Þjóðin búin að fá nóg af Jóhannesi í Bónus

Ég er ekki undrandi á því að þjóðin sé búin að fá nóg af Jóhannesi í Bónus og vinnubrögðum fjölskyldu hans. Vilji þjóðin uppstokkun og breytingar er varla við því að búast að hún vilji byrja á því að dekstra þennan auðmann sem á ekkert nema skuldir. Flestum er misboðið yfir því hvernig bankarnir vinna þessa dagana þegar þeir smúla skuldir af óreiðumönnum sem skulda mikið, svo þeir geti haldið áfram sama sukkinu annað hvort undir sömu merkjum eða á nýju merki.

Jóhannes í Bónus naut lengi vel stuðnings og trausts þjóðarinnar. Hann er þó greinilega orðinn ónýtt bissnessmerki, hann er orðinn táknmynd óráðsíunnar og sukksins sem einkenndi útrásina. Sonur hans var einn helsti merkisberi hennar, en hefur lítið haft sig í frammi að undanförnu og haft föður sinn sem einhvern skjöld fyrir enduruppbyggingu eftir að allt bixið fór á hausinn, drukknaði í skuldafeni.

Þjóðin er greinilega búin að fá nóg, vill hreint borð og uppstokkun í bönkum og bissness. Skal heldur engan undra. Jóhannes í Bónus hefur misst stuðning þjóðarinnar - hún er ekki sammála Arion um að hann sé mikilvægur í uppbyggingunni. Fleiri geta rekið verslanir, merkilegt nokk.

mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband