Færsluflokkur: Dægurmál
21.6.2007 | 08:16
Súrsætt raunveruleikadrama í borg englanna
Dramað um Paris Hilton virðist ekki beint vera að enda. Það er með ólíkindum hvað er hægt að fjalla um eina litla 50 kílóa menneskju. Þegar að hún er komin í fangelsið er því velt fyrir sér hvað hún borðar og hvernig hún höndlar svartholsvistina. Ekki virðist henni þó hafa verið í kot vísað eða suddalegheit, enda virðist klefinn hennar og aðstaðan öll vera fjarri því það sem búið er við t.d. hérna heima á Hrauninu.
Það er verið að tala um að París sleppi jafnvel á mánudaginn, vegna góðrar hegðunar. Það verður einhver sirkusinn fari nú svo. Ég lít á hverjum degi á bandarískar vefsíður og það er mér mikið hugsunarefni á hverjum degi hversu langt er oft gengið til að dekka umfjöllun um þessa föllnu glamúrgellu. Það er ekki beint að sjá að þetta súrsæta fjölmiðladrama sé að fara að linna.
Það er eins gott að við eigum ekki svona suddaleg tilfelli hérna heima segi ég nú bara.
![]() |
París kann að verða neydd til að fá næringu í æð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2007 | 17:11
Listasumar hefst - menningarblær í Lystigarðinum

Listasumar stendur ávallt frá Jónsmessu til ágústloka er menningarhátíð bæjarins, Akureyrarvaka, fer fram. Eftir ræðuna var boðið upp á tónlistaratriði með hinum góða og óborganlega dúett Hundi í óskilum, en þeir fluttu Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson með bravúr. Alltaf voldugt og gott ljóð, en þarna í mjög nýstárlegri útsetningu vægast sagt. Það er alltaf gaman að fylgjast með þeim Eiríki og Hjörleifi flytja lög í nýstárlegum útgáfum og þeim er frekar fátt heilagt.
Í Lystigarðinum hefur nú verið sett upp ljóðasýningin: Jónas í Lystigarðinum. Þar eru ljóð Jónasar kynnt. Það er viðeigandi að helga Jónasi sess á Listasumri hér á Akureyri, en í nóvember verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar, dagur íslenskrar tungu er á fæðingardegi hans 16. nóvember og dagurinn því helgaður honum. Vönduð sýning var svo um Jónas á Amtsbókasafninu fyrr á árinu. Ljóðin á sýningunni eru valin af Halldóri Blöndal, formanni afmælisnefndar Jónasar Hallgrímssonar.
Það var notalegt að fara í Lystigarðinn áðan og spjalla við gott fólk og njóta veitinganna, en boðið var upp á hlaðborð ávaxta og grænmetis og ávaxtadrykki. Vel við hæfi á góðum sumardegi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 21:56
Nýtt bloggsamfélag opnar bráðlega
Það er mikil samkeppni um góða bloggara og því ljóst að kjaftasögurnar magnast um þetta nýja bloggsamfélag. Einstaklingsblogg er í tísku í dag, vefritin og stóru vefsíðurnar eru að deyja. Spjallvefirnir eru dauðir eða verulega á fallanda fæti. Gott dæmi um þetta er málefnin.com, sem er í andaslitrunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2007 | 18:01
Kastljósið svarar fyrir sig af miklum krafti
Þórhallur Gunnarsson, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem svarað er lið fyrir lið úrskurði Siðanefndar í dag. Þar er farið mjög vel yfir þetta umdeilda mál um ríkisborgarétt tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra. Get ég ekki betur séð en að þar sé lið fyrir lið svarað fyrir sig með þeim hætti að úrskurðurinn er tættur algjörlega niður.
Eftir því sem ég lít betur á þennan úrskurð og niðurstöðu málsins frá siðanefnd sést sífellt betur hversu kastað var til verka þar. Fullyrðingar nefndarinnar virðast vera beinlínis rangar í veigamiklum atriðum og niðurstaða hennar er stórfurðuleg. Forsvarsmenn Kastljóss í þessu máli svara allavega hárbeitt fyrir sig og taka málið vel fyrir.
Eftir stendur að í þessu máli var ekkert hrakið með áberandi hætti. Öllum staðhæfingum var vissulega neitað, en það tengist ekki með nokkru móti þessari umfjöllun og því sem borið var á borð. Þessi tilfinningasemi siðanefndar vekur athygli, enda er úrskurður hennar meira en lítið boginn.
![]() |
Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 17:12
Siðanefnd úrskurðar gegn umfjöllun Kastljóss

Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að fjalla hafi átt um þetta mál með áberandi hætti. Þá skoðun tjáði ég margoft þegar á málinu stóð rétt fyrir alþingiskosningar og endurtek hana hérmeð. Þetta var svo sannarlega frétt sem vakti athygli, rétt eins og umræðan í kjölfarið sýndi vel. Kastljós fékk upplýsingar sem sýndi athyglisvert vinnuferli málsins og ákveðið var að birta það. Það má vel vera að deilt sé um hvernig verkið var unnið, en fréttin var stór engu að síður.
Ég fer ekkert leynt með það að ég er náskyldur þeim sem hélt á umfjölluninni. Engu að síður finnst mér eðlilegt að tjá mig um málið, enda tel ég að þessi umfjöllun hafi verið rétt og sett fram í ljósi þess þykir mér eðlilegt að umfjöllunin var sett í loftið. Það er greinilegt að á bakvið umfjöllunina var ekki aðeins Helgi Seljan heldur ritstjóri þáttarins og dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Þórhallur Gunnarsson. Eflaust hefur Páll Magnússon, útvarpsstjóri, ekki síður fylgst vel með málum. Það er því órafjarri að þetta sé eitthvað persónulegt mál Helga.
Það má deila vissulega um ýmislegt í þessu máli öllu. Hinsvegar finnst mér eðlilegt að þættir af því tagi sem Kastljós er þori að koma fram með afgerandi mál og skapa umræðu um þau. Það má vel vera að það komi við stjórnmálamenn og sé ekki þeim að skapi. Hinsvegar hef ég aldrei litið á fjölmiðla sem halelúja-miðstöð umfjöllunar í stjórnmálum. Ég get ekki betur séð en að allt þetta mál hafi vakið stórar spurningar og málið allt var það stórt að það varð að koma í umræðuna.
Það er eðlilegt að fyrrum ráðherra og alþingismaður vilji verja heiður sinn, telji hún að ráðist hafi verið að honum. Hinsvegar skil ég ekki að Kastljós hafi átt að biðjast afsökunar á umfjölluninni, sem er byggð á máli sem hefur vakið mikla athygli. Vissulega er þetta vont mál að bera fyrir ráðherrann inn á lokasprett kosningabaráttu og þetta mál var af mörgum séð í því ljósi merkilegt nokk.
Er á hólminn kemur verða fjölmiðlar að þora. Mér finnst þessi umfjöllun mjög léttvæg miðað við margt sem sést hefur á prenti í gegnum tíðina og finnst því þessi tíðindi boða nýja stefnu jafnvel þegar að kemur að því taka alvarleg mál fyrir til umfjöllunar.
![]() |
Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2007 | 13:56
19. júní
Bleikt er litur dagsins - enda er kvenréttindadagurinn, 19. júní, í dag og þá skarta allir einhverju bleiku til að styðja jafnrétti í verki. Í dag eru liðin 92 ár frá því að Kristján 10. konungur Danmerkur og Íslands, undirritaði lög sem veittu konum á Íslandi, eldri en 40 ára, rétt til að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis. Þetta er því merkilegur dagur í sögu landsins og ekki síður merkilegur dagur í sögu jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna.
Þá öðluðust íslenskar konur mikilvægt skref til jafnréttis. Kosningarétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar til að tjá skoðanir okkar og ekki síður táknrænn til að hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Það að íslenskar konur hafi ekki fengið kosningaréttinn fyrr en 19. júní 1915 er vissulega umhugsunarefni.
Það er vissulega blettur á sögu landsins að konur hafi fram að því verið þögull aðili að málum og ekki getað haft áhrif með kjörrétti í mikilvægum málum. Segja má með sanni að kvennafrídagurinn, 24. október 1975, hafi haft gríðarleg áhrif á baráttu kvenna til að hljóta fullt jafnrétti. Þá, á degi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, tóku íslenskar konur sér frí til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti. Kraftur kvenna varð vel ljós og mikilvægi baráttu þeirra líka.
Fundurinn markaði upphaf jafnréttisbaráttu kvenna að fullu og leiddi til stofnunar Kvennalista 1982. Segja má einnig að fundurinn þá hafi leitt til þess að konur efldust til forystustarfa. Vigdís Finnbogadóttir gaf svo kost á sér til embættis forseta Íslands í ársbyrjun 1980 og náði kjöri. Eins og allir vita varð Vigdís fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin þjóðhöfðingi lands síns í lýðræðislegum kosningum. Hennar framlag til jafnréttisbaráttu hefur verið ómetanlegt.
Meðal allra helstu baráttumála kvenna í dag er launamunur kynjanna. Það er ólíðandi á okkar tímum að kynin fái ekki sömu laun fyrir sambærileg störf. Varla þarf að taka það fram nógu oft að mikilvægt er að taka á þessum launamuni. Ég vil í tilefni dagsins óska konum til hamingju á kvenréttindadeginum. Það er við hæfi að minnast hans.
Framlag kvenna til samfélagsins er ómetanlegt og mikilvægt eins og fyrr segir að kynin standi jafnfætis. Annað er ekki líðandi á okkar dögum en að fullkomið jafnrétti sé með kynjunum.
![]() |
Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2007 | 12:18
Egill Helgason og fjölmiðlaveldi semja frið
Það er auðvitað enginn vafi á því að brotthvarf Egils er mikið áfall fyrir 365. Egill var með vinsælasta dægurmálaspjallþátt landsins og var framarlega í kosningaumfjöllunum Stöðvar 2 fyrir síðustu þing- og sveitarstjórnarkosningar. Í ljósi þess var reyndar með ólíkindum að ekki væri betur búið að þættinum, en honum var valinn staður í litlu horni í stúdíói, enginn pródúsent var settur yfir þáttinn og hann var lítið sem ekkert auglýstur, sennilega bara ekkert, allavega man ég ekki eftir auglýsingum á honum mjög lengi.
Egill heldur nú til verka hjá Ríkisútvarpinu. Þar verður Silfur Egils næstu árin. Auk þess verður hann með bókmenntaþátt þar. Það verður fróðlegt hvaða tímasetningu Silfri Egils verði valin hjá Ríkissjónvarpinu, hvort haldið verði fast við sama tímann, í sunnudagshádegi eða hann kannski færður á annan tíma. Væntanlega verður hann áfram á sunnudegi. Það væri gott ef Egill gæti upplýst okkur um þau mál. Þó að þetta sé ekki kosningavetur mun eflaust ekki vanta pólitískar pælingar þar sem veik stjórnarandstaða reynir að berjast fyrir tilveru sinni í slag við sterkan þingmeirihluta. Það verður því varla pólitísk gúrka í vetur.
Persónulega fagna ég sérstaklega því að Egill verði með bókmenntaþátt. Þannig umfjöllun hefur lengi vantað og fagna ég tilkomu hennar. Egill hefur ræktað bókmenntir mjög vel í Silfrinu, reyndar sem hliðarspjall við pólitíkina, en samt verið eiginlega sá eini sem hefur ræktað þannig spjall í sjónvarpi. Það verður fróðlegt að sjá þannig þátt því í haust. Reyndar verður í heildina áhugavert að sjá dagskrá Sjónvarpsins í vetur undir forystu Þórhalls Gunnarssonar. Við munum eflaust eiga von á mikilli uppstokkun á stöðu mála þar með nýjum húsbónda.
En já, Egill er laus allra mála frá 365. Með þessu tel ég að fjölmiðlaveldið hafi bjargað sér frá hneisu, enda var þetta PR-stríð sem þeim mistókst hrapallega að sigra og því ekki við öðru að búast en að þeir reyndu að settla það með þeim hætti sem við blasir. Þeir hafa farið sneypuför gegn Agli í þessu máli öllu.
![]() |
Egill og 365 ná samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 11:19
Brúðkaupsafmæli fagnað í Finnlandi

Geir situr nú sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna í Punkaharju í Finnlandi og það fer því væntanlega lítið fyrir rómantísku andrúmslofti sem fylgir brúðkaupsafmæli á þeim fundasetum.
Ég vil óska forsætisráðherrahjónunum til hamingju með daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 10:40
Raggi Bjarna heiðraður án stuðnings Samfylkingar

Raggi Bjarna hefur fyrst og fremst verið sannur Reykvíkingur og það var kominn tími til að borgin heiðraði þennan merka listamann sinn. Valið á Ragga Bjarna kom skemmtilega á óvart. Þó að hann hafi sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar á löngum ferli og skemmt sérstaklega Reykvíkingum með söng sínum í borginni kom þetta val skemmtilega á óvart. List er ekki bara að mála myndir eða höggva skúlptúra, það er líka list að syngja og skapa fallegar minningar í tónlist. Það hefur þessi borgarlistamaður svo sannarlega gert.
Mér finnst ekki mikil reisn yfir þessari hjásetu Samfylkingarinnar. Það má vel vera að Samfylkingin sé kannski eitthvað ósátt við einhver vinnubrögð. Þau hefðu þá hinsvegar átt að styðja tilnefninguna en senda jafnvel út yfirlýsingu eða bóka óánægju með vinnuferlið samhliða því. Það er mjög kostulegt að heyra að Ragnar Bjarnason hafi ekki orðið borgarlistamaður með fullum stuðningi, rétt eins og hann hefur svo sannarlega unnið fyrir.
Þetta er mjög undarleg afstaða allavega hjá Samfylkingunni og er hjáseta þeirra frekar stingandi í þessu máli, sérstaklega þegar á í hlut listamaður af því tagi sem Ragnar er og hefur alla tíð verið. Það er til skammar að hann hafi ekki notið fulls stuðnings til að hljóta þennan verðskuldaða heiður að mínu mati.
![]() |
Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 20:39
Litið bakvið tjöldin - er vændi á dansstöðunum?
Dægurmálaþættirnir hafa vakið umræðu um þessa umdeildu dansstaði sem eðlilegt er eftir umfjöllunina í Ísafold, þar sem sjónum var beint að Geira og Goldfinger. Væntanlega heldur sú umfjöllun áfram í næsta blaði þar ef marka má umfjöllun þeirra feðga Reynis og Jóns Trausta. Talað er jafnvel um að fleiri myndir birtist af heimsókn Gunnars Birgissonar á staðinn.
Ekki fylgdi sögunni hvaða staður þetta var sem Ísland í dag tók fyrir. Hinsvegar er alveg ljóst að meira er að gerast á þessum stöðum en látið er líta út fyrir ef marka má allavega þetta myndbrot sem kemur með athyglisvert sjónarhorn á veruleikann sem í gangi er. Kannski þetta verði heitasta umræðan í sumar. Hver veit.
Klippan úr Íslandi í dag
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)