sennilega eitt frægasta umhugsunarefni sálfræðinnar.

mbl.is Jaycee starfaði fyrir ræningjann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifir Jackson eftir dauðann eins og Presley?

Sögusagnir um að Michael Jackson hafi stigið út úr líkbíl eftir dauða sinn fyrir tveimur mánuðum minnir ískyggilega á hinar lífseigu kjaftasögur um að Elvis Presley, fyrrum tengdafaðir hans, hafi ekki dáið í ágúst 1977 heldur lifi góðu lífi fjarri Graceland - hafi sviðsett dauðann til að eiga notaleg efri ár. Spurning hvort Jackson hafi viljað líf utan sviðsljóssins og sett allt heila dæmið af stað sem show til að auka vinsældir sínar og styrkja stjörnustöðu sína eftir alla erfiðu skandalana.

Þetta er svo fjarstæðukennt að það hljómar eflaust satt fyrir einhverja. Margir trúðu því virkilega í fjöldamörg ár að Presley hafi lifað góðu lífi eftir dauðann: gerðir voru þættir og skrifaðar bækur þar sem reynt var að styrkja þessa samsæriskenningu... sem var samt svo brjálæðislega absúrd og vitlaus. Sama leikinn á nú að reyna að leika eftir með Jackson.

Efast um að Jackson hafi viljað allt setja á svið allt showið sem hefur fylgt eftir dauðann.... allar kjaftasögurnar um einkalíf hans og börnin sem grasseruðu upp á sömu stund og fleiri keyptu plöturnar hans, hlustuðu á lögin hans og rifjuðu upp stjörnuljómann sem var löngu gleymdur. Held að þessi samsæriskenning sé jafn absúrd og var með Elvis.

Nema þá að þetta sé allt eitt show.... en heldur betur þarf að spinna vel til að geta leikið þann leik með alla þátttakendur frá upphafi til enda á réttum stað í réttri rullu.


mbl.is Jackson lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batakveðjur til Jóhannesar eftirhermu



Ég held að allir landsmenn hugsi hlýlega til Jóhannesar Kristjánssonar, eftirhermu, og voni að hann nái fullri heilsu sem allra fyrst. Jóhannes er besta eftirherman í sögu Íslands... hefur slegið eftirminnilega í gegn með túlkun sinni á Guðna Ágústssyni, Ólafi Ragnari, Steingrími Hermannssyni, Alfreð Þorsteinssyni og Halldóri Blöndal... svo nokkrir séu nefndir.

Þessi sena úr skaupinu 2002 er alltaf jafn góð.

mbl.is Heppinn að vera á lífi eftir hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg kvöldstund á Dalvík

Mikil og góð stemmning var á fiskisúpukvöldinu á Dalvík í gærkvöldi og gaman að vera þar gestur hjá bæjarbúum og upplifa enn og aftur gestrisni þeirra. Virkilega notalegt er að sjá hversu vel heimamönnum hefur tekist að byggja þennan dag upp með öllu því sem til þarf. Stemmningin verður sífellt meiri með ári hverju og hátíðin heldur áfram að vaxa undir forystu Júlla Júll.

Þar hefur verið unnið af krafti árum saman og öllum ljóst að hátíðin er rós í hnappagat bæjarbúa útfrá. Held að fáum sem störtuðu þessum hátíðarhöldum fyrir átta árum hafi í raun órað fyrir því að svo vel myndi ganga sem raun ber vitni. Hvað þá að svo mikill mannfjöldi myndi vilja koma til að fá sér súpu.

Fiskidagurinn mikli hefur gert mikið fyrir Dalvík. Þetta er auðvitað ein besta bæjarhátíð landsins. Mörg sveitarfélög geta lært mikið af því sem Dalvíkingar hafa gert til góðs með þessari hátíð.

Fiskidagurinn er sannkallaður yndisauki í mannlífið hér í firðinum á hverju ári. Þar eru allir velkomnir og engin hlægileg aldurstakmörk. Þar gleðjast allar kynslóðir saman.

mbl.is Fjölmenni á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnuð stjarna reynir við dótturina

Ryan O´Neal hefur nú endanlega náð botninum. Hversu lægra er hægt að sökkva en reyna við dóttur sína í útför sambýliskonunnar Farrah Fawcett. Segist ekki hafa þekkt hana. Vandræðalega pínlegt í meira lagi. Ekki er beint mikill stjörnuljómi yfir áru hans nú miðað við í denn sem leikara og stjörnu í áratugi á vettvangi kvikmyndanna. Margir muna eftir Ryan O´Neal fyrir eigin afrek á meðan sumir muna eftir honum sem sambýlismanni þokkagyðjunnar Farrah Fawcett.

Ryan sló fyrst í gegn í hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970 - þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Var toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.

Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dótturinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki.

Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.

En Ryan er heldur betur búinn að klúðra sínum málum. Þetta ævintýralega klúður hans með Tatum er samt örugglega ekki síðasta klúðrið hans, enda margþekktur fyrir að vera hálfmisheppnaður rétt eins og einkasonur hans og Farrah sem situr í fangelsi og fékk leyfi í tvo tíma til að vera við útförina.

mbl.is Ryan reyndi við Tatum í jarðarför Fawcett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni og töfrastundin í Herjólfsdal

Hvað sem segja má um Árna Johnsen verður ekki um það deilt að brekkusöngur hans í Herjólfsdal er tær snilld. Honum tekst þar að láta fólk gleyma pólitík og skoðunum á sjálfum sér um stund og heilla alla sem eru á staðnum. Stemmningin á brekkusöng í Herjólfsdal er engu lík. Þar fer hann á milli laga af fagmennsku og vandvirkni og tekst að sameina alla í fjöldasöng.

Slíkt er afrek og allir sem hafa upplifað þennan viðburð vita hvað ég meina þegar sagt er að Árni er engum líkur. Hann nær að sameina fólk þessa kvöldstund óháð öllu öðru, m.a. eftir því hvaða pólitískar skoðanir þeir hafa á honum og fortíð hans.

mbl.is 13 þúsund manna kór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best sem síðast hlær

Ég verð að viðurkenna að mér fannst það kómískt og fjarstæðukennt í meira lagi þegar sjáandinn Lára spáði jarðskjálfta fyrir nokkrum dögum og nefndi meira að segja tímasetningu. Skjálftinn kom nokkrum dögum síðar og á tólfta tímanum eins og Lára spáði fyrir um. Sá hlær best sem síðast hlær, var eitt sinn sagt.

Veit svosem ekki hverju skal trúa. Gert hafði verið grín að Láru eftir að í ljós kom að maður hennar var að selja svokölluð skjálftahús og það sett í samhengi. Mér finnst nú samt sem Lára hafi spáð sterkari skjálfta, ef marka mátti dramatíska spá hennar. En hvað með það. Lára er eflaust í skýjunum á meðan við hin veltum fyrir okkur hvort þetta var auglýsingatrix eða raunverulegur spádómur.

mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggt til framtíðar með lottóvinningi

Ég vil óska milljónamæringnum unga til hamingju með lottóvinninginn á laugardag. Vinningssaga hans er eilítið notaleg og gott að hann ætlar að ávaxta auðinn í framtíðinni á skynsamlegan hátt. Þetta er góð afstaða til peninga að nota þá til að byggja til framtíðar en ekki sólunda peningum hratt og illa eins og sumir hafa því miður gert.

Hugarfar þeirra sem vinna hafa nefnilega áhrif til framtíðar. Sumir hafa spilað stórum vinningi úr höndum sér fljótt og farið illa með auðinn. Þetta hugarfar unga mannsins er heilbrigt og gott, sérstaklega á þessum tímum sem við lifum á.

mbl.is Lottóvinngshafinn kominn fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fór lottóvinningurinn á góðan stað

Vonandi hefur stóri lottópotturinn farið á góðan stað, til þeirra sem virkilega þurfa þessa peninga. Annars er það alltaf smekksatriði hverjir þurfi á slíkum fjárfúlgum að halda og hvar það verður virkilega að traustri fótfestu í lífið - stoð fyrir þá sem eru fjárþurfi og í vanda.

Óska vinningshafanum til hamingju og vona að þeim gangi vel að höndla vinningsupphæðina og það sem henni fylgir. Kannski er best að fagna slíku einn með sínum nánustu frekar en sleikja upp umfjöllun í öllum fjölmiðlum.

Stundarfrægðin getur oft snúist upp í annað en hamingju.

mbl.is Vann 46 milljónir í Lottó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkrabílar og forgangsakstur

Mildi var að ekki var sjúklingur í sjúkrabílnum sem ekið var í hliðina á. Þetta vekur spurningar um hvort ökumenn víki ekki fyrir sjúkrabílum í forgangsakstri. Lágmarkskrafa til ökumanna er að þeir virði að sjúkrabílar hafi algjöran forgang á veginum og hliðri til fyrir þeim. Ég hef séð nokkur dæmi þess í umferðinni að þetta hafi ekki gerst. Sumir flýta sér mikið í umferðinni og hugleiða ekki hversu mikilvægt er að hliðrað sé til fyrir sjúkrabílum í umferðarhnút eða ös.


mbl.is Var í forgangsakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband