Þvílíkt og annað eins - er fólk fífl?

D&D Ég botna ekki í þessu! Hvernig getur fólk látið blekkjast af þessum svikamyllum svona rosalega illa, fallið í þessa gryfju? Maður fær oft í viku allskonar boð um lottóvinninga og svikamyllugylliboð en maður sér jafnharðan í gegnum gildruna sem egnd er upp fyrir sárasaklaust fólk. Það er kannski harkalega spurt í fyrirsögninni, en samt, hvernig getur fólk látið glepjast?

Botna hreint ekki í þessu. Þetta er óskiljanlegt rugl. Ég fékk um daginn einhvern keðjupóst sem var svo innilega falskur og fyrirsjáanlegur að ég trúi varla að nokkur falli fyrir þessu. Og þó, þessi skilaboð sem fram koma í fréttinni hér að neðan vekur vonandi einhverja til vitundar um að falla ekki í gryfjuna kolflatt og láta glepjast af innistæðulausum gylliboðum.

Munum að það er enginn svo góður við mann að bjóða manni gull og græna skóga af þessu tagi. Svikamylla er þetta oftast nær, verum á varðbergi og áframsendum svona pósta til lögreglu eða einfaldlega eyðum þeim og horfum út um gluggann og brosum framan í hversdaginn. Það er algjör óþarfi að leggjast flatur fyrir einhverjum óprúttnum aðilum erlendis.

mbl.is Töpuðu tugum milljóna til svindlara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband