Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2009 | 01:07
Ósýnileg listsköpun
Breski listneminn Sara Watson er orðin heimsfræg fyrir listsköpun sína; að gera bíl ósýnilegan. Ekki hægt að segja annað en henni hafi tekist vel til. Ja, allt er nú hægt að gera.
Ósýnilegur Skodi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2009 | 16:31
Heiðmerkurhrottar gefa sig fram
Ég vorkenni stelpunni sem varð fyrir þessari árás og aðstandendum þeirra. Áfallið hlýtur að vera gríðarlega mikið, enda er þetta varla neitt annað en tilraun til manndráps. Í og með er eðlilegt að vorkenna líka aðstandendum þessara stelpna, þó um leið sé eðlilegt að hugleiða hver bakgrunnur þeirra sé og hvað hafi gerst sem leiði til þessarar ofbeldisfullu hegðunar. Stjórnleysið og miskunnarleysið algjört.
Einhversstaðar er farið út af sporinu. Hvort það er uppeldið eða innra eðlið er eflaust erfitt að spá. En villimennska af því tagi sem einkenndi Heiðmerkurhrottana hlýtur að vekja heita umræðu í samfélaginu um hvað sé að gerast hjá æsku þessa lands.
Gáfu sig fram við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2009 | 02:13
Fólskuleg og ógeðsleg líkamsárás
Manni er hreinlega brugðið við hversu grimmdarleg og ógeðsleg árásin á stelpuna í Heiðmörk var. Hvað er að þegar sjö stelpur hópast saman á eina og ganga svo fólskulega í skrokk á henni að hún er stórslösuð. Þetta er algjör viðbjóður. Þeir sem hópast saman margir á einn einstakling eru ekki merkilegir einstaklingar og þarf að taka á slíku af hörku.
Svona gróft og ógeðslegt ofbeldi er sorglegra en tárum taki. Kannski er borin von að ætla að stöðva ofbeldi en þegar í hlut eiga einstaklingar undir lögaldri sem þó eiga að hafa vit á því hvað þeir eru að gera verðum við að tjá okkur hreint út og tala gegn ofbeldi og eða einelti.
Fjölskyldan er í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2009 | 18:33
Er fólk ekki lengur óhult á heimilum sínum?
Árás á fólk á heimilum sínum er grafalvarlegt mál og ber að fara með málið í samræmi við alvarleika brotsins. Þeir sem standa að slíkri aðför að fólki og það sérstaklega eldri borgurum eiga sér engar málsbætur.
Ræningjar handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 13:23
Fegurð eða ljótleiki?
Þessi ástralska fegurðardís, sem hefur greinilega tekið fegurð sína of alvarlega og fórnað henni fyrir vannæringu og markmiðið að vinna keppnina, minnir frekar á fanga í seinni heimsstyrjöldinni en táknmynd sem ungt fólk eigi að líta upp til eða taka sér fyrirmyndar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.
Horuð eða falleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 19:24
Fangar á leið í land
Við hæfi er að hrósa lögreglunni og aðilum þeim tengdum fyrir hversu vel staðið var að verki fyrir austan í dópmálinu. Þar small allt saman og allir unnu vel sem samhent heild að því að leysa málið.
Björn Bjarnason vann vel sem dómsmálaráðherra að því að efla og samhæfa verklag lögreglu og tollgæslu. Þessi samvinna kom vel fram í Pólstjörnumálinu og enn betur nú.
Skútan á leið í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 01:27
Absúrd-skriffinnska hjá Umhverfisstofnun
Sagan af hreindýrskálfinum Líf er að mínu mati stórmerkileg. Auðvitað er ótrúlegt að þessi umhyggja fyrir særðu dýri mæti engum skilningi í absúrd skriffinnsku hjá Umhverfisstofnun. Mér finnst það hrein lágkúra að hóta þeim sem hafa annast dýrið og fóstrað það að aflífa það.
Dagbjört hefur staðið sig vel í fjölmiðlum að vekja athygli á málinu og ég vona að kærleik sé einhversstaðar að finna í þessari stofnun. Ég vona að hún hafi sitt fram, enda er ekkert sem mælir með svo groddalegri framkomu Umhverfisstofnunar.
Hóta að aflífa hreindýrskálf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2009 | 00:28
Ógeðfelld árás
Annars þarf ofbeldi ekki alltaf að vera líkamlegt. Andlegt ofbeldi er engu skárra og gott dæmi að konur sé bugaðar af andlegu ofbeldi maka frekar en líkamlegu. Vissulega er hægt að bæla fólk með því - slíkt ofbeldi er og verður jafnt því þegar að fólk er jafnvel barið sundur og saman.
Gengu í skrokk á 19 ára stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2009 | 22:48
MR sigrar í Gettu betur
Óska MR innilega til hamingju. MH átti mjög flott lið í keppninni í ár og komst ansi nærri sigri og hefði verið ansi gaman að sjá MH loksins sigra. MH hefur ansi oft tapað fyrir MR og t.d. komst Inga Þóra aldrei á sigurpall, en hún tapaði alltaf fyrir MR á mikilvægum tímapunkti. MR og MH voru með bestu liðin í ár, bæði sterk og satt best að segja fannst mér erfitt að spá um sigur fyrir kvöldið, þó auðvitað vonaði ég að MH næði loksins að sigra.
En svona á þetta að vera, spenna og fjör í líflegri keppni. En ég held að ansi margir séu þeirrar skoðunar að kominn sé tími á annan skóla að sigra í Gettu betur. Vonandi gerist það að ári. :)
MR vann Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2009 | 00:53
Íkveikjur í Eyjum
Ansi áberandi er hversu margar íkveikjur eru í Vestmannaeyjum. Flestum er í fersku minni er kona kveikti í íbúð sinni þar og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar í land til að geta komið fyrir dómara. Innan við áratugur er svo frá einum stærsta eldsvoða Íslandssögunnar er kveikt var í Ísfélagi Vestmannaeyja, í desember 2000.
Mikið var talað um þá staðreynd á síðasta ári að á því tímabili urðu fleiri íkveikjur í Vestmannaeyjum en Reykjavík. Varla eru tengsl á milli allra þessara mála í Vestmannaeyjum. Þetta vekur hinsvegar mikla athygli almennings í ekki stærra samfélagi en þetta.
Játuðu aðild að íkveikju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)