Færsluflokkur: Dægurmál
8.12.2007 | 10:50
Kuldaleg vanvirðing fyrir slösuðu fólki
Það nístir mig eiginlega algjörlega inn að beini að heyra svona sögur, enda verður vanvirðingin fyrir öðru fólki og sorglegum aðstæðum þeirra eiginlega varla meiri. Þetta er ljótur vitnisburður á hugsunarhætti fólks. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað. Hvað er svo mikilvægt í tilverunni að fólk taki þá ákvörðun að keyra í gegnum slysstað og setji sjálft sig og aðra í stórhættu?
Fólk verður alvarlega að fara að hugsa sinn gang að mínu mati. Það er til marks hnignandi samfélagi að mínu mati að heyra af svona framkomu fólks á slysstað, þar sem fólk hefur slasast alvarlega og þarf á aðhlynningu að halda. Geti fólk ekki sýnt slíkum störfum þá virðingu að bíða og eða að leggja því hjálparhönd er eitthvað mikið orðið að þessu samfélagi sem við lifum í.
![]() |
Stórhætta á slysavettvangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 19:08
Einstæð kona látin í íbúð sinni í marga daga
Þetta er því miður oftast nær fólk sem á enga að og lifir eitt sínu lifi, og deyr eitt skiljanlega samhliða því hlutskipti. Mér finnst það einhvernveginn vera mikilvægt að fólk eigi einhverja að og geti lifað glatt við sitt og hafi notalegan félagsskap í gegnum lífið, hvort sem það er ungt eða gamalt. Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er alveg eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að.
Sérstaklega finnst mér það dapurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni á aðventunni svo lengi án þess að enginn verði við það var. Er kærleikurinn og ástúðin í þessu samfélagi að gufa upp? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör. Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum kannski öll orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa af okkur.
Við verðum að hugsa um hvert samfélagið stefnir, enda er svona nokkuð varla eðlilegt í raun. Fyrst og fremst er undrunarefni að þetta gerist í öryrkjablokkinni. Fær fólk, þó eitt sé í íbúð enga umönnun eða er ekkert eftirlit með því dögum saman?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2007 | 17:32
Ísafold lagt niður vegna aðgerða Kaupáss?

Það má vera að umfjöllun Ísafoldar um Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi, hafi verið beinskeytt, en það er afleitt ef slík ritskoðun sem felst í að kippa blaðinu úr verslununum verður til að það heyri sögunni til. Finnst ályktun Blaðamannafélags Íslands vegna þessa máls mjög skynsöm.
Það þarf enda að minna á að ritskoðun þeirra stóru í þessu samfélagi í tilfelli á borð við þetta getur aldrei verið góð. Hvaða skoðun sem mögulega má hafa á einhverjum skrifum er ritskoðun aldrei góð í opinberum miðlum.
![]() |
Fordæma tilraun til ritskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2007 | 16:50
Skordýr í matvælum
Hef blessunarlega sloppið við svona skordýr í matvælum mínum að mestu. Lenti þó einu sinni í því þegar að ég var að borða KEA skyr fyrir nokkrum árum upp úr dollunni að finna pöddu er ég var búinn með sirka einn þriðja af henni. Dollan fór í ruslið með það sama. Eftir á kom smá samviskubit yfir að hafa ekki komið pöddunni í jarðarberjasykurlegna skyrinu til eigenda sinna hjá Norðurmjólk.
![]() |
Fann skordýr í jólabjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 15:59
Íslensk rómantík par excellence

Annars var sérstaklega sniðugt hjá honum að nota lagið úr The Wedding Singer til að hitta rétta rómantíska tóninn. Held að þetta sé annars eitt rómantískasta kvikmyndalag seinni tíma, algjörlega yndislegt í gegn. Það er reyndar alltaf eitthvað við þá mynd, með Adam Sandler og Drew Barrymore, sem klikkar aldrei. Þetta lag er allavega með rétta tóninn.
![]() |
Fyrrum herra Ísland endurheimtir ástina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 15:03
Íslenskt óæti kynnt á alþjóðavettvangi

Reyni að komast af með hið klassíska íslenska hangikjöt og meðlæti því tengt og harðfiskinn. Annað borða ég hreinlega ekki. Það hefur verið svo síðan að ég man eftir. Gerði heiðarlega tilraun til að éta þetta óæti fyrir einhverjum árum með þeirri heiðarlegu ákvörðun í kjölfarið að reyna það aldrei aftur. Það má vel vera að margir kjammsi fram og til baka yfir þessum mat en ég er ekki einn af þeim og verð aldrei. Þegar að ég vil borða mat sneiði ég snarlega framhjá mygluðum mat og innmat úr skepnum með sakleysislegt augnaráð.
Ég skil því vel tilfinningar Gordons Ramsay er hann fær sér bita af íslenskum hákarl sérstaklega. Kannski er séns að slafra þessu niður með snafsglasi af íslensku brennivíni, annars ekki.
![]() |
Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 02:10
Eru myndbirtingar af bílflökum nauðsynlegar?
Myndbirtingar af vettvangi umferðarslyss þjónar mjög litlum tilgangi, hef aldrei talið það skipta miklu máli að sýna bílflökin. Kannski er það ábending til annarra að svona geti farið í umferðinni, en fyrir þá sem tengjast hinum látnu er þetta særandi myndræn umgjörð um mikinn harmleik.
Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu en aðrir eflaust. Hef séð hjá þeim sumum að þeir birta aðeins staðsetningu slyssins á korti. Það er ágætis nálgun á það finnst mér.
Það er alltaf jafn stingandi að sjá aðstæður umferðarslysa, enda getur aðkoma að svona slysum verið virkilega sjokkerandi og vandséð hvaða erindi þær fréttamyndir eigi í fjölmiðla. Vona að fjölmiðlar fari að hætta slíkum myndbirtingum.
![]() |
Þungt haldnir eftir árekstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2007 | 20:06
Dapurlegt virðingarleysi fólks á slysstað
Fólk verður alvarlega að fara að hugsa sinn gang að mínu mati. Það er til marks hnignandi samfélagi að mínu mati að heyra af svona framkomu fólks á slysstað, þar sem fólk hefur slasast alvarlega og þarf á aðhlynningu að halda. Geti fólk ekki sýnt slíkum störfum þá virðingu að bíða og eða að leggja því hjálparhönd er eitthvað mikið orðið að þessu samfélagi sem við lifum í.
Við þurfum svo sannarlega að fara að horfa í spegil og spyrja okkur sjálf hvað skiptir mestu máli í lífinu.
![]() |
Brak hreinsað af slysstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2007 | 17:32
Umferðarslys
Það er dapurlegt að heyra af enn einu alvarlegu umferðarslysinu, nú á Reykjanesbraut. Það er orðið nokkuð langt síðan að fréttir hafa borist af slysi á þeirri miklu hraðbraut. Eftir að hluti hennar var tvöfaldaður hefur slysatíðni minnkað verulega og ég held að það sé rétt munað hjá mér að þar hafi ekki verið banaslys frá því að tvöfölduð braut var vígð. Það var mikil samgöngubót að tvöfalda Reykjanesbrautina og bráðlega verður Suðurlandsvegur tvöfaldaður, ekki verður sú bót síðri.
Síðustu vikur hafa verið kuldalegar í umferðinni. Verið nokkuð um banaslys og alvarleg slys á fólki. Árið 2006 var eitt versta árið í íslenskri umferðarsögu, en þá létust rúmlega 30 í umferðarslysum. Á þessu ári hafa fimmtán manns látið lífið, nú þegar að 25 dagar eru til áramóta. Vonandi mun takast að halda þeirri tölu óbreyttri.
![]() |
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2007 | 13:59
Sextán ára strákur hringir í Hvíta húsið

Vífill Atlason, þessi sextán ára strákur, er sonur Atla Harðarsonar, heimspekings, og því bróðursonur Bjarna Harðarsonar, alþingismanns Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Það verður áhugavert að sjá hvernig tekið verði á hans máli af hálfu Bandaríkjamanna; hvort þetta þýði kannski að hann endi á svörtum lista til að fara til Bandaríkjanna eða tekið verði hart á því að öðru leyti. Bandaríkjamenn hafa verið últra-næmir fyrir svona nokkru frá 11. september 2001 og allar öryggisreglur verið hertar von úr viti í raun og veru.
Eðlilega vilja öryggiskarlarnir vita hvernig sextán ára skólastrákur á norðurhjara veraldar hafi fengið þetta símanúmer. Finnst samt aðallega fyndið að sjálfur forseti Bandaríkjanna hefði mögulega getað tekið símtal frá unglingsstrák héðan frá Íslandi og það framhjá öllum prótókólvenjum og siðum, símtal sem hefði verið vottað af öllum möppudýrunum í Hvíta húsinu.
![]() |
Skagapiltur pantaði viðtal við Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)