Sviptingar á Alþingi - hverjir kæmust á þing?

Alþingi100 dagar eru til alþingiskosninga - spennan vex og kosningbaráttan er að hefjast af krafti. Könnun Gallups vakti mikla athygli nú undir lok vikunnar og sýnir talsverðar sviptingar. Ég hef nú sett upp lista um það hvaða þingmenn nái kjöri gangi könnunin eftir, sem sýnir stöðu mála á þessum tímapunkti.

Á flestum stöðum eru framboðslistar til og staða mála örugg. Enn er ekki vitað hver muni leiða framboðslista VG í Norðvesturkjördæmi, þó flest bendi til að það verði Jón Bjarnason. Óvissa er enn uppi um alla lista Frjálslynda flokksins og mun ég ekki nefna nein nöfn í því samhengi. Óvissa er um Kristinn H. Gunnarsson, en þar sem hann fer ekki í framboð fyrir Framsóknarflokkinn er hann ekki í kvótaútreikningum flokksins.

Þessi listi er athyglisverður. Í þessu má sjá sviptingar. Fjórir sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar eru fallnir í þessari stöðu og fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en á það ber að minnast að þrír af þessum fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins féllu neðar en í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og einn þeirra var kjörinn af lista Frjálslynda flokksins, eins og minnst er á útskýringum fyrir hvern flokk.

Tveir ráðherrar Framsóknarflokks ná ekki kjöri á þing í stöðunni sem uppi er - hvorki meira né minna en formannsefni flokksins á síðasta flokksþingi; Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir. Jón hefur reyndar aldrei fyrr verið í framboði og því ekki setið á þingi eins og fylgir með í útskýringum. En hér er semsagt nafnalistinn.


Sjálfstæðisflokkur (24)

Geir H. Haarde (Reykjavík suður)
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller

Guðlaugur Þór Þórðarson (Reykjavík norður)
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Suðvesturkjördæmi)
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Sturla Böðvarsson (Norðvesturkjördæmi)
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Herdís Þórðardóttir

Kristján Þór Júlíusson (Norðausturkjördæmi)
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal

Árni M. Mathiesen (Suðurkjördæmi)
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Björk Guðjónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22 þingsæti í kosningunum 2003. Birgir Ármannsson, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson (kjörinn af lista Frjálslynda flokksins 2003) falla af þingi ef þetta væri niðurstaða kosninganna. 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hætta nú þingmennsku.


Samfylkingin (14)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Reykjavík suður)
Jóhanna Sigurðardóttir

Össur Skarphéðinsson (Reykjavík norður)
Ágúst Ólafur Ágústsson

Gunnar Svavarsson (Suðvesturkjördæmi)
Katrín Júlíusdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Árni Páll Árnason

Guðbjartur Hannesson (Norðvesturkjördæmi)

Kristján L. Möller (Norðausturkjördæmi)
Einar Már Sigurðarson

Björgvin G. Sigurðsson (Suðurkjördæmi)
Lúðvík Bergvinsson
Róbert Marshall

Samfylkingin fékk 20 þingsæti í kosningunum 2003. Einn þingmaður flokksins gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn árið 2007. Mörður Árnason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Helgi Hjörvar og Anna Kristín Gunnarsdóttir myndu skv. þessu öll falla af Alþingi. 5 þingmenn Samfylkingarinnar gefa ekki kost á sér til þingmennsku nú.


VG (13)

Kolbrún Halldórsdóttir (Reykjavík suður)
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir

Katrín Jakobsdóttir (Reykjavík norður)
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov

Ögmundur Jónasson (Suðvesturkjördæmi)
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Jón Bjarnason (listi þó ekki enn til) (Norðvesturkjördæmi)

Steingrímur J. Sigfússon (Norðausturkjördæmi)
Þuríður Backman
Björn Valur Gíslason

Atli Gíslason (Suðurkjördæmi)

VG fékk 5 þingsæti í kosningunum 2003. Hann missir engan sitjandi þingmann og enginn þingmaður flokksins hættir.


Framsóknarflokkur (6)

Jónína Bjartmarz (Reykjavík suður)

Magnús Stefánsson (Norðvesturkjördæmi)

Valgerður Sverrisdóttir (Norðausturkjördæmi)
Birkir Jón Jónsson

Guðni Ágústsson (Suðurkjördæmi)
Bjarni Harðarson

Framsóknarflokkurinn fékk 12 þingsæti í kosningunum 2003. Siv Friðleifsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson munu falla af þingi ef þetta yrðu úrslit kosninganna. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, næði ekki kjöri, en hann situr ekki á Alþingi nú og er utanþingsráðherra. 3 þingmenn flokksins hætta á þingi í vor.


Frjálslyndi flokkurinn (6)

1 þingsæti (Reykjavík suður)
2 þingsæti (Reykjavík norður)
1 þingsæti (Suðvesturkjördæmi)
2 þingsæti (Norðvesturkjördæmi)

Frjálslyndi flokkurinn fékk 4 þingsæti í kosningunum 2003, en einn þeirra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005. Þingmaður kjörinn af lista Samfylkingarinnar gekk til liðs við flokkinn árið 2007. Þar sem framboðslistar flokksins eru enn ekki tilbúnir er óvissa uppi um hvort að allir þingmennirnir fjórir nái endurkjöri miðað við þessa könnun.


Þetta eru mjög athyglisverðir nafnalistar og öllum ljóst að gríðarleg uppstokkun verður á Alþingi í vor verði þetta niðurstaðan. Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin fallin í þessari könnun og ljóst að komið getur til mjög spennandi og jafnvel langvinnra stjórnarmyndunarviðræðna ef þessi verður staðan. Þó ber á það að líta að tveir flokkar hafa nú þegar útilokað stjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn eins og staðan er nú.

En 100 dagar er langur tími í pólitík - það eru þrír mánuðir og tólf vikur til stefnu. Vikan getur oft verið sem eilífð í pólitík og öllum ljóst að mikil spenna verður yfir baráttunni. Svo er ekki enn útséð um að fleiri framboð komi fram. Það má því búast við leiftandi pólitískri spennu næstu mánuðina.


PS: Þegar að ég tala um fallna þingmenn miða ég við frambjóðendur í tíu efstu sætunum. Ég fékk tvo tölvupósta áðan þar sem spurt er af hverju ég nefni frambjóðendur sem náðu ekki öruggu sæti í Suðurkjördæmi en ekki Sigurrósu Þorgrímsdóttur í Suðvesturkjördæmi sem féll í prófkjöri. Ástæðan er einföld; Sigurrós er í einu af heiðurssætum lista sjálfstæðismanna í SV en þingmennirnir í Suðri sem spurt var um eru í neðri hluta topp tíu listans í kjördæminu. Þeir falla því undir skilgreininguna.

Þessi listi er settur saman eftir útreikningum Gallups á þingmönnum flokkanna og skiptingu þeirra á kjördæmin. Eina sem ég hef því gert er að setja nöfn við niðurstöðu könnunar Gallups og útreikninga, svo það sé skýrt tekið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Gaman að þessari samantekt hjá þér! Tölurnar verða miklu raunverulegri svona. Ertu með útreikningana m.v. uppbótarþingmannareikniregluna eða tekur þú alla m.v. hlutfallsútreikninginn bak við kjördæmakjörna þingmenn.

Lára Stefánsdóttir, 3.2.2007 kl. 01:31

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir skrifin Lára. Mátti til með að dunda mér við þetta, til að fá meiri raunveruleika í tölurnar og fá andlit við stöðuna. Þetta er þingmannaútreikningur Gallups sem ég tek bara (niðurstaða frá þeim í mönnum talið) og ég set nöfn við það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.2.2007 kl. 01:45

3 identicon

Sammála skemmtileg samantekt.
Hvað gerir Framsókn ef Siv og Jón komast ekki inn ?
Ef þetta verður niðurstaðan og sf fær 14 þingsæti væri Ingibjörgu stætt á að sitja áfram sem formaður ?

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

Hanna Birna: Þakka þér fyrir góð orð.

Óðinn: Þetta er mikið áfall fyrir Jón og Siv. Held að þau muni bæði komast inn og það verði eina viðbótin fyrir Framsókn. Eins og árar núna spái ég því Framsókn átta þingmönnum. Þeir fá ekki meira eins og árar núna. Ef SF fær ekki meira en þetta og fær rassskell í borginni er ISG búin að vera. Það blasir alveg við. Goðsögn hennar sem sigursæls leiðtoga er á bak og burt fari kosningar svona.

Ægir: Þakka þér fyrir góð orð. Ég segi alltaf mínar skoðanir en passa mig alltaf á að vera málefnalegur þó hreinskilinn sé. Allavega alltaf gott að fá góð komment þeirra sem eru ósammála en lesa samt, þeir koma þá bara með punkta. :)

Mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.2.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband