Sigurstund í Peking - rússneski björninn fær skell

Óli Stef í kröppum dans við Rússana Mikið innilega var það nú sætt og gott að sjá íslenska liðið leggja rússneska björninn að velli í Peking í nótt. Vel þess virði að vaka í nótt og horfa á leikinn. Öll vonbrigðin vegna tapsins fyrir Makedónum í baráttunni um HM-sætið eru nú á bak og burt og vonin um góðan árangur í Kína lifir allavega af fyrsta leikinn, heldur betur.

Sigurinn í nótt minnti einna helst á þegar Svíar voru lagðir að velli í vor. Ég sagðist vonast eftir betri handbolta í Kína þegar liðið fékk skellinn gegn Makedónum. Vonandi rætist sú ósk. Freistandi að halda það eftir sigurinn.

Einn sigur þjappar þjóðinni saman og kveikir áhugann, meira að segja það að vaka um miðja nótt. Við látum okkur nú hafa það, tala nú ekki um eftir að Rússar hafa verið lagðir að velli.

mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband