Anna Nicole og fjölmiðlakapphlaupið

Anna Nicole Smith Það er að verða vika síðan að Anna Nicole Smith dó, rétt eins og hún lifði, í kastljósi fjölmiðla. Kapphlaup fjölmiðla við að kortleggja síðustu stundir og augnablik stjörnunnar þekja forsíður fjölmiðla og dekka umfjöllun fréttastöðvanna um allan heim. Um fátt meira er talað. Framboðstilkynning Barack Obama um helgina varð eiginlega í skugganum um umræðunni um ævi og örlög Önnu Nicole Smith, eins kostulegt og það hljómar.

Fréttir ganga nú um hvað hefur orðið stjörnunni að bana, ef ekki ofnotkun lyfja, og kjaftasögurnar grassera og fyllt er hiklaust í þær lausu eyður sem við blasa. Málið blæs jafnhratt út eins og 17. júní -helíumblaðra.... sem kannski flýgur út í buskann álíka hratt. Hver veit. Þetta er allt einn lærdómur um það hversu frægðin er grimmur kaleikur að öllu leyti. Það verður allavega seint sagt að frægðin hafi verið hamingjusöm í ævi þessarar ógæfusömu stjörnu.

Fréttin um að hún hefði átt í ástarsambandi við innflytjendamálaráðherrann á Bahama-eyjum og myndir af þeim dekka stórblöðin vestanhafs á þessum degi. Mikil frétt það og boðar varla gott fyrir pólitískan feril þess ráðherra og ráðandi öfl á eyjunum. Svo er barist um húsið hennar Önnu Nicole.... faðerni barnsins hennar var í vafa og allavega þrír menn, hvur veit nema þeir verði fleiri sem vilji bita af vænni köku, sem vilja kannast við barnið.

Þvílíkt mál.... hljómar alveg eins og ein af þessum dramatísku Hollywood-myndum sem sjá má í bíóhúsunum. En þetta er víst algjör alvara... með þeim allra svæsnustu líka.

mbl.is Anna Nicole í faðmlögum við ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig heldurðu að staðan væri ef Marilyn Monroe og Kennedy-klanið væru færð til nútímans?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband