Færsluflokkur: Dægurmál

Yndisleg landsmótshelgi á Akureyri

Helgin var virkilega notaleg og góð hér á Akureyri. Mjög vel tókst upp með landsmótið, öll aðstaða á nýjum íþróttaleikvangi á Þórssvæðinu var hin besta og mikil ánægja með uppbygginguna þar. Við hér á Akureyri getum því verið stolt af mótinu, hingað kom fjöldi fólks og átti mjög góða stund.

Leitt að heyra af þessum eftirmálum maraþonhlaupsins. Þetta er ekki skemmtileg lokafrétt vel heppnaðs móts og ekki til sóma.


mbl.is Deilt um úrslit í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel Valhöll brennur

Hið sögufræga hús, Hótel Valhöll, brennur nú til grunna á Þingvöllum. Mikil og merkileg saga fylgir þessu hóteli og mikill sjónarsviptir af því. Mjög táknrænt er að Hótel Valhöll brenni á þessum degi, en 39 ár eru liðin frá því að Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans, og Benedikt Vilmundarson, dóttursonur þeirra, fórust þegar forsætisráðherrabústaðurinn brann 10. júlí 1970.

Í hvert sinn sem ég fór til Þingvalla leit ég við í Hótel Valhöll og hef alltaf metið húsið mikils. Þetta eru leiðinleg endalok á hótelstarfinu á svæðinu en vonandi ekki endalok á veitingarekstri á þessum stað.

mbl.is Valhöll brennur til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldur er afstætt hugtak

Mér fannst eitthvað svo innilega sætt og notalegt við fréttina um 105 ára gömlu konuna á Ísafirði sem labbar um bæinn með hjólastól til að styðjast við og setjast í hann þegar hún yrði þreytt - notaði hann svo til að bregða á leik og keyra sextugum syni sínum. Hugguleg frétt af sannri hvunndagshetju, kjarnakonu að vestan.

Auðvitað er það löngu vitað mál að aldur er afstætt hugtak... aðallega er aldur tala sem þvælist í hausnum á okkur og kannski öðrum. Við erum bæði eins ung og gömul og við viljum vera. Þetta snýst allt um hugarfarið, fyrst og fremst. 

mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnheiði Elínu Clausen hent út af facebook

Ég ætlaði varla að trúa því þegar ég heyrði að Ragnheiði Elínu Clausen, hinni indælu og notalegu sjónvarpsþulu til fjölda ára, hefði verið hent út af facebook, væntanlega vegna þess að hún hefði verið klöguð eða tekin atlaga gegn henni með einhverjum hætti. Eðlilegt er að spyrja sig hvort hver sem er geti hent öðrum einstakling út af facebook með samþykki yfirstjórnar síðunnar án þess að hafa nokkuð af sér gert.

Ragnheiður Elín hefur verið facebook vinur minn mjög lengi. Hún hefur þar tjáð sig um stöðuna í samfélaginu, verið með myndir úr sínu lífi og gert allt það sem við teljum eðlilegt að gera að öðru leyti á opnum samfélagsvef í samskiptum við vini eða kunningja. Meðferðin á henni er því frekar dapurleg og vonandi að hún fái sín persónulegu gögn til baka og auðvitað helst síðuna sína opnaða aftur.

Algjör vitfirring - mikilvægt atriði vantar í fréttina

Eðlilegt er að velta fyrir sér hverskonar vitfirring ráði för þegar maður veldur slíku tjóni í Skógarhlíð. Þarna hlýtur meira en lítið tilefni að hafa ráðið för. Þetta er gert að yfirlögðu ráði og hefur greinilega verið vel skipulagt. Enda augljóst.

Moggafréttin segir þó bara hálfa söguna, enda kemur fram í frétt á vísir.is að maðurinn hafi hringt í fréttastofuna og sagt hvað hann ætlaði að gera og verið með hótanir. Mjög alvarlegt mál. Hvað gerði sá sem fékk þá hringingu?

Mikilvægt að fá svar við því. Hafði hann samband við lögregluna? Ef ekki, var ástæða til að telja samtalið grín eða að það væri tilraun til að blekkja fréttastofu?

En hvert er tilefnið? Hvað kallaði fram aðra eins vitfirringu og yfirlagða aðför að slökkviliðinu?


Viðbót
Hafsteinn Gunnar Hauksson, blaðamaðurinn sem vann fréttina og talaði við manninn, hafði samband við mig og benti mér á hið mikilvæga atriði að hann hafði samband við neyðarlínu eftir að tala við manninn og bent þeim á stöðu mála. Mikilvægt að benda á það í samhengi við þessa bloggfærslu. Þakka Hafsteini fyrir að hafa samband.

mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jörð skelfur enn fyrir sunnan



Jarðskjálftahrinan heldur áfram fyrir sunnan, ekki langt frá þeirri síðustu heldur. Vonandi fer að róast yfir. Við hér í Eyjafirði þekkjum sannarlega vel þá tilfinningu sem þeir á Suðurlandi finna fyrir í dag og hafa gert síðustu mánuði, enda margir skjálftar dunið hér yfir okkur Norðlendinga í áranna rás, enda Eyjafjarðarsvæðið mikið jarðskjálftasvæði. Ekki nema rúm sjötíu ár frá Dalvíkurskjálftanum margfræga. Síðan hafa margir skjálftar komið, sennilega er skjálftinn árið 1963 þeirra eftirminnilegastur en ennfremur er mörgum hér fyrir norðan í fersku minni skjálftinn árið 1976, þar sem tjón varð mikið t.d. á Kópaskeri.

Horfði fyrir nokkrum dögum á nokkrar stórslysamyndir sem ég á. Þær eru ágætar mitt á milli spennumyndanna öðru hverju. Horfði m.a. á Earthquake með Charlton Heston og Övu Gardner. Ein af þessum ekta stórslysamyndum frá áttunda áratugnum þar sem gert var út á sem mestan hasar út frá skjálftum, eldsvoðum og sjóslysum. Vantar ekki dýnamíkina í þessa mynd, eins og sést á þessari klippu.

mbl.is Reykjanes skelfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn viðbjóður

Mér finnst það hreinn viðbjóður að taílenskt dagblað hafi birt myndir af líki leikarans David Carradine. Mér finnst það algjört siðleysi að fjölmiðlar birti slíkar myndir. Er ekki hægt annað en vorkenna ættingjum og aðstandendum á þeim tímapunkti sem "fjölmiðlun" nær þessum sorglega lágpunkti. Það á að vera heiðarleg skylda fjölmiðla að vanhelga ekki minningu látinna eða reyna að standa vörð um virðingu þeirra sem látnir eru.

Það er skoðun mín að þessi myndbirting komi umræðu um fjölmiðla á lágan stall og í raun er ekki hægt annað en fordæma þessa myndbirtingu. Það á að vera skylda fjölmiðla að koma fram með heiðarlegum hætti og ekki gera neitt það sem augljóslega misbýður þeim sem eru í sárum eftir sorglegt andlát ættingja eða vinar.

mbl.is Fjölskylda Carradine í uppnámi vegna ljósmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnífstunguárás í Hafnarstræti

Hnífstunguárásin í Hafnarstræti á björtum degi eru vond tíðindi fyrir okkur Akureyringa. Við erum ekki vön svona fréttum og því er það auðvitað visst áfall, sérstaklega að þetta gerist í hjarta bæjarins. Nýr veruleiki í bæjarlífinu verður óneitanlega með svona alvarlegri árás.

Fyrir mestu er að þetta mál sé upplýst. En það opnar auðvitað spurningar um hvort alvarleg undirheimavandamál, lífshættulegar árásir og grimmt ofbeldi verði meira áberandi hluti af bæjarlífinu hér.

mbl.is Tveir handteknir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu svörtu kassarnir finnast?

Mjög góð tíðindi eru að tekist hafi að finna brak úr flugvélinni sem fórst á flugi yfir Atlantshafið um helgina. Mikilvægt er að fá að vita meira um örlög vélarinnar og þeirra sem voru um borð. Mikilvægast af öllu er að finna svörtu kassana, flugritana, sem rekja sögu þess sem gerðist. Þeir þurfa að finnast innan 30 daga til að hægt verði að komast að því hvað gerðist.

mbl.is Brak finnst á Atlantshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Váleg tíðindi

Mjög váleg tíðindi eru að Íslendingur sé meðal þeirra sem saknað er í flugvélinni sem talið er að hafi farist í flugi milli Brasilíu og Frakklands. Hugur minn er hjá aðstandendum allra þeirra sem voru um borð.

Þetta er væntanlega mannskæðasta flugslysið síðan í nóvember 2001 þegar Airbus-flugvél fórst í New York. Þá létust 265.

mbl.is Farþegarnir voru frá 31 landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband