VG að verða jafn klofið og Alþýðubandalagið

Eftir tæplega þrettán mánaða ríkisstjórnarþátttöku er VG orðinn sligaður af innanmeinum og átökum... hugsjónirnar hafa flestar verið seldar fyrir völdin og kosningaloforðin fyrir tæpu ári gleymdust með ógnarhraða. VG minnir orðið skuggalega mikið á Alþýðubandalagið sáluga, átökin og hjaðningavígin bakvið tjöldin ríma mjög við lýsingar á Alþýðubandalaginu í hinni góðu bók Óskars Guðmundssonar, sem kom út þegar átökin milli Ólafs Ragnars og Svavars stóðu sem hæst.

Sundrung vinstri manna er rómuð og margfræg. Þarf svosem ekki að rekja hana. Allir ættu að þekkja hana... ef ekki nægir þeim að líta á vinstri græna og hvernig völdin hafa farið með þennan flokk hugsjónamanna sem hafa annað hvort gleymt hugsjónunum fyrir völdin eða eru að reyna að endurheimta þær í rimmu við samherja sína sem eru farnir að sukka út í stólapólitíkinni.

Ekta vinstrisaga... þær endurtaka sig eins og fyrri daginn. Endirinn á þessari raunasögu vinstri grænna verður örugglega ekki frábrugðinn þeim fyrri.

mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband