Bernie Mac látinn

Bernie Mac Leikarinn Bernie Mac er látinn, langt um aldur fram. Mér brá nokkuđ ţegar ég heyrđi síđdegis ađ hann vćri dáinn, enda höfđu fréttir síđustu dagana veriđ ţannig ađ hann vćri ađ ná sér af veikindum sínum. Mikil eftirsjá er af Bernie, enda var hann einn af bestu grínistunum í Bandaríkjunum og var einn sá besti úr hópi ţeldökkra fyrr og síđar.

Held ađ ađeins Eddie Murphy, Bill Cosby og Richard Pryor komist nálćgt stöđu hans međal ţeldökkra grínista, hafi veriđ á pari viđ hann eđa betri. Hann hóf feril sinn ungur sem grínisti og sló í gegn allt frá byrjun, var fćddur í grínistahlutverki. Andlitstaktar hans og tjáning, alveg brilljant. Hann var langbestur í uppistandsgríninu. Ég hafđi mjög gaman af sjónvarpsţáttunum hans og fannst ţeir virkilega góđir.

Síđla ferilsins lék hann í nokkrum myndum. Bestu myndirnar hljóta ţó ađ teljast Bad Santa, Charlie´s Angels, Transformers, Ocean´s myndirnar, Head of State og Guess Who, sem var skemmtileg og nýstárleg útgáfa af hinni sígildu sögu Guess Who´s Coming to Dinner sem var kvikmynduđ áriđ 1967 međ Spencer Tracy og Katharine Hepburn, síđustu myndinni hans Spencers og endalokin á mögnuđu ástar- og vinnusambandi ţeirra.

Í veruleika sjöunda áratugarins var ţeldökkur tengdasonur í hvítri fjölskyldu mikiđ vandamál en í upphafi nýrrar aldar var ţessu snúiđ viđ - tengdasonurinn hvítur í ţeldökkri fjölskyldu og tengdafađirinn úrillur Bernie Mac. Frábćr mynd, sem kemur međ annađ sjónarhorn á frćga sögu og gerir ţađ vel.

Minning magnađs grínista, eins ţeirra bestu fyrr og síđar, mun lifa, ţó hann hafi kvatt alltof snemma.

mbl.is Bernie Mac látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigpungur

Ţú hlýtur ađ vera ađ grínast? Ţćttirnir hans voru gjörsamlega ömurlegir og ljótur blettur á ferli hans sem grínista. Ég reyndi ađ horfa á ţá ţví ţetta var jú Bernie Mac en ţeir voru einfaldlega hand ónýtir.

Sigpungur, 10.8.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Ţađ er ţá bara ţitt mat. Mér fannst ţeir fínir. Auđvitađ voru ţeir síđri undir lokin, en mér fannst Bernie Mac frábćr grínisti og hann gerđi sitt mjög vel. Hans verđur helst minnst fyrir ađ vera grínuppistandari og sjónvarpsţćttirnir og kvikmyndirnar voru til hliđar. Hann lék ekki í mjög mörgum myndum t.d.

Stefán Friđrik Stefánsson, 10.8.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ţetta kemur mjög flatt upp á mig. Hann getur ekki hafa veriđ gamall. Veistu hvernig hann dó? Viđ höfđum mjög gaman af The Bernie Mac Show.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.8.2008 kl. 01:50

4 identicon

Ţér nćgir ekki ađ segja ađ hann sé "dökkur", heldur er (eđa var) mađurinn ţeldökkur.  Athyglisvert.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 10.8.2008 kl. 08:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband