Færsluflokkur: Íþróttir
22.8.2008 | 14:28
Traustur sigur strákanna - gullna stundin í augsýn

Landsliðið hefur með glæsilegri framgöngu sinni í Peking sýnt okkur að allt er hægt og ekki er útilokað að ná ólympíugullinu. Á góðum degi eigum við alveg að geta skellt Frökkum. Annars er mér svosem sama. Þetta er þegar orðin sögulegur árangur, einn sá glæsilegasti í sögu íslenskra íþrótta og allt er að vinna. Ekki er hægt að verða fyrir neinum skelli úr þessu.
Guðmundur þjálfari og strákarnir hafa fært þjóðinni ógleymanlega sæludaga á síðsumri. Fyrir mótið voru svo margir vissir um að þetta yrði enn einn bömmerinn og allt færi á versta veg. Í dag rústuðum við Spánverjunum og hefðum getað tekið þetta með tólf til þrettán mörkum. Spánverjar áttu aldrei vonarneista í þessum leik. Íslenska landsliðið var með þetta í hendi sér og var of gott fyrir bronsleikinn.
Nú er hægt að fara alla leið... vonandi tekst strákunum það. En sama hvað gerist á sunnudag, þetta er gullið augnablik. Þetta eru miklar hetjur. Þjóðin fylgir þeim alla leið og þeir verða hylltir sem sannar þjóðhetjur þegar þeir koma með gullið eða silfrið eftir helgina heim.
![]() |
Ein stærsta stund í íslenskri íþróttasögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 13:14
Þvílík spenna í Peking - medalía í sjónmáli

Leikmennirnir hafa staðið sig vel í leiknum og gott að vera yfir í hálfleik. Gott veganesti fyrir síðari hálfleikinn. Strákarnir geta alveg tekið þetta ef þeir virkilega vilja og hungrar í árangur. Þetta er allt í seilingarfjarlægð og nú veltur á þeim hvort þeir halda þetta út.
En þjóðin er klárlega með strákunum. Man ekki eftir þjóðinni svona samstilltri að fylgjast með íþróttaviðburð í háa herrans tíð. Í dag eru allir handboltaáhugamenn par excellance, þó þeir hafi kannski aldrei haldið út að horfa á heilan handboltaleik. Magnað augnablik.
Áfram strákar!
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 17:39
Spánverjar skulu það vera á föstudag

Þvílík handboltastemmning yfir þjóðfélaginu. Man ekki eftir öðru eins árum saman. Meira að segja helstu anti-sportistarnir eru farnir að velta fyrir sér handboltanum og vakna fyrir allar aldir til að horfa á handboltann, hverfa inn í kínverskan tíma. Frekar fyndið, en samt mjög skiljanlegt.
Allir vilja fylgjast með þegar vel gengur og nú er sannarlega blómatími í handboltanum - árangurinn fer ekki fram hjá neinum og allir vilja að sjálfsögðu taka þátt í því magnaða augnabliki.
![]() |
Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 10:18
Glæsilegur sigur á Pólverjum í Peking

Íslenska landsliðið vann heldur betur glæsilegan sigur á pólska liðinu í morgun og sýndi hvað það getur gert. Öll vorum við í vafa um hvað myndi gerast í leiknum eftir hinn slappa leik við Egyptana þar sem rétt marðist að ná jafntefli gegn botnliði riðilsins. En strákarnir slógu á allar vafaraddir og tóku þetta með glans í morgun.
Veit ekki hvort verðugt sé að gera sér miklar væntingar um medalíu á þessum Ólympíuleikum. Allt er þó hægt ef viljinn er fyrir hendi og séu strákarnir nógu hungraðir í árangur geta þeir þetta. Þeir hafa sýnt það með sigrinum á bæði Rússum og Þjóðverjum, sem voru undirstaða góðs árangurs, og sigrinum í morgun.
Í leiknum gegn Egyptum var vörnin í molum og liðið mjög brothætt. Í fyrri hálfleiknum í morgun fór liðið hinsvegar á kostum og brilleraði í sókn, vörn og markvörslu, sýndi mun betri takta og lagði grunn að sigrinum. Svona á að gera þetta, strákar.
Björtu dagar landsliðsins eru gleðidagar allrar þjóðarinnar. Við finnum það öll þegar gengur svona vel. Þá verður öll þjóðin mestu handboltaspekingar norðan alpafjalla. Mikið væri það nú gaman ef liðinu tekst að ná verðlaunasæti á Ólympíuleikunum, það sem mistókst í Barcelona 1992.
![]() |
Ísland í undanúrslit á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 14:58
Pólverjar skulu það vera á miðvikudag
Nú er bara að vona það besta. Liðið þarf að taka vörnina sína heldur betur í gegn eigi það að hafa séns á að komast áfram. En þetta lið hefur sýnt æ ofan í æ að það getur tekið erfiðustu leikina létt og runnið á rassinn í auðveldustu leikjunum.
Ekkert er útilokað. Nú er bara að halda uppteknum hætti og halda áfram að lifa eftir kínverskum handboltatíma með því að vakna snemma á miðvikudaginn.
![]() |
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 12:17
Tæpt var það... en hafðist hjá landsliðinu

Liðið hefur tekið miklar dýfur í leik sínum og varla við öðru að búast en að þjóðin taki þær dýfur með liðinu, enda er liðið stolt okkar á sigurstundum og bömmerinn í vonbrigðum liðsins fylgja þjóðinni. Mestu skiptir nú að fá góðan andstæðing í átta liða úrslitunum og vonandi tekst að komast í undanúrslitin og spila til verðlauna.
En þetta var allavega spennandi leikur og það er mest um vert að þjóðin fylgi liðinu, meira að segja með andvökunóttum á kínverskum tíma. En ég er viss um að stór hluti þjóðarinnar hafi reynt að kalla yfir höfin til liðsins og þar hafi einkum vörnin verið skotspónninn.
Vörnin var veikasti hlekkur liðsins og þar er ástæða þess að sigur náðist ekki. Þetta hafðist fyrir horn, enda hefði tap fyrir Egyptum verið mjög vandræðalegt, einkum eftir að liðið tók Rússa og Þjóðverja.
![]() |
Aftur gerði Ísland jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2008 | 16:22
Dramatík í Peking - glæsilegur árangur

Veit svosem ekki hvaða væntingar var hægt að hafa fyrir Ólympíuleikana. Eftir að liðinu mistókst að komast á HM eftir leikina við Makedónínumenn taldi ég okkur góða að geta náð þetta langt, allt annað væri plús. Taldi vera talsverða bjartsýni satt best að segja að ná sigri gegn Rússum og Þjóðverjum. Þegar það tókst jukust eðlilega væntingarnar og tapið gegn Kóreumönnum jók því spennuna enn frekar.
Jafntefli dugir og nú getum við allavega hrósað happi með að hafa átt þátt í að senda Rússana heim. Nú er bara að ná að gera sitt besta og ég óska strákunum til hamingju með árangurinn. Svona á að gera þetta!
Nú er bara að taka Egyptana og ná hagstæðum leik í átta liða úrslitunum. Og svo heldur spennan bara áfram.
![]() |
Jafntefli gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 14:39
Glæsilegur sigur - heimsmeistararnir fá skellinn
Þessi sigur og gegn Rússunum ætti að vera vitnisburður þess að þetta er lið sem getur gert góða hluti og getur vel yfirstigið sín vandamál. Strákarnir tóku sig saman í andlitinu eftir Makedóníuleikina og sýndu okkur að þeir geta þetta alveg.
Flott, óska þeim innilega til hamingju með góðan árangur.
![]() |
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 16:19
Sigurstund í Peking - rússneski björninn fær skell

Sigurinn í nótt minnti einna helst á þegar Svíar voru lagðir að velli í vor. Ég sagðist vonast eftir betri handbolta í Kína þegar liðið fékk skellinn gegn Makedónum. Vonandi rætist sú ósk. Freistandi að halda það eftir sigurinn.
Einn sigur þjappar þjóðinni saman og kveikir áhugann, meira að segja það að vaka um miðja nótt. Við látum okkur nú hafa það, tala nú ekki um eftir að Rússar hafa verið lagðir að velli.
![]() |
Ísland lagði Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 01:54
Kom Eggert í veg fyrir að feðgarnir spiluðu saman?

Íþróttafréttamenn hljóta að leita eftir áliti Eggerts á þessu máli, enda hefur mikið verið um þetta rætt af hverju þeir feðgar spiluðu aldrei saman. Og það hefur verið velt fyrir sér öllum mögulegum ástæðum þess að það hafi ekki gerst. Auðvitað er það eðlilegt enda eru þeir feðgar með bestu knattspyrnumönnum íslenskrar íþróttasögu og þeir hefðu átt að fá allavega einn leik saman.
Hef svosem aldrei verið einn þeirra sem hafa dáðst mest af Eggerti, en frekar er það nú dapurlegt ef hann hefur gefið skipun um að þeir myndu ekki spila saman.
![]() |
Eiður Smári: Ákvörðunin kom að ofan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)