Færsluflokkur: Dægurmál
16.11.2007 | 08:26
Bandarískur kennari svaf hjá kærasta dótturinnar
Í vikunni var svo í fréttunum að kennari í Tennessee hefði átt í ástarsambandi við þrettán ára nemanda sinn. Það var tekið meira að segja fram að kennarinn, Pamela Turner, hefði kennt líffræði í skólanum og verið gift körfuboltaþjálfara skólans sem hún starfaði í. Hún hefur nú verið kærð fyrir nauðgun, rétt eins og báðir fyrrnefndu kennararnir, enda eru allir strákarnir sem um ræðir innan við fjórtán ára aldur og þær innan við þrítugt.
Mál af þessum toga bera vitni talsverðu siðleysi í Bandaríkjunum. Það er auðvitað skuggalegt þegar að kennarar sofa hjá nemendum sínum og misnota það traust sem skólayfirvöld gefa þeim með starfi sínu. Það eru engar málsbætur með því að kennarar eigi í kynferðislegu sambandi við nemanda sína, sem hafa ekki náð lögaldri.
Það hefur reyndar fylgt sögunni í Bandaríkjunum að skv. könnunum telja margir Bandaríkjamenn eðlilegra að kvenkyns kennari sofi hjá nemanda en að karlkyns kennari geri slíkt hið sama. Á þessu á varla að vera nokkur munur og greinilegt að eitthvað stórlega vantar á siðferði þeirra sem starfa í bandarískum skólastofnunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2007 | 23:55
Óhugnarlegur dauðdagi í Kanada

Minnist þess er námsmaður í Gainesville-háskólanum í Flórída var stuðaður, vegna þess að hann var of hávær á fundi með John Kerry, öldungadeildarþingmanni og fyrrum forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í september. Hann var stuðaður hið minnsta tvisvar, en löggan gat ekki yfirbugað hann þó fjöldi lögreglumanna væru staddir þar. Myndbrot af því birtust á YouTube. Frægt varð að Kerry haggaðist ekki einu sinni í ræðuhöldunum er strákurinn var stuðaður.
Lýsingarnar á dauðdaga þessa manns í Kanada eru sláandi. Þetta er mannleg grimmd eins og hún gerist verst að mínu mati. Svona vopn á að banna.
![]() |
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.11.2007 | 16:33
Vægir dómar í kynferðisafbrotamálum
Kynferðisafbrot eru að mínu mati stóralvarlegur glæpur. Sálrænt áfall þeirra sem fyrir því verður gróa aldrei að fullu, sérstaklega þegar í hlut eiga börn. Í því máli sem dæmt var í og vísað er til í fréttinni á Moggavefnum eru stelpurnar sem urðu fyrir kynferðisofbeldinu 4-13 ára. Í því ljósi þykir mér þessi dómur eiginlega til skammar. Það er fyrir löngu kominn tími til að dómar fylgi eðli verknaðarins. Það gerir það ekki í þessu máli.
Það hefur verið rætt vel og lengi um dóma í þessum málum. Það er greinilegt á þessum dómi að þeirri umræðu er ekki enn lokið.
![]() |
Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 14:50
Jákvætt skref hjá Samkeppniseftirlitinu
Ásakanirnar um samráð og það hvernig neytendur hafa verið hafðir af fíflum með svokölluðum verðkönnunum, eða því sem frekar ætti að kalla aumt sjónarspil, eru þess eðlis að almenningur í landinu, neytendur sem þurfa að versla matvæli flesta daga vikunnar, krefst aðgerða. Það hefur löngum verið talað um matvörumarkaðinn hérna heima sem gruggugan án þess að nokkuð hafi verið gert beint í málunum. Fákeppnistal hefur verið áberandi í umræðum manna á meðal. Það verður að taka þessi mál til skoðunar og fara yfir það.
Umræðan í upphafi leiddi þegar af sér þá staðreynd að verðkannanir eru bara sýndarleikur sem ekkert er að marka. Verðbreytingar mörgum sinnum á dag vekja líka spurningar. Það að vafi leiki á heiðarleika þessara fyrirtækja sem reka ódýrustu búðirnar á matvörumarkaði er ólíðandi og það verður að koma fram með staðreyndir í málinu. Til þess er Samkeppniseftirlitið hæfast og því ber að fagna almennilegri rannsókn á málinu.
![]() |
Húsrannsókn byggð á upplýsingum frá einstaklingum og fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 11:28
Háskaakstur ökumanna í dópvímu í Reykjavík

Það er sannarlega áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum með tilliti til þessa. Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður í dópvímu drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum sem við blasa einkum í þessum tilfellum í nótt.
Sérstaklega má þakka fyrir að ekki fór verr við þessa bensínstöð á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsvegar. Það hefði verið svakalegt ef svo hefði farið að eldur hefði komið upp er keyrt var á bensíndælu og jafnvel allt fuðrað upp á svæðinu. Þetta hlýtur að leiða til þess að horft verði út fyrir orð okkar allra sem tölum fyrir því að fólk hugsi sitt ráð og fari ekki undir stýri í annarlegu ástandi. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum, einkum í nótt greinilega.
Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.
![]() |
Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 01:22
Lögreglan tekur á rasistunum á skapari.com

Ekki er hægt að una við skrif af þessum toga eða þann boðskap sem þar sést. Það er engin furða að nafnleysi sé yfir skrifunum, enda vilja þeir sem að þessum boðskap standa væntanlega ekki fara í fangelsi eða svara til saka fyrir það. Held að lögreglan sé að senda góð skilaboð með þessu.
![]() |
Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.11.2007 | 00:24
Björn Bjarnason fær björn.is í afmælisgjöf

Þetta er höfðingleg gjöf hjá Birni Swift og honum mjög til sóma. Veit ekki hvort opnun síðunnar björn.is var frá upphafi eitt stórt grín og stælar til að ná í athygli, sennilega í og með. Allavega tókst Birni að ná athygli, reyndar talsverðri bæði í bloggheimum og hjá fjölmiðlum með vefnum sínum. Þetta var líka á þeim tíma ársins, í ágústmánuði, að svona varð stórfrétt, í miðri gúrkutíð fjölmiðlanna.
Eins og flestir vita er Björn Bjarnason bloggari par excellance hérna heima, sannkallaður frumkvöðull í þessum efnum, altént meðal stjórnmálamanna. Held reyndar að fáir hér heima hafi bloggað jafnlengi. Þeir eru þá allavega fáir, man ekki eftir neinum, allavega stjórnmálamanni, sem hefur sýnt aðra eins elju við skrifin og verið jafnvirkur við að tala máli Internetsins.
Gleymum því enda ekki að mörgum fannst tæknin sem Björn Bjarnason byrjaði að nota árið 1995 óviðeigandi fyrir ráðherra. En það eru aðrir tímar - þessar raddir hafa þagnað. Nú er blogg, vefskrif og vefpælingar, daglegt brauð þorra landsmanna. Enda skemmtileg iðja, mjög svo.
En þetta er afmælisgjöf sem vekur athygli, sannarlega. Óska Birni til hamingju með afmælið og lénið auðvitað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 19:59
Hrottalegur verknaður
Þetta er óeðlilega hátt hlutfall grimmdarverknaðar af þessu tagi, altént í því samfélagi sem við flest viljum lifa í. Það verður að berjast gegn þessu með öllum tiltækum hætti. Það er aldrei barist nógu mikið gegn svona ógeði.
![]() |
Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2007 | 12:59
Pólverjum úthýst af Kaffi Akureyri

Mér finnst þetta mjög harkaleg ákvörðun. En hinsvegar skil ég sjónarmið eigandans ef hann telur að þessi hópur skemmi fyrir góðu andrúmslofti á skemmtistaðnum og geri honum lífið leitt. Það er stóralvarlegt mál ef gestir skemmtistaðarins geta ekki farið út að skemmta sér nema að vera truflaðir með þeim hætti sem heyrst hefur í umræðunni hér á Akureyri. Það er eðlilegt að á því sé tekið.
Er á hólminn kemur hljóta Birgir Torfason og hans fólk á Kaffi Akureyri að taka af skarið um það hverja hann vill að sæki staðinn. Sé einhver hópur að ónáða aðra viðskiptavini hlýtur þetta að teljast eðlilegt. Það er lykilmál að mínu mati að eigendur stjórna þeim skemmtistað sem þeir eiga.
![]() |
Dónaleg framkoma ekki liðin“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.11.2007 | 01:33
Ógeðfellt kynþátta- og persónuhatur á rasistasíðu
Mér finnst persónuhatrið og ógeðið sem þrífst þarna undir nafnleynd fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt annað en að undrast hversvegna fólk getur fyllst hatri af þessu tagi. Það á að vera lykilmál í því samfélagi sem við lifum í að fólk beri virðingu fyrir hvoru öðru og geti lifað í sátt og samlyndi. Hatur á fólki vegna kynþáttar er það alvarlegt mál að taka verður á því með öllum þeim brögðum sem til eru.
Heilt yfir finnst mér nafnlaust ógeð vera að aukast á netinu. Það er alltof mikið af fólki sem skrifar ógeðslega um aðra, allt í skjóli nafnleyndar. Skoðanir sem myndu aldrei koma fram ef nafn fylgdi með. Að mínu mati eru nafnlaus skrif jafnan með öllu marklaus, þeim orðum fylgir engin ábyrgð og ekki hægt að virða þau neins. Það er alltof stutt í skítlegheit þegar að nafnleyndin er áberandi. Það er löngu sannað.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)