Færsluflokkur: Dægurmál
17.1.2008 | 13:11
Er komið í tísku að henda út bloggvinum?
Sýnist þó á sumum vefum að dæmi séu um að fólk hendi bloggvinum eftir vissan tíma og mæli vináttuna í hvort það eru skrifuð komment á hverja færslu. Persónulega lít ég á vináttuna í gegnum tengsl en ekki síður með því að líta á síður hvors annars og fylgjast með. Það er hægt að meta vináttu svo mikils, ég hef fundið það vel að það eru ekki allt vinir sem liggja utan í manni, heldur er vináttan mæld þegar að mest á reynir. Þá kalla ég vini sem fylgjast með því sem ég skrifa og vilja líta í heimsókn.
Þó að ég eigi marga bloggvini að þá hef ég ekki grisjað mikið þann hóp. Það hefur þó komið fyrir að ég hafi tekið út bloggvini sem greinilega eru hættir að blogga, en það eru ekki mörg dæmi um að ég slíti vináttu. Það hefur þó gerst að þeir sem hafa tengt mig sem bloggvin hafa skrifað gegn mér persónulega og verið með persónuleg leiðindi. Það lít ég á sem endalok bloggvináttu í sjálfu sér, enda tel ég vináttu að mörgu leyti gegnheila og að það eigi að vera hægt að hafa samskipti án skota á bloggi.
Allir þeir sem ég hef sem bloggvini eru mikils metnir af mér. Ég er þannig gerður að ég vil frekar skrifa en eyða deginum í að kommenta út um allt. Kommenta frekar lítið, en það kemur vissulega fyrir. En ég les ótrúlega margar síður á dag og fer oftast nær góðan bloggrúnt í upphafi dags og svo á kvöldin þegar að róast yfir deginum. Ég hef líka farið þá leið að ég raða bloggvinum eftir stafrófsröð. Ekki nenni ég að raða upp hver eigi að vera ofar öðrum og handvelja röð bloggvina. Finnst það rugl.
Ekki ætla ég að henda út bloggvinum í massavís, allt vegna þess að ég vilji taka til og eða að einhverjir kommenta sjaldan. Sumir hafa samskipti við mig í gegnum tölvupóstinn og það er misjafnt form á vináttu. Þeir sem vilja skrifa gera það og þeir sem vilja koma í heimsókn gera það. En vinátta er vinátta og henni er ekki slitið þó að vinir hringi sjaldan eða komi sjaldan í heimsókn. Enda þurfa böndin ekki að ráðast eftir því, heldur því hvort hugur fylgi máli og fólk vilji hafa tengingu.
16.1.2008 | 09:54
Birta leiðir pabbann um frumskóg möppudýranna

Það er kannski ekki óeðlilegt að Birta telji pabba sinn þurfa aðstoð. Það hefur mikið gengið á hjá honum og greinilega í mörg horn að líta, bæði í ráðuneytinu sem og í stjórnmálum almennt. Honum veitir varla af leiðsögn af þessu tagi. Annars má deila um hvað iðnaðarráðuneytið er stórt. Þegar að Jón Sigurðsson lét af ráðherraembætti fyrir níu mánuðum afhenti hann bæði Össuri og Björgvini G. Sigurðssyni lyklavöld að sama ráðuneyti. Enda þótti mörgum það kómískt að til að Samfylkingin fengi jafnan hlut og Sjálfstæðisflokkurinn var þessu ráðuneyti splittað upp á meðan að sjálfstæðismenn fengu heilbrigðismálin.
Enda fannst mörgum fjölmiðlamönnum það fyndið að Össur og Björgvin sátu í sama plássi og einn ráðherra áður en voru báðir ráðherrar. Þetta stendur víst til bóta en einhvern tímann á næstunni á víst að flytja Björgvin frá Össuri yfir í gamla landbúnaðarráðuneytið, sem nú hefur verið sameinað sjávarútvegsráðuneytinu, og þá mun Árnesingurinn Björgvin koma sér fyrir á ráðherraskrifstofunni sem sveitungi hans Guðni Ágústsson hafði til umráða í tæpan áratug. Þá ætti olnbogarými Össurar að aukast til muna.
Annars er þetta skondið hjá dóttur Össurar og vonandi að teikningin auðveldi honum lífið í frumskógi möppudýranna.
![]() |
Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 22:59
Grafalvarlegt mál
Það að þetta gerist á skólalóð er líka enn alvarlegra en ella, enda viljum við öll trúa því að skólalóðin sé heilagur staður, þar sem börn njóta verndar. Það hafa reyndar verið sögur að reynt hafi verið að selja dóp við skóla og koma allskonar ógeði að börnum. Það að ætla að nema barn á brott með þessum hætti mun vekja fólk til umhugsunar að fátt sé orðið heilagt. Það er mikilvægt að passa börnin vel, enda eru greinilega sjúkar sálir þarna úti sem vilja vinna saklausum börnum mein og ráðast að sakleysi þeirra.
Það er eðlilegt að skólastjórnendur hugsi þetta mál vel og foreldrar hljóta að vera uggandi. Þetta er ógn sem stingur mjög djúpt í huga fólks og verður að reyna að vernda öryggi barna við skóla. Það er þó ljóst að aldrei er hægt að hafa fullkomið eftirlit með börnum, enda er þetta rof á svo helgum stað í uppeldi barna að það eru engin nógu sterk orð til að lýsa því. Það er vonandi að hægt verði að sporna við þeirri ógn.
Einn alvarlegasti þáttur málsins er að auki sá hversu seint þetta kemst í umfjöllun, er rætt tæpitungulaust. Það að líði tíu dagar er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Það er ólíðandi að skólastjórnendur hafi ekki látið vita af málinu í upphafi, en þetta er alvarlegt mál fyrir foreldra í skólahverfinu og varðar almenning allan. Þögnin leysir engan vanda.
![]() |
Foreldrar slegnir óhug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 23:36
Gjafmildur bítill hugsar til kvendjöfuls

Ekki er langt síðan að fregnir bárust af því að Heather hefði tekið upp samtöl sín og bítilsins í hjónabandinu til að reyna að eiga sannanir gegn honum síðar meir. Hún hefur verið að gera út af við sig síðustu mánuðina með fáránlegum absúrd-fjölmiðlaframkomum. Hún kann varla að skammast sín einu sinni og líkir sér við dýrlinga og kvenhetjur og talar gegn þeim sem lifa fyrir peninga - á meðan berst hún fyrir því að fá allt að sex milljarða úr búi bítilsins.
Það eru rúmir fjórir áratugir liðnir frá því að bítillinn Paul samdi og söng lagið When I´m 64. Lagið var um lífið er aldrinum væri náð og hugleiðingar um tilveruna. Fyrir skömmu náði hann sjálfur þessum merka áfanga að verða 64 ára. Það verður seint sagt að afmælisárið og misserin eftir það hafi verið markað af gleði og ánægju. Hans er helst minnst núna af harðvítugum skilnaðarátökum, forræðisdeilu, yfirráðum yfir peningum sínum og mannorðinu, sem konan ætlar að leggja í rúst.
Það að hann gefi henni gjafir fyrir milljón íslenskra króna vekur því athygli og eiginlega fær mann til að hugsa um hversu gjafmildur maðurinn sé þrátt fyrir allt sem gerst hefur. Dómurinn yfir Heather í huga bresku pressunnar og almennings virðist þó ljós. Þar eru henni gefin öll hin verstu nöfn og seint hægt að segja að hún hafi öðlast gullinn sess með hjónabandinu og framgöngu sinni síðan. Hún ætlaði sér að verða þekkt fyrir líknarstarf og fötlun sína en sú ímynd er farin í vaskinn.
Og nú berst hún eins og ljónynja fyrir peningum kappans og hefur afhjúpað sig og rifið niður ímynd hinnar líknandi stjörnu, sem hún var talin áður, og reynt var að kynna enn frekar framan af í sambandinu við bítilinn. Það er ekki óvarlegt að segja að ímynd hennar sem hins miskunnsama samverja hafi farið á bólakaf og eftir aðeins gráðugur kvendjöfull í huga fólks.
![]() |
Eyddi milljón í afmælisgjöf handa Mills |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 16:53
Björk fær nóg af skugga myndavélablossanna

Enda eru þeir aðgangsharðir og erfiðir við að eiga. Vilja alltaf meira og þeim er ekkert heilagt. Annars hefur verið sagt að sé þeim réttur litli putti grípi þeir dauðahaldi í alla höndina. Veit ekki hvort Björk hefur verið eitthvað að óska eftir fylgispeki ljósmyndaranna, en efa það þó. Enda hefur hún ekki verið sú týpa að vilja hafa þennan skugga á eftir, sem er fylgihlið frægðarinnar, tilverunnar sem hún hefur lifað síðan að hún var í Sykurmolunum og gaf út Debut fyrir einum og hálfum áratug.
Björk hefur verið þekkt fyrir að sýna hliðar sem enginn annar hefði þorað, nægir þar að nefna svanskjólinn margfræga á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir sjö árum, er hún var tilnefnd á hátíðinni fyrir lag sitt úr Myrkradansaranum. Svei mér þá ef það er ekki enn verið að stæla hann öðru hverju. Það er merkilegt að Björk, sem hefur ekki lifað í hátísku erlendu sérfræðinganna, eigi einn umdeildasta kjólinn á verðlaunahátíð í Hollywood á þessum áratug. En kannski hefur þessi sérstaða hennar aukið umfjöllunina enn frekar og ágengni ljósmyndaranna. Má vera.
Mér finnst það gott hjá Björk að sýna sjálfstæði og eigin huga, en ekki falla í hið augljósa form þekktu konunnar. En það hlýtur að vera neyðarúrræði að sparka frá sér í svona aðstæðum og vekur alltaf athygli. Það verður áhugavert að sjá hvort að Björk fær samúð fólks í þeim aðstæðum, eða hvort að hún verði fordæmd fyrir að þola ekki ljósmyndarana sem augljósan fylgihlut frægðarinnar.
![]() |
Björk réðist á ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 02:30
Lágstemmd verðlaunaathöfn í Los Angeles

Fyrir okkur sem eru vön því að vaka og fylgjast með stóru verðlaunahátíðum kvikmyndabransans; gullhnettinum og Óskarsverðlaununum, er þetta vægast sagt stórmerkileg upplifun, en alla tíð hefur þetta verið eitt stærsta augnablik ársins og áhugavert að fylgjast með öllum hliðum hátíðarinnar. Þetta er eins lágstemmt og mögulegt má vera. Þetta er auðvitað ekki sama hátíðin og eiginlega jafn fjarstæðukennt og að horfa á Silfur Egils án Egils Helgasonar. Svei mér þá ef maður saknar ekki alls yfirdrifna glyssins þegar að ekki vottar fyrir einu sinni anga af honum.
Þetta verður ekki löng verðlaunaafhending. Meira og minna búið fyrir þrjú, svo að ekki verður vakað eins lengi og venjulega eftir að dæminu ljúki. Það er ekki nema von að hugsað sé til Óskarsverðlaunanna, hvort að þau verði svona lítilvæg stund eins og þessi gullhnattaafhending. Óskarinn á áttatíu ára afmæli og því væri mjög sérstakt ef að afmælishátíðin yrði ekki eitt né neitt. Kynnir hátíðarinnar að þessu sinni, Jon Stewart, er reyndar í félagi handritshöfunda svo að það blasir við að hátíðin verður ekki haldin án hans standi verkfallið enn og reyndar áhugavert að sjá hvort að þeir myndu fá undanþágu fyrst að GG fékk það ekki.
Skrifa um niðurstöðurnar örlítið á eftir þegar að þetta liggur fyrir, sem verður fljótlega.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 19:48
Krakkar á kvöld- og næturvöktum í verslunum
Þegar að ránið var framið í sömu verslun voru tvö fimmtán ára ungmenni að vinna. Það sjá allir að krakkar á þessum aldri fara ekkert að diskútera við ræningjann, það er enda ekkert annað í stöðunni en afhenda peningana sem eru í kassanum. Annars geta þetta varla verið rosalegar upphæðir. Flestir nota orðið greiðslukort, enda skilst manni að það sé jafnan ekki nema einhverjir örfáir þúsundkallar í kassanum á kvöldin, enda er þá minni traffík væntanlega en yfir daginn.
Það virðist vera einhver tískubylgja í gangi þar sem verslanir eru rændar á höfuðborgarsvæðinu. Einhver neyð er það sem rekur fólk til að ræna til að eiga einhverja seðla í vasanum; má vel vera að það sé fólk í viðjum vímu og neyslu eða í einhverju allt öðru ástandi. Finnst samt verst að krakkar lendi í þessum aðstæðum, enda geta aðstæður í svona ránum orðið erfiðar og það sjá allir að það er ekki beint þægilegt fyrir óharðnaða unglinga að takast á við.
Það er ekki góð þróun ef að krakkar eða foreldrar kvíða hverri vakt af ótta við að eitthvað gerist. En þetta er víst orðinn íslenskur veruleiki. Eins napur og hann annars hljómar.
![]() |
Góðkunningi lögreglunnargrunaður um ránið í 11-11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 15:52
Flott hjá Helga og Kötu að berjast við kerfið

Um leið og ég vissi að litla prinsessan ætti að heita í höfuðið á ömmum sínum vissi ég að þetta yrði voldugt nafn. Velti því reyndar fyrir mér hvort að það yrði eitthvað vandamál að skrá nafnið inn í þjóðskrá. Ég veit að foreldrarnir eru ekki vön að láta sinn hlut og beygja sig undir hvað sem er og vissi því áður en þessi frétt kom að yrði eitthvað vandamál myndu þau berjast allt til enda. Enda eiga þau að gera það og líka að láta í ljósi þá skoðun að kerfið eigi ekki að hugsa fyrir okkur og ákveða fyrir okkur hvernig hlutirnir eigi að vera, sem við viljum ráða.
Í sjálfu sér er mikilvægt að taka þessa baráttu til að reyna að breyta hinu vitlausa, sem þetta kerfisvald mannanafna er. Vonandi munu foreldrarnir taka þá baráttu og sveigja kerfið til. Það er nefnilega mikilvægt að Indíana frænka mín fái að hafa nafnið sitt heilt en ekki með skammstöfunum til að þóknast tölvuvaldinu.
![]() |
Nennir ekki laga sig að tölvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2008 | 22:27
Annað ránið á Grensásvegi á hálfum mánuði
Þetta er ekki góð þróun sem við sjáum verða að veruleika með hverju verslunarráninu á eftir öðru. Það hlýtur að vera erfitt fyrir ungt fólk að vinna á kvöld- eða næturvakt í svona verslunum og eiga jafnvel von á að rán verði framið í versluninni. Þetta er orðið það algengt að það veit enginn hvar þetta gerist næst. Oftar en ekki eru námsmenn sem taka þessar kvöld- og næturvaktir að sér, stundum er það eitt í búðinni með kannski einum öðrum starfsmanni. Veit reyndar dæmi þess þar sem ég þekki fólk sem tekur svona vaktir að það er jafnvel eitt á staðnum. Og gæti þess vegna upplifað svona aðstæður.
Við erum að verða eins og 300.000 manna úthverfi í bandarískri stórborg. Ráðist er á fólk án tilefnis úti á götu, verslanir rændar og eigur fólks skemmdar. Það er orðið afskaplega fátt heilagt í þessari blessuðu tilveru okkar. Það er ekki annað hægt en að spyrja sig hvar við séum eiginlega að fara út af sporinu.
![]() |
Rán framið í verslun í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 14:09
Ráðist á lögreglu - átök í skjóli nætur
Við erum svosem ekkert sérstök með fréttir af þessum óhugnaði. Eflaust er þetta um allan heim í mismiklu mæli og varla er þetta eitthvað einsdæmi hér. En þetta er samt að aukast sífellt hérna heima. Róleg hverfi geta orðið vígvöllur um helgar og jafnvel er fólk ekki orðið óhult við að fara út að skemmta sér að helgarnóttu, það hafa dæmin sannað. Sumir hafa verið barðir svo illa í miðbæ Reykjavíkur um nótt að þeir hafa annaðhvort dáið eða bera merki þess alla tíð eftir það. Þetta er ömurlegt ástand.
Ég hugsa oft um það hvernig samfélagið okkar sé. Það er auðvitað alltaf best að trúa á hið besta í hverjum og einum en einhvernveginn efast maður um það allt saman þegar að fréttir af þessu tagi hrannast yfir morguninn eftir helgarkvöld eða jafnvel á virkum degi. Þetta er eiginlega orðið ástand sem vekur orðið of mikla athygli til að maður hugsi ekki um það.
Eða er þetta kannski orðið svo algengt ástand að maður er hættur að kippa sér upp við það. Erfitt um að segja. Hvað mig varðar finnst mér þetta ástand sem er ekki hægt að horfa framhjá. Þetta fær mann til að hugsa um hvert við stefnum og hvernig samfélagið sé. Það er mjög einfalt mál.
![]() |
Ráðist á lögreglumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)