Niðurlæging fjórflokksins í Reykjavík

Flest bendir til þess að grínframboðið Besti flokkurinn sé að komast til valda í Reykjavík og Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri. Fari svo verður það skipbrot fjórflokksins, hin mikla niðurlæging þar sem allir hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar eru rassskelltir - refsað fyrir léleg vinnubrögð í aðdraganda og eftirmála hrunsins.

Þetta er líka visst uppgjör við ítalska ástandið í borgarmálunum meginhluta kjörtímabilsins, þar sem valdagræðgi og stólaplott réði för. Skilaboðin eru alveg skýr. Fólk vill uppstokkun á hefðbundnum flokkalínum - þar er engum treyst en öllum refsað. Við sjáum þess dæmi líka hér á Akureyri.

Þetta verða sennilegar kosningar uppstokkunar - nýrra pólitískra tíðinda. Nýtt pólitískt landslag er að myndast. En sennilega ætlar fólk að hlæja sig út úr kreppunni.

Er nema von að spurt sé... hvenær verður brandarinn uppþornaður? Varla mun hann endast í heil fjögur ár. Hvað tekur þá við? Ráðleysi eða meiri hlátur?

mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband