Færsluflokkur: Dægurmál
1.6.2009 | 12:12
Þolir Susan Boyle frægðina?
Þarf sterk bein til að þola svona velgengni og höndla frægðina ofan á það líf sem Susan Boyle lifði í kyrrþey árum saman. Fyrstu merkin um að Susan væri að bugast komu fram í síðustu viku þegar hún öskraði ókvæðisorðum að ljósmyndurum og fólki sem elti hana út um allt. Hún þurfti svo aðstoð fagmanna til að komast í gegnum úrslitaþáttinn.
Fyrst og fremst vona ég að Susan Boyle fái hjálp til að höndla þessa frægð. Hvað úr frægðinni verður hlýtur að vera aukaatriði.
Susan Boyle á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2009 | 02:33
Hrottinn á Nesinu fer fljótt í sama farið aftur
Ekki tók það marga daga fyrir einn hrottann á Seltjarnarnesi, sem réðst á eldri mann á heimili hans og rændi hann, að fara strax aftur í sama farið. Væntanlega er þetta ólánsfólk sem er í eiturlyfjaneyslu og er komið í algjöran vítahring. Algjör sorgarsaga.
Þetta mál leiðir óneitanlega hugann að þeirri grimmd sem er í undirheimunum. Þar er allt gert til að fjármagna næsta skammt og til að halda neyslunni áfram. Þetta kom vel fram í málinu í Garðabæ þar sem barnabarn eldri konu beið úti í bíl meðan amman var rænd.
Braust strax inn aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2009 | 12:48
Skoska öskubuskuævintýrið heldur áfram
Þó að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað í Britain´s Got Talent mun frægðarsól hennar eflaust ljóma lengur. Ég man ekki eftir ein kona hafi orðið frægari en Susan Boyle fyrir það eitt að taka þátt í hæfileikakeppni. Hún varð heimsfræg á einni nóttu og var í jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og spjallþætti Opruh Winfrey og spjallþætti Adam Boulton á Sky og allt þar á milli.
Ég held að almenningur hafi dáðst mest af einlægum hæfileikum hennar. Athyglin varð samt einum of þegar leið á og ég undrast ekki að hún hafi beygt af og misst stjórn á sér. Kannski eyðilagði það fyrir henni möguleikana að vinna og kannski varð hún of umdeild og álitin of sigurviss eftir því sem á leið. Vonlaust að meta það hvort það var eitthvað eitt sem eyðilagði sigurmöguleikana.
En hún var samt alveg yndisleg í gærkvöldi þegar hún söng aftur I Dreamed a Dream úr Les Miserables. Einlægt og traust.
Breski skopmyndateiknarinn Peter Brookes í Times náði að rissa vel upp frægð skosku öskubuskunnar og líkja henni við annan Skota, breska forsætisráðherrann Gordon Brown í vikunni. Þessi smellna skopmynd talar sínu máli. :)
Boyle fær hundruð milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2009 | 02:59
Biðin eftir skjálftunum á Suðurnesjum
Óþægileg tilfinning fyrir íbúa á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu að vita að nær öruggt sé að skjálftavirknin haldi áfram. Vonandi er þó það versta afstaðið. Af mörgum innlendum klippum af skjálftanum fyrir ári, 29. maí 2008, finnst mér þessi úr eftirlitsmyndavél Atlantsolíu einna best. Fyndnast að sjá að maðurinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þessi klippa úr Shell-skálanum í Hveragerði er engu síðri og sýnir vel hversu mikil áhrif skjálftinn hafði á fólkið.
Grindvíkingar geri ráðstafanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 21:16
Susan Boyle tapar í Britain´s Got Talent
Vissulega eru það mjög óvænt úrslit að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað hæfileikakeppninni Britain´s Got Talent: Hún var talin ósigrandi og hafa allt sem þurfti til að vinna. En kannski varð álagið um megn fyrir Susan. Held að öll athyglin frá fjölmiðlum og almenningi hafi hreinlega snúist upp í andhverfu sína, verið henni hrein bölvun og eyðilagt sigurmöguleikana fyrir henni.
Stundum verður of mikil athygli einum of. Ætli að Susan Boyle skrifi ekki upp á það þegar hún gerir upp keppnina síðar.
Boyle tapaði fyrir dönsurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 13:08
Hugsunarleysi verðandi móður í áfengisvímu
Væri áhugavert að rýna aðeins inn í huga þeirra sem taka slíka ákvörðun enda er greinilega ekki hugsað um barnið. Og þó, kannski er það of krefjandi verkefni. Þær sem taka þá ákvörðun að eignast barn hljóta að hafa gert sér grein fyrir hlutverki sínu, reyni allavega ekki að leika sér að því að valda barninu skaða.
Þunguð kona ofurölvi í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2009 | 00:18
Jarðskjálftadagurinn mikli
Mér finnst það stórmerkilegt að stór jarðskjálfti verði nákvæmlega ári eftir að Suðurlandsskjálftinn stóri reið yfir. 29. maí hlýtur að verða nefndur jarðskjálftadagurinn mikli. Hef heyrt í mörgum sem fundu fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist hafa verið alvöru lífsreynsla fyrir einhverja, sérstaklega á Suðurnesjum.
Um að gera að rifja upp viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar fyrir ári þegar stóri skjálftinn reið yfir, en þá var hann í miðri upptöku á Hrafnaþingi. Mögnuð klippa.
Skjálftinn mældist 4,7 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2009 | 20:38
Dularfullt andlát - hvað er gefið í skyn?
Lögreglurannsókn vegna andláts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2009 | 18:47
Skammarlega langur viðbragðstími lögreglu
En kannski er þetta dæmi um niðurskurð og stöðuna almennt. Má vera. Hverju sem um er að kenna er alveg ljóst að þetta er ekki boðlegt að neinu leyti, sérstaklega þegar mikið liggur við að lögregla fari sem fyrst á vettvang.
Komu 27 mínútum eftir útkall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 01:42
Hrottarnir á Seltjarnarnesi handteknir
Viðbrögðin í samfélaginu við þessu fólskuverki eru bæði undrun og reiði. En þetta er eflaust skólabókardæmi um hina auknu hörku í samfélagi og virðingarleysi fyrir eldra fólki. Á þessu verður að taka.
Ræningjarnir teknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)