Niðursveifla Bubba - áhættan dýrkeypta

Bubbi MorthensSorgarsaga Bubba Morthens í viðskiptum er ekkert einsdæmi. Fjöldi Íslendinga hefur farið flatt á því að sýsla með verðbréf og oft hafa traustustu fyrirtækin reynst þau veikustu er á hólminn kemur. Auk þess er erfitt að samræma ofurtrú og veruleika.

Þó þessi saga hans Bubba sé örugglega meira umtöluð en margar aðrar verðbréfasögurnar er eðlilegt að velta því fyrir sér hvenær verðbréf verða alveg örugg leið til að efnast. Erfitt er að velja eitthvað sem öruggt veðmál í þessum bransa.

Ef þetta væri einhver annar en Bubbi hefðum við sennilega ekki heyrt þessa sögu. En kannski er það alltaf tíðindi hvað þessi umdeildi poppari segir og gerir í sínu lífi.


mbl.is Allur sparnaðurinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Exista og FL Group, sem sögð eru tvö af þeim fyrirtækjum sem Bubbi veðjaði á, hafa reyndar tæplega nokkru sinni uppfyllt það að geta talist "traust". Til þess hafa fyrirtækin alltof stutta sögu að baki. Annars veit ég ekki hvort eitt einasta fyrirtæki í heiminum getur uppfyllt það að teljast traust. Kannski helst Berkshire Hathaway eða General Electric! En jafnvel þar verða menn að geta þolað niðursveiflur.

Það er alkunna að allri fjárfestingu fylgir einhver áhætta og ekki síst fjárfesting í hltabréfum. Það er algrlega óþarfi "að velta því fyrir sér hvenær verðbréf verða alveg örugg leið til að efnast". Því svarið er einfaldlega: Aldrei.

Ketill Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 07:46

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað má alltaf deila um hvað sé traust og hvað ekki. Eiginlega kemur það best fram núna að það er ekkert traust í þessum verðbréfaheimi. En FL Group kom af traustum stoðum að margra mati og heitir reyndar Stoðir núna, eins fyndið og það hljómar. Exista hefur vissulega rokið upp og niður en margir veðjuðu á það. Hef heyrt margar sögur enn verri en þessi Bubbasaga af viðskiptum með það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.8.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband